Vísir


Vísir - 06.01.1975, Qupperneq 13

Vísir - 06.01.1975, Qupperneq 13
Visir. Mánudagur 6. janúar 1975. 13 Umsjón: Edda Andrésdóttir Má bjóða þér inn? — Hér býr Brigitte Bardot Nei, þvi miður. Við getum vist ekki tekið lesendur með i heim- sókn til BB i orðsins fyiistu merkingu. Það tæki lika svolitið langan tima að komast til Parisar og biða svo eftir þvi að veröa þeirrar náðar aðnjótandi að fá að komast inn fyrir dyrn- ar. Við förum þvi styttri leiðina. Hér á siðunni getum við virt fyrir okkur nýjustu húsakynni leikkonunnar frægu, en þessi húsakynni kostuðu hana sannarlega skildinginn, enda virðist þarna óneitanlega vel til vandað. Hún lét reisa sér tveggja hæða hús með öllum tilheyrandi þægindum i Paris, og sá sem teiknaði er einn frægasti og frumlegasti arkitekt i Frakk- landi. Margir vinir hennar hafa beðið spenntir eftir þvi að fá að komast inn í dýrðina, enda hafa margar sögur fariö af húsinu. Þeir sem bezt til Bardot þekkja, kalla húsið „nýja leik- fangið” hennar. Hún er sögð yfir sig ánægð með öll þægindin, og sá kvittur um að hún hygði á sjálfsmorð var fljútt kveöinn niður, eftir að hún flutti þar inn. 1 ýmsum timaritum haföi mátt lesa fréttir sem bentu til þess að Brigitte væri orðin leiö á lifinu. Þýzkt timarit sagði meðal annars að nýjasti vinur Hér er svo dagstofan. Brigitte segir að við þetta herbergi kunni fyrrverandi eiginmaður hennar, sá frægi Roger Vadim, bezt við. Hér er bókasafniö — f gráun lit meö stórum þykkum púðum á gólfi. hennar hefði gefið hana upp á bátinn, og gaf upp ýmsar ástæður fyrir þvi. Nokkrar voru þær, að lifið I kringum Brigitte væri of þreytandi, maður fengi aldrei nokkurn tima fyrir sjálfan sig, vinirnir væru of rikir og of margir, og partýin of mörg. En þetta reyndist ekki alveg satt og BB hélt vininum. En hún hefur sannarlega átt þá marga áöur. Enda hefur hún látiö hafa eftir sér: „Þegar ég fæ ekki lengur þann mann sem ég vil, þá er ég oröin gömul”. —EA „Það er ekkert eins afslappandi og þægilegt eins og að setjast niður við pianóið”, segir Brigitte og sýnir músik-herberglð sitt, sem búið er öllum græjum. Hér sjáum við Brigitte I snyrtiherbergi sinu, og það er ekki annað hægt að segja en að það sé glæsilegt. Fyrir ofan sérkenni- legt baðkarið er hringlaga spegiil, þar sem sá sem baðar sig getur séðsjálfan sig. Veggir og teppi eru I aprikósu-lit. GREIDENDUR vinsamlega veitið eftirfarandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. janúar. Það eru tilmæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.