Vísir - 11.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 11.01.1975, Blaðsíða 4
MEÐ ÖÐRU EYRA: Vlsir. Laugardagur 11. janúar 1975. New York þessa vikuna: 1. (2) You’re the first, the latest, my everything: Barry White 2. (3) Mandy: Barry Manlow 3. (1) Lucy in the sky with diamonds: Elton John 4. (5) Please, mr. postman: Carpenters 5. (7) Laughter in the rain: Neil Sedaka 6. (6) Only you: Ringo Starr 7. (9) Junior’s farm: Wings 8. (8) Boogie on reggae woman: Stevie Wonder 9. (9) Cat’ s in the cradle: Harry Chapin 10. (10) Kung Fu fighting: Carl Douglas London þessa vikuna: 1. (20) Down down/ Status Quo 2. (7) Streets of London: Ralph McTell 3. (4) Get dancing: Disco tax 4. (14) My boy: Elvis Presley 5. (1) Lonely this christmas: Mud 6. (6) Juke box jive: Rubettes 7. (15) The inbetweenies: Goodies 8. (27) Never can say goodbye: Gloria Gaynor 9. (17) I can help: Dilly Swan. 10. (-) Ms grace: Tymes. ROLLING STONES og hyggst stofna hljómsveit ásamt JACK BRUCE o.fl. Eftirmaöur hans er sagður líklegastur MICK RONSON (áöur meö David Bowie og Moot the Hoople). MOOT THE HOOPLE eru hætt- ir fyrir fullt og allt, og MICK RONSON Ihugar nú hvort hann skuli ganga i ROLLING STONES eöa i nýja hljómsveit- IANs HUNTER. RICKY FAT- AAR, i BEACH BOYS sföan 1972, er genginn úr hljómsveit- inn og kominn i JOE WALSH BAND. Hljómsveit JON HISE- MAN, TEMPEST, þurrkaöist út I mai, en nú er JON (sem kemur fram á plötu Jóhanns G. „Lang- spil”) búinn aö stofna nýja grúppu ásamt fyrrv. gitarleik- ara THIN LIZZY, GARY MOORE. Léleg upptaka og einhœfur söngur — Sömuleiðis hefðu „Andrews" mátt leggja öríítið meirí vinnu í textana. — Tónlistin sjálfsagt áheyrilegri „live" „ANDREW WOOPS”. Donovan með Bocgie Woogie, rokk-jass-folk á nýrri plötu Sögusagnir eru nú á kreiki um þaö, aö HLJÓMAR séu hættir allri spilamennsku, (hvaö skyldi þá verða um hina „dular- fullu” LÓNLl BLÚ BOIS???? MICK TAYLOR er hættur i MICK TAYLOR Woops, nú detta af mér allar dauðar lýs, þetta er sumsé hægt ef viljinn er fyrir hendi. Aðal- maöurinn aö baki þessarar plötu er aö öllum likindum flest- um ókunnugur, en sá heitir Július Agnarsson og hefur aö mestu leyti haldiö sig frá sviö- inu, aö undanskildri þátttöku sinni I hljómsveitinni SCREAM hér um áriö. Nærri öll lög plötunnar eru eftir Július, og honum til aðstoöar eru nokkrir kunningjar hans, þ.á m. Björgvin Gislason, Asgeir óskarsson, Ómar Óskarsson, Andri Clausen, og Egill óskarsson. Július fer ekki dult meö tónlistarstefnu sina, hún er „hart rokk”, sem og kemur vel fram á þessari plötu, þó að brugöiö sé á leik i einu laganna. Þaö, sem fyrst og fremst mælir á móti þessari plötu, er léleg upptaka og yfirleitt allt of einhæfur og litilf jörlegur söngur. Sömuleiðis heföi mátt leggja örlitið meiri vinnu i text- ana. Það kemur samt margt skemmtilegt og gott fram I þessari plötu, en persónulega kynni ég betur við aö heyra þessa tónlist flutta „live” en aö ergja mig yfir göllum plötunnar. Þaö er t.d. sjaldan sem maöur getur haft gaman af „Jam” á hljómplötu. Meöal þess, er athygli mina vakti á þessari plötu, er bassaleikur Ómars óskarssonar, en hann er barasta alls ekki svo galinn, miöaö viö þá reynslu er Ómar hefur af þvi hljóöfæri. Beztu lög. „Himalaya”. DONOVAN. „7 TEASE”. Þetta þrettánda albúm Dono- vans merkir þáttaskil i nærri tiu ára tónlistarferli hans. Um hug- arfarsbreytingu er vart aö ræða hjá honum, textarnir eru ennþá jafndraumkenndir, en undir niöri felst skáldleg ádeila á samfélag okkar i dag. Reyndar hafa textar Donovans oft verið æði misskildir, t.d. voru textar plötunnar „A gift from a Flower to a Garden” alvarleg aðvörun gegn eiturlyfjaneyzlu, en ekki hiö gagnstæöa, eins og margir álitu (þ.á m. hljómplötugagn- rýnendur). Tónlistarlega hefur Donovan tekiö miklum breytingum frá fyrra albúmi sinu, „Essence to Essence”, sem var gott að mörgu leyti, en kannski ekki nægilega fjölbreytilegt. A „7 Tease” bregður Donovan aftur á móti á leik meö fjölbrey tilegan tónlistar- flutning, svo sem lög er bera keim af rokk-jass-folk og Boogie Woogie-músik. Þetta rennur allt saman i eitt af allra þægilegasta og besta albúmi Donovans siöan „Hurdy Gurdy Man”. Þaö sem ávallt einkennir plötur Donovans er hinn þægi- legi söngstill hans og rennandi laglinur sem ávallt ná góöum tökum á manni, t.d. Universal Soldier — Riki Tiki Tavi — Mellow Yellow — Colours — o.fl. Þessi plata mun ekki valda neinum aðdáenda Donovans vonbrigöum, þó aö still hans sé örlitiö breyttur I takt viö tim- ann. Beztu lög. „Love of my Life” „The voice of protest” „The great song of the sky” „Your Broken Heart”. Jakob og Elton John saman við hljómplötugerð Stööugt berast fréttir af góöum árangri gitarieikarans Jakobs Magnússonar á erlendum vettvangi. Núna siöast, nánar tiltekiö siöustu dagana fyrir jól, aöstoöaöi hann þann fræga Kevin Aires meö hljóöfæraleik viö hljómplötu- upptöku, en auk annarra, sem aöstoöuöu meö undirleik, var Elton John. Þá voru einnig i hópnum amerisku blásararnir, sem nefna sig Muscle Shouls. Og loks má nefna þann fræga Mike Old- field, sem aðstoöaði Kevin i nokkrum lögum. Upptakan fór fram á gömlu sveitabýli sem stendur skammt fyrir utan Oxford og haföi veriö breytt i fullkomið hljóöupptöku- stúdió. Jakob kom hingað til lands að lokinni upptökunni og kom þá fram á hljómleikum meö Change I Austurbæjarbiói kvöldiö eftir komuna. Siöan hélt hann rakleiðis til New York, en er nú kominn hingað aftur til nokkurra daga dvalar. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.