Vísir - 11.01.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 11.01.1975, Blaðsíða 20
— Bílstjóramerki, dyravarðamerki, tollvarðamerki allt er það jafnvinsœlt hjá danska safnaranum FER ISLAND AÐ GRÆÐA Á ORKUKREPPUNNI? Hann safnar íslenzkum merkjum „Viö getum bara sagt, aö mér sé ómögulegt aö hætta,” sagöi danski myntsafnarinn Otto Christensen, sem á gifuriegt safn islenzkra mynta, seðla og merkja. „Þetta byrjaöi eiginlega þegar ég var barn og haföi áhuga á frimerkjum. 1927 kom sýning íslenzkra frimerkja til Danmerkur og þá fékk ég áhuga á þeim merkjum,” sagöi Otto. „Þá fór ég aö kynnast Islend- ingum og safna mynt frá Islandi. Ég kom alltaf af og til hingaö til landsins og nú siöustu árin á hverju ári. Alls staöar hefur mér verið tekiö svo vel aö áhuginn hefur ekki náö aö slokkna öll þessi ár,” sagöi Otto. Otto ætlar aö opna sýningu á safni slnu I Norræna húsinu um helgina. I safni hans er aö finna allar opinberlega útgefnar Islenzkar myntir og mest af seðlunum líka. Meöal annars er I myntsafni Ottos aö finna 22 mismunandi brauöpeninga svo- kallaða frá þvl um miöja nltjándu öld. Otto Christensen hefur aldrei hætt á að fara meö myntsafniö á milli og geymir það þvi I banka- hólfi hér. Feröir hans á milli lslands og Ðanmerkur eru þvi orönar margar. A einni sllkri ferð flaug hann með Flugfélagi Islands á milli og veitti þá at- hygli fallegum merkjum á einkennisbúningum flug- liöanna. ísland mun i vaxandi mæli standa vel að vigi gagnvart orkukrepp- unni i framtiðinni, segir i skýrslu efna- hags- og framfara- stofnunarinnar OECD um ísland, þótt oiiu- hækkunin valdi nú verulegum vandræðum i viðskiptajöfnuði. OECD minnir á, aö ísland ráöi yfir feikilegum orku- lindum, sem rétt sé byrjaö aö nýta. Aöeins um 8 af hundraði vatnsafls sem nýta mætti meö hagkvæmni til raforkufram- leiðslu hafi veriö nýtt til þess, og ef til vill 4 prósent af hugsan- legri varinaorku. Meö þessu er þess aö vænta, aö ísland geti snúiö vörn I sókn á timum orkukreppu, þannig aö hátt oliuverö reynist ekki slikur bölvaldur sem nú er, jafnvel aö háa olíuverðiö geri tsland betur samkeppnisfært, þótt ekki sé fariö út I þetta I skýrslu OECD. OECD scgir, aö samkvæmt siðustu áætlunum muni halli á greiöslujöfnuöi nema um 9 prósentum af heildarfram- leiöslu tslendinga áriö 1974 en muni geta minnkaö niður I um 5,5 prósent I ár. __HH Heilbrigðisvottorðið komið: , Ekki veira í Laxalóns- stöðinni — flutningsleyfi austur í Ölfus líka fyrir hendi „Aö loknum ársrannsóknum hef ég nú fengiö vottorö um þaö, aö fiskstofn minn sé heilbrigöur ogsvokölluöI.P.N. veira ekkitil I honum”, sagöi Skúli Pálsson, fiskræktarbóndi á Laxalóni I viö- tali viö VIsi. „Þá hefur lögfræöingur minn sagt mér, að borizt hafi leyfi frá landbúnaöarráðuneytinu til þess aö flytja hrogn austur I ölfus og rækta þau þar. Þegar ég hef áttaö mig á þessum tiöindum, býst ég við aö ég hefji boranir eftir heitu vatni, sem er á þessu svæði. En það getur oröiö dýrt, ef djúpt þarf að bora. Að flytja stööina austur kemur til meö aö kosta tugi milljóna og er mikið verk. Þar viö bætist, aö ég er orðinn fulloröinn og þreyttyr.” I fjárlögum yfirstandandi árs er heimild til að ábyrgjast allt að 15 milljón króna lán til Skúla vegna byggingar hans á nýrri fiskeldisstöð I landi Þóroddstaöa II I ölfusi. —SH 200 mílur — óður en samningurinn við Breta rennur út Landhelgin verður færö I 200 milur á þessu ári. Forsætisráö- herra telur æskilegast, aö út- færslan eigi sér staö, áöur en samningurinn viö Breta rennur út 13. nóvember næsta haust. Timabiliö eftir 17. júni kæmi helzt til greina, aö sögn forsætis- ráðherra. Óvist er, aö hafréttarráöstefna Sameinuöu þjóöanna sem hefst í vetur komist aö niöurstööu fljót- lega. Ef hún gerir þaö ekki eöa svo viröist, að hún muni ekki gera þaö, stefnir rlkisstjórnin aö þvl, aö fulltrúar Islands á ráöstefnunni safni undirskriftum sem flestra fulltrúa þjóöa um stuðning viö einhliða úrfærslu okkar. Þannig hefur rikisstjórnin nú ákveðiö, aö útfærslan þurfi ekki að vera háö þvi, hvort ráðstefnan kemst aö niðurstööu. —HH „Mér datt þá I hug, að gaman væri aö safna slíkum merkjum. Ég vissi ekki til aö slikt heföi veriö gert áður. Þeir hjá flug- félaginu létu mig fá öll merki og þessi vingjarnleiki ýtti undir mig aö halda áfram,” sagöi Otto, sem starfar sem lagerstjóri hjá vefnaðarfyrir- tæki I Kaupmannahöfn, en hefur þetta mjög sérstaka áhugamál. Otto Christensen lltur ekki viö neinum merkjum nema þeim Islenzku og þiggur öll sllk meö þökkum. Otto á einstætt safn merkja af einkennisbúningum bílstjóra forsetans, bllstjórum Hreyfils og annarra bllastöðva frá fyrstu tlö. Hann á merki slökkviliös- manna frá upphafi, póstmanna, tollvaröa, strætóbllstjóra, raf- magnsrukkara, dyravaröa I Þjóöleikhúsinu, skipstjóra hjá Eimskip og svo mætti lengi telja. Eins eru I fórum Otto Christensen stórriddarakrossar og önnur heiðursmerki. „Stórriddarakrossana ég af afkomendum manna er oröurnar höföu hlotið,” sagöi Otto um tilkomu þessara vinsælu safngripa. Hiö mikla safn Otto Christ- ensen er tryggt á 50 þúsund danskar krónur eða eina milljón Islenzkra ,,En raunviröið tel ég þó til muna meira,” sagöi danski safnarinn aö lokum. —JB Otto Christensen viö safn sitt af merkjum hnöppum og snúrum af islenzkum einkennisbúningum. — Ljósm. Bragi. Fyrsti samningafundurinn í gœr: Góður andi „eftir atvikum" Eftir atvikum# sögðu menn# var góður andi í lok fyrsta samningafundarins i gær. Fulltrúar Alþýðu- sambandsins voru í fyrstu nokkuð stífir. Þeir vilja vinna að fullu upp það, er tapazt hefur í kaupmætti frá samningunum í febrú- ar i fyrra. Vinnuveitendur höfnuðu kauphækkunum. Síöar á fundinum voru menn hins vegar farnir að ræða vandamál þjóöarbúsins, sölu- erfiöleika á afuröum erlendis og verðfall. Kom þá fram hjá ASÍ- mönnum, að þeir mundu meta ýmsar aðgeröir hins opinbera til jafns við kauphækkanir, til dæmis skattalækkun, úrbætur I húsnæö- is- og tryggingamálum og eflingu lifeyrissjóða. Við það varö and- rúmsloft betra milli manna. Á þessum fyrsta fundi var 9 manna samninganefnd ASí annars vegar og fulltrúar Vinnu- veitendasambands Islands og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna hins vegar. Af hálfu Vinnuveitendasambandsins mætti framkvæmdastjórn þess og starfsmenn en formaður og fram- kvæmdastjóri af hálfu Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna. Þessi samtök vinnuveit- enda munu á næstunni skipa formlega samninganefnd. Kröfur ASl voru I samræmi við kjaramálaályktun sambands- stjórnarfundar ASI 29. nóvember — 1. desember i vetur. Báöir aöilar munu væntanlega ræöa viö rikisstjórnina I byrjun næstu viku um ýmsa þætti þess- ara mála. Næsti fundur aðilanna veröur svo um miöja næstu viku. Vinnuveitendasambandiö mun halda sambandsstjórnarfund um samningamálin næstkomandi miövikudag. —HH PAFAGAUKURINN KAUS HELDUR HÓTELDVÖLINA Páfagaukurinn, sem gisti Loftleiöahóteliö um tima i gær en hélt siöan á brott gat ekki aö fullu slitiö sig þaöan. Þegar starfsmanni hótelsins varö litiö út um gluggann af tilviljun, sá hann hvar fuglinn húkti á þaki viöbyggingar hótelsins. Náöist loks til fuglsins og var hann viö góöa heilsu. Hann dvelur nú á Bollagötu 4 I góöu yfirlæti hjá starfs- manninum og getur eigandinn vitjaö litla gula fuglsins slns þangaö. Siminn er 12514. —JB VISIR Laugardagur 11. janúar 1975.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.