Vísir - 11.01.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 11.01.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 11. janúar 1975, 9 SUNDAY TIMES MÓTIÐ HEFST I NÆSTU VIKU í næstu viku hefst SUNDAY TIMGS tvfmenningskeppnin og er spilað á Churchilihótelinu i London. Átján pör frá fjórtán löndum eru meðal þátttakenda, en styrkleika mótsins má ráða af þvi, að meðal keppenda eru fjórir heimsmeistarar, niu Evrópumeistarar, tveir S-Ame- rikumeistarar, einn N-Ame- rikumeistari auk 33 iandsmeist- ara. Mótið hefst 16. janúar á há- degi en lýkur kl. 3 laugardaginn 18. janúar. Bridgesamband íslands valdi Simon Simonarson og Stefán Guöjohnsen til þess að spila á mótinu og mega þeir halda vel á „spööunum” og reyndar hinum litunum lika, þó ekki væri stefnt hærra en i miðjan flokk. Farar- stjóri þeirra félaga er Þórarinn Sigþórsson. Frægustu þátttakendur móts- ins eru vafalaust Frakkarnir Boulenger og Svarc, en þeir unnu sér Evrópumeistaratitil I Israel i nóvember. Þá eru frá Italiu Burgay og De Falco, frá Brasiliu Chagas og Assumpcao, en þeir eru á leið i heims- meistarakeppnina sem haldin verðurá Bermuda ilok janúar. Frá Bandarikjunum koma Son- tag og Weichsel, en þeir voru i fyrsta og öðru sæti I mótinu fyr- ir tveimur árum, sinn á móti hvorum makkernum. Englendingar eru með sina LANDSLIÐSMÁL Á HREYFINGU Stjórn Bridgesambands Is- flokki og unglinga. lands hefur nú ákveðiö að halda Komast 16 pör i hvorn flokk, landsliðstvimenninga með Butl- sem valin verða úr hópi erfyrirkomulagi bæði i karla- umsækjenda. Skal karlaliöið A LEIÐ TIL LONDON: Simon Simonarson og Stefán Guðjohnscn. A milli þeirra stendur fararstjórinn, Þórarinn Sigþórsson. landsliðsmenn og eru fremstir I flokki Priday og Rodrigue, Flint og Rose, Reese og Dixon, Coyle og Silverstone. Sú nýlunda er i sambandi við mótið að hluti þátttakenda á kost á að spila I einmennings- keppni daginn áður en mótiö hefst. Er það frægur klúbbur i London, The Ladbroke Club, sem býður til keppni og eru glæsileg verðlaun I boði fyrir þá heppnu sem vinna. Nánari fréttir af Sunday Times mótinu munu birtast á fréttasiðum blaðsins i næstu viku. Hér er laglegt spil frá keppn- inni i fyrra og má ekki á milli sjá, hvor spilar betur, vestur eða suður. Staöan var allir utan hættu og vestur gaf. A 4 V K-5 ♦ 7-5-3-2 ♦ A-K-9-8-6-3 ♦ A-10-2 é 7-5 V A-D-G-10-4 V 9-6-3-2 ♦ 6-4 + A-10-9-8 * D-10-5 * G-7-2 A K-D-G-9-8-6-3 V 8-7 ♦ K-D-G ♦ 4 Sagnirnar: Vestur Noröur Austur Suöur 1? 2« 2 W 4 A P P P Vestur hitti á eina útspilið, sem gat gert sagnhafa erfitt fyrir, tigulsex. Austur lét áttt- una og sagnhafi tók slaginn. Það var augljóst að vestur ætlaði sér að trompa tigul og til þess að hindra það, spilaði sagnhafi þrisvar laufi og kastaði tigul- hjónum. Vestur átti slaginn á laufadrottningu og hann spilaði tigli, sem sagnhafi trompaði. Ekki gat sagnhafi farið strax I trompið, þvi þá myndi vestur drepa, taka hjartaás og spila blindum inn á kónginn. Þá ætti sagnhafi enga örugga inr.komu á hendina og vestur fengi væntanlega trompslag. Hann spilaði þvi hjarta, en vestur var vandanum vaxinn og lét tiuna. Kóngurinn átti slaginn og nú kom tromp. Vestur gaf fyrsta trompið en drap siðan drottninguna með ásnum og spilaði hjartafjarka. Austur komst inn á hjartaniu og spilaði tigli og vestur fékk fjórða slag varnarinnar á tromptiuna. jVljótt á mununum í sveitakeppni BR gefa sig fram við Július Guð- mundsson i sima 35331 eða póst- hólf 256 i Kópavogi, en ungling- ar við Jakob R. Möller. Frestur til þess að sækja um er til 17. janúar en áætlað er að keppnin hefjist um 25. janúar. Átta efstu i hvorum flokki að lokinni keppni munu hefja landsliðsæfingar um tveggja mánaöa skeið eftir fyrirkomu- lagi, sem stjórn BSl setur, en að þeim loknum munu þar til skipaðar landsliðsnefndir velja þau landslið, sem senda á út. Nánar verður fjallað um þessi mál siðar. Nú er lokið átta umferðum I aðalsveitakeppni BRIDGE- FÉLAGS REYKJAVIKUR og er orðið mjótt á mununum, þótt sveit Þóris Sigurðssonar skipi ennþá efsta sætið. Röð og stig efstu sveitanna er nú sem hér segir: stig 1. Sveit Þóris Sigurðssonar 133 2. Sveit Helga Sigurðssonar 127 3. Sveit Hjalta Eliassonar 121 4. Sveit Þórarins Sigþórss. 115 5. Sveit Jóns Hjaltasonar 95 6. Sveit Björns Eysteinssonar 88 7. Sveit Gylfa Baldurssonar 80 8. SveitEsterar Jakobsdóttur 74 Næsta umferð verður spiluð i Domus Medica n.k. miðviku- dagskvöld kl. 20. Sveitakeppni fclagsins, lauk nú skömmu fyrir jól, með sigri sveitar Sævars Magnússonar, og hlaut hún 142 stig. Röð efstu sveita varð annars þessi: 1. Sveit Sævars Magnússonar 142 stig. 2. Sveit Kristjáns Andréssonar 136 stig. 3. Sveit Öla Kr. Björnssonar 123 stig. 4. Sveit Ólafs Gislasonar 98 stig. 5. Sveit Jóns Gislasonar 92 stig. Byrjað verður aftur að spila n.k. mánudag þann 13. janúar, og er þá fyrirhugað eins konar kynningarkvöld. Verður spiluð eins kvölds tvimenningskeppni, og gefst nýliðum kostur á að spila með reyndari mönnum félagsins. Auk þess verður kynnt starf- semi félagsins. Er þess vænst að sem allra flestir bridgeáhugamenn og konur mæti i Skiphóli kl. 8 á mánudagskvöldið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.