Vísir - 13.01.1975, Side 3

Vísir - 13.01.1975, Side 3
Visir. Mánudagur 13. janúar 1975. 3 - og tenórklukka féll til jarðar af festingu sinni Samhringing klukkna í Englandi fyrir ísland: Hringjarinn fór í fýlu Klukknahringingar eru vin- sælt sport i Englandi og hefur ekkcrt dregið úr áhuganum á þessari fornu listgrein. Klukk- arar standa i klukknaturnum kirknanna svo timum skiptir og hringja eftir settum reglum, sem geta verið ærið mismun- andi. Svokölluð „full hringing” hef- ur yfir 5000 tilbrigði, og hvert tilbrigði er sérstakur sam- hliómur margra klukkna. Fjöldi tilbrigöa takmarkast aðeins af fjölda þeirra klukkna, sem eru i viðkomandi turni. Þeir, sem stjórna þessum klukknahljómi, iðka gjarnan þann sið að helga „fulla hring- ingu” sérstökum atburðum, og er það þá skráð i sérstakt tima- rit til staðfestingar. t bréfi, sem sent var til rit- stjórnar Atlantica & Iceland Review, segir Mike Smith i Hants i Englandi frá þvi, að hinn 28. júli 1974, sama dag og Þjóðhátiö tslendinga stóð á Þingvöllum, hafi slik „full hringing” verið helguð 11 alda landnámsafmæli Ingólfs Arn- arssonar á tslandi. Einn vina Smiths er sérstakur áhugámaður um klukknahring- ingar — camponology. Það var fyriráhrif frá þessum vini, sem Smith fékk þá hugmynd að efna til sérstakrar hringingar 28. júli og helga hana ellefu alda afmæli Islandsbyggðar. Það varð úr, að hringjarinn vinur hans setti saman slika hringingu. Smith skrifaði sendiráði Is- lands i London og tilkynnti þetta áform. Sendiráðið svaraði þvi til, að slikri hringingu yrði fagn- að sem vináttuvotti. Siðan var um það samið, að þetta yrði gert i Truro dómkirkju. Að kvöldi hátiöardagsins var Smith staddur á Þingvöllum og gaukaði þvi að islenzkum vini sinum, að á hverri stundu yrði hringt fyrir Islandi i Truro. En þá gerðust atburðir, sem hann frétti ekki um fyrr en seinna: „Sama kvöldið”, segir i bréfi Smiths, „gerðist það, að tenór- klukkan, 1,5 tonn að þyngd, hlunkaðist ofan — trúlega meö miklu brauki — þegar burðaröx- ull hennar brotnaði, svo hætta varð við hringinguna. En mr. Try (sá sem ætlaði að sjá um hringinguna) er ekki sá maður, að hann láti aftra sér, heldur hélt fyrirhugaða hring- ingu i Swanmore, Hampshire, og sendi um hana tilkynningu til vikuritsins um klukknahring- ingar, sem hringingu helgaða afmæli Islandsbyggðar. Þá kom babb i bátinn. Svo virðist sem Mr. Try hafi látið það undir höfuð leggjast að aug- lýsa, að þessi hringing yrði hringd tslandi. Einn hringjarinn mótmælti á þeirri forsendu, að hann hefði ekki vitað um þetta áður en hann hóf að hringja. Vegna þessarar deilu var ekki hægtað staðfesta i klukknablað- inu, að hringingin hefði verið fyrir tsland, fyrr en deilan hefði verið sett niður. Henni var þvi skotið til skráningarnefndar klukknahringinga, sem kvað upp þann úrskurð á fundi sinum i nóvember, að hringingin skyldi standa sem helguð Is- landi”. —SH Myndabók um þjóðgarð Með vorinu er væntanleg glæsi- leg bók um þjóðgarðinn um- hverfis Jökulsá á Fjöllum. Þetta verður stór myndabók, með 40 litmyndum og 50-60 svart-hvitum myndum frá þessum sérkenni- lega og fagra stað, sem margir telja að ekki eigi sinn lika á land- inu. Einnig hefur bókin að geyma glögga leiðarlýsingu, frá Detti- fossi niöur með ánni að austan, allt niður að brúnni i Axarfirði, en siðan upp Asbyrgi upp með Jökulsá að vestanverðu, um Hljóðkletta, Svinadal og Hólma tungur að Dettifossi. Leiðsögu- maöur er enginn annar en Theó- dór Gunnlaugsson, frá Bjarma- landi, bóndi, fræðimaður og rit- höfundur, sem einmitt býr á þessu svæði og þekkir þar hverja þúfu og hvern stein. Það er Bókaforlag Odds Björns- sonar, sem gefur bókina út. Upp- runalega átti hún að koma á sið- asta ári, en útgáfa hennar frestaðist af óviðráðanlegum orsökum. önnur Bókaforlagsbók, sem dagaöi uppi en kemur i ár, er Bréf Jóns Mýrdal, þess er skrifaði meðal annars Mannamun og Niðursetninga. Bréf þessi eru skrifuð ýmsum aðilum, en einkum dótturdóttur hans, og kemur sérstæð sjálfslýsing fram i þessum bréfum. Finnur Sigmundsson safnaði bréfunum og bjó bókina til prentunar. —SH 170 manns flytja Handel um páskanu Hundrað og fjörutiu manns hófu á ný æfingar á Messiasi eftir Hðndel um helgina. Það er Pólý- fónkórinn, sem æfir verkið, og stendur til að flytja það I Há- skóiabiói um páskana. Þegar verkið verður flutt tekur auk þess um 30 manna kammer- hljómsveit þátt i flutningnum og fjórir einsöngvarar. Hverjir ein- söngvararnir verða er ekki að fullu ráðið, en rætt er um Neil Jenkis, tenórsöngvara, Brian Rainerlook og sópransöngkonuna Janet Price. Pólýfónkórinn hefur á undan- förnum árum flutt. mörg helztu tónverk tónbókmenntanna, og má þar nefna verk Bachs s.s. Jóla- oratoriuna, Jóhannesarpassiuna, H-mollmessuna og Mattheusar- passiu. Nú verður hins vegar ráð- izt til atlögu við hið mikla verk Messias eftir Handel. Stjórnandi kórsins er Ingólfur Guðbrandsson og formaöur Friðrik Eiriksson. —JB RAK ÓLÖGLEGT GISTIHÚS „Eiganda hússins að Lauga- vegi 32 var bent á það, að hann hefði ekki leyfi til að reka gisti- heimili þar. Hann hefur nú lagt inn umsókn þar að lútandi, og er hún, að þvi er ég bezt veit, til umsagnar hjá heilbrigðiseftir- litinu og borgarstjóra”. Þetta sagði William Th. Möll- er, fulltrúi lögreglustjórans I Reykjavik, er blaöið forvitnað- ist um gang málsins, þegar lög- reglan handtók i tvigang alla, sem staddir voru i umræddu húsi. William sagöi, að ef viðkom- andi aðilar veittu leyfi sitt til gistihússreksturs þarna, virtist sér ekkert þvi til fyrirstöðu. Skýrsla lögreglunnar i málinu hefur verið send til sakadóms Reykjavikur. —ÓH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.