Vísir - 14.01.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 14.01.1975, Blaðsíða 8
GROS I EFSTA SÆTINU Sigraði í stórsvigi í Adelboden í gœr rétt ó undan stórmeist- aranum Thoeni og fór stigi upp fyrir Klammer, Austurríki Það er greinilegt, að Gustavo Thoeni verður hættulegasti keppinautur minn um heimsbikarinn, sagði ítalinn ungi, Píero Gros, sem i fyrra tókst að sigra i keppninni eftir langa sigurgongu hins fræga landa hans, Thoeni. Gros sigraði í gær í stórsviginu i Adelboden, rétt á undan Thoeni, en þeir voru þremur sekúndum á undan þriðja manni, Sviss- lendingnum Mattle. Við þennan sigur komst Gros upp fyrir Austurrlkismanninn Franz Klammer i stigakeppninni — en mjótt er á munum. Gros er með 120 stig eftir keppnina i gær — Klammer hefur 119 og Thoeni er nú kominn i þriðja sæti með 90 stig. Þvi miður höfum við ekki árangur keppenda i gær — en Sviinn ungi, Ingemar Sten- mark, hefur einhver stig hlotið i gær. í gær náði Gros hálfrar sekúndu forustu á Thoeni I fyrri umferðinni, en hinn minnkaði muninn nær alveg i siðari umferðinni. Thoeni sagði eftir keppnina, að hún hefði gefið honum það sjálfsöryggi, sem hann hefði áður skort i vetur —honum hefði loks tekizt að sigra I umferð. „Ég álft mig nú geta sigrað Gros, þvi hingað til hafa lág rásnúmer háð mér (15). Ég hlaut 56 stig i keppninni um helgina og i gær, en það er 11 stigum meira en Gros tókst að fá, svo ég get ekki verið annað en glaður”, sagði Olym- piumeistarinn Gustavo Thoeni. Hins vegar sagði Gros. „Nú er ég kominn i efsta sætið — og ég ætla að halda þvi þar til keppninni lýkur”. Eftir keppnina I gær hefur Gros hlotið 75 stig fyrir stórsvigskeppni heimsbikarsins, — er þar alveg i sér- flokki með þrjá sigra. Thoeni er næstur með 28 stig og Norðmaðurinn Erik Haaker þriðji með 22 stig. Þeir Hansi Hinterseer og Pietregiovanna, Italiu, hafa hlotið 21 stig hvor, en Ingimar Stenmark og Bandarikja- maðurinn Greg Jones 20 stig hvor i stórsviginu. t 8. sæti er Klammer með 18 stig, og 9. Mattle, Sviss, sem varð þriðji i keppninni i gær. I stigakeppni þjóðanna eftir keppnina i gær er Austurriki langefst með 623 stig (konur 308 — karlar 315), en ttalia er i öðru sæti með 376 stig og hafa karlmennirnir itölsku hlotið öll þau stig. Vestur-Þýzkaland er i 3ja sæti með 258 stig. —hsim. t 1 svigkeppninni i Garmisch 6. janúar höfðu ítalir algjöra yfirburði — voru i þremur fyrstu sætunum, Hér til liliðar eru kapparnir — frá vinstri. Fausto Radici, sem varð þriðji, sigurvegarinn Piero Gros og Gustavo Thoeni, frægasti skiðamað- ur heims nu. Anna María algjör drottning Skiðadrottningin, Anna Maria Pröll, gerði sér Htið fyrir i Wengen á laugardag og hlaut þar sinn þriðja sigur f keppninni um heimsbikarinn á 70 klukkustundum. Sigraði þá i stórsvigi og náði við það sextiu stiga forustu íkeppninni. Fátt virðist geta komið i veg fyrir sigur hennar fimmta árið I röð. Keppnin i Wengen kom i stað móts, sem vera átti i Júgóslaviu síðast i desember, en varð að fresta vegna snjóleysis — og hún kom á réttum tima fyrir önnu Maríu, tima, sem hún er algjörlega ósigrandi. Anna Maria þarf nú aðeins að sigra I einni keppni af þremur i Schruns i Austurriki siöar i þessari viku til þess að hljóta „fullt hús stiga” i fyrri hluta keppninnar. Hún hefur þegar keppt á niu mótum — og lakasti árangur hennar á tvetmur — fjögur stig —er nú felldur niður. Eftir keppnina I Wengen var staða efstu þannig i stigakeppninni: 1. Anna Maria, Austurriki, 161 2. R.Mittermaier, V-Þýzkal. 101 3. C.Nelson, USA, 78 4. F.Serrat, Frakklandi, 72 5. H.Wenzel, Lichtenstein, 66 6. C.Zechmeister, V-Þýzkal. 57 7. M.T. Nadig, Sviss, 51 8. M.Kaserer, Austurriki, 46 9. W.Drexel, Austurriki, 45 10. D.Debernard, Frakklandi, 35 Það vekur athygli, að i bruni er Cindy Nelson með mestan stiga- fjölda eða 64 — en Anna Maria kem- ur skammt á eftir með 58 stig I þess- ari fyrrum aðalgrein sinni. Drexel er þriðja með 41 stig. Úrslit i stórsviginu urðu þessi: 1:20.34 1:20.94 1:21.54 1:21.66 1:21.81 1:22.32 1:22.59 1:22.65 1:23.41 —hsim. 1. Anna Maria Pröll 2. F.Serrat 3. Hanni Wenzel 4. C.Zechmeister 5. M.Kaserer 6. B.Schröll. Aust. 7.1. Gfölner, Aust. 8. W. Drexel 9. M.T. Nadig Stenmork svíg - Klammer brun Hinn 18 ára Svii, Ingi Stenmark, sýndi mikla hæfni — já, allt sitt bezta — þegar hann sigraði í svigkeppni heimsbikarsins i Wengen i Sviss á sunnudag. Ekki veitti af gegn hinum stórsnjöllu ttölum — og um leið batt Sviinn enda á sigurgöngu Austur- rikismanna, sem sigrað höfðu i þeim fjórum mótum, sem háö voru I Grindelwald rétt fyrir helgi. Fimm ttalir voru meöal tiu bcztu i sviginu — en enginn Austurrikismaöur. Hansi Hinterseer I ellefta sæti. — Það kom mér á óvart að ég skyldi sigra I dag, sagöi Sviinn ungi eftir keppnina. Ég var svefnlitill — eftirstöðvar inflúensu og svo bættist taugaspennan við, þegar ég heyrði um tima Gros. Ég var mjög hræddur að „keyra” út úr brautinni og mér urðu tvivegis á mistök i efri hlutan- um. En sigurinn varð minn og það er stórkostlegt. Ég hef ekki náð mér eftir inflúensu, sem þjakaði mig um jólin, sagði Ingimar, sem keppir nú i fyrsta skipti i aðalkeppni heimsbik- arsins eftir að hafa slegið i gegn sl. vor. Gros sagði: — Þetta er i fyrsta skipti á keppnisferli minum, sem ég er I öðru sæti — annað hvort sigra ég eöa „keyri” út úr brautinni. Úrslit i sviginu urðu þessi: 1.1. Stenmark, Sviþjóð, 1:39.87 2. P.Gros, Italiu, 1:39.91 3. di Chiesa, ítaliu, 1:42.12 4. G. Thoeni, ítaliu, 1:42.40 5. F.F. Ochoa, Spáni, 1:42.42 6. C. Neureuther, V-Þýzkal. 1:42.62 7. F. Radici, Italiu, 1:42.90 8. R. Roche, Frakklandi, 1:42.92 9. H. Schlager, V-Þýzkal. 1:43.21 10.1. Pegorari, ítaliu, 1:43.48 1 fyrri umferðinni náöi Ingimar beztum tima hinna 95 keppenda — fór á 50.03 sek., en Gros varð annar með 50.52 sek. Þeir voru i sérflokki. 1 siðari umferðinni fór Gros á 49.39 sek. svo skiljanlega var Ingimar taugaóstyrkur, þegar hann fór á stað. En honum tókst að ná fyrsta sætinu — 49.84 sek. Allir aðrir kepp- endur — nema di Chiesa 49.89 sek. — voru vel yfir 50. sekúndna markinu. Ingimar virtist hafa kastað frá sér sigurmöguleika i efsta hluta braut- arinnar i siðari umferðinni. Hann missti jafnvægi eftir mistök — en tókst á undraveröan hátt að „rétta sig af”. Var þar þó með mun lakari tima er. Gros. 1 neðri hluta brautar- innar var Ingimar — sem talinn er af flestum bezti skiðamaður, sem fram hefur komið i Sviþjóö — hreint frá- bær og minnkaði þá stöðugt tlma- muninn á Gros. Hann hefur nú hlotið flest stig I svigkeppni heimsbikars- ins eöa 50. Gros er næstur með 45. Þá kemur di Chiesa með 43, Radici með 34 og Thoeni 31. Olympíumeistarinn spánski, Fransisco Fernandez- Ochoa, er sjötti með 17 stig. Austurrlski skiöakappinn Franz Klammer, tvitugur, er hreint óstööv- andi i brunkeppni heimsbikarsins. 1 keppninni i Wengen á laugardag sigraði hann meö svo miklum yfir- burðum, að áhorfendur beinlfnis göptu af undrun. Klammer varð þremur og hálfri sekúndu á undan þeim næsta I mark — ótrúlegt I keppni hinna beztu. Meöalhraði hans gegnum brautina — 4187 metrar að lengd og fallhæð 1012 metrar — var 90 kilómetrar, en þessi brunbraut i Wengen er hin lengsta i ölpunum. Þetta er nýtt met í Wengen — og jafnframt tryggði Klammer sér fjórða sigurinn i fjór- um brunmótum heimsbikarsins. Þetta er i fyrsta skipti siðan 1969 að öll brautin I Wengen hefur verið „keyrð” og timi Klammer var 26 sekúndum betri en eldra brautarmet ið, sem hinn frægi landi hans, Karl Schranz, átti — en þess ber þó að geta, að Schranz setti met sitt i að- eins lengri braut, eða sem svarar 4.26 metrum. I keppninni vakti það mikla athygli, að Norðmaðurinn Erik Haaker náði þriðja sæti, þrátt fyrir rásnúmer 24, en keppendur voru 71. Úrslit urðu þessi: 1. F. Klammer, Austurriki 2:35.19 2. H. Plank, Italiu 2:38.73 3. E. Haaker, Noregi 2:38.85 4. W. Grissmann, Aust. 2:39.26 5. M. Veith, V-Þýzkaland 2:40.09 6. K. Cordin, Austurriki 2:40.20 7. B. Russi, Sviss, 2:40.44 8. W. Vesti, Sviss 2:40.48 9. G. Besson, Italiu 2:40.66 10. E. Winkler, Austurriki 2:40.74 Gústavo Thoeni varð I 4. sæti á 2:41.38 min. t brunkeppninni hefur Klammer nú 100 stig. Grissmann er næstur með 66 og Plank er i 3ja sæti með 48 stig. —hsím. Hermann skoraði 25 mörk í 3. deildinni! þegar Leiknir sigraði Víði, Garði með 47 gegn 23 Hilmar Björnsson á fundi með þjálfurum yngri flokkanna I handknattleik I Vaisheimilinu fyrir nokkru. A þennan fund mættu á milli 10 og 15 þjálfarar. Ljósmynd Bj.Bj. Hermann Gunnarsson knatt- spyrnu- og handknattleikskappi úr Val, sem nú þjálfar og leikur með 3. deildarliðinu Leikni i handknattleik, var heldur betur i ham, er Leiknir lék viö Viðii úr Garði I 3. deildinni á laugardag- inn. Hann skoraði hvorki meira né minna en 25 mörk i leiknum, sem fór 47:23 fyrir Leikni — eða samtals 70 mörk i 60 minútna leik!! Þetta er það mesta, sem einn maður hefur skorað i einum deildarleik hér á landi. Fyrir nokkrum árum skoraði Ingólfur Óskarsson Fram 20 mörk gegn IR i leik i 1. deild, og i öðrum deilum hafa verið skoruð um 20 mörk i Kom mér mest ó óvart hvað óhuginn er lítill" leik — en aldrei fyrr 25 mörk, svo við vitum til. Afturelding sigraði Akranes 22:21 á sunnudaginn. 1 liöi Aftur- eldingar átti Emil Karlsson fyrr- segir Hilmar Björnsson um nómskeið sem hann hefur haldið 1 vetur hefur hinn góðkunni handknattleiksþjálfari, Hilmar Björnsson, staðið fyrir þjálfara- námskeiðum á vegum Hand- knattleikssambands tslands. Hefur hann boðað til nokkurra funda með þjálfurum yngri flokk- anna á Stór-Reykjavikursvæðinu, og auk þess hefur hann og HSt unnið að könnun á ýmsu, er varð- ar þjálfun hjá félögunum. „Þvi miður var áhuginn hjá fé- lögunum mjög takmarkaður”, sagði Hilmar, er við ræddum við hann um þessi námskeið fyrir nokkru. „Sum félögin sýndu mik- inn áhuga á þessu og komu flestir, ef ekki allir þjálfarar yngri flokka þeirra á námskeiðin, en önnur sendu ekki einn einasta mann. Þetta kom mér mikið á óvart, þvi þetta kostaði félögin ekki neitt, og slik þjónusta hefur held- ur ekki verið á boðstólum hjá HSÍ I mörg ár. Það fólk, sem starfar hjá félögunum, er flest ungt að árum og hefur litla tilsögn fengið — nema þá einstaka maður — en samt lét það ekki sjá sig. Sami doðinn var yfir félögun- um, þegar við sendum þeim spurningar um ýmislegt, er varð- ar þjálfaramál þeirra. Sum svör- uðu, en önnur létu aldrei i sér heyra. A námskeiðunum voru tekin fyrir atriði, sem er ábótavant i þjálfun hér á landi, og voru þau m.a. unnin úr þeim svörum, sem við fengum send. Það var i fyrsta lagi leikskipu- lag og ýmislegt, sem það varðar. Kom i ljós, að litið sem ekkert er hugsað um bað hjá félögunum. Upphitun fyrir leik er nánast ó- þekkt fyrirbæri hjá yngri flokk- unum,og markmannsþjálfun litið sem ekkert sinnt. Margt fleira fékkst út úr þessum svörum, og var siðan unnið eftir þvi eins og kostur var á námskeiðunum. Það kom yfirleitt fram, að hjá félögunum æfa allt upp i 50 til 60 unglingar I sumum flokkum, og gefur auga leið, að ekki er hægt að kenna slikum fjölda allt, sem með þarf, á einni eða tveim æf- ingum i viku. Það kom mjög glöggt i ljós á námskeiðunum og i þeim svörum, sem við fengum, að húsnæðis- skorturinn er aðalvandamál félaganna. Hafa þau allt of fáa tima fyrir yngri flokkana — og jafnvel þá eldri — og kvarta öll yfir þvi. Þótt áhuginn hafi ekki verið mikill fyrir þessum námskeiðum til þessa, munum við halda áfram með þau i vetur og taka fyrir ýmsa aðra þætti i þjálfun og skipulagi á æfingum. Einnig er fyrirhugað að fara út á land og ýmislegt annað er á döfinni til að hressa upp á þjálf- aramálin i þessari iþróttagrein hér hjá okkur.” _kip_ Hermann Gunnarsson — 25 mörk i einum leik Rotaði meistarann Bunny Johnson, fæddur á Jamaika, varð I gærkvöldi brezk- ur — og samveldismeistari I þungavigt i hnefaleikum, þegar hann sló meistarann Danny McAlinden i rot I niundu lotu. Keppni þeirra fór fram i Lundún- um og átti að standa i 15 lotur. Þetta var i fyrsta skipti, sem McAlinden varði titilinn, sem hann vann af Jack Bodell 1972 — og i fyrsta skipti, sem svertingi er brezkur meistari I þungavigt. Johnson, sem er 27 ára, fluttist til Bretlands fyrir 11 árum — og hefur sigrað i slðustu 16 leikjum sinum. Hann hyggst nú skora á Evrópumeistarann, Joe Bugner. —hsim. um landsliösmarkvörður úr KR stórleik og bjargaði sinu nýja liöi frá tapi. Staðan i Suðurlandsriðlinum i 3. deild er nú þannig að Leiknir er meö 6 stig eftir 3 leiki, Aftur- elding 6 stig eftir 4 leiki og Viöir og Akranes eru bæði með 2 stig. Leiknir og Afturelding leika um aðra helgi, og er það úrslitaleik- urinn I riðlinum. —k*P— Só gamli gafst ekki upp! Fyrir nokkru var haldið I Grikklandi mikið maraþon- hlaup, sem var eingöngu fyrir venjulega borgara, og hlaupastjörnum meinaður aðgangur að þvi. Hlaupin var hin fræga leiö frá Maraþon til Aþenu. Tóku þátt i hlaupinu nær 700 manns, og komust flestallir á leiðarenda. Meðal þeirra var Christo Iordanidis, sem er 95 ára gamall. Hljóp hann vega- lengdina á 6 klukkustundum og 42 minútum og varð hann 527. I röðinni. Iordanidis, sem á 34 barnabörn og enn fleiri barnabarnabörn, var 5000 og 10.000 metra hlaupari á sinum yngri árum — eða fyrir fyrri heimsstyrjöld. í fyrsta sinn tók kona þátt i þessu hlaupi. Hún var þýzk — Eva Maria Westphal — sem er 56 ára gömul. Varð hún I 140. sæti á timanum 4:55,56 minútum. —klp— Við töpum ef piltarnir svara ekki straxj) ■ Syndicnle. Inc.. 10 7 3. World righti re*erved. 8"^ Bury og Fulham ófram Bury úr 3. deild og Fulham úr 2. deild tryggðu sér I gærkvöldi rétt I fjórðu umferð ensku bikar- keppninnar.þegarliðin unnu Mill- vall og Hull City I þriöju tilraun. Bury og Millvall léku á leikvelli West Bromwich — höfðu áður gert tvivegis jafntefli — en nú tókst Bury að sigra meö 2-0 og mætir þvi Mansfield, efsta liðinu i 4. deild, á heimavelli i 4. umferð. Bury lék hér á Islandi 1958. Fulham og Hull City léku á Fil- bert Street i Leicester og Lundúnaliðið sigraði með eina markinu, sem skorað var i leikn- um.14. umferð leikur Fulham við Nottm. Forest á heimavelli, en þetta nýja lið Brian Clough sigr- aði Fulham þar s 1. laugardag eftir 10 leiki Fulham án taps. 4. umferðin verður háð laugar- daginn 25. janúar og þá leika þessi lið saman Aston Villa—Sheff. Utd., Bury—Mans- field, Carlisle — WBA Chelsea—Birmingham, Coventry—Arsenal, Fulham- —Nottingham Forest, Ipswich- —Liverpool, Leatherhead- —Leicester (leikið verður i Lei- cester), Leeds—Wimbledon, Walsall—Newcastle, Derby- —Bristol Rovers, Plymouth- —Everton, QPR—Notts County, Stafford Rangers—Peterbro (leikið verður I Stoke, West Ham—Swindon, og Middlesbro— Sunderland. — hsim. Deyna hœttir Kazimierz Deyna, hinn frábæri pólski knattspyrnumaður, til- kynnti i gær i Varsjá — hann leik- ur með Legia Varsjá, sem Vik- ingur keppti við fyrir nokkrum árum i Evrópukeppni bikarliöa — aðhann mundi hætta knattspyrnu i lok þessa lciktimabils. Astæðan, sem hann gaf fyrir þessari á- kvörðun sinni, er sú, að hann hafi bókstafiega ekkert getað sinnt fjölskyldu sinni siðustu árin vegna knattspyrnunnar. Svo virð- ist sem pólska silfurliðið frá IIM sé aö leysast upp — Gadocka réð- ist á dögunum til Nantes i Frakk- landi. — hsim. Hótar að hœtta oð leika útcrf 85 kr. Hinn þekkti brasiliski knatt- spyrnumaður Gerson er kominn I vandræði hjá félagi slntP — Fluminense —og hefur hann ekki leikið með þvi i síöustu fjórum leikjum. Málið er ekki stórt — a.m.k. peningalega séö — þvi það snýst allt um skuld Gersons við félagið, að upphæð 85 krónuin islenzkum. Hann átti að borga þessa upp- hæð fyrir að koma of seint á æf- ingu, en neitaði þvi, og stjórn fé- lagsins vildi ekki gefa fordæmi með þvi að sleppa honum. Hljóp þá kergja I málið og stóð allt fast þegar siðast fréttist. Ætlar hvor- ugur aðilinn að gefa sig og hótar Gerson að hætta að lcika með fé- laginu, ef stjórn þess bakkar ekki með kröfuna um 85 króna sektar- greiðslu!! —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.