Vísir - 14.01.1975, Blaðsíða 16
VÍSIR
Þriöjudagur 14. janúar 1975.
ÖRN JOHNSON, — slappað af
eftir erfitt kvöld á flugbarnum i
farþegaafgreiðslunni.
„Fyrsta
hugsunin
nýtt
flugskýli"
— segir Örn Johnson,
forstjóri Flugleiða
„Þaö er alveg óráðið, hvað við
tökum til bragðs til þess aö mæta
þörfinni á öðru viðgeröahús-
næði”, sagði örn Johnson, for-
stjóri Flugleiða, er Vísir ræddi
við hann, eftir eldsvoðann á
Reykjavikurflugvelli I gær.
„Til bráðabirgða kemur m.a.
til greina að nota flugskýli númer
fjögur. Þar geymum við venju-
lega Fokker vélarnar. Það skýli
er hins vegar óupphitað, og engin
verkstæðisaðstaða þar. Það er
þvi ekki hentugt. Einnig kæmi til
greina flugskýli númer tvö, en
það er bara fullt af vélum.
Þá er heldur ekki loku skotið
fyrir það að ræða við Landhelgis-
gæzluna, sem á flugskýli með
verkstæöi. En eins og ég sagði, þá
hefur ekkert verið ákveðið”,
sagði örn ennfremur.
Hann sagði, að það fyrsta, sem
þyrfti að gera i dag, væri að panta
brýnustu varahluti.
„Þótt spjaldskráin yfir vara-
hlutina brynni inni i skýlinu, þá er
hún einnig til geymd i tölvu. Við
höfum því nákvæmt yfirlit yfir,
hvaö var af varahlutum inni I
skýlinu, og getum pantað nýja i
samræmi viö það. Yfirleitt hefur
gengið greiðlega að fá varahluti
frá Hollandi, þar sem Fokker er
framleiddur”, sagði örn.
„Auövitað vaknar sú hugsun
fyrst viö þetta óhapp að byggja
nýtt viögeröaskýli. En að byggja
nýtt skýli er mikið fyrirtæki”,
sagpi örn Johnson að lokum.
—ÓH
Stórsmyglið og hvarf
Geirfinns tengd mál
— Geirfínnur var beðinn að eima sjórekinn spíra
— Talið að hann hafi þó aldrei tekið þótt í mólinu
Staðfest hefur verið,
að mál Geirfinns
Einarssonar og smygl-
málið mikla séu tengd.
Tengsl málanna eru i
þvi fólgin, að Geirfinn-
ur var beðinn um að
eima visst magn af
spira, sem sjór hafði
komizt i. Sú eiming fór
þó aldrei fram, enda
hvarf Geirfinnur dag-
inn eftir. Af þessu er
ljóst, að Geirfinni var
kunnugt um smyglið.
Ekkert hefur þó enn komið
fram, sem bendir til þess, að
Geirfinnur hafi verið beinn þátt-
takandi f smyglinu.
Þegar þessi tengsl komu i
ljós, fól bæjarfógetaembættið i
Keflavík þeim Hauki Guð-
mundssyni, rannsóknarlög-
reglumanni, Kristjáni Péturs-
syni, deildarstjóra tollgæzlu, og
Rúnari Sigurðssyni hjá lögregl-
unni i Reykjavik að rannsaka
þennan þátt nánar.
Strax var ljóst, að um
geysilegt magn af smygli var að
ræða — og einsog málin standa i
dag hefur verið upplýst smygl á
3200 litrum af 96% spira, 3000
flöskum af öðru áfengi, 1000
kartonum af sigarettum og
verulegt magn af kjötvöru.
Nokkrir skipverjar á 5 milli-
landaskipum Eimskip eru
viðriðnir málið og sitja nú 6
manns i varðhaldi. Eru það
sjómenn og menn, er sóttu góss-
iö úr landi og dreifðu þvi þar.
Varningurinn var að mestu
keyptur i Rotterdam og Ant-
werpen i Hollandi. Mestum
hluta spirans var varpað fyrir
borö, skömmu áður en komið
var til hafnar i Reykjavik.
öðrum varningi var smyglað
frá borði á hefðbundinn hátt.
I landi biðu menn tilbúnir aö
sækja spirann um leið og hann
var kominn i sjóinn. Skipverj-
arnir bundu fimm litra
spirakútana saman i hönk og
vöfðu þeim siðan i net. Þannig
var þeim varpað útbyrðis við
baujur og möruðu þeir þar i
kafi, þar til þeir voru sóttir.
Vegna veðurs fór þetta
fyrirkomulag þó stundum úr
skoröum. Kom þá fyrir, að
smyglið rak á land, en
eigendurnir höfðu upp á þvi i
mörgum tilfellum samt sem
áður. Eitt sinn var veður það
slæmt, að ekki var hægt að ná i
spirann fyrr en þrem dögum
eftir að honum var varpað i sjó-
inn.
Spirinn var keyptur erlendis á
300 krónur litrinn, en seldur hér
á 5 þúsund krónur hver litri.
Annað áfengi var selt á 1600 til
2200 hver flaska, en
sigarettukartoniö á 900 til 1000
krónur. Heildarsölu verð
smyglsins, sem vitað er um, er
þvi komiö i 230 milljónir og má
reikna með, að sú upphæð eigi
enn eftir að hækka.
Mestu hluti smyglsins hefur
fariöfram á siðara hluta siðasta
árs. Dreifingaraðilar halda þvi
statt og stöðugt fram, að
varningurinn hafi einungis farið
til smærri aðila. Ekki hefur
neitt komið fram enn, sem
bendir til, að veitingahús séu
viðriðin dreifinguna, né að stór
aðili hafi skipulagt starfsemina.
Ekki hefur heldur komið i
ljós, að spirinn hafi verið
blandaður I sérstakri blönd-
unarstöð. 1 flöskum, sem fundizt
hafa, hefur spirinn verið
blandaður til helminga með
vatni. —JB
EITT VERSTA VEÐUR I 20 AR
Á HÚSAVÍK
— menn grafa sig víða út úr húsum
— Stormur úfram í Reykjavík
Samsvarandi 40 frostgróðum í Æðey
Veðrið I Reykjavik þykir vist ágætt miðað viö það, sem aðrir lands-
menn hafa þurft að þola að undanförnu. Samt voru vfst margir I þungu
skapi yfir veðrinu I höfuðborginni I gær og vfst um það, að ekki eru það
nein sælubros á vörum ungmeyjanna, sem börðust áfram i rokinu I
gær. (Ljósmynd Visis BG)
„Þetta er I fyrsta skipti I 20
ár, sem einhver beygur hefur
verið i mér vegna veðursins,
þegar ég finn, hvernig það
ieikur um húsið,” varö Ingvari
Þórarinssyni fréttaritara
okkar á Húsavik að orði, þegar
við ræddum við hann I morgun.
A Húsavik er nú eitt versta
veður, sem menn muna eftir
lengi, linnulaus stórhriö. Veður
þetta hefur haldizt frá þvi á
aðfaranótt sunnudags, og er nú
svo komið, að menn verðæ viða
að grafa sig út úr húsum sinum,
og komast vart á milli húsa
sökum ófærðar.
Skaflar nema viða við
þakbrúnir. Ingvar sagði til
dæmis, að snjóað hefði upp fyrir
dyr og glugga i verzlun hans,
sem er til húsa á jarðhæð, og
varð að loka verzluninni i gær
og aftur i dag vegna þessa. Og
þaö hefur ekki skeð áður, siðan
Ingvar tók við verzluninni, en
þaö var árið 1945.
Skólareru allir lokaðir og fólk
er teppt á Húsavik. Engin mjólk
hefur komið til bæjarins, en ekki
er þó mjólkurleysi. í mestu
hviðunum sér ekki á milli húsa.
1 Reykjavik hefur verið
hvasst og spáð er áframhald-
andi norðaustan stormi. Þetta
veðurlag er rikjandi viöast hvar
á landinu nema á Austfjörðum.
Skúlagatan var illfær i
morgun sökum veðursins, og
gekk þar sjórinn yfir. Þegar við
höfðum samband við Pál
Bergþórsson veðurfræöing i
morgun, sagði hann, að veður
hefði verið að versna i nótt og i
morgun, en eitthvað gæti lægt
með kvöldinu, þó að það vari
kannski ekki lengi.
10 vindstig eru viöa á landinu.
I Æðaey eru til dæmis 10
vindstig og samsvarar kuldinn
þar um 40 stiga frosti i logni. A
Fagurhólsmýri var fjögurra
stiga hiti i morgun, svo þarna er
allmikill munur ár.
—EA
Afþökkuðu boð „Pattons
Sveinn Eiríksson slökkviliðsstjóri ú Kefla-
II víkurflugvelli bauð aðstoð við að slökkva
eldinn í gœr, en slökkviliðið í Reykjavík
hafnaði henni
Þrisvar sinnum bauö Sveinn
Eiriksson slökk viliðsstjóri á
Keflavíkurflugvelli aðstoð
slökkviliðsins þar við að ráða
niðurlögum eldsins á Reykja-
vikurflugvelli I gærkvöldi. Boðinu
var hafnað I öll skiptin. Sveinn
sendi samt tvo bila af staö, en
þeir komu of seint til að gera
gagn.
„Eldsvoðinn var kominn á það
stig, að við töldum tilgangslaust
að fá fleiri dælubila, þvi vatn var
ekki nægilegt. Og þótt þeir hefðu
komið með vatn á tankbllum,
hefði þaö ekki tekið langan tima
aö tæma þá. Hvorki slökkviliðið i
Reykjavik né slökkviliðið á
Reykjavikurflugvelli þágu boð
Sveins, og ég er ekki hrifinn af
þeirri framkomu, að hann sendi
samt sem áður tvo bila”.
Þetta sagði Gunnar Sigurðsson
varaslökkviliðsstjóri i Reykjavik,
þegar Visir ræddi þetta mál við
hann i morgun.
Gunnar sagði ennfremur:
„Það er mitt álit, að fyrstu
minúturnar réðu úrslitum. Við
gátum ekki ráðið niðurlögum
eldsins þá strax. Við áttum við
vatnsleysi að striða vegna lítils
krafts á brunahana. Rokið blés
eldinum upp, og hann náði að
læsa sig i þak flugskýlisins. Ekki
kom til greina að nota froðu við
slökkvistarfið, vegna þess að hún
hefði ekki komið aö gagni, bæði
vegna roks og eðlis brunans.
En við höfum alltaf gert okkur
grein fyrir þvi, að ef svona eldur
kæmi upp á þessum stað, þá yrði
hann illviðráðanlegur vegna
vatnsskorts.
Við erum þakklátir yfir þvi, að
hjálp skyldi boöin, en við afþökk-
uöum hana”.
„Ég varð fyrir miklum von-
brigðum vegna þessa”, sagði
Sveinn Eiriksson, slökkviliðs-
stjóri á Keflavikurflugvelli, er
Visir náði sambandi viö hann i
morgun.
, ,Ég frétti af þessum eldsvoða i
fréttum klukkan sjö. Ég hringdi
þá strax til Reykjavikur og bauð
að senda þann búnað og tæki, sem
á þyrfti að halda. En það boð var
strax afþakkað.
Slökkviliðið hér á vellinum
heföi getað veriö komið á staöinn
um hálfáttaleytið.
Ég hringdi þrisvar enn og bauð
aðstoð. í fjórða skiptið talaði ég
viö Gunnar Sigurðsson flugvall-
arstjóra. Hann sagði, að það væri
sjálfsagt að við kæmum. Við það
sendi ég strax af stað tvo tank-
bfla. Að sjálfsögðu komu þeir allt
of seint og losuðu bara af sér
vatnið til þess að aka ekki með
fulla tanka til baka”, sagði
Sveinn.
Hann sagði, að samkvæmt lýS-
ingu Bjarka Eliassonar yfirlög-
regluþjóns á eldinum, þá hefði
mátt ráða niðurlögum hans á
fyrsta klukkutimanum.
„Slökkviliðið á Keflavikurflug-
velli hefur yfir að ráða svokölluðu
léttu vatni. Við erum eina
slökkviliöið, sem hefur þetta efni,
þvi ekkert annað slökkvilið hefur
efni á þvi. Þetta létta vatn hefði
verið kjörið til að ráða niðurlög-
um eldsins.
Það virkar þannig, að það lim-
ist viö það, sem þvi er sprautað á.
Þetta er dýrt efni, en hvað er það i
samanburöi við tjón upp á hundr-
uð milljóna?” sagði Sveinn.
„Það er einhver meinloka hjá
slökkviliðinu i Reykjavik að
þiggja ekki þetta boð okkar i
gær”, sagði Sveinn Eiriksson að
lokum.
— ÓH