Vísir - 14.01.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Þriðjudagur 14. janúar 1975.
7
cTVIenningarmál
VILLULJÓS
Þórir S. Guðbergsson:
Ljós að næturlagi
tsafold, Reykjavík 1973
Það er ekki öilum gef-
in sú list að skrifa bæk-
ur. Ekki einu sinni sam-
kvæmt formúlu. Þeir
eru nú orðnir þó nokkrir
islenskir rithöfundar,
sem hafa spreytt sig á
að skrifa unglingareyf-
ara að erlendri fyrir-
mynd. Enid Blyton hef-
ur verið flestum þessara
höfunda nokkurs konar
andlegur páfi, þó að
sjálfsögðu gæti einnig
annarra áhrifa.
Ég hef orðið þess vör i umræð-
um manna á milli um barna og
unglingabækur, að menn eru
ýmist á móti reyfurum yfirleitt og
telja þá af hinu illa eða þá að
menn sveipa sig blæju frjáls-
lyndis og segja: — Krökkunum
finnst gaman að þessu, þau hafa
bara gott af þessu, þau æfast I
lestrinum. — Frá minum bæjar-
dyrum séð er hvorug afstaðan
góð. Það gildir það sama um
reyfara fyrir börn og fyrir full-
orðið fólk, að þeir eru misjafnir
að gæðum, allt eftir þvi, hvað
höfundarnir kunna til verka og
hvað þeir vinna verk sitt af mik-
illi alúð.
Lögmál
reyfarans
Reyfarar lúta i grundvallar-
atriðum sömu lögmálum. Allir
betri höfundar hafa gert sér grein
fyrir þessu og hlita þvi þessum
lögmálum vitaö eða ómeðvitað.
Auk þess sem margir þeirra hafa
til viðbótar skapað sér sin eigin
sérstöku lögmál, sem verða
þeirra eign og einkenni. Það væri
of langt mál að fara ýtarlega út I
þetta hér, en ég get ekki stillt mig
um að nefna nokkur atriði, svo
lesandinn sjái, hvaö ég er að fara.
I góðum reyfara þurfa vett-
vangslýsingar að vera ljósar. All-
ar ytri aöstæður þurfa aö geta
staöist gagnrýni raunsæs les-
anda. Atburðarásin má aldrei
orka fáránlega á lesendur.
Spenna þarf helst að vera jöfn og
stigandi. Reyfarar gera sömu
kröfu til persónusköpunar og aör-
ar bókmenntir. Höfundur, sem
ekki hlitir þessum reglum og
fleiri til, getur ekki vænst góös
árangurs. Ég hef áður hér I blað-
inu örlitiö fjallað um vinnubrögð
sænska sósialistans, Sven Wern-
ströms, sem notar reyfaraformið
I ákveðnum tilgangi. Hann þekkir
það út i æsar og hagnýtir sér það
markvisst. Mér þykir liklegt, aö
svipað vaki fyrir höfundi þessar-
ar bókar. Þ.e. að nota reyfara-
formiö til að koma ákveðnum
skoðunum á framfæri, þó að þær
skoðanir séu vissulega aðrar en
skoöanir Wernströms. En ég ætla
ekki hér að fjalla um skoðanir
þeirra.
Sven Wernström færist mikið I
fang, þar sem hann hyggst meö
skrifum sinum stuðla að nýrri
þjóðfélagslegri sýn og endurmati
verðmæta. Hann vinnur vel og
kemst vel frá þvi, sem hann er að
gera. Hann gerir tilraunir meö
form og tjáningaraðferðir og er
þvi stundum mistækur. Þórir S.
Guðbergsson ætlar sér ekki eins
stóran hlut. Hann elur ekki á
neinum hugmyndum um að um-
bylta samfélaginu, aðeins bæta
þaö. Hann skrifar sinar bækur út
frá heföbundnu gildismati vest-
ræns þjóðfélags, reyndar ýkir
hann dálitið siögæðisstandardinn.
En góður vilji dugir honum ekki,
hann virðir lögmál reyfarans að
vettugi, og útkoman verður lika
næsta bágborin.
Hringurinn þrengist
Bókin hefst á þvi, að sagt er frá
þrem drengjum á leið i útilegu.
Strax á leiðinni i rútunni verður
maður þess var, að venjuleg úti-
lega eins og viö þekkjum flest
yrði þessum drengjum þunnur
þrettándi: „Hins vegar er ég enn
að velta fyrir mér, hvað þessir út-
lendingar eru að bauka i Múlan-
um, og hvort við eigum eftir að
lenda i ævintýrum stórum og
miklum...” Þeirhafa sýnilega lif-
að sig inn I heim ævintýrabók-
anna. Útlendingarnir gáfu sig út
fyrir að vera jarðfræðingar. En
þeir félagar sáu fljótiega i gegn-
um svo augljósa blekkingu.
Gunnar segir: „Aður en ég fór að
heiman, rannsakaði ég vandlega
jarðfræðibók bróður mins. Ég gat
hvergi fundið nokkuð, sem benti i
þá átt, að á þessum slóðum væri
vottur jarðlaga eða steingerv-
inga, sem gætu gefið tilefni til
margra vikna rannsókna.” Og
seinna I bókinni: „Segðu mér
Svenni, sagði Gunnar, er nokkuð
um merkileg jarðlög hér i
grennd? Nei, ekki segir amma.
Nokkrar rispaðar steinhellur frá
isöld. Það er allt og sumt.” Og
þar með þurfti ekki vitnanna viö.
Útlendingarnir hlutu að hafa illt i
hýggju.
Margt verður til að treysta illan
bifur barnanna á útlendingunum.
Drengirnir sjá ljós að næturlagi
upp I fjalli. Útlendingarnir, sem
aöeins eru tveir, hafa slegið upp 5
tjöldum. Þeir blanda litt geði viö
fólkið I sveitinni, koma þó viku-
lega á bæ nokkurn, þar sem býr
gömul kona, og biðja hana fyrir
bréf. Bréfin eru með ærið ugg-
vænlegri utanáskrift: Mr. Abra-
ham ibn Abdullah, Ras Tanura,
Persian Gulf, Arabia. En aftan á
bréfinu stóöu þessi orð: Abs.
Martin and Walter, c/o The fal-
conry club, Box 15045, London,
W.C.I., England. Auk alls þessa
tala þeir ekki lýtalausa ensku.
Sem sagt hringurinn þrengist óð-
fluga.
Labb-rabb
Svo ég geri langt mál stutt. Illar
grunsemdir barnanna áttu eftir
að sannast. Gamla konan á
bóndabænum ól á svipuðum grun-
semdum. Sökum elli sinnar og
vizku brást hún rétt við á hættu-
stund. Hún kom sér upp labb-
rabbtæki og með hjálp þess,
drengjanna og barnanna, sem
voru hjá henni i sumardvöl, tókst
að koma lögum yfir þrjótana:
„Oddvitinn sagði okkur á eftir, að
þetta væru italskir Englendingar.
Þeir játuðu á sig brotið. Maður-
inn, sem þeir skrifuðu til Arabiu,
er rikur oliukóngur, sem safnar
nú fálkaungum til þess að temja.
Og auðvitað borgar hann fyrir þá
svimandi háar upphæðir. Hann
fær þá senda hvaðanæva úr heim-
inum.”
Við sögu koma auk drengjanna,
gömlu konunnar og sumardvalar-
barnanna, tvær telpur, sem koma
á eftir drengjunum I útileguna.
Hlutverk þeirra er ekki stórt i
sögunni, en þær eru engu aö siður
nauðsynlegar til að lýsa stöðu og
hlutskipti kvenna I ævintýra-
heimi: „Þegar stúlkurnar höföu
lokið við að glóðarsteikja
pylsurnar á hlóðum, sem
strákarnir höföu útbúið, var sest
að snæðingi. Ammi namm, sagði
BOKMENNTIR
B Þ S ,
eftir Bergþóru
Gisladóttur
Gunnar og sleikti út um. Munur
að hafa góða kokka. Mér finnst ég
ekkert hafa borðað þessa daga
(þ.e. sem drengirnir matreiddu
sjálfir). Svo brosti hann striðnis-
lega til vina sinna tveggja.”
Ævintýrið um útlendingana
fléttast annarri sögu, þ.e. sögu
Svönu. En sú saga er nokkuð
dapurleg. Svana og gamla konan
eru einu nokkurn veginn heillegu
persónur bókarinnar, þrátt fyrir
fáránlega atburðarás, sem þær
verða fyrir hnjaski af. Drengirnir
eru engum drengjum likir. Sam-
töl þeirra minna meir á samtöl
kvenfélagskvenna i hópferð en
drengja i útilegu. Flest fólk þess-
arar bókar er yfirmáta trúað. Og
trú þess birtist i ákveðnum trúar-
athöfnum, bænum og guðsorða-
lestri, frekar en maður verði
hennar var I daglegri breytni
þess. Þegar drengirnir búast til
svefns I tjaldinu: „Þessi bók inni-
heldur mesta leyndardóm lifs-
ins.... I henni er allt vegarnesti,
sem þiö þurfið á lifsbrautinni.
Vinir hans tóku upp Nýja testa-
menti sin. Einlægni og einbeitni
skein úr svip þeirra. Augu þeirra
hvörfluðu frá einu versi til ann-
ars, þangað til Gunnar slökkti á
vasaljósi sinu.”
Vettvangslýsingar þessarar
bókar eru óljósar. Margt er van-
hugsað og getur ekki staðizt. T.d.
sé ég ekki betur en höfundur láti
oddvitann fara meö verksvið
hreppstjóra svo aðeins eitt dæmi
sé tekið um ónákvæmni. Hvers
vegna útlendingarnir kjósa að
handsama fálkaungana við ljós
að næturlagi skil ég ekki, enda
ekki vön slikum veiöiskap, en á
þvi heföi mátt vera skýring i bók-
inni.
Varanlegur
skaði?
A bókarkápu stendur:
„Höfundur bókarinnar, Þórir S.
Guðbergsson hefur þegar skrifað
um 9 barna- og unglingabækur á
siðustu árum og nú siöast „Asta
og eldgosið I Eyjum”, sem hann
skrifaði ásamt konu sinni, Rúnu
Gisladóttur. Sumar af bókum höf-
undar eru uppseldar, en hann er
mörgum kunnur fyrir barnasögur
og leikrit i Rikisútvarpinu og
barnablaðinu Æskunni”. Kannski
segir þetta eitthvað, hvar við er-
um stödd i dag viö bókaútgáfu
fyrir börn. Enginn, sem hefur les-
ið bækur Þóris, efast um hans
góða vilja. En góður vilji dugir
ekki til að gera góða bók. Til þess
þarf verkkunnáttu. Þvi biö ég nú
Þóri S. Guðbergsson, Rikisút-
varpið, Barnablaðið Æskuna og
uppalendur almennt að staldra
við og spyrja sjálf sig: Er börnum
virkilega allt bjóðandi, er sama
hvernig skrifað er fyrir börn?
Ég persónulega er þeirrar
skoðunar, að það, sem menn lesa
sem börn, móti smekk þeirra sem
fullorðinna. Of mikiö af slæmri
lesningu veldur börnum og ung-
lingum varanlegum skaða, sem
kemur I ljós, eftir að þau eru orð-
in fullorðin.
Bókin er á titilblaöi ársett 1973,
en kom ekki út fyrr en i haust.
Nokkrar myndir eru i bókinni, en
engin deili á þeim sögð né höfund-
ar getið.
Ragnar Björnsson:
VEIFAÐ
RÖNGU TRÉ
Hr. ritstjóri.
Eftir lestur á ritsmið tónlistar-
gagnrýnanda yðar um flutning
Jólaoratóríu Bachs I Dóm-
kirkjunni 29.12. 74 og 5.1. 75
finnst mér nauðsynlegt að senda
yður eftirfarandi lfnur, þótt það
sé reyndar gagnstætt mlnu eðli
að svara sllkri tegund skrifa. En
hér var að minu viti og fleiri
tónlistarmanna um alvarlegri
hlut að ræða en svo, að hann ætti
að vera yður dulinn.
Um nokkurn tima hefur verið
rædd meðal tónlistarmanna
þróun sú, sem orðið hefur hér á
landi viö tilkomu söngkennara-
deildar Tónlistarskólans i
Reykjavik, en söngkennara-
deildin hefur útskrifað nemend-
ur til tónlistarkennslu innan
hins almenna skólakerfis. Siður
en svo vil ég gera litið úr þeirri
kunnáttu, sem út úr þvi námi
kemur, hún er vafalaust góð til
þeirrar kennslu, sem hún er
ætluð, og það er svo sannarlega
mikils virði að kunna og vita
réttu tökin á þvi uppeldisstarfi.
En þarna sem og annars staðar
þurfa menn að þekkja sin tak-
mörk. Tilfelli tónlistargagn-
rýnanda yðar sýnir, sem þvi
miður er ekki fyrsta eða eina
tilfellið um nemendur söng-
kennaradeildar, að þeim hættir
til að misskilja sinn náms-
árangur, en skrifa og láta eins
og tónlistin og tónlistariökun sé
að stiga sin fyrstu spor. En litið
hefði nú áunnizt I tónlistarmál-
um hér og erlendis, ef þriggja
ára nám söngkennaradeildar
heföi verið Alfa og Omega
tónlistarnámsins.
Ég veit, hr. ritstjóri, að góöir
tónlistargagnrýnendur eru ekki
finnanlegir á hverju strái og ef
þeir fyndust, þá e.t.v. ekki fáan-
legir til starfsins. En að hleypa
inn I slikt starf einhverjum
frambjóðanda getur verið mjög
hættuleg ráðstöfun. Gagnrýni
verður að vera málefnaleg, ekki
byggð á innantómum stór-
yrðum eða jafnvel einhvers
konar pólitiskri eða per-
sónulegri afstöðu, slik blaða-
mennska flokkast undir sorp,
og held ég óhætt aö fullyrða,
aö undir þá tegund rita hefur al-
menningur ekki viljaö setja
dagblaðið Visi.
Ekki skulu hér rædd skrif
herra Cortesar, slikur ritstill
dæmir sig sjálfur og veröur
höfundi ekki til mikils sóma. En
ég furöa mig á þvi, að pilturinn
skuli hafa lagt á sig að hlusta
þrisvar sinnum á umrædda
meðferð Jólaóratóriunnar, slikt
heföi tónlistarmaður tæplega
lagt á sig nema þá af slæmum
hvötum, og góðum gagn-
rýnanda nægir einn slikur
flutningur á verki, sem hann
þekkir, til þess aö sannfærast.
Aðalatriðið er þó sá alvarlegi
misskilningur, sem ég nefndi I
upphafi og virðist hafa skapazt I
kollum sumra þeirra, sem lokið
hafa prófi úr söngkennaradeild.
Ég er ekki viss um, aö allur
almenningur átti sig á þeim
reginmun á þvi tónlistarnámi,
sem stendur samfleytt 115-20 ár,
gegnum margs konar stilteg-
undir, marga og ólika kennara i
einu og sömu greininni, niður-
rif, uppbyggingu, efa og siöan
tilraunir til eigin stilsköpunar
og tjáningar og hins vegar söng-
kennaranáms, sem stendur i
þrjú ár. Nám hins fyrrnefnda
tryggir honum ekki að verða
listamaöur, langt i frá. Það gef-
ur honum einungis möguleika á
öflun þeirrar tækni, þekkingar
og áþreifanlegu reynslu, sem
þarf til listsköpunar, og verður
ekki án verið. Hafi draumarnir
brostið — eða breytzt — á þess-
um námsferli, gerast menn oft
gagnrýnendur að námi loknu og
með fyrrnefnda reynslu að baki
orðiö ómetanlegir tónlistar-
mennt þjóða.
Herra ritstjóri. í ungu, fá-
mennu og afskekktu þjóðfélagi
er ekki óeðlilegt, aö alls kyns
spámenn- teygi sig út i dags-
ljósið. Yðar og annarra forráöa-
manna er að þekkja, hvað i
tunnunni er, og ákveða, hvort
betra er að veifa röngu tré en
öngu.
Með kveðju
Ragnar Björnsson.