Vísir - 16.01.1975, Side 4

Vísir - 16.01.1975, Side 4
4 Vísir. Fimmtudagur 16. janúar 1975 „Þvi nær, sem þú kemst dauðanum, þeim mun skemmti- legra er að lifa,” segja kappakstursmcnn og aðrir ofur- hugar gjarnan til að skýra hina hættulegu iðju sina. Hraðinn og aðrar hættur heilla og stöðugt reyna ofur- j hugarnir að komast nær ! dauðanum án þess þó að verða j honum aðbráð. Tiltektir þeirra laða að sér mikinn fjölda áhorfenda, sem undir niðri biða flestir eftir þvi að eitthvað komi fyrir sem hægt sé að segja frá, þegar heim er komið. Ljósmyndararnir eru einnig nærri og við birtum hér myndir af tveim ógnvekjandi atburð- um, sem áttu sér nýlega stað á akstursbrautum f Frakklandi og Bretlandi. Fyrir kraftaverk höfðu ofurhugarnir i báðum tilvikunum þó vinninginn i leiknum við dauðann og áfram halda þeir i von um að gæfan yfirgefi þá ekki. Leikurinn við dauðann: Bóðir lifðu af Roger Lonjou er Frakki, sem stundar þá iðju að aka um á tveim hjólum. Það er afrek út af fyrir sig en honum þótti áhættan ekki nóg, hann bætti stórum Peugot bil við hliðina á sér sem líka ekur um á tveim hjólum. Með bakinu snertir Roger undirvagninn á stærri bilnum, svo ekkert má út af bera, ef stórslys á ekki að hljótast af. Roger hafði leikið þennan leik vikum saman, þegar óhappið varð. Bilarnir höfðu ekið 30 metra og voru á þó nokkrum hraða. Það voru þó ekki bilstjórarnir, sem fipuðust, beldur jörðin. Já, jarðskjálfti varð einmitt á þvi augnabliki, þegar sýningin stóð yfir og stóri oillinn fór úr jafnvægi með þeim afleiðingum að hann hvolfdist y f i r R o g e r . Engum datt annað i hug en að Þetta atriði vekur eftirtekt um allan heim, en það er ekki langt milli leiks og alvöru. Roger væri nú endanlega allur, an viti menn, þegar bilnum var lyft ofan af honum, var hann með meðvitund og á sjúkra- húsinu kom i ljós, að aðeins annar fóturinn hafði brotnað. Nú er Roger að ná sér á ný og vill ólmur halda dauðadansin- um áfram. En verður heppnin með honum næst? örlög brezka kappakstursmannsins David Matthews virtust ráðin á sekúndunum fimm, þegar óhappið gerðist. David var að koma fyrir beygju á Silverstone kappakstursbrautinni i Eng- landi i Ford Capri bilnum sin- um. Hraðinn var 225 kilómetrar á klukkustund og á svipstundu missti David stjórn á bilnum. Fimm sekúndum seinna var billinn, sem kostað hafði geysifjárhæð að útbfia til kappaksturs, orðinn að hrör- legri brotajárnshrúgu. Eins og sjá má á stóru myndinni dinglaði David hálfur út úr bilnum meðan billinn tók hverja veltuna á fætur annarri. En ótrúlegt en satt, óhappið kostaði hann aðeins brotinn ökla og öxl. Dekkin, vélarhúsið, allt lauslegt hrynur af, þegar billinn tekur enn ein loftköstin. .... og það glymur virkilega i þegar járnahrúgan skellur á 225 kílómetra hraða á jörðina.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.