Vísir - 16.01.1975, Page 6

Vísir - 16.01.1975, Page 6
6 Vlsir. Fimmtudagur 16. janúar 1975 visir (Jtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgrei&sla Ritstjórn Askriftargjald 600 1 lausasölu 35 kr. : Reykjaprent Kf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Haukur Helgason : Skúli G. Jóhannessón : Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Simi 86611 : Si&umúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. á mánu&i innanlands. eintaki&. Bla&aprent hf. Ábendingar OECD Það er rétt, sem segir i skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD, að efnahagsað- gerðir hér á landi hafa i alltof rlkum mæli verið neyðarráðstafanir, eftir að i óefni var komið. Þær hafa flestar miðað að þvi að lækna einkenni sjúkdómsins en ekki sjúkdóminn sjálfan, þær hafa með öðrum orðum komið þvi til leiðar, að sjúklingnum hefur liðið betur, þótt hann væri áfram sjúkur. Aðgerðir stjórnvalda hafa af pólitiskum ástæð- um verið dregnar á langinn, von úr viti. Yfirleitt hafa rikisstjórnir i lengstu lög reynt að komast hjá vandanum, svo sem með þvi að halda gengi krónunnar uppi með styrkjakerfi, þótt það væri i raun réttri fallið. Þannig er einnig rétt, sem OECD bendir iitil- lega á, að hið opinbera hefur ekki beitt fjárlögum sem tæki i efnahagsmálum almennt, svo að heitið geti. Þvert á móti hafa framkvæmdir hins opin- bera oft verið ein aðalorsök verðbólgunnar, i stað þess að þeim væri unnt að haga þannig, að þær drægju úr verðbólgu. Ennfremur hefur dregizt of lengi, að tekið yrði upp staðgreiðslukerfi skatta. Það yrði þrátt fyrir ýmsa annmarka til hagsbóta bæði skattgreiðend- um og hinu opinbera. OECD varpar fram þeirri spurningu, hvort Is- land geti staðið af sér 40-50 prósent verðbólgu, án þess að efnahagur biði varanlegt tjón af. Hins vegar sé erfitt eða ógerlegt að skilgreina hversu mikil verðbólga sé þolanleg. 1 liðinni tið hafa menn fórnað höndum og talið allt glatað, þegar verðbólga hefur orðið veruleg, þótt sams konar verðbólga mundi teljast vel bærileg árið 1975. Islendingar hafa áður kynnzt mikilli verðbólgu, til dæmis á timum fyrra striðsins og fyrst eftir það, þegar verðbólgan komst allt upp i 60 prósent, og einnig á árum siðari heimsstyrjaldarinnar. ísland hefur einnig áður staðið af sér örðug- leika i utanrikisviðskiptum, þar sem saman hefur farið verðfall á útflutningsafurðum og verðhækk- un á innfluttum vörum. OECD telur, að nú verði að beita aðgerðum i skatta- og peningamálum i rikari mæli en áður hefur verið gert hér. Gömlu leiðirnar muni tæp- ast gefast nógu vel i þeim vanda, sem við blasir. Þótt Islendingar séu ýmsu vanir og hafi með sæmd sigrazt á margs konar efnahagsvanda, verði að horfast i augu við óvininn og mæta hon- um með nýjum og betri vopnum. OECD bendir á tvennt, sem hefur hindrað öfl- uga beitingu skattastefnu við efnahagsvanda hér á landi. I fyrsta lagi hafi skattvisitalan, sem yfir- leitt hefur verið beitt til að hækka persónufrá- drátt og skattstiga, bundið hendur rikisstjðrna i þessum efnum. í öðru lagi sé hér alltof mikill áhugi á að hafa jöfnuð milli útgjalda og tekna ríkisins á fjárlögum, i stað þess að hugsa um fjárlög sem tæki til að lækna sjúkleika efnahags- ins. Vonandi taka islenzk stjórnvöld slikar ábend- ingar til greina i framtiðinni. Mestu skiptir, að leiðir finnist til að bæta lifskjör til frambúðar, þótt stundum sé unnt að halda þeim sjúka gang- andi á pillum um hrið. — HH Rockefeller: ,,Við munum komast til botns i mál- inu”. TEKIÐ TIL BÆNA Liklegt þykir, að rannsóknarnefnd sú, sem Ford Bandarikjaforseti hefur sett til þess að rýna i störf og starfs- hætti leyniþjónustu Bandarikjanna, CIA, eigi eftir að leiða ýmislegt mis- jafnt i ljós. — Hversu alvarleg brot hafa átt sér stað, kemur i ljós, þegar nefndin skilar skýrslu sinni, sem verður ekki i bráð. James Schlesinger, varnarmálaráöherra, sem veitti CIA forstööu áriö 1973, sagöi fréttamönnum: „Akveönir hlutir komu i ljós.” — En meira vildi hann ekki segja um endurskoöun sem nær til at- hafna CIA siöustu 20 árin aftur i timann. Hann bætti þó viö, aö mönnum mundi eiga eftir aöfinnast — þegar aö væri gáö — Irauninni um aö ræöa tiltölulega fá tilvik, þegar litiö væri til þess, hvaö þetta spannaöi langan tima. Rannsóknarnefndin, sem er undir forsæti Neisons Rockefeller, varaforseta, mun fyrst og fremst beina athugununum aö kærum um, aö CIA hafi fylgzt með og haldið spjaldskrá yfir ýmsa róttæka and- stæöinga Vietnamstyrjaldarinnar.ÞvIhefur veriö haldið fram, að CIA hafi haft aö minnsta kosti 10 þúsund Bandarikjamenn á skrá, látiö fremja innbrot og fleira, sem allt brýtur I bága við starfsskrá þessarar stofnunar. Samkvæmt lögum á CIA aöeins að starfa er- lendis, en öryggi innanlands heyrir til alrikislög- reglunni, FBI. Eftir að þessar ásakanir komu fram, hafa ýmsir starfsmenn CIA — fyrrverandi sem núverandi — látið frá sér heyra til þess aö andmæla áburðinum. Einn þeirra, Jemaes Angleton, sem var yfir- maður leyndustu gagnnjósnadeildar CIA, þar til hann fór á eftirlaun i siöasta mánuði, hefur verið spurður um þetta. Hann þvertekur fyrir aö vita nokkuð til þess, aö CIA hafi haldiö uppi njósnum um Bandarikjamenn innanlands. Einn starfsmanna Angletons sagði: „Þaö var okkar stefna að halda engu leyndu fyrir FBI. Enginn rigur hefur verið á milli þessara stofnana.” I sama streng tók Sam Papich, háttsettur starfs- maður alrikislögreglunnar, sem var einn helzti meðalgöngumaður FBI og CIA um 15 ára skeið eöa þar til hann settist i helgan stein 1970. Papich er nú formaður glæpavarnarnefndar Nýju Mexikó. Hann sagði á dögunum I viðtali við frétta- mann Reuters: „Hafi CIA látið njósna um heima- menn hér, eða hlera samtöl þeirra, þá hef ég aldrei heyrt um neitt slikt.” „Hafi það verið gert, þá hefur einhver starfs- maður eöa starfsmenn stofnunarinnar tekiö það upp hjá sjálfum sér, án samráðs viö yfirmenn hennar. Ég er viss um, að þeirra samþykki hefði aldrei fengizt fyrir sliku,” bætti hann við. Papich, sem segist hafa staðið i daglegu sam- bandi við CIA meðan hann starfaði hjá FBI, bendir á, að J. Edgar Hoover — sem lengst af veitti FBI forstöðu og þótti bæði ráðrikur og einþykkur — hefði aldrei þolað að CIA eða nokkur önnur stofnun færi inn á verksvið FBI eða skipti sér af öryggi innan- lands, sem væri hans mál. „Halda menn virkilega, að aðrar stofnanir gætu starfað að sliku hingað og þangað um landið, án þess að FBI fengi af þvi einhvern pata?” spyr Papich. Honum þykir einnig undarlegt, að enginn þeirra, sem ber á CIA persónunjósnir heima fyrir, skuli geta bent á ákveðin dæmi, stað eða stund, þar sem slikar njósnir hafi átt sér stað. Eftir að New York Times birti frétt, þar sem þvi var haldið fram, að CIA hefði haldið uppi njósnum um 10 þúsund Bandarlkjamenn, sem voru á lista hjá stofnuninni, hefur málið flækzt nokkuð. Einn starfs- manna dómsmálaráðuneytisins, James nokkur Devine, hefur nefnilega gefið sig fram og segir, að hann og aðstoðarmaður hans hjá ráðuneytinu hafi látið CIA hafa lista yfir 9000 menn, sem CIA var beðið að fylgjast með, ef þeir færu úr landi. Devine segist halda að þarna sé um að ræða sama nafnalistann, sem New York Times gat um. — En aðrir embættismenn hafa siðar komið fram og upplýst, að nafnalisti ráðuneytisins hafi fljótlega ient I ruslakörfunni. James Devine starfaði á árunum 1968 til ’70 hjá þeirri deild, sem hafði með að gera öryggi stofnun- arinnar inn á við. Þ.e.a.s. gekk úr skugga um, að til CIA slæddist enginn, sem ekki yrði trúað fyrir störf- um i þágu stofnunarinnar, ábyrgðist að inn i aðal- stöðvarnar kæmist enginn án vilja eða vitundar þeirra, sem þar ráða. — Devine segist ekki vita til þess, að neinar njósnir hafi verið hafðar á mönnum heima við. Aðrar upplýsingadeildir hafa bent á, að ekki geti talizt nema eðlilegt, að CIA hafi á skrá hjá sér ein- hvern fjölda Bandaríkjamanna, þvi að árlega ferðist þúsundir Amerikana út fyrir landsteinana. Slikir ferðamenn geti ýmist safnað upplýsingum I ferðum sinum eða látið erlendum flugumönnum i té upplýsingar. Þrátt fyrir þetta blak, sem borið hefur verið af CIA eru flestir sannfærðir um, að eitthvert misferli hafi átt sér stað hjá stofnuninni, sem hafi farið út fyrir þann starfsramma, sem henni var markaður. Það er enn óupplýst I hverju það liggur. Rockefeller hefur 90 daga til þess að skila Ford skýrslu um máliö. Hann hefur lofað þvi, að sjö manna nefnd hans, „skuli komast til botns I málinu”. En þingmönnum mörgum þykir vissara að hafa hönd I bagga með rannsókninni og að minnsta kosti fjórar þingnefndir búa sig undir að gera eftir- grennslanir. Aöalstö&vai CIA i Kandaríkjunum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.