Tíminn - 21.06.1966, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. iiiní 1966 TIMINN
Fimmtugur í gær:
Finnur Kristjánsson
kaupfélagsstjóri, Húsavík
í gær varð Finnur Kristjánsson,
kaupfélagsstjóri á Húsavík. firnm-
tugur. Það er góður aldur og
ástæða til að samgleðjast þeim,
sem heill heilsu á sér þann aldur,
ekki sízt, þegar ævistarfið er við-
fangsefnastórt, og bjart er vfir
farinni leið.
Finnur Kristjánsson er fæddur
20. júní 1916 að Halldórsstöðum
í Ljósavatnshreppi í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Foreldrar hans voru:
Kristján Sigurðsson bóndi þar og
kona hans Guðrún Sigurðardcttir
frá Draflastöðum í Fnjóskadal
(systir Sigurðar búnaðarmála-
stjóna.)
Finnur ólst upp að Halldórs-
stöðum á heimili foreldra sinna,
sem var rómað fyrir traustleika
og menningarbrag. Hann var tvo
vetur við nám í héraðsskólanum
á Laugum, en þeim skóla veitti
faðir hans fjárhaglega forstöðu
sem gjaldkeri, frá stofnun skólans
um fjölda ára, með föstum og far-
sælum tökum.
Síðan gekk Finnur í Samvinnu-
skólann og brautskráðist þaðan.
Lagði því næst leið sína til Eng-
Lands og stundaði þar um skeið
nám og störf á vegum samvinnu-
félaga.
Hinn 1. jan. 1939 gerðist hann
kaupfélagsstjóri hjá Kaup-
félagi Svalbarðseyrar á Svalbarðs
eyri í Suður-Þingeyj.arsýslu og
gegndi því starfi til 1. júní 1953,
að hann tók við kaupfélagsstjóra-
starfi elzta kaupfélagsins á land-
inu, Kaupfélags Þingeyinga á
Húsavík, og hefur með ágætum
staðið í þeirri stöðu.
Finnur var kosinn í stjórn Sam
bands íslenzkra samvinnufélaga á
aðalfundi þess 1960 og hefur átt
sæti í þeirri stjórn síðan.
Fulltrúi hefur hann verið í bæj-
arstjórn Húsavíkur frá því 1962.
Átt sæti í stjórn Fiskiðjusamiags
Húsavíkur lengst af síðan 1953.
lEnnfremur verið í stjórn vélaverk-
'stæðisins „Foss“ á Húsavík frá
11953. Eru þá ótalin — en ógleymd
samt mörg önnur félagsmalastörf.
sem hann hefur verið kosinn tii
að gegna.
Finnur Kristjánsson er vinsæil
maður, enda ósérhlífinn og afkasta
mikill fyrirgreiðslumaður í starfi,
svo sem kaupfélagsstjórar þurfa
helzt að vera. Hann er úrræða
góður, þegar vandamál þarf að
leysa, forsjáll og áreiðanlegur. Er-
indi kann hann manna bezt að
reka, og rekur hvarvetna tiltrú
með framkomu sinni og personu-
leika.
Hann hefur jafnan glögga yfir-
sýn um hag Kaupfélags Þingey-
'inga á nverri líðandi stundu og
kostar kapps um að stýra því, svo
sem bezt hentar, eftir sjólagi og
veðurfari viðskiptalífsins á hverj-
um tíma. Jafnframt er hann mjög
vökull við að byggj.a upp og bæta
aðstöðu félagsins fyrir ókomin ár,
og fundvís á tækifæri til þess að
geta það.
Finnur er orðfær vel, söngmað-
ur góður og gleðimaður á góðra
vina fundum. Hann er bæðí traust-
ur og góðviljaður forustumaður og
ágætur félagi. Það er þess vegna
gott hans forsjá að hlýta og með
honum að vera.
Kona Finns Kristjánssonar er
Hjördís Björg f. 27. ágúst 1920,
dóttir séra Tryggva Kvarans, sem
var prestur að Mælifelli í Skaga-
firði. Hún er mikilhæf húsmóðir
og gáfuð kona, eins og líiún á kyn
til.
Þrjú börn eiga þau, Finnur og
Hjördís,'— öll vel gefin. Elztur
barnanna er Tryggvi. Hann er 24
ára gamall, — stúdent frá Akur-
eyri, stundar nú iðnaðarnám í
Þýzkalandi (fiskniðursuðu). Er
giftur Áslaugu Þorgeirsdóttur frá
Húsavík.
Næst að aldri er Guðrún, 21
árs. Útskrifaðist úr Húmæðraskóla
Reykjavíkur, dvaldist síðan í Eng-
landi eitt ár. Er nú á Húsavík,
gift Pálma Karlssyni þar, er stund
að hefur nám við Stýrimannaskóla
íslands.
Yngst er Anna, 16 ára. Hún
er heima hjá foreldrum sínum og
vinnur verzlunarstörf.
Það er bjart yfir f,arinni leið
Finns Kristjánssonar og miklar
vonir bundnar við framtíð hans.
Kaupfélag Þingeyinga var hepp-
ið að fá hann fyrir kaupfélags-
stjór.a 1953, og það telur sig lán-
samt að hafa fengið að njóta for
stöðu hans síðan pg er honum
þakklátt fyrir það. Vitað er, að
honum hafa boðizt kostaboð frá
öðrum stöðum, — t.d. úr höfuð-
borginni, — ef hann vildi skipta
um og flytjast þangað. En héraðs-
tryggð hans hefur reynzt siterkari
en kostaboðin.
Fyrir hönd Kaupfélags Þingey-
inga þakka ég honum — á þess-
um tímamótum ævi hans — ómet-
anlega mikilsverð störf og vel af
hendi leyst, — og árna honum
og fjölskyldu hans allra heilla.
Sem einstaklingur flyt ég hon
um einnig persónulega beztu þakk-
ir mínar fyrir ánægjulega sam-
fylgd og mikla velvild í minn
garð — og óska honum, konu
hans og skylduliöi þeirra öllu góðs
gengis og hamingju.
Undir þessar óskir veit ég að
hérað okkar tekur einróma.
Karl Kristjánsson.
Kvikrmindagagnrúni
491
Sænsk. Hafnarfjarðarbíó.
Leikstjóri: Vilgot Sjöman.
Undanfarnar vikur hefur vart
verið viðunandi að leggja leið
sína í kvikmyndahús Reykj,a-
víkur og nágrennis, sökum lé-
legs framboðs, hvað kvikmynda
val snertir. Aðeins eitt kvik-
myndahús, Hafnarfjarðarbió, á
þakikir skyldar fyrir að hafa
sýnt afbragðs myndir síðustu
mánuðina. Ber þar að nefna
meistaraverk Ingmar Berg-
mans, Kvöldmáltíðargestirnir
og Þögnin, að ógleymdri 491,
sem þó stenzt ekki fyililega
samanburð við tvær þær fyrr-
nefndu. Ekki láta forráðamenn
Hafnarfjarðarbíós hér staðar
numið, því væntanlega munu
þeir endursýna Sjöunda innsigl
ið eftir Ingimar Bergman, sem
talin er meðal merkustu og
mögnuðustu verica hans, en var
aðeins sýnd í 2—3 daga í
Tjarnarbíói fyrir nokkrum ár-
um. Það vekur og undrun und
irritaðs, að Bæjarbíó, sem jafn
an hefur haft úrvalskvikraynd
ir með höndum og oftlega stað
ið öðrum kvikmyndahúsum
framar um gæði myndanna,
skuli aðeins hafa sýnt eina
kvikmynd á þessu ári, Fyrir
kóng og föðurland, sem athygli
er verð. Þar haf,a og lengi ver
ið væntanlegar etfirtektarverð
ar kvikmyndir eins og Svalirn
ar eftir leikriti Jean Genets,
danska gamanádeilan Sjálfs-
morðsskólinn, hollenzka heim-
ildarmyndin 12 milljónir o.
fl. Væri ágætt að fá nánari
skýringu á þessu seinlæti.
491 segir frá sex ungu.n
„röggurum", sem hafa lent í
klóm lögreglunnar, en til að
forðast fangelsið gangast þeir
undir sálfræðilega rannsókn í
leiguíbúð í miðri Stockholms
borg. Ungur félagsmálaráðu-
nautur, Krister, hefur um-
sjón með þeim, en sexmenning
amir reynast dálftið uppivöðslu
samir, svo Krister má hafa sig
allan við til að missa ekki taum
hald á skapsmunum sínum.
Nisse, forsprakki þeirra fé-
lagamna, ber óseðjandi hatur
til Kristers vegna þess að
hann hefur aflokað eitt herberg
og er engum þeirra ætluð
þar innkoma. Nisse tekst um
síðir að brjótast inn í herberg
ið, þar sem fyrir eru dýrmæt
húsgögn og fróðlegar bækur;
allt f eigu Kristers. Nisse hefn
ir sín með því að hirða allt
lauslegt úr herberginu og
selja jafnóðum. Krfeter reynir
að fá það keypt aftur, en skort
ir næga peninga, sem Nisse
svo útvegar með því að lát.a
unga léttúðardrós, sem strák
amir höfðu með sér, er þpir
voru í brennivínsleit f þýzku
vömflutningaskipi, selja nokkr
um karlmönnum blíðu sfna —
án vitundar Kristers. Þarna
sjá _„raggarnir“ leik a borði
og ákæra Krister til lögreglunn
ar fyrir melludólgsaðferðir.
Einhvers staðar í Biblíunni
spyr maður nokkur Jesú, hvort
honum beri að fyrirgefa broð
ur sínum sjö sinnum, ef hann
syndgi gegn sér. „Ebki segið
þér sjö simnum heldur sjötíu
sinnum sjö“, svarar Jesús. Höf
undur kvikmyndarinnar snýr
út úr þessum 490 fyrirgefning
um, því sú peningaupphæð,
sem daðurdrósin aflar með
blíðu sinni, nemur 490 kr. í
kvikmyndinni segir ennfremur
að sé einni fyrirgefningu bætt
við, er djöfullinn kiominn í spil
ið. Gott dæmi um tilfinninga-
skort þessara vandræðapilta
er, þegar einn þeirra vaknar úr
værum svefni við háreysti mik
il, rís úr rekkju og horfir sljó
um augum á félaga sína pina
ungu stúlkuna til kynmaka við
hundinn, eins og um daglegan
viðburð væri að ræða. 491
stendur fyrstu mynd Sjömans,
Ástareldi, sem Hafnarfjarðar-
bíó sýndi sumarið ‘65, nokkuð
að baki, þó segja megi, að
hún sé eina kvikmyndin þessa
dagana, sem meðmæli er hægt
að gefa. Leikstjórn Sjömans er
ágæt og kvikmyndun að
mörgu leyti vönduð. Lelf Ny
maric, sem fer með hlutverk
Nisse, ber af öðrum leikendum
og tekst ágætlega að sýna þenn
an rólega, kaldrifjaða „ragg-
ara“. Fetta mætti fingur út i
þá óvandvirkni kvikmyndahúss
ins að geta hvergi í efnisskrá
leikstjóra, né annarra, er að
myndinni hafa unnið, en slíkt
vill oft bregða við hjá Hafn-
arfjarðarbíói.
Undanfarið hafa kvikmyndir
þær, sem bíóin i Hafnarfirði
hafa sýmt notið óhemju vin-
sælda almennings, enda fjaiia
þær allar á einhvern hávt um
kynlíf. Á ég þar við Þögnina,
491 og Sautján, er Bæjarbíó
hefur sýnt. Kvikmyndir þessar
eru eins og vera ber mis.iafnar
að gæðum. Má segja, að mis
munurinn á list og klámi hafi
bezt sést í Þögninni og Sautján.
Óhætt væri því að taka undir
orð þess manns, er sagði: „Þeir
eru svo sannarlega í „sexý-
stuði“ í Hafnarfirði þessa dag
ana.“
Rússneski rithöfundurinn
Valery Tarsis
flytur fyrirlestur og svarar fyrirspurnum í Sig-
túni í kvöld kl. 9. Fyrirlesturinn nefnir hann
„Blekkingin mikla'.
Öllum heimill aðgangur.
Stúdentafélag Reykjavíkur.
3
Á VÍÐAVANGI
i
J
I kjallaranum
Ýmsir höfðu orð á því eftir
þjóðhátíðina, að lágsigld hefði
ræða forsætisráðlierrans á
þjóðhátíðinnj verið. Hann var
svo rígbundinn af eigin ó-
ánægju með stjórnarathafnir
sjálfs sín, að hann gat ekki
ekki stillt sig um alls konar
hnotabit um smáleg dægurmál.
Menn sögðu, að hann hefði alla
ræðuna haldið sig í kjallaran-
um, en forsætisráðhcrra þyrftj
helzt að geta brugðið sér upp
á efri hæðina einstaka sinn-
um.
Smán
Lögreglan í Reykjavík hef
þá sögu að segja, að þjóðhátíð
in hafi Ieystst upp í ölæði og
skrílslátum, sem stóðu fram á
dag. Miðbærinn allur var eins
og vígvöllur. Ruslið lá í haug-
um. Umgengnin hafði verið ó-
afsakanleg. Þótt ruslakörfur
væru settar upp á öllu svæð-
inu. var sem enginn, hvorki
börn né fullorðnir, sinntu því
að nota þær, heldur fleygðu
bréfum og rusli frá sér, þar
sem þeir stóðu, Morgunblaðið
lýsir ástandinu í frétt eftir
heimild lögreglunnar með þess
um hætti:
„Sagðj lögreglan, að nóttin
hefði verið ein allsherjar viður
styggð. Fylliríið hefði verið ó-
hugnanlcgt, slagsmál linnulaus
frá því kl. 11 um kvöldið og
þar til kl. 6 í gærmorgun. um
gengnin svo fyrir neðan allar
hellur. að því fái vart orð lýst,
glerbrot, rusl, æla, blóð og
hvers konar óþverri út um allt
svo miðbærinn var ejn sam-
felld svínastía.
Allar geymslur lögreglunnar
voru yfirfullar allan tímann,
og var ekki hægt með nokkru
móti að koma undir lás og slá
liefðu þurft að vera. Mannfæð
öllum þeim mönnum, sem þar
lögreglunnar hamlaði, að hægt
væri að ráða við ölóðan skríl-
inn eins og nauðsynlegt hefði
vcrið”.
Þjóðviljinn hefur þetta eftir
lögreglunnj:
„Við tví- og þríhlóðum fanga
klefana inni í Síðumúla, og um
nóttina vorum við öðru hverju
að rekast á brennivínsdauða
unglinga á götunum og brugð
um á það ráð að aka þeim
heim með hjálp nafnskírteina
eftir að Síðumúli var orðinn yf
irfullur af ölvuðum ungling-
lýð”.
Ofan á þessa smán bættist
svo sú ásækna náttúra kaupa-
héðna að græða sem mest á
smáninnj. Eru þeir nú farnir
að flytja inn plastdrasl handa
unglingum til að bera til
minnkunar þjóð sinni á þjóð
hátíð hennar.
Góður íslendingur
Hér í blaðinu á sunnudaginn
| var getið um gjöf Carls Sæ-
I mundsen, forstjóra f Kaup-
1 mannahöfn á þá lund að skilja
mátti. að hann væri danskur
maður eða „danskur vinur ís-
lands.“ Til leiðréttingar þeim
hugsanlega misskilningi, sem
; af þessu kynni að stafa, er rétt
að geta þess, að Carl Sæmund
I sen er íslenzkrar ættar, a.m.k.
að hálfu og fæddur í Húna-
Iþingi. Ilann á margt skyltf
menna hér á landi og er gót
ur fslendingur, þótt hann flyt-
ist snemma til Danmerkur og
I hafi e.t.v. hlotið þar ríkisborg-
’ ararétt.
A
Sigurður Jón Ólafsson.