Tíminn - 21.06.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.06.1966, Blaðsíða 5
___ w ÞRIÐJUDAGUR 21. júm' 1966 _________TIMINN____________________________________5 I—— Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsipgasimi 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. samningaborð Kjaramálin um þessar mundir og samningaumleit- anir þær, sem fram fara nú, sýna í skörpu og vægð- arlausu ljósi skipbrot ,,viSreisnar”-stefnunnar, sem hér er talin hafa ráðið ríkjum síðustu sjö árin, og algjöra uppgjöf ríkisstjórnarinnar fyrir óðadýrtíðinni og verðbólgu, sem nú hefur hneppt efnahagslíf. kjara- mál og atvinnuvegi landsmanna í sameiginlegan dróma og úlfakreppu, sem ekki verður komizt úr nema með gerbreyttri stefnu og algerlega nýjum og jákvæðum tökum á þjóðmálunum. Hrakfallastefna ríkisstjórnarinnar bindur þessa þrjá stóru þætti þjóðlífsins saman með einni orsakakeðju. Alger uppgjöf og brigðir við að hafa hemil á dýrtíðinni og verðbólgunni, samfara einstæðri hafta- og okur- vaxtaistefnu í lánamálum atvinnuveganna setur þá í slíka úlfakreppu, að þeir geta ekki rönd við reist hinum sívaxandi framleiðslukostnaði, og ekki greitt þær launa- hækkanir, sem fólk þarf til mótvægis við óðadýrtíðina. Samfara þessu leika svo fjársterkir gróðamenn og auð- félög þeirra lausum hala með stórfelldar verðbólgufram- kvæmdir, sem gleypa og yfirborga vinnuaflið frá fram- leiðsluatvinnuvegunum og brýnustu samfélagsfram- kvæmdum, sem ekki geta við þetta keppt. og þetta skap- ar óviðráðanlega þenslu og glundroða í efnahags- og at- hafnalífi þjóðarinnar, Við þessar aðstæður standa kjarasamningar að vonum gersamlega fastir, og það er ekki á valdi fulltrúa laun- þega og atvinnurekenda að leysa það mái til neinnar hlítar, meðan uppgjafastjórnin situr og ver með lífi sínu hina alröngu stefnu. Sjálfhelda þessa máls verður ekki sundur rakin nema með jákvæðum og samræmdum stjórnarfarstökum. þar sem grafið er fyrir rætur meinanna og hnútarnir leystir hver af öðrum og samhliða Þangað til verða kiarasamn- ingar aðeins tjald til einnar nætur á hraðri leið inn í enn meiri ógöngur. eins og júní-samkomulagið í fvrra er táknrænast dæmi um. þar sem uppgjöf og brigðir rík- isstjórnarinnar hleyptu öllu á einu missiri í enn harðari hnút og háskalegri vanda. Þjóðinni allri, ekki sízt laun- þegum, er nú orðið það ljóst, að kjarasamningar verða haldlausir, þangað til nýir smiðir á Albingi og í stjórn- arráðinu hafa rekið saman nýtt samningaborð handa samninganefndum launþega og atvinnurekenda að setj- ast við. mílljómr Skipbrot landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar sem nú hefur leitt til einstæðra neyðarráðstafana í sölumálum bænda, mun hafa í för með sér tilfinnanlega skerðingu á tekjum, sem voru hinar lægstu í landinu fyrir. sam- kvæmt skýrslum Hagstofunnar Opinber stuðningur við íslenzkan landbúnað er nú orðinn minni en i öðrum ná- lægum og sambærilegum löndum, og auk þéss hefur sú stefna stjórnarinnar að fleygja hinum stórfelldu og linnulausu hækkunum framleiðslukostnaðar i landbún- aði viðstöðulaust út í verðlagið orðið fararskióti í flevgi- ferð óðadýrtíðarinnar á svipaðan hátt og sama stefna í öðrum framleiðslugreinum. Eitt táknrænasta dæmið um allan þennan ófarnað land- búnaðarstefnu stjórnarinnar er það að á sama tíma og landbúnaðurinn berst í bökkum svo að leiðir til nevð- arráðstafana. hirðir ríkið 60—70 milljónir í söluskatta af búvörunum á leiðinni frá framleiðendum til neytenda. i —■■nnwiiuim —w niiiiimiii i Fréttir frá vettvangi S. Þ. LANDBÚNAÐURINN HELDUR EKKI IVID MANNFJÖLGUNINA ILO undirbýr alþjóðlegar regl ur um samstarf innan fyrir- tækja. Aukin og bætt samskipri milli stjórnenda og starfs- manna fyrirtækj.a — gagn- kvæm skipti á upplýsingum, skoðunum og hugmyndum ásamt rannsókn á kvörtunum, — verða æ meir aðkallandi ti! að komast hjá óánægju á vinnu stað, segir í skýrslu, sem nú er til umræðu á fimmtugusta alþjóðlegu vinnumálaráðstefn- unni í Genf. Þetta er í *a sinn, sem Alþjóðavinnuii. tofnun- I in (ILO) tekur þessi randamál til meðferðar í því skyni að fá samþykktar einhverjar al- þjóðlegar reglur um þau. Jafnvel þar sem andinn er hvað beztur milli atvinnuveit- enda og launþega koma alltaf öðru hverju upp misklíðarefni eða missikilningur, segir í sikýrsl unni. Því stærri sem fyrirtæk in verða, þeim mun meiri kröf ur eru gerðar til þess að sam- bandið milli stjórnenda og starfsmanna sé snurðulaust. Geri stjórnendurnir raunhæf- ar ráðstaf.anir til að koma í veg fyrir eða kveða niður ósam komulag i fyrirtækinu, skap ast betra andrúmsloft fyrir samningsumleitanir og sameig- inlegar ákvarðanir, og í mörg um tilvikum er hægt að koma t veg fyrir alvarlega misklíð sem leiði til verkfalla. Vinnuþeginn verður að eiga þess kost að láta í Ijós óánægju sína, annars hefur óánægjan áhrif á vinnusiðgæði og afköst. Hann á að fá vitneskju um breytingar og nýjar ákvarðan- ir. Auk þess verður að finna, að tillit sé tekið til hans sjón- armiða. Sambandið milli vinnu- veitenda og vinnuþega ve’-ður að aukast samhliða stækkun og sérhæfingu fyrirtækisins. Annað mikilsvert efni a ráð- stefnunni í Genf er hlut- verk Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar í eflingu iðnþróun- ar í vanþróuðum löndum. For stjórinn, David A. Morse lagði í ársskýrslu sinni ríka áherzlu á nauðsyn þess, að Alþjóðavinnu málastofnunin aðstoðaði þessi lönd við að vinna bug á ýms- um tálmum, sem tefja iðriþro unin,a. Hann sagði m.a. að þau ættu að fá aðstoð við að ski) greina og framkvæmt atvmnu- málastefnu sem gerði þeim fært að hagnýta og þróa til hins ýtrasta eigið vinnuafl f skýrslunni er vikið að ýmsuni félagslegum og atvinnulegum vandamálum, sem haía áhril á gang iðnþróunarinnar. svo sem skort á faglærðum mann- afla og vandamál atvinnuleys- is. Hvers vegna vinna giftar kon- ur í Noregi ekki úti? Hlutdeild giftra kvenna i at- vinnulífinu er áberandi líti) i Noregi samanborið við önnur Norðurlönd og satt að segja ein hin lægsta i allri Evrópu segir í tímariti Alþjóðavinnu málastofnunarinnar (ILO) Labonr Rewiew Undir fyrirsögninni „Vinnu- kjör kvenna á Norðurlöndum" fjallar Harriet Holter, forstöðu kona félagsmálarannsóknar- stofnunarinnar í Osló um or- sakirnar til þes&a fyrirbæris. Hlutfallstala giftra kvenna, sem vinna úti er 9.5 í Noregi en 22.7 í Danmörk, 23.3 í Sví- þjóð og 25.9 í Finnlandi. Fjöldi kvenna við nám í æðri mennta- stofnunum er einnig hlutfalls- lega lægri í Noregi en á Norð- urlöndum yfirleitt. Margar kenning.ar hafa komið fram um þetta, segir Harriet Holter, en bendir á að engin þeirra gefi fullnaðarskýringu á orsökunum til þessa ástands. Halda verður áfram að kanna orsakirnar á str.angvísindalegan hátt. Samanborið við Danmörku og Svíþjóð er Noregur ekki sér- lega iðnþróað land og hefur miklu dreifðari byggð. Hins veg ar er Finnland hvorki iðnþró aðra né þéttbýlla en Noregur, og þó eru þar í landi mjög margar giftar konur sem vinna úti. Skortur á barnaleikvöllum og leikskólum er áberandi ; Nor- egi. Þar voru árið 1963 ein- ungis 8.180 börn í slíkum stofn unum, en 34.000 í Svíþioð og 40.000 í Danmörku. Frá Fihn- landi liggja ekki fyrir hliðstæð ar upplýsingar, en könnun frá árinu 1962 bendir til a? aðeins 2 af hundraði þeirra mæðra, sem unnu úti hafi komið börn- um sínum fyrir á leikskólum og barnaleikvöllum. Beinan samanburð verður þó að gera með mikilli varúð segir höf- undur, þar sem eðli síikra stofnana er með óliku móti frá einu landi til annars. Önnur afstaða? Hafa norskar konur aðra af- stöðu til fjölskyldu og heimil- is? Harriet Holter segir að ekki liggi fyrir nægilegt magn af úrvinnsluefni til að svara þeirri spurningu. Rannsókn sem tram fór á árinu 1964 (suicide in Scandinavia) sýndi, að af litl- um hópi mæðra, sem kannaður var. voru norskar og danskar mæður ,.meira fyrir börn” en þær sænsku. Þar eru norskar mæður því ekki í sérflokki. Eru norskar konur háðari eiginmönnum sínum og meira mótaðar af feðraveldi en kon- ur annars staðar á Norðurlönd um? Um þetta efni liggja ekki fyrir neinar raunhæfar upplýs- ingar en höfundur getur þess. aið finnskir félagsfræðingar séu að ganga úr skugga um það, hvort hugsanlegt sé. að leifar af hefð mæðraveldis hafi ahrif á viðhorf Finna til kynjanna og veiti finnskum konum sjáit stæðarj stöðu en öðrum norr rænum konum Það er almenn skoðun víða a Norðurlöndum, að Norð menn hafi frjálslegri afstöðu til vinnu sinnar og neti fri tíma sinn meir en aðr'r Norð- urlandabuai Harriet Holter girðir ekki fyrir þann raögu leika, að norskar konur verði fyrir áhrifum af þessari ..óþvinguðn afs^öðn d vinn unnar“ og kjósi því heldur að vera húsmæður heima hjá sér. Landbúnaðurinn heldur ekki í við mannfjölgunina. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun landbúnaðarfram- leiðslan ekki ná þeirri árlegu aukningu um tvo af hundraði sem er nauðsynleg til að halda í við fólksfjölgunina í heimin- um á tímabilinu 1965—66, seg- ir í skýrslu frá Matvæla- og t indibúnaðarstofnun samein uðu þjóðanna (FAO). Matvæla framleiðslan á hvern jarðarbúa hefur ekki aukizt á fyrra helm ingi þessa áratugs (1960—65). Alþjóðleg verzlun með land- búnaðarafurðir jóksí verulega á árinu 1965 og sömuleiðis jókst eftirspurnin. í skýrslu FAO kemur fram, að meglnorsök þess að elkki varð meiri allsherjaraukning á land- búnaðarframleiðslu á árinu 1965 var hin rýra kornuppskera í Sovétríkjunum og öðrum lönd um Austur-Evrópu af völdum þurrka. Vegna slæmra veður- skilyrða tókst Kínverjum ekki að auka uppskeru sína í land- inu norðanverðu, þannig að úrkoman varð svipuð og 1964. Bæði Norður-Ameríka og Vest- iur-Evrópa juku iandbúnaðr iframleiðslu sína, bæði að magni iog á hvern íbúa. ' Á árinu 1965 varð veruleg 'verðlækkun á sykri. Verð á ikakói var sömuleiðis „óvenju lega lágt.“ Yfirleitt lækkaði verðlag á útflutningsmarkaðin um á fyrstu þremur ársfjórð- ungum 1965. Hins vegar hækk- aði verðlagið á síðasta ársfjórð ungi og hélt áfram að hækka bæði í iðnaðarlöndum og van- þróuðum löndum. Þó varð vart lítils en almenns afturkipps í löndum sem búa við áætlunar’ búskap. Bakkar Nílar „fínkembdir“ á á 130 km. svæði. Fornieifafræðing.ar frá 22 löndum hafa nú lokið við að „fínkemba“ um 130 kílómetra svæði á bökkum Nílar í hinni súdönsku Núbíu til að bjarga leifum fornra mannvirkja und an vatni Assúan-stíflunnar. Þegar stíflunni er lokið, mun vatnsborðið hækka um 65 metra á þessu svæði. Uppgröfturinn hefur leitt i ijós, að í Núbíu var langæ menning. en ekki bylgjur inn rásarþjóða, eins og menn hafa álitið hingað til, segir dr. Will- ianm Adams, bandarískur forn leifafræðingur. sem kominn er til Parísar eftir sjö ára dvöl á staðnum i þjónustu UNESCO (Menningar- og vísindastofnun ar S.Þ) Meiri háttar uppgröftur hef- ur átt sér stað á 800 stöðum. Vinnan norðan til — á svæð- unum sem fyrst fara undir vatn — er Langt komin og verður brátt lokið. Uppgröftur- inn, sem eftir er sunnantil á svæðinu fer fram undir eftir- liti annrs fornleifafræðings frá UNESrO. Einn forvitnilegasti forn- leifafundurinn var koptísk kirkje frá miðöldum, sem pólski leiðangurinn fann. mm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.