Tíminn - 21.06.1966, Blaðsíða 8
8
Tf.MINN
Á ÁRSFUNDI Mjólkursamlags KEA, höldnum á Akureyri 26. maí 1966, var
kosin 5 manna nefnd, sem falið var að fá samstöðu allra bænda í landinu með
það fyrir augum, að tryggja bændastéttjnni sömu laun og aðrar stéttir hafa og
framleiðsluráðslögin mæla fyrir um.
Nú hefur nefndin ákveðið að leggja e,1tirfarandi spurningar fyrir nokkra
menn úr hópi neytenda. og verða öll blöðin á Akureyri góðfúslega beðin að
birta bennan bátt..
Nefndinni væri einnig kærkomið, að dagblöðin í Reykjavík birtu spurning-
ar þessar og svör ásamt meðfylgjandi greinargerð.
Þessi barátta sem nú er hafin, er stéttarlegs eðlis og ætti að vera óháð stjórn
málaskoðunum einstaklinga.
í hverju blaði verða spurningar lagðar fyrir fjóra menn, einn úr hverjum
stjórnmálaflokki.
Stefán Valgeirsson, Björn Halldórsson,
Stefán Halldórsson, Jón Hjálmarsson,
Þór Jóhannesson.
Málefni bænda
SPURNINGAR
1. Er þ,að réttlátt og skyn-
samlegt, að bændastéttin ein
beri þá kjaraskerðingu, sem
leiðir af vaxandi dýrtíð og sölu
tregðu á vinnsluvörum mjólk-
urinnar?
2. Hvaða leiðir telur þú rétt-
látar til úrbóta?
SVÖR
Björn Jónsson,
alþingismaður:
VANDAMÁL bændastéttar-
innar, eins og þau nú blasa við
og nýjustu aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar og Framleiðsluráðs
verða naumast rædd af viti
Björn Jónsson
nema menn geri sér grein fyr-
ir því að þar er um hluta af
stærra vandamáli að ræða. Að
hér er við að glíma beina af-
leiðingu af verðbólgustefnu
undanfarinna ára og af þeirri
allsiherjarringulreið og skipu-
lagsleysi, sem dafnað hefur í
skjóli hennar. Hraður vöxtur
verðbólgu og dýrtíðar hefur í
sífellu aukið tilkostnað allra
fnamleiðslugreina landsmanna,
svo að þær eru nú margar að
þrotum komnar og verða stöð-
ugt ófærari um að standast
samkeppni við erlenda fram-
leiðslu og í annan stað leiðir
svo þessi þróun til vaxandi
tregðu á þvi að veita
vinnustéttunum eðlileg lífskjör
og kjarabætur, sem árgæzka og
aukin framleiðsla ættu í réttu
lagi að gera auðveldan og sjálf
sagðan. Hið stóra sameiginlega
vandamál framleiðslustéttanna
og launafólksins er verðbólg-
an, og því eru allar skottu
lækningar á einstökum þáttum
þessa vanda tilgangslausar í
bezta falli og oftast óskynsam-
legar og ranglátar að auki. Svo
tel ég hiklaust vera um þá
harkalegu árás á bændastétt-
ina, sem féíst í ákvorðnn rík-
isstjórnarinnar og Fraipleiðslu
ráðs Um sérstakt innvigtunar-
gjald á mjólk og aðrar að-
gerðir svipaðs eðlis, sem ekki
stefna að þvf að ráðast gegn
orsokum vandamálanna með vit
legum og réttlátum hætti.
Sem neytandi og fyrirsvars-
maður í samtökum verka-
manna hlýt ég auðvitað að
æskja þess, að þær mikilvægu
neyzluvörur, sem bændur fram
leiða séu verðlagðar á skyn-
samlegan og réttlátan hátt með
tilliti til hagsmuna beggja,
neytenda og framleiðanda, og
með hliðsjón af hagsmunum
þjóðarheildarinnar. — Fr,am-
hjá því verður hins vegar ekki
gengið, að verðlagning búvara
ein fyrir siig er ekki ákvarð
andi fyrir hag bændastéttarinn
ar. Eigi henni að vera sæmi-
lega borgið þarf fleira að koma
til en hátt verðlag á framleiðsl
unni. Stórfelld lækkun hinna
ýmsu kostnaðarþátta búrekstr-
arins, vinnslu afurða og dreif-
ingar á markað er að mínu
viti bæði vel framkvæmanleg
ug jafnframt skynsamlegasta
leiðin til þess að bæta lífskjör
bændastéttarinnar og tryggja
neytendum hagkvæm viðskipti
við landbúnaðinn. — Lækkun
vaxta, hagkvæmari stofnlán,
lækkun tolla á vélum og tækj
um, aukin hagkvæmni í dreif-
ingarkerfinu, bættar samgöng-
ur, skipulagning framleiðslu og
framleiðslumagns, allt eru
þetta málefni, sem krefjast úr
lausnar og leiða mundu til lækk
unar á verði búvara til hags-
bóta báðum, bændum og laun-
þegum, en jafnframt málefni,
sem ekki verða farsællega leyst
nema með nánu pólitísku sam-
starfi verkafólks og bænda,
hagsmunasamtaka beggja og
stjýrnmálaflokka beggja.
í því sérstaka máli, sem nú
hefur, góðu heilli, vil ég segja,
kveikt baráttueld í hug-
um bænda og þrýst þeim sam-
an í brýnni hagsmunabaráttu
þeirra, tel ég forystumenn
þeirra í Stéttarsambandi bænd
og Framleiðsluráði landbúnað-
arins hafi brugðizt á hinn
furðulegasta hátt. Forsaga inn-
vigtunargjaldsins og forsenda
er það pólitíska samkomulag,
sem gert var á sl. vetri í 7
manna nefnd ríkisstjómarinn-
ar, sem fjallaði um hin nýju
Framleiðsluráðslög. Þar tóku
höndum saman fulltrúar stétt-
arsambandsins og ríkisstjórn-
aiflokkanna, m.a. um þær laga-
heimildir, sem gera hrossalækn
ingamar nú og árásirnar á
bændastéttina að lögformleg
um athöfnum. Barátta bænda-
stéttarinnar næstu vikurnar og
mánuðina gegn þeirri stór-
felldu kjaraskerðingu, sem
henni er hér boðin, þarf að
sjálfsögðu að vera stéttarlegs
eðlis og hafin yfir flokkamörk.
En hinu væri bæði óskynsam-
legt og óréttmætt að gleyma,
að það var fulltrúi Alþýðu-
samibandsins, Hannibal Valdi-
marsson einn, sem stóð með
málstað bænda í 7 mann.a
nefndinni og að Alþýðubanda
lagið eitt flokka tók sömu af-
stöðu þegar málið kom tii
kasta Alþingis.
Barátta bændastéttarinnar nú
er að því leyti erfiðari en
oft áður, að hún er háð við
þau skilyrði að foringjarnir
hafa verið vélaðir af ríkisstjórn
arvaldinu og verða bændur
því að byggja upp nýja sam-
stöðu sína frá grunni. Ástand-
ið kallar einnig á djarflegar
hnitmiðandi aðgerðir, sem
miða verður við þá vissu, að
ríkisstjóminni er líkt farið og
Þorgeiri Hávarðssyni, að hún
viðurkennir þann sannleik ein-
an sem í „sverði" er falinn.
Bændur hafa nú með merkum
og miklum fundum, hvatt
„sverð“ nýrrar samstöðu í hags
munabaráttu sinni. Vinnustétt
ir landsins vona að því verði
beitt til réttláts sigurs.
Gísli Jónsson,
menntaskólakennari:
SPURNINGIN er að vísu
óheppilega orðuð, allt of víð
tæk og öðru vísi en ég gerði
ráð fyrir, er ég í símtali við
formann undirbúningsnefndar
innar tjáði mig fúsan til að
ÞRIÐJUDAGUR 21. júní 1966
segja álit mitt á þeirri ugg
vænlegu neyðarráðstöfun Fram
leiðsluráðs landbúnaðarins að
taka svo kallað innvigtunar-
gjald af mjólkurinnieggi
bænda.
Ég mun eingöngu halda mig
við það „tilefni dagsins1' og
skal þá í upphafi játa, að ég
er eðli málsins ekki nógu kunn
ugur, enda hafa þeir, setn ég
hef talið, að vera ættu kunn-
ugastir túlkað málið all
misjafnt fyrir mér, þ.e. a.s.
hvort innvigtunargjalclið
mundi koma bændum til skila
aftur eða væri bein skerðing á
tekjum þeirra. Má jafnvel vera,
að reynslan ein skeri úr þvi.
Nú, en að svo miklu Ieyti
sem þetta gjald yrði til að
skerða kaup bænda og valda
því, að þeir fengju ekki grund-
vallarverð fyrir vöru sína, þá
er það að mínum dómi hvorki
réttlátt né skynsamlegt.
Réttlátt getur það ekki verið
að lækka kaup einnar stéttar,
þegar aðr.ar stéttir búa sig und-
ir að hækka það, g hvað
mundum við embættismenn
segja, ef lækka ætti kaup við
okkur á þeim forsendum að
við ynnum of mikla yfirvinnu,
og hvað mundu sjómenn segja,
ef lækka ætti fiskverðið á þeim
Gísli Jónsson
forsendum, að þeir væru of dug
legir að draga fisk úr sjó?
Skynsamlegt getur það held-
ur ekki talizt.
Enda þótt ég hafi fyrir satt
(af skattframtölum), að hagur
margra bænda hafi verið með
bezta móti sl. ár, má bænda-
stéttin í heild að sjálfsögðu
ekki við neinni verulegr; kaup
skerðingu. Margir bændur, sem
lagt hafa í mikinn kostnað og
erfiði, mundu þá neyðast til
að bregða búi og við það mundi
framleiðslan minnka svo, að
eftir stuttan tíma gæti orðið
skortur á mjólkurvörum, t.d.
í stað offramleiðslu nú. Verra
er að vinna slíkt upp en halda
í horfinu, og hætt er við, að
þá færi mjólkin að verða dýr
til neytenda.
Ef svo horfist á, að innvigt-
unargjaldið komi bændum ekki
til skila og þeir fái ekki óskert
grundvallarverð fyrir vöru
sína, þá tel ég mig því miður
ekki dómbæran um það á
stundinni, hvaða aðferðir væru
réttlátastar og skynsamlegastar
til úrbóta.
Af bænda hálfu sýnist mér
skynsamlega hafa verið á mál
inu tekið og af þeirri stillingu
og hófsemi, sem þeim er lag-
in, en þeir eru nú að efla með
sér sem víðtækust samtök til
að gæta hagsmuna sinna i von
um stuðning af hálfu opinberra
aðila, sbr. ályktarnir hins fjöl-
menna Selfossfundar.
Ég treysti því, að Fram-
leiðsluráð og ríkisstjórnin
munj koma til móts við eðlileg-
óskir bænda og finni ráð til
þess að þeir geti a.m.k. haldið
óskertu kaupi. Ef með þarf
verður þjóðfélagið í heild að
taka á sig þyngsli af lausn
vandans, því hér er ekki um
að ræða einkavanda bændastétt
arinnar, heldur vanda þjóðar-
búsins alls. Verður að haga
aðgerðum í samræmi við það,
og ég er sannfærður um, að
neytendur almennt mundi láta
sér það vel skiljast, og heldur
vilja taka á sig nokkur óþæg-
indi en horfa upp á það, að
að bændurnir og landbúnaður
inn verði fyrir háskalegum
áföllum. Þar eru einmitt hags-
munir þjóðarinnar allrar, að
blómlegur búskapur geti þrif-
izt í landinu-
Ingvar Gíslason
alþingismaður:
NEI, ég tel það siður en svo
réttlátt - og ekki skynsamlegt
hvað sem annars má um þetta
mál segja, fyrst og fremst af
því að meðaltekjur bænda eru
mjög lágar. Ég tel það vita
skuld ranglæti að hækka kaup
lágtekjufólks og efnalítils
hvort sem bændur eða aðrir
eiga í hlut. Ég efast þó ekki
um, að ýmsir grónir bændur
muni rísa undir þeim byrð-
um, sem nú eru á þá lagðar.
En það eru engin rök fyrir
því, að rétt sé að lækka kaup
bænda í heild, enda munu þeir
fleiri, sem ekki fá risið undir
neinni kjaraskerðingu. Eða
mundi nokkur vilja halda
því fram, að rétt væri að lækka
kaup opinberra starfsmanna,
svo dæmi sé tekið, vegna þess
að margir einstaklingar í þeirra
hópi eru efnaðir menn og ágæt
lega launaðir?
Ég mæli ekki offramleiðslu
bót á nokkurn hátt. En er
ekki allt eins líklegt, að of-
framboð ákveðinna búsafurða
að undanförnu sé tímabundið
og megi blátt áfram kalla „sölu
tregðu“ eins og gert er í fyrir-
spurn þeirri, sem fyrir mig er
nú lögð? Þessi „sölutregða"
kann að stafa af atvikum, sem
bændastéttin út af fyrir sig er
ekki ábyrg fyrir, þar á meðal
stjórnlausri verðbólgu og dýr-
tíð.
Það ber og að hafa í huga,
að bændur hafa um mjög langt
skeið verið hvattir til bústækk
unar og framleiðsluaukningar
og ofan á bætist að verðlagn
ingu landbúnaðarafurða var
hagað þannig alltof lengi, að
leiða hlaut til aukinnar mjólk-
urframleiðslu. Og bændastéttin
réð minnstu um ákvörðun verð
hlutfalls milli mjólkur og kjöts
þann veg, að hallaði á kjöt-
framleiðendur um langt skeið.
í stuttu máli sagt, tel ég að
ríkissjóður hefði átt að þessu
sinni a.m.k. að kaupa umfram-
birgðirnar, eða alténd hluta
þeirra, og greiða bændum það
verð, sem nægt hefði til þess
að firra þá þeirri kjaraskerð-
ingu, sem þeir nú hafa orðið
fyrir.
Þó ég ætli ekki að gera neina
formlega tillögu um skipan
verðlagsmála landbúnaðarins,
og telji, að það eigi að vera
mál Stéttarsambands bænda og
stjórnar þess að marka stefnu
í þeim málum og bera upp við
stjómarvöld landsins, þá vil
ég eigi að síður lýsa yfir þeirri