Tíminn - 21.06.1966, Side 9
MUÐJUDAGUB. 21. júní 1966
TÍMIWN
?
persónulegu skoðun minni að
heppilegasta leiðin í sambandi
við verðlagningu landbúnaðar-
afurða er sennilega sú, að rík
issjóður tryggi bændum ákveð-
ið lágmarksverð, miðað við með
al framleiðslukostnað og al
mennt kaupgjald í landinu.
Útsöluverð til neytenda ætti
hins vegar að ákveðast sem
næst af framboði og eftirspurn
eftir því sem við verður kom-
ið. Mismunurinn hlyti ríkis
yóður að taka á sig. Þessu líkt
fyrirkomulag tíðkast í sumum
löndum, en hefur ekki verið
reynt hérlendis. Þeirri skipan
mundi að vísu fylgja verulega
aukin opinber afskipti af fram-
leiðslumagni einstakra afurða
og verður tæpast við það ráð-
ið enda óhjákvæmilegt að min-
um dómi. Ég held að bændur
og neytendur yndu slíku fyrir
komulagi vel, ef á reyndi.
Hitt vil ég taka fram, að
verðlagsmál í þrengri merkingu
eru aðeins hluti af þeim vanda-
málum, sem við er að glíma
í sambandi við landibúnað og
kjör sveitafólksins. Ekki skipt-
ir minna máli að gera ráðstaf-
anir til lækkunar á framleiðslu
kostnað og meiri fnamleiðni
auk fjölmargra félags- og
menningarlegra aðgerða í þágu
sveitanna. Framtið sveitanna
byggist ekki á því að einblína
á verðlagsmál, heldur engu síð-
ur hinu að efla félags- og menn
ingarlega aðstöðu i sveitunum
í samræmi við kröfur nútíðar
og framtíðar.
Sú staðreynd vill stundum
gleymast nú í seinni tíð, að
landbúnaðurinn — ásamt sjáv-
arútveginuih — er slikur grund
Ingvar Gíslason
vallar atvinnuvegur hér á landi
eins og yfirleitt annars staðar,
að án hans væri ólíft í land-
inu. Landbúnaðurinn er ekki
einungis aðalmatgjafj þjóðar-
innar, heldur er mikill hluti
iðnaðar, ve-'’----- og sam-
gangna <min',',allað-
ur á honum. Landbúnaðurinn
er hin raunverulega kjölfesta
fjölmargra ’””ipstaða og ann-
ars þéttbýlis. vkureyri er þar
skýrt dæmi, en ekkert eins-
dæmi, og gleðilegt til þess að
vita, að sambúð bæjarbúa og
^ænde'-lks er vfir’eitt með
ágætum hér um slóðir os reist
_ gagnkvæmum sk’1”ingi. Við
Akureyringar tökum ekki und-
ir þann söng að bændur séu
of fjölmennir i landinu. Við
vitum, að þeim sem landbún-
að stuuda, fer hlutfalls-
lega sífækkandi, meðan fjölg-
ar í öðrum starfsstéttum. Það-
an af síður tökum við undir
þá kenningu, að bændur séu of
styrktir og beri mikið úr být
um fjárhagslega. Við vitum, að
meðaltekjur bænda eru lægri
en annarra starfsstétta. Við vit-
um einnig, að vandamál land-
búnaðarins í nútima þjóðfélagi
er ekki íslenzkt sérfyrirbæri.
í öllum iðnþróunar þjóðfélög-
um nútimans, er sömu sögu að
segja. Efnahagslögmál iðnaðar
þjóðfélaga virðast yfirleitt ekki
eiga við landbúnað — raunar
ekki fiskveiðar heldur. Það rýr
ir þó á engan hátt þjóðhags-
gildi þessar.a atvinnugreina. Því
er það svo víðast hvar i heim-
inum, að ýmsar opinberar ráð
stafanir eru nauðsynlegar i
þágu landbúnaðar — og fiski-
veiða — og er til þeirra grip-
ið af hálfu ríkisstjórna, sem
að grundvallarstefnu eru ann-
ars andvígar opinberum af-
skiptum af atvinnumálum og
verðlagsákvörðunum. En hve-
nær brýtur nauðsyn ekki lög?
Opinber stuðningur við land-
búnaðinn er óhjákvæmilegur
og þjóðhagslegt nauðsynjamál,
en form þess stuðnings skiptir
að sjálfsögðu eigi alllitlu máli.
Magnús E. Guðjóns-
son, bæjarstjóri:
Svör mín við framangreind-
um spurningum eru:
1. Vegna skipulagsleysis í
framleiðslumálum landbúnaðar
ins og misræmis um margra
ára skeið á verðskráningu land
búnaðarvara hefur fram-
leiðsla mjólkur og mjólkuraf-
urða aukizt óeðlilega mikið
á síðustu árum miðað við sauð-
fjárafurðir til óhags fyrir
bændur. Síðasta hálfan áratug
hefur mjókurframleiðslan auk-
izt rúmlega tvöfalt á við innan
landsneyzluna af mjólk og
mjólkurafurðum.
Það er þessi offramleiðsla,
sem leitt hefur til þess ástands
sem nú ríkir í þessum málum.
Væri ekki um offramleiðslu á
mjólkurvörum að ræða, væri
verðbólgan út af fyrir sig ekki
meira vandamál fyrir bændur
en ýmsa aðra framleiðendur
og stéttir í þjóðfélaginu.
Það ástand, sem skapazt hef-
ur vegna -offramleiðslubirgð-
anna af landbúnaðarvörum er
þjóðarvandamál en vissulega
ekki vandamál bændastéttar-
innar einnar úr því sem komið
er, er því ósanngjarnt, að bitni
á bændum einum. Einstakir
bændur eiga hér enga sök á.
Þeir hafa haft takmarkaða að-
stöðu til að ráða hér málum
einum sér, enda hefur það ver-
ið lögmælt hlutverk Fram
leiðsluráðs landbúnaðarins,
(sem að vísu er skipað af stétt
arsambandi bænda og söluað-
ilum landbúnaðarv.ara) a. m. k.
síðustu tvo áratugi að skipu-
leggja landbúnaðarframleiðsl-
una, „eftir því sem samrýmist
þörfum þjóðarinnar á hverjum
tíma og hagfelldast er fyrir
landbúnaðinn,“ eins og segir i
framleiðsluráðslögunum. Fram
leiðsluráðið hefur einnig að lög
um haft ákvörðunarvald um
verð hinna ýmsu landbúnaðar-
afurða (ásamt sexmannanefnd
inni) þ.á.m. að breyta því inn
byrðis til að hafa áhrif á fram
leiðslu einstakra tegunda af-
urða og búvara.
Of há verðskráning mjólkur-
afurða árum saman miðað við
sauðfjárafurðir leiddi til þess,
að margir sauðfjárræktarbænd
hurfu að nautgriparækt og
mjólkurframleiðslu, jafnvel í
héruðum, sem voru vel til
sauðfjárræktar fallin, en rækt
unarmöguleikar takmarkaðir
og voru fjarri markaðs- og
vinnslustöðvum. Þessi umbreyt
ing leiddi sjálfkrafa til mikill-
ar fjárfestingar í ræktun, úti-
húsum og nýjum mjólkur-
vinnslustöðvum víða um land.
Um skipulagsmál landbúnað
arframleiðslunnar hefur litið
verið rætt opinberlega á und-
anförnum árum en verið flot’
ið sofandi að feigðarósi. Og
það er mjög miður fsirið að
orðum þeirra fáu ráðamanna,
sem á undanförnum árum hafa
bent á hina aðsteðjandi hættu
í þessum málum, skyldi ekki
hafa verið meiri gaumur gef-
inn, en þeir þess í stað jafnvel
verið titlaðir óvinir bændastétt
Magnús E. Guðjónsson
arinnar. Hér er vissulega ekki
um neitt feimnismál að ræða
sem ekki þolir dagsins Ijós
frekar en t.d. vandamál togara
útgerðarinnar vegna aflaleysi
togaranna, en þau mál hafa
verið rædd opinberlega árum
saman.
Ég tel það ekki réttlátt, að
bændur einir beri þá kjara-
skerðingu, sem af framan-
greindu ástandi leiðir eða
kann að leiða. Ekki fæ ég held
ur séð, að það gæti talizt skyn-
samlegt.
2. Eflaust er um fleiri en
eina skynsamlega leið að ræða
til úrbóta því ástandi, sem skap
azt hefur, en um réttlætið má
auðvitað endalaust deila. Rétt-
lætið er afstætt hugtak. En
mér finnst til dæmis ekki
óskynsamleg sú leið, sem
Framleiðsluráð landbúnaðarins
lagði til, sbr. forustugrein dag
blaðsins Tímans í dag (11 júní)
að tekinn verði upp sérstakur
kjamfóðursbattur, sem varið
yrði til útflutningsuppbóta, en
hefði jafnframt þau áhrif að
draga úr innflutningi erlends
fóðurbætis. Því fásinna virðist
— við núverandi aðstæður —
að nota mikinn, dýran erlend-
an fóðuribæti til framleiðslu-
aukningar á vöru, sem erfitt
er að afsetja. Engum er greiði
gerður með þvílíku háttalagi.
Eins virðist ekki óeðlilegt,
að mjólkurframleiðendur í góð
um sauðfjárræktarhéruðum
verðj hvattir til þess með orð-
um og aðgerðum (jafnvel með
styrkjum frá riki) að breyta
til um framleiðslugreinar í þvi
skyni að unnt verði að tak-
marka heildarmjólkurfram-
leiðsluna unz jafnvægi skap
ast milli framboðs og eftir-
spurnar. Þar til slíku jafnvægi
er náð, finnst mér réttlátt, að
þjóðfélagið hlaupi undir bagga
með landbúnaðinum, elzta at
vinnuvegi íslendinga, ekkj síð
ur en með sjávarútveginum,
þegar hann er i vanda staddur.
Auglýsing
um úöun garða
Þar sem úðun garða á borgarsvæðinu er að verða
lokið, eru þeir sem hafa orðið útundan beðnir að
panta í síma 37-4-61 eða 40-6-86 næstu tvo daga
og verður þá reynt að úða þá garða næstu daga
með hættuminna lyfi.
Úðunarstjórinn.
Jónsmessumót
Jónsmessumót Árnesingafélagsins verður haldið
að Borg í Grímsnesi, laugardaginn 25. þ. m. og
hefst með borðhaldi kl. 7. Almenn samkoma hefst
kl. 9.30 með dansi og fjölbreyttum skemmtiat-
riðum. Þeir, sem vilja taka þátt í borðhaldmu til-
kynni þátttöku fyrir 23. þ. m. í síma 24 737 eða
til símstöðvarinnar Minni-Borg. Ferð verður frá
Umferðamiðstöðinni kl. 5 á laugardag.
Árnesingafélagið í Reykjavík.
Hafsilfur h.f.f
Raufarhöfn
vill ráða stúlkur til síldarsöltunar og nokkra
verkamenn í söltunarstöð.
Mötuneyti á staðnum. Fríar ferðir og kaup-
trygging. — Upplýsingar í síma 96-51200, Rauf-
arhöfn og 16576, Reykjavík.
Tilboð óskast
í BEDFORD sendiferðabifreið (burðarmagn 4,3
smál.) árgerð 1963, í því ástandi sem bifreiðin
nú er, skemd af eldi.
Bifreiðin verður til sýnis í porti Vöku h. f.,
Síðumúla 29, í dag (þriðjudag) og á morgun.
Tilboð sendist til Samvinnutrygginga, Tjóna-
deild, Ármúla 3, fyrir kl. 14, fimmtudaginn 23.
júní 1966.
Auglýsing
frá Bæjarsíma Reykjavíkur
Nokkrir laghentir menn á aldrinum 17 — 30 ára
óskasi til vinnu nú þegar. Vaktavinna gæti kom-
ið til greina, að reynslutíma liðnum. Nánari upp-
íýsingar gefur Ágúst Guðlaugsson yfirdeildar-
stjóri, sími 11000.
Reykjavík, 16. júní 1966.