Tíminn - 22.06.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.06.1966, Blaðsíða 7
I MIÐVIKUDAGUR 22. júní 1966 TÍMINN MINNING Árni Bjðrnsson kennari Árni Björnson, áður kennari viö Barnaskóia Akureyrar lézt í Fjórð ungssjúkrahúsinu á Akureyri fyr ir nokkru eftir langa og þunga vanheilsu, og var jarðsettur fiá Möðruvöllum í Hörgárdal 7. þ.m. Árni er fæddur að Brita í Glæsi bæjarhreppi 24. jan. árið 1894. Foreldrar hans voru hjónin Mar- grét Vigfúsdóttir og Björc Björns son. Árni missti móður sína, þeg ar hann var rúmlega eins árs gam all. En þegar hann var fjögurra ára fór hann til móðursystur sinn ar, Guðrúnar, og manns hennar, Ásgeirs Sveinssonar, er þá bjuggu á Stóru-Brekku í Arnarneshreppi. Átti hann síðan heimili hjá þeim hjónum til ársins 1920. Haustið 1918 fór Árni í Hóla- skóla og lauk þaðan prófi vorið 1920. Þá byrjaði hann búskap á Vi úr Möðruvöllum í Hörgárdal. Haustið 1921 var hann ráðir.n kennari í Arnarneshreppi við Eyja fjörð og gegndi hann því starfi samfleytt í 25 ár, fyrst sem far kennari, en síðar sem fastur kenn ari. Samhliða kennslunni stund- aði hann búskap og gegncii auk þess mörgum störfum fyrir sveit sína,^ og það munaði alls staðar um Árna, hvar sem hanu tók hend inni til, hvort heldur var við kennslu, algenga vinnu eða fé- lagsstörf. Haustið 1946 var hann settur kennari við Barnaskóla Akureyr- ar, og síðan skipaður, og var það þangað til hann missti heilsuna fyrir nokkrum árum. Árni Björns son var úrvalsmaður tii allra starfa. Það, sem mér virtist helzt einkenna kennslustörf hans, var dugnaður og skyldurækni. Hann var með allra duglegustu Rennur um, sem ég hef þekkt, og það var ekki hægt að koma börnum á- fram við nám, ef Árna tókst það ekki. Hann var einn af þessum mönnum, sem vinna öll sín störf eftir sama boðorðinu: Leystu öll þín störf vel af hendi. Ilaiin sá hvorki eftir tíma né kröftum tíl að framfylgja þessari lífsreglu. Sumum þótti Árni nokkuð strang ur kennari. En hann vildi ná því bezta úr hverjum nemanda sem unnt var, og var illa við linku eða leti. Enda náði hann oftast ágætum árangri í kennslu sinni. Ef ég ætti að lýsa Árna aðeins með einu orði, myndi ég segja, að hann hefði fyrst og fremst venð traustur maður. Við það mætti svo bæta því, að hann var góður drengur, ágæt Framhald á bls. 15 Sigríður Heiðimannsddttir Skagnesi, Mýrdal Sigríður Heiðimannsdóttir var fædd að Skaganesi 27. desember 1879. Foreldrar hennar voru Heiðimann Runólfsson og Guð- ríður Jónsdóttir, sem lengi bjuggu á Skaganesi. Þar ólst hún upp með foreldrum sínum, bræðr um og öðru skyldfólki. Afi hennar voru Runólfur Sigurðsson bóndi og hreppstjóri, sem var um lang an tíma búsettur á Skaganesi. Hann var talinn gott skáld, vel gefinn og vel látinn af öllum, sem honum kynntust, og það voru ekki allfáir, sem áttu athvarf hjá hon um, sem voru umkomulitlir og miður máttu sín á þeim tíma. Þá þekktust ekki neinir styrkir til fólksins, sem búið var að slíta sér út, og mun hreppstjórinn hafa liðsinnt mörgum þurfalingnum eft ir beztu getu, þegar leitað var til hans. Frá þessum stofni var Sigríður komin í föðurætt. Það má segja, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Faðir Sigríðar, Heiðimann Runólfsson, erfði það af föður sínum að vera vel hag mæltur og mikill fræðimaður síns tima. Þessa eiginleika mun Sigríð ur'og hafa átt í ríkum mæli, þó hægt færi með það. Fróð var hún og stálminnug, og gat oft komið fyrir sig vísu, ef því var að skipta. Að eðlisfari var Sigríður léttlynd og kát og oft var gaman að blanda geði við þess vel gefnu konu í sínum hópi og njóta hæfileika hennar, sem hnigu ávallt öðrum til góðs. Á yngri árum var sótzt eftir handaverkum hennar, því að myndarskapurinn var henni í blóð borinn og mátti segja, að allt léki í höndum hennar, þar sem hún kom nærri. Árið 1907 giftist hún Jóni Hjörssyni frá Herjólfsstöðum í Álftaveri, hinum ágætasta manni og bjuggu þar í 10 ár, en árið 1917 flytjast þau hjónin að Skag nesi, því að bróðir hennar, sem var fyrirvinna á heimilinu, var fallinn frá. Þarna var ekki horft í það að hreyfa sig og taka þar við búsforráðum, þótt um þrjú gamalmenni væri að ræða, sem þarna voru fyrir. Það var ekkert til sparað að láta þessu fólki líða eins vel og hægt var, og miklu fórnað við að láta umönnun þess fara sem bezt úr hendi til hins síðasta. Þeim hjónum varð 5 barna auð ið. Eru fjögur á lífi, en Hjörtur sonur þeirra lézt árið 1951. mesti efnismiaður, var kvæntur Sesselju Þorkelsdóttur Guðbjörg gift Rúti Skæringssyni, trésmið, búsettur í Vík, Guðríður, gift Páli Jóns- syni, vélstjóra, Reykjavík, og Þor steinn og Svavmundur, búsettir á Skagnesi, ókvæntir. Það mun óvíða hafa þekkzt ann ar eins kærleikur á milli foreldra og barna, eins og þarna átti sér stað. enda foreldrarnir hreinasta fyrirmynd, sem voru reiðubúin að liðsinna og hjálpa öðrum, sem leituðu til þeirra. í þessu and rúmslofti ólust börnin þeirra upp, og það mun lengi loða við, á Skag nesi eða hvar sem þau eru búsett, að þau taki í arf frá foreldrum sínum þessa miklu fórn og hjálp öðrum til handa. Þau hjón endurbyggðu bæ sinn tvisvar með aðstoð barna sinna, sem öll voru samtaka um að hafa sem snyrtilegastan bæinn sinn og sömuleiðis gripahús. Að þessu var unnið með miklnm dugnaði og fyrirhyggju. Á heimili þeirra hjóna frá því að þau byrjuðu búskapinn, munu hafa dvalizt á milli 30 til 40 börn yfir lengri og skemmri tíma, sum vetrarlangt og önnur ólust þar algerlega upp án nokkurs end urgjalds. Það var eins og gleðin gagntæki húsmóðurina, þegar ung viðið kom í hlaðið í það og það sinnið, eða gest bar að garði, sem ekki var fátítt. Enginn fékk að fara nema þiggja góðgerðir, það var yndi heimilisfólksins alls. Mann sinn missti Sigríður fyrir nokkrum árum eftir farsælt hjóna band. Eftir það var hún í skjóli barna sinna, sem lögðust á eitt að gera henni lífið sem léttast. Dæt urnar, sem voru farnar úr for eldrahúsum, gerðu sér það að reglu, að koma til skiptis, móðnr sinni til ánægju og til að hlúa að henni sem þær bezt gátu. Síðustu æviár hennar var ekkert sparað að fá hjálparkonu til að siðsinna henni eftir því sem þurfti, ásamt öðrum verkum, sem voru leyst með heiðri og sóma. Ég veit, að sú framliðna, sendir öllum þakkir sínar, börnum sín- um og öðrum, sem lögðu síðustu líknarhönd sína til liðs, þar til yfir lauk og hún var öll. (Dáin 17. maí 1966 87 ára gömul.) Útför Sigríðar var síðan gerð frá Víkur kirkju að viðstöddu miklu fjöl menni föstudaginn 27. maí, jarð sungin af sóknarpresti Mýrdæl inga, séra Ingimar Ingimarssyni, og var hún lögð til hipztu hvíldar við hlið mannsins síns og sonar. Að leiðarlokum þakka ég gam- alli nágrannakonu minni fyrir mína þönd og systkina minna, alla vináttu á liðnum árum og sendi aðstandendum öllum samúðar- kveðjur. Markús Jónsson, frá Giljum. FYRSTI „SKATINN" TIL VELAD. SIS Myndin var tekln er fyrsta Scout bílnum til Véladeildar SÍS var skipað upp í Reykjavíkurhöfn, en deild'n liefur fengið umboð fyrir þessa tveggja drifa bíla. Scout bíllinn er framleiddur af hinum heims- frægu og viðurkenndu International Harvester verksmiðjum í Banda ríkjunum, og vegna breytinga á tollalögunum s. 1. vetur fellur hann nú í svonefndan jeppaflokk. Scout bíllinn hefur verið framleiddur um nokkurra ára skeið og hlotið góðar viðtökur. Þessi fyrsti bíll sem Véladeildin hefur nú fengið er til sýnis í Armúla 3, en nokkrir bílar eru auk þess komnir til landsins. Tilkynning frá Búnaðarsambandi Suðurlands um kosningar til Búnaðarþings. Eins og áður hefur verið boðað, fara kosningar til búnaðarþings fram sunnudaginn 26. júní n.k. á kjörstöðum sveitarfélaganna. Stjórnir hreppafélag anna eru kjörstjórnir við kosningarnar. Yfirkjörstjórn. Söltunarstúlkur Söltunarstöðin Síldin h.f., Raufarhöfn, óskar eft- ir söltunarstúlkum. Fríar ferðir og kauptrygging. Upplýsingar hjá Síldinni h.f., Raufarhöfn, eða í síma 5 08 65, Hafnarfirði. Atvinna - Smurstöð Viljum ráða menn nú þegar eða síðar. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra. Smurstöð SÍS, Álfhólsvegi — Kópavogi, Sími 17080.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.