Tíminn - 22.06.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.06.1966, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR ÍWIÐVIKUDAGUR 23. júní 1966 TÍMINN 13 illMssa Wti - • Svipmyndir vi3 KR-markið, þegar Akranes jafnaði 1:1 í fyrra kvötd. Á myndinni lengst til vinstri liggur Heimir á jörð inni efti rað hafa misst a fknettinum fram hjá sér, en á línunni gerðu þeir Kristinn og Ellert árangurslausa tilra un til að stöðva hann. Á miðmyndinni sést Kristinn „hrein sa" úr markinu, en Heimir og Ellert hafa enn ekki jafnað sig. Og á myndinni til hægri sem tekin var skömmu sið ar, liggja Heimir og Ellert enn á jörðinni, en fyrir utan da nsa Skagamenn sigurdans. (Tímamynd Bjarnleifur) Alger óvissa í 1. deild Rætt lítilega um liðin í deildinni í byrjun íslandsmótsins Þegar þcssar línur eru skrifaíl ar, hafa fjögur lið í 1- deild !eik ið 2 leiki og tvö lið 3 leiki. Þrátt fyrir svo fáa Ieiki, hafa öll liðin tapað stigi eða stigum. Það atriði eitt út af fyrir sig, gefur til kynna mikla óvissu í keppninni. Og sannleikurinn er sá, að í dag er harla lítinn mun hægt að sjá á lið unum, svo jöfn eru þau. Það væri þvi til Iítils að ætla að gera til raun til að spá fyrir um það, hvaða lið hreppir fslandsmeistara titilinn. Eins og málin standa nú virðist manni, að öll liðin geti sigrað —og öll fallið. Hér á eftir verður lítilsháttar rætt um hvert lið, en áður en lengra verður haldið, er rétt að líta á stöðuna eins og hún er nú: lengi Skagamenn lifa á baráttu viljanum veit ég ekki, frekar en aðrir, en eitt er Víst, að hyggilegt væri fyrir suma liðsmenn að læra helztu undirstöðuatriði knaót- spyrnunnar áður en lengra er haldið. Ríkharði Jónssyni ætti .ékiki að vera sikotaskuld úr því að kenna þeim þessi atriði. At- hyglisverðasta efnið, fyrir utan Guðjón og Björn Lár., er Einar Guðleifsson í markinu, en styrk ustu stoðirnar eru sem fyrr gömlu kempurnar, sérstaklega Jón Leós- son. KR er!í öðru sæti, hefur aðeins tapað einu stigi. KR-liðicS hefur örugglega valdið áhangendum sín um vonbrigðum á þessu keppnis- tímabili, því að við miklu var bú izt af liðinu fyrirfram, einkum eftir að Eyleifur fór ,í röndóttu peysuna. Ennþá er KR-vélin ekki komin í gang, hefur aðeins hikstað nokkrum sinnum, og óvíst hvort hún fer nokkuð í gang. Enginn vafi leikur á því, að ekkert lið hefur eins mörgum góðum ein- staklingum á að skipa og KR, og fari svo að lokum. að þeir nái sam an, mun fátt geta hindrað KR. Valur er í þriðja sæti. Og á þess um síðustu og verstu tímum, þeg ar: fleslum ; -finnst. knattspyrn ah' hjá okkur vera á hraðri niður leið, finnst þó sumum, sem Valur sé undantekning. Menn búast við einhverju af Valsliðinu. Spurn ingin er, hvort Óla B. tekst að gera Val að stórliði. í dag er liðið efnilegt, en tæplega meira en það. Ungu mennirnir, Hermann og Bergsveinn, lofa góðu, en mættu fara að flýta sér, að rífa sig upp úr meðalmennskunni. Þróttur er í fjórða sæti. Þróttur hefur haft það fyrir venju, undan farin ár að leika til sikiptis í 1. og 2. deild, hefur m.ö.o. aldrei get að haldið sæti í 1. deild nema eitt ár í senn. Þótt: kannski sé full- snemmt að spá því nú, þá virðist Þrpttur aldrei hafa haft meiri möguleika á því að halda sæti í Akranes KR Valur Þróttur Keflavfk Akureyri 3 1 2 0 4:3 4 2 1 1 0 2:1 3 3 1 1 1 4:2 3 2 0 2 0 2:2 2 2 0 1 1 2:3 1 2 0 1 1 1:4 1 Eins og sést ,af töflunni er Akranes í efsta sæti sem stendur. Eftir að hafa séð Akranes leika gegn KR í fyrrakvöld, finnst manni dálítið öfugsnúið, að þetta lið skulj vera í efsta sæti. Það er sorglega lítil knattspyrna eftir í Vkranes-liðinu, en það, sem liðið vinnur fyrst og fremst á, er ódrepandi baráttuvilji. Hversu Kylfingar í Reykjavík óheppnir með leikveður — og þess vegna lítil þátftaka í keppni að undanförnu Sunnudaginn 12. júní sl var háð á velli við Grafarholt keppni um veglega marmarastyttu, Jason C.CIark. Þessi fallegir gripur var gefinn til minningar um ungan Úrslit í kvöld í Bridgestone og Camel keppninni Leiknar hafa verið 3 umferðir í Bridgestone—Camel keppn- inni, eða 54 holur af 72, sem Ieiknar verða. Þátttaka í keppninni hefur ver- ið mjög góð, en 25 kylfingar hófu keppni, þar af 3 frá Gotfklúbb Reykjavíkur og 1 frá Golfkl. Ness Keppt er um Bridgestonebikarinn án forgjafar og Camelbikarinn með forgjöf. Keppnin er mjög tvísýn og má búast við að úrslit verði ekki ráð- in, fyrr en á síðustu holu, en lokaumferðin fer fram í kvöld, miðvikudagskvöld. Arangur beztu manna í hvorri keppni. Bridgestone — án forgjafar. Pétur Björnsson, G.Ness. Ólafur Bjarki, G.R. Jón Þorsteinsson, G.S. Þorbjörn Kjærbo, GS.. Einar Guðnason, G. R. Þorgeir Þorgeirsson. G.S. Camel — með forgjöf. Ilaukur Guðmundsson, GR.. Ólafur Bjarki, G.R. Jón Þorsteinsson, GS.. Pétur Björnsson, G.R . Þorbjörn Kjærbo, GS.. Sex kylfingar hættu keppni en 19 luku ,að leika 54 holur. varnarliðsmann, sem var virkur meðlimur í klúbbnum, um skeið. Og er styttan verðugur minnis- varði ’ um góðan dreng. Keppnin er 36 holu höggleikur með for- gjöf og fer öll fram á einum degi. Að þessu sinni mættu aðeins 21 til leiks, enda var veður mjög óhagstætt. Má því telja þetta ágæta þátttöku miðað við allar aðstæður. Keppni var eigi að fullu lokið, fyrr en kl. 3 s. d. Sigurvegari varð Sigurjón Hall björnsson og hlaut því hinn veg lega biikar til varðveizlu í ár, auk eignabikars. Hér á eftir koma þeir, sem beztum árangri náðu. Með forgjöf: Sigurjón Hiallbjörnsson, 'Hilmar Pietsch, Haukur Guðmundsson, Víkingur hefur hlotiö 24 stig í grein um stigakeppni Rvíkur- félaganna í knattspyrnu, sem birt- ist í blaðinu í gær, var sagt, að Víkingur og Þróttur væru talsvert á eftir Val, Fram og KR. Þetta er ekki alls kostar rétt, því Vík ingur hefur hlotið fleiri stig en KR, eða 24, en KR er með 21. Pétur Björnsson, Viðar Þorsteinsson, Án forgjafar: Pétur Björnsson, Jóhann Eyjólfsson, Einar Guðnason, Ólafur Ágúst Ólafsson, Viðar Þorsteinsson. Tvíliðaleikur G. R. (opin keppni). Þriðjudaginn 7. júní fór fram keppni, sem er háð í því formi að kylfingum er heimilt að velja sig saman tveir og tveir án tillits til fórgjafar. Gefin eru stig fyrir betri árangur annars tvíliðans á hverri holu fyrir sig, síðan eru stigin yðr heildina (12 holur) lögð saman. Eftirfarandi tafla sýn ir hvernig stigin eru veitt. Bogey Par Birdie Eagle Hola i höggi 1 stig 2 stig 3 stig 4 stig 5 stig Slæant veður var og þátttakend ur aðeins 14. Sigurvegarar urðu tveir bókbandsmeistarar, Gunnar Þorleifsson og Arnikell B. Guð- mundsson með 18. stig, 2 — 3. Ólafur Hafberg og Hafsteinn Þor- geirsson 16 stig, Pétur Björnsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson 16 stig. deildinni. Bæði er að Þróttur hef ur sýnt nokkrar framfarir — og eins hitt, að hin liðin í deildinni eru ekki eins jafnsterk og áður. Vörnin er sterkari hlið liðsins, markvörðuinn Guttormur Ólafs son í stöðugri framför og Jón Björgvinsson, miðvörður, traustur leikmaður. f framlínunni er nýtt efni komið fram á sjónarsviðið, Kjartan Kjartansson. Annars er veiki punkturinn innherjarn- ir (miðherjarnir í „4-2-4“) og myndi liðið eflast mikið, væru þeir beittari. Hér er miðað við, að Axel og Kjartan leiki á könt unum. í 5. sæti er Keflavík með 1 stig eftir 2 leiki. Keflavíkurliðið er líkt Akranesliðinu að því leyti, að baráttuviljinn fleytir því mest áfram. Mcr hefur fundizt liðið of einhæft í sóknarleik sínum, það sem af- er keppnistímabilsins. Eft ir að Rúnar „bítill“ hvarf úr fram línunni varð hún svipminni og hættuminni. En Keflavík á góð efni, svo að hægt á að vera að fylla skarð hans. Af leikmönnum Keflavíkur hefur Magnús Torfa son framvörður vakið mesta athygli það sem af er. Akureyringar reka lestina, með 1 stig eins og Keflavík eftir 2 leiki, en óhagstæðara markahlut- fall. Akureyrarliðið er búið að vera efnilegt æði lengi, og menn búnir að bíða eftir því að sjá leikmenn eins og Kára Árnason, Sbúla Ágústsson, Steingrím og fleiri, vaxa úr grasi sem knatt spyrnumenn. Þegar þessum leik- mönnum tekst vel upp, er gaman að sjá til þeirra, en þess á milli hverfa þeir alveg. í leikjunum tveimur, sem Akureyri hefur leik ið i sumar,hefur framlínuieik mönnunum gengið afar illa að nota tæikifæri, sem sikapazt haía. Veitti þeim sannarlega ekki ai þvi að fá aukaþjálfun í markskofurn. Jón Stefánsson hefur enn eklci getað leikið með liðinu, en ef laust yrði hann styrkur fyrir --ið Hér á undan hefur nú verið rætt um liðin í 1. deild iítils- háttar. Því er ekki að leyna. ið menn eru almennt óánægðir með knattspyrnuna, sem þau sýna 1 dag, en um það, hvort hún sé verri en sú knattspyrna, sem sast í fyrra, skal látið ósagt. Við hjökk um a.m.k. í sama farinu og trani farir eru enn sem fyrr fjarlægt hugtak.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.