Vísir - 23.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 23.01.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Fimmtudagur 23. janúar 1975. tísusm-- Borðarðu mikið sælgæti? Helga Björk Bragadúttir, nemi: — Nei, ekki mikið. Ég borða bara stundum gott. Mér þykir súkku- laði bezt, sérstaklega ef þaö heitir Mash. Sóley Guðmundsdóttir, nemi: — Eiginlega borða ég eitthvaö slikt á hverjum degi. Ég fæ vasapen- inga, sem ég kaupi stundum fyrir. Mér þykir súkkulaði bezt. Koifinna Þorsteinsdóttir, nemi: — Já, en ekki voðalega mikið. Mér finnst súkkulaði bezt, sér- staklega þó konfekt. Páll Helgason, nemi: — Já, en samt ekki alveg á hverjum degi. Mér finnst svaladrykkur beztur. Ég kaupi oft poka á tikall, sem dugar i heilt glas. Steinar Jónsson, nemi: — Jú, svoldið mikið. Mér finnst bezt að bryðja brjóstsykur. Rúnar óttarsson, nemi: — Ætli ég eyði ekki hundrað kalli á dag i sælgæti. Nei, fjandinn, ekki alveg svo miklu. Mér finnst „Haltu kjafti” brjóstsykur beztur. Hann heitir þetta af þvi hann er svo stór, að maður getur ekki talað með hann uppi i sér. LESENDUR HAFA ORÐIÐ RAFVEITUR EKKI BYGGÐAR FYRIR ÍSLENZKT VEÐURFAR? B.J. skrifar: „Hvernig er rafmagnsmálum okkar Islendinga eiginlega hátt- að? Það má ekki koma rigning, eða hvassviðri, þá fer rafmagn af viðast hvar. Svo lægir og kemur þiða, en þá fer rafmagn- ið aftur vegna seltu. Það mætti halda, að rafveitu- kerfi hér á landi væru byggð fyrir sólskinslönd suður við Miðjarðarhaf. Forráðamenn raforkumála HUGARFAR MIDALDA HJÁ HtAMÁMÖNNUM LANDBÚNADAR Þórir Arnason, Sigurður Gfsla- son og Arni Þórisson skrifa: Skrif og umræður um land- búnaöarmál hafa verið i tizku nú um alllangt skeið og er það vel,svoknýjandisem þörf vará að kryfja til mergjar eða reyna a.m.k. að takast á við þann vanda og þá stöðnun, sem þessi kostnaðarsami atvinnuvegur er kominn i. A vinnustað okkar fjölmennum hér i borg hefur verið rætt mikið um þetta mál, t.d. er menn hittast í hádeginu, og er það viðburður aö heyra menn vera ósammála þvi, að landbúnaðarmálin hafi verið timabært að setja i sviðsljósið með tilliti til endurskoðunar heildarskipulags og til þess að finna leiðir út úr þeim ógöngum, sem þau eru komin i. Það vildi svo til, að við þrir fórum á al- mennan umræðufund um land- búnaöarmál, sem haldinn var af einu stjórnmálafélaginu hér i borg i vikunni, og gátum við þvi frætt kollega okkar um hvað þar kom fram, en þar voru frum- mælendur þeir ritstjóri VIsis, sá er reifaði málið upphaflega og hin rosknakempa, íyrrum land- búnaðarráðherra og nú alþm, Ingólfur Jónsson. Bar okkur saman um þaö, að þótt ráðherrann fyrrverandi flytti mál sitt af festu og héldi sig við gömlu kennfnguna um sögulegt gildi landbúnaðarins fyrir íslendinga (sem réttilega er getið) og þar fram eftir göt- unum, þá hefði hann ekki haft nein rök fram að færa eða tölur viö að styðjast, sem gæfu hon- um tækifæri til samjafnaðar við skynsamlega og vel grundvall- að erindi ritstjóra Visis, og sem fylgt var eftir með tölum og gildum rökum íyrir þvi, að neytendur og skattgreiðendur eiga fyllstu kröfu á að þetta mál sé rætt I fullri alvöru. Mátti Ingólfur hafa sig allan við að verða ekki kaffærður I orðræðum andstæðinga sinna I málinu, en þeir voru i meiri hluta á fundinum, að þvi er virt- ist og ekki siður var honum and- mælt af góðum og dyggum stuðningsmönnum innan hans flokks, enda ekkert óeðlilegt við það, málið er og á að vera óflokksbundið. Ekki höfum við þó enn séð fréttir af þessum fundi i Morgunblaðinu, hvað sem veldur, þó fréttir hafi kom- iðum áramótaspilakvöldið, sem haldið var nýlega af öllum deildum sjálfstæðisfélaganna. En það sem merkilegast er, að i öllum hinum hrapallega mis- heppnaða málflutningi, sem ráðamenn búnaðarmála, Stéttarsambands bænda og Timans hafa haft i frammi, hef- ur jafnvel ritstjóri Timans látið hafa sig i það, nú árið 1975 að endurtaka í leiðara mið- aldaþvætting, sem búnaðar- málastjóri reit i áramótahug- leiðingum um landbúnað um áramótin, en setning hans var þessi, og endurtekin I Timanum með stolti: „Satt að segja ætlaði ég ekki aö svara þessum ádeil- um Mér kom ekki til hugar i upphafi annað, en þetta væru frumhlaup ritstjórans, og þeir sem ráðið hafa hann til starfa eða bera ábyrgð á málflutningi blaösins myndu þagga niður I honum, en svo hefur ekki orð- ið.” Hvernig dettur nú fullorðnum reynslumiklum framámönnum I þjóömálum í hug, að enn sé sá timi, að þaggað sé niöur i einum eða öðrum og mál þöguð i hel i dagblöðum? Og enn heldur dagblaðið Timinn áfram að kvarta, siðast i gær, 16. jan. þar sem ritstjór- inn sennilega (ÞÞ) segir, að þrátt fyrir það að Morgun- blaðið hafi vakið máls á þvi, að skrifin i Visi skjóti yfir mark, þá hafi enginn þingmaður Sjálf- stæðisflokksins mótmælt skrif- um VIsis! Þótt nú ekki væri, segjum við bara. Þeir ættu nú ekki annað eftir þingmenn okk- ar, a.m.k. okkar Rvik.inga að fara að taka upp hanzkann fyrir „Milljónaævintýrið”, sem kref- ur okkur skattgreiðendur um 6,5 milljarða króna fyrir að halda uppi landbúnaöi, hvers fram- leiðsluvörur eru alls ekki sam- keppnishæfar við hliðstæðar vörur innfluttar. Og hvar er svo svinakjötið, nautakjötið og fuglakjötið, sem er verðlagt eins og um lúxusvörur sé að ræða, eða þvi er þetta ekki haft á niðurgreiddu verði lika? Getur búnaðarmálastjóri svar- að okkur þvi? Nei, landbúnaður hér er i mesta lagi kindakjöts- og mjólkurframleiðsa með ivafi af ostagerð og rjóma, nothæfum i mesta lagi nokkra mánuði árs- ins. Látum nú stjórnkerfið og hag- sýslustofnanir reikna út að nýju þjóðhagslega hagkvæmni fyrir áframhaldandi landbúnaði á Islandi, en ekki Stéttarsamband bænda eða Búnaðarmálastofn- unina. En þangað til endanleg sannindi koma i ljós munum við styðja áframhaldandi baráttu fyrir uppljóstrun sannleikans og munu flestir hvetja en ekki letja ritstjóra Visis i þeirri viðleitni, þótt Morgunblaðið geri það ekki. Meðfyrirfram þökk. Varhuga- verð skrif um svína- kjötið — Bless elsku vinur. Viðsjáumst hinum megin, gætu þessir þrifa- legu félagar verið aö hvisla. Þeir eru á leiö til slátrunar. HT fjallar I bréfi sinu um gæði Islenzka svinakjötsins. H.T. skrifar: Nýlega las ég i blaði einu all- furöulega grein um islenzka svinakjötið. Var þar hamrað á þeirri gömlu tuggu, að það væri svo lélegt aö gæðum að nánast væri það óætt með öllu. Það kann að vera að Islenzkt svina- kjöt hafi i eina tið ekki verið fyrsta flokks, en það hygg ég að sé nú löngu liðin tið. Ég hefi nú um margra ára skeið borðað is- lenzkt svinakjöt talsvert og þótt það I alla staði hið ágætasta. Iðulega hafa útlendir menn og konur neytt þessa kjöts hjá mér og þótt hiö bezta. T.d. eru mér minnisstæð dönsk hjón, sem ég bauö upp á grisasteik, sem ég hafði keypt i Sild og fiski. Þau luku upp miklu lofsorði á steik- ina og bragðgæöi kjötsins. Ræddu þau þá um að það væri staðreynd að erfitt myndi að fá jafngott kjöt i verzlunum i Dan- mörku. Astæðuna töldu þau vera þá að allt bezta danska svinakjötið væri selt til útflutn- ings svo harla litið yröi eftir af úrvalskjöti á dönskum markaði. Það kann að vera að enn finnist einstaka framleiðandi islenzks svinakjöts, sem ekki fóörar það á réttan hátt, en hinir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir nauð- syn þess að gefa svinum sinum ekki nema þrautreynt eldisfóð- ur af ýmsum tegundum allt eftir aldri svfnanna. Það er aigjörlega út i bláinn að skammast út i svinakjötið islenzka i dag, það er sizt lakara að gæðum heldur en hið viðurkennda svinakjöt, sem Danir flytja út i svo rfkum mæli. Þetta veit áreiðanlega þorri neytenda hér, en samt er ekki ástæöulaust að að vara fólk við að leggja trúnað á ófrægingar- skrif um islenzkt svinakjöt. hér á landi ættu að sjá sóma sinn I þvi, að þannig verði geng- ið frá veitukerfum, að ekki þurfi allt að fara til andsk... þótt eitthvað sé að veðri”. Endur- sýningu fyrir Suðurnes Suðurnesjamaður hringdi: „Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað hjá sjónvarpinu að ákveðnir þættir, sem fólk úti á landi hefur misst af vegna bil- ana, ýmist i endurvarpsstöðv- um eða vegna rafmagnsleysis, eru endursýndir. Þetta gerðist t.d. um jólin. Þá var endursýndur hluti af jóla- dagskránni fyrir ákveðna landshluta á Norður- og Austur- landi. Föstudaginn 17. jan. misstum við af „Villidýrunum” vegna rafmagnsbilana og i fyrrakvöld (21. jan) fór rafmagn af á Suðurnesjum einnig vegna raf- magnsbilana. Við misstum þvi af seinasta hluta þáttarins „Söngur Sólveigar”. Ég vænti þess að sjónvarpið endursýni þennan siðasta þátt fyrir okkur á Suðurnesjum og Hafnfiröinga og Kópavogsbúa, en hjá þeim fór einnig út raf- magn. Hins vegar tel ég af og frá, að þátturinn verði sýndur Reykvikingum, enda yrði endursýningin þá mun dýrari. Sjónvarpið hlýtur að geta hagað þvi þannig til, að þeir sem höföu ekki rafmagn i fyrra- kvöld, sjái þennan þátt. Fordæmi er komið fyrir endursýningum til ákveðinna landshluta, og vænti ég þess að viö Suðurnesjamenn verðum látnir sitja við sama borð og ibúar annarra landshluta”. LESENDUR Jb HAFA «1 ORÐIÐ HRINGIÐ I SÍMA 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.