Vísir - 23.01.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 23.01.1975, Blaðsíða 16
vísm Fimmtudagur 23. janúar 1975. AGILA GJALDÞROTA en bréfið hefur ekki komizt til Gunnar forsœtis- ráðherra Gunnar Thoroddsen gegnir störfum forsætisráðherra, meðan Geir Hallgrimsson verður i för sinni i Vesturheimi. Meðal annars stýrir Gunnar rikisstjórnarfundum. —HH Vegfarendur í viðureign við Kára karlinn Margir áttu i erfiðleikum i rokinu i Keykjavik i gær. Svellbunkar voru viða og geröu mönnum skráveifu. i göngugötunni varð ljósmynd- arinn vitni að þessari viður- eign vegfarenda við Kára karlinn. (Ljósmynd Visis BG). Skóverksmiðjan Agila á Egilsstöðum hefur nú verið lýst gjaldþrota, vegna mjög versnandi afkomu á síðasta ári. Ekkert úr- lit var fyrir betri tið á þessu ári. Siguröur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Agilu sagði Visi, að ákvörðun hefði verið tekin i stjórn fyrirtækisins 18. janúar siðast liðinn, um að segja starfsfólki upp og lýsa rekstur- inn gjaldþrota. Ekki var ákveð- iö að leggja hlutafélagið niður. Rekstri var siðan endanlega hætt 20. janúar. Agila var stofnuð 1. febrúar 1969 sem almenningshlutafélag, og rekstur verksmiðjunnar hófst á miðju ári 1970. A þessum tima hefur mikið til sama fólkið starfað að framleiðslunni, og verksmiðjan bætti úr þörf fyrir léttan iðnað handa húsmæðrum, sem vildu vinna hluta úr degi eða að fullu, og sömuleiðis fólki með skerta starfsgetu. „Það er ekki hægt að reka svona iðnað i samkeppni við innflutning,” sagði Sigurður. „Áætlun, sem gerð er i dag, stenzt ekki á morgun. 1 svona iönaði er nauðsynlegt, ef á að gera áætlanir af viti, að gera þær að minnsta kosti sex mán- uði fram I timann, hvað snertir hráefni og sölu. I þvi stjórnleysi. sem hér rfkir, er það ekki nokk- ur vegur.” Um áramótin 1973-74 var fjár- staða fyrirtækisins mjög slæm, og var þá fyrir áramótin farið fram á það við þáverandi iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, að gerðar yrðu áætlanir til úrbóta. Siðast i janúar kom hann austur ásamt Guðmundi Agústssyni, hag- fræðingi Framkvæmdastofn- unarinnar og Rikharði Þórólfs- syni frá skóverksmiðjunni Iðunni. Niðurstaða þess fundar var sú, að styðja bæri þennan iðnaö, og ákveðið að efna til samstarfs milli Agilu og Iðunn- ar. „Sú samvinna komst aldrei skiptaróðonda vegna ófœrðar á,” sagði Sigurður. „Við feng- um verulega fjármagnsfyrir- greiðslu, en þó ekki nema tvo þriðju hluta þess, sem hag- fræöingar Framkvæmdastofn- unar töldu þurfa. Þrjá fyrstu mánuði siðasta árs var unnið með lágmarksafköstum og allt á lager, og eftir sumarfrl voru engin verkefni, fyrr en við feng- um tilboð frá fyrirtæki I Nigeriu. Tilboðið var hagstætt, hvaö snerti verð og magn, 50 þús pör af kvensandölum á árs- grundvelli.” Þrátt fyrir mikla fyrirhöfn tókst ekki að fá bankaábyrgð fyrir Nigeriuviðskiptunum, og að lokum fór svo að ekkert hefur heyrzt' lengi frá fyrirtækinu. „Þeir eru annaðhvort móðgaðir við okkur, eða hafa hreinlega svikið okkur,” sagði Sigurður. Búið var að vinna verulega upp i fyrstu pöntunina, sem var 5000 pör af skóm. Egilsstaðahreppur og Fella- hreppur verða fyrir tapi af gjaldþroti Agilu, þar sem báðir hreppar voru i ábyrgð fyrir fyrirtækið, áttu hluti I þvi, og Egiisstaðahreppur á húsnæðið, sem verksmiðjan var I, og hafði leyft veðsetningu þess. Ekki sagðist Sigurður geta gert grein fyrir fjárupphæðum I sambandivið gjaldþrotið ennþá, enda hefur enn ekki verið unnt að koma bréfi um gjaldþrotið til skiptaráðanda vegna ófærðar, en hann situr á Eskifirði. Hins vegar var hann vantrúaður á, að unnt yrði að selja vélar fyrir- tækisins, nema einhverjir ætl- uðu aö setja upp skóverksmiðju. „Það var ekki Nigeriuhug- myndin, sem olli gjaldþrotinu,” sagði Sigurður að lokum. „Ég tel aðalástæðuna vera sölu- tregöu á Reykjavikursvæðinu. Skókaupmenn I Reykjavik hættu að kaupa af okkur, en sal- an jókst úti á landi. A kaupstefnunni, sem haldin var á Loftleiðahótelinu I mai I fyrra, seldum við ekki nema þriðjung af þvi, sem eðlilegt má teljast miðað við fyrri ár. Enda var verð á innfluttum skóm hagstætt, þvi gengisskráningin var stórlega röng, eins og siðar kom I ljós.” — SH Hvassviðrið: FLJÚGANDI BÍLL, TUNNUR OG TIMBUR í EYJUM Skyndilega lyftist Cortínubíllinn upp> sner- ist einn hring og hafnaði handan við næstu girð- ingu á þakinu. Þetta gerðist i ofsarokinu i Vestmannaeyjum i gær. Billinn, sem er eign Engilberts Gisla- sonar, stóð við heimili hans á Hilmisgötunni, rétt við lög- reglustöðina. Hvasst var i allan gærmorgun i Eyjum og um klukkan hálfellefu kom snöggur vindur, sem gerði sér litið fyrir og svipti bilnum hans Engil- berts um. Hann tókst á loft og áður en hann hafnaði handan við grind- verk á lóðinni, lagði hann niður járnstauta i þvi. Veörið lægði upp úr klukkan 5 i gær og er aðeins vitað um að einn hafi slasazt i ofsaveðrinu. Það var kona, sem var á gangi á Vesturveginum og missti fót- anna I hálkunni og ofsarokinu. Hún var flutt á sjúkrahús, en var þó ekki mikið slösuð. Timbur, járnarusl og tunnur fuku um allt i gær. Drasl fauk á rúðu benzinafgreiðslunnar á Kletti og braut hana, en ekki er kunnugt um aðrar skemmdir vegna fljúgandi hluta. Stórskemmdir urðu aftur á móti á vélum i malarnámi Breiðholts h.f. i Eyjum vegna sjógangs á flóðinu i gær. Nokkurt rok var i Eyjum i morgun, en ekki meira en svo, að Flugfélagið ætlaði að athuga með flug þangað upp úr klukkan tiu. — JB „Óraunhœft að skrifa íþrótta- völlinn á okkar reikning" — segir Hafsteinn hjá ÍBK „Það eru 600 þúsund, en ekki 6 milljónir, sem renna til tþrótta- bandalags Keflavikur,” sagði Hafsteinn Guðmundsson for- maður féiagsins um fjárfram- lög bæjarins til þess. 1 síðasta tölublaði Suður- nesjatiðinda var fjallað um reikninga bæjarsjóðs Kefla- vikur og jafnframt hversu knattspyrnan kostaði bæjar- félagið mikil útgjöld. „Þaö hefur verið efnt til fundar um þetta mál og við hjá IBK erum mjög óánægðir með þennan misskilning, sem þarna kemur fram,” sagði Hafsteinn. „Iþróttabandalagið fékk 600 þúsund króna styrk frá bænum áriö 1973. Auk þess fengum við á þvi ári hálfrar milljón króna gjöf frá bænum vegna íslands- meistaratitilsins,” sagði Haf- steinn. Af 600 þúsund króna styrkn- um renna 200 þúsund krónur til knattspyrnunnar i Keflavik, en aúk hennar stendur IBK fyrir 9 öðrum greinum iþrótta. „En það kostar aftur á móti um 3 milljónir á ári að reka okkar knattspyrnu, þannig að þetta er eilífur barningur hjá okkur eins og öðrum,” sagði Hafsteinn. Bilið milli tvö hundruð þúsundanna og þriggja milljónanna brúar ÍBK með ágóða af leikjum og ýmsum öörum fjáröflunarleiðum. Misskilningurinn i blaðinu stafar af þvi, að þar er kostnaðurinn við byggingu og rekstur Iþróttavallarins færður á reikning tþróttabandalagsins. Arið 1973 voru þessar upphæðir aftur á móti rúmar þrjár milljónir fyrir rekstur iþrótta- vallar og húss, og 1,6 vegna verklegra framkvæmda við völlinn. „Það er helber misskilningur, að rekstur vallarins sé okkur tengdur, og við höfum krafizt þess, að þetta verði leiðrétt,” sagði Hafsteinn. „Við erum einnig mjög óánægðir með það, sem þarna kemur fram, að við höfum ekki lagt fram fullnægjandi reikninga fyrir okkar útgjöld- um. Þvert á móti hefur okkar reikningshald alltaf verið i góðu lagi og okkur fremur þakkað fyrir skýra reikninga en hitt,” sagði Hafsteinn. I greininni er kostnaður vegna barnaskólans, sem nú á við mikinn húsnæðisskort að búa,og Iþróttavallarins borinn saman. Þar kemur i ljós, að af dýr- mætustu fasteignum bæjar- félagsins er íþróttavöllurinn i sjötta sæti á 13,2 milljónir, en bamaskólinn sjálfur ekki nema 13 milljónir. Þegar málið er hins vegar at- hugað nánar, kemur i ljós, að hér er um upprunalegt kostnaðarverð að ræða, og barnaskóliún var tekinn I notkun I kringum 1950, en iþróttavöllurinn fullbúinn um 1970. Hætt er við, að 13 milljónir 1970 séu ekki fullkomlega sam- bærilegar við sömu upphæð 1950. — JB Fá engan lífeyri fyrr en úrskurður liggur fyrir — fjársöfnun hafin til styrktar fólki Geirfinns Hrundið hefur verið af stað fjársöfnun til stuðnings fjöiskyidu Geirfinns Einarssonar, sem ekk- ert hefur til spurzt siðan hann fór að heiman frá sér i Keflavik að kvöldi 19. nóvember s.I. Lögum samkvæmt geta hvorki almannatryggingar né liftrygg- ingar hafið greiðslu til aðstand- enda horfinna manna, fyrr en þeir hafa verið úrskurðaðir látn- ir. 1 sömu lögum, sem eru frá ár- inu 1922, er ákvæði um, að þann úrskurð megi kveða upp sex mán- uðum eftir hvarf þeirra, ef sannanlegt er, að þeir hafi við hvarfið lent I lifsháska — svo sem horfiö á sjó eða i illviðri i óbyggð- um. I öðrum tilvikum liður lengri timi. Þannig er ljóst, að kona Geir- finns og börn fá engan lifeyri á næstunni, en fram kemur i viðtali við konuna i Morgunblaðinu i dag, að á henni hvíla þungar fjárhags- kvaðir fyrir utan daglegt brauð. „Lykillinn hjá okkur er dánar- vottorð eða læknisvottorð,” sagði Guðrún Helgadóttir deildarstjóri hjá Tryggingastofnun rfkisins. „Úrskurður um lát kemur i sama stað og dánarvottorð, og ef hann lægi fyrir, fengi ekkjan bætur i sex mánuði, og síðan nokkru lægri I tólf mánuði, þar sem hún er meö tvö börn undir sextán ára á framfæri sinu. Siðan fengju börnin lifeyri samsvarandi með- lagi til 16 ára aldurs, en konan er það ung, að hún fengi ekki meira.” Þarna er þvi gat i trygginga- kerfi okkar, sem verður ekki bætt nema með skilningi og sam- ábyrgð meðborgaranna. Visir mun.að sjálfsögðu koma slikum framlögum I réttar hendur, en auk þess taka sóknarpresturinn i Keflavik, sparisjóðurinn þar, Morgunblaðið og giróreikningur 20000 á móti framlögum. — SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.