Tíminn - 25.06.1966, Síða 5

Tíminn - 25.06.1966, Síða 5
LAUGARDAGUR 25. júní 1966 TÍIVIINN 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán.. innanlands — ís1 lausásölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Aðeins tjaldað til einnar nætur Samninganefndir atvinnurekenda og verkalýðsfélag- anna hafa birt fréttatilkynningu þess efnis, að nefndirn- ar hafi orðið sammála um „að skuldbinda sig til þess, að því, að kjarasamningar hinna almennu verkalýðsfélaga verði framlengdir til 1. okt. n.k. á þeim grundvelli, er í samkomulaginu felst”. Efni samkomulagsins segjast nefndirnar hins vegar ekki hirta fyrr en fjallað hafi verið um það í félögum aðilanna, og er því ekki opinbert, hvernig það er. Þar sem samningarnir eru nú gerðir til svo stutts tíma, aðeins þriggja mánaða, er ekki líklegt, að hér sé um verulegar kjarabreytingar eða kaupbreytingar að ræða, og samkomulag, sem gert er til nokkurra vikna, getur auðvitað ekki talizt venjulegir kjarasamningar, og fyrir alla aðila —launþega, vinnuveitendur, þjóðina og ríkið — er slíkt tjald til einnar nætur að sjálfsögðu óvið- unandi með öllu. Þegar svo stendur, geta atvinnuvegirn- ir ekki gert neinar starfsáætlanir fram í tímann, laun- þégarnir búa við óviðunandi öryggisleysi um kjor sín, og ríkisbuskapurinn verður hjól, sem veltur stjórnlaust. Sú staðreynd, að samninganefndir kjósa nú þann kostinn helzt að gera slíkt stundarsamkomulag, sem raunar þýðir ekki annað en rísa upp frá samningaborðinu að ósömdu, bera aðeins augljóst vitni um ástandið í stjóm landsins og hraðann á hverfanda hveli verðbólg- unnar í þjóðarbúskapnum með öllum þeim ófarnaði, sem við blasir. Samninganefndir verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda hafa ekkert samningaborð, engan samn- ingsgrundvöll. Ríkisstjórnin, sem ber að leggja til slíkt samningaborð, hefur algerlega brugðizt í því smiðshlut- verki og húkir í þes stað á brotahrúgu síns eigin borðefn- is. Sá grundvöllur þjóðarbúskaparins og efnahagslífsins, isem nauðsynlegur er til þess að unnt sé að gera kjara- isamninga, og æðsta skylda ríkisstjórnarinnar er að (treysta, er algerlega brostinn og orðinn að feni, sem ekki tverða reistir á neinir kjarasamningar. j Þrátt fyrir þetta tjald til einnar nætur, sem nú hefur vierið reist, eru kjaramálin alveg óleyst enn. Allt situr sem áður í svipaðri sjálfheldu, og skráð daglaun verða jalfnfjanri því sem áður að vera þurftarlaun. Afkoma at- viinnuveganna er einnig jafnfjarri því og áður að geta risið undir því dagvinnukaupi, sem starfsfólk þeirra vei'ður að fá til þess að geta framfleytt sér sómasam- legja án niðurlægjandi vinnuþrælkunar. Eins og frá hef- ur^verið skýrt, sýnir síðasta neyzlurannsókn Hagstofunn- ar, | að útgjöld meðalheimilis fimm manna fjölskyldu er-u nú | um 250 þúsund á ári, eða allt að helmingi hærri en I árstekjur verkamanns af dagvinnutíma. Sýnir þetta bezfc, hver samningsgrundvöllurinn er. Hiver mánuður, sem líður svo, að þjóðin sé laus við böl rvíðtækra vinnudeilna og verkfalla, ekki sízt um há- sumarið, er auðvitað ómetanlega mikilvægur. og því er það tfagnaðarefni að geta horft fram á þrjá verkfalls- mánw.ði, en engu að síður má enginn gleyma því. að enn ef all't óleyst, þetta er aðeins frestur — og ríkisstjórn- inni aðeins gálgafestur. NICHOLAS TOMLIN: Oshólmasvæðið í Víetnam erfiöasti stríðsvangurinn ÚRSLIT um sigur eða ósig- ur í Vietnam-stríðinu verða ráðin á foræðaflatneskjunni, þar sem Mekong-áin rennur til hafs. Séu frá taldir íbúar stór borganna, — sem stjórnin í Saigon ræður yfir hvort sem er, er meira en helmingur þjóð arinnar búsettur á þessum ós- hólmum. Þetta er frjósamasta hrísgrjónaræktarsvæði heims ins og þess vegna eru matvælin, sem það gefur af sér, báðum striíðsaðilum bráðnauðsynleg. Aðstæður fyrir nútímahernað Bandaríkjamanna gætu varla verið óhagstæðari en þær eru þarna. Vegna þess, hve byggðin er þétt, verður naumast við komið sprengjuárásum með B 52, og svæðið má heita ófært yfirferðar, alþakið leðjublönd- uðu vatni, sem hersveitir Viet Cong liggja faldar undir og anda gegn um bambusrör, allt er sundur skorið af hálf-huld um ám, sem óvinirnir r.ota sem samgönguleiðir, bæð; með liðflutninga og birgðaflutninga til hersveita sinna. Meðan á stríðinu í Indókína stóð mátti heita að Frakkar létu óshólmana eiga sig. Af- leiðingarnar urðu þær, að þeir voru að lang mestu leyti á valdi Viet Cong. Þeir hafa sin eigin stjórnarvöld, sína eigin héraðsstjóra, sín eigin nöfn á borgum og byggðarlögum og eigið skattheimtukerfi. Núna lítur stríðslandabréf ós hólmanna út eins og yfirlits- mynd um útbreiðslu skaðvæns húðsjúkdóms á háu stigi. Land svæðin, sem hver aðili um sig ræður yfir, liggja að, um- hverfis, framhjá-og inn í land svæði hins aðilans í óbotnandi vafningum og flækjum. En Bandaríkjamenn halda fram, að þeir og samherjar þeirra ráði yfir um það bil helmingi svæð isins, Viet Cong ráði yfir fjórðungi þess, en ágreiningur sé um yfirráðin yfir einum fjórða hluta, (en það þýðir, að Bandaríkjamenn og sam- herjar þeirra hafi völd á svæð inu á daginn, en hinir á nótt unni). ÍBÚAR óshólmanna eru gædd ir mjög miklu stolti, sem staf ar af því, hve þeir hafa ávallt verið sjálfum sér nægir. Æðsti yfirmaður hers Suður-Vietnama á óshólmasvæðinu, Quang hers nöfðingi, neitar jáfnvel enn að þiggja aðstoð bandarískra her- sveita. Hann er bæði borgaleg ur og hernaðarlegur yfirmaður líður bandaríska „ráðgjafa" og þyrilvængjur vegna hernaðar- legrar gagnsemi, en annað eða meira vill hann ekki hafa. Fullt af þjóðsögum hefur spunnizt um Quang, þennan ak feita, fjörmikla rómversk-kaþ- ólska hershöfðingja. Sumir segja, að hann vinni fyrir Bandaríkjamenn á daginn en Víet Cong á nóttunni. Aðrir benda á, hvernig hann hafi auðgazt á lénsvaldi sínu meira en nokkur annar herstjórn- andi. Hann og kona hans ráða yfir nálega öllum arðbærum viðskiptum á óshólmasvæðinu. Af skiljanlegum ástæðum neit- ar Quang hershöfðingi að yf- Munkurinn Thich Qaung, sem undanfarið hefur svelt sig til stuSnings kröfum Búdda-munka um aS. ky hershöfðingi fari frá. Hér er aS honum hlúð eftir að hann hefur fallið í öngvlt. irgefa allt þetta fyrir erfiðis- og áhættusaman frama við stjórnmálastörf í Saigon. Á óshólmasvæðinu eru um 40 þúsund hermenn úr her Vietnam-lýðveldisins („Arvins" eða Army of the Republik of Vietnam Troops) og 40 þús- und héraðshermenn, undir beinni stjórn Quangs hershöfð ingja. „Arvin“-liðið hefir ekki mikið orð á sér fyrir dug. Skyndiárása- og fallhlífasveitir þess eru afbragðsgóðar, en und an gengnar vikur hefir þein) einkum verið beitt í barátt- unni gegn búddatrúarmönnun- um og við að kveða niður ó- eirðir. Almennar liðssveitir þessa hers eru þekktar að því að vilja helzt ekki leggja til at- lögu fyrri en að búið er að þjarma að andstæðingunum með sprengjuárásum og stór- skotaliðsárásum. EN SVQ mótsagnakennt, sem það kann að virðast, þá lánast bandarískum leiðbeinendum, — einmitt vegna vöntunar á bar áttuvilja og hugrekki meðal hermannanna á óshólmasvæð- inu, — að koma þar á einu hern aðarnýbreytninni í Vietnam, eða hreyfanlegum hernaði úr lofti. Við þessa hemaðaraðferð byggist allt á þyrilvængjunni. Hollingsworth hershöfðingi beitir þessari aðferð og með honum flaug ég að staðaidri í viku tíma um daginn. Svo ijla vildi til, að þyrilvængja hers höfðingjans hrapaði sunnudag- inn 5. þessa mánaðar og hann brenndist illa á báðum fótum.) Hinar frægu hersveitir Banda ríkjamanna í norðurhluta lands- ins beita einnig þessarri að- ferð. í hreyfanlegum hemaði úr lofti er ekki um neina fasta víglínu að ræða. Flogið er um með sveit hermanna, búna vopnum og skotum, en engu öðru, og þeim er hleypt niður á jörðina hér og hvar, þar sem henta þykir til þess að koma óvinunum á óvart. Þessar sveitir eru virkari en fallhlífahersveitir, þar sem hermennirnir geta verið í skipulegri fylkingu og byrjað ir að berjast um leið og þeir hafa fast land undir fótum. Þeir geta ýmist stigið upp í vélina og flogið á burt eða lent aftur og hafið bardagann að nýju, og með þeim hætti haldið áfram bardaga við Viet Cong-hersveit, sem er að tvístr ast til þess að forðast bardaga. Þegar slíkar sveitir lenda í höggi við staðbundnar fylk- ingar andstæðinganna og bar dagi dregst á langinn er fyrst komið með stórskotabúnað, sprengjuvörpur og færanlegar hjálparsveitir á vettvang, einn ig flutt með þyrilvængjum. Þegar þessari aðferð er beitt er alveg óhjákvæmilegt, að hjálparsveitirnar og hjálp artækin séu á lofti samtímis árásarsveitunum sjálfum. Þeg Framhald á bls. 15 í

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.