Tíminn - 25.06.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.06.1966, Blaðsíða 14
14 TÍMMNN LAUGARDAGUR 26. júní 1966 VIÐRÆÐUR Framhald af bls. 1 við Guðmund J. Guðmundsson varaformann Dagsbrúnar, og sagði hann, að fulltrúar Dags brúnar hefðu í dag verið á samningafundi með atvinnu- rekendum. Hann sagði, að rammasamningur sá, sem Verkamannasambandið hefði samþykkt, snerti grunnkaups hækkun og ýmsa aðra liði, en það, sem rætt hafi verið um á . samningafundinum í dag hefðu verið ýmis sérmál, sem aðeins snerta samningssvæði Dags brúnar. Hefði þó nokkuð þok azt í samkomulagsátt í ýmsum málum og yrði samningavið ræðum þessum haldið áfram, á morgun, laugardag. Þórir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Verkamanna- sambands íslands, tjáði blað inu í kvöld, að á morgun, laug ardag, klukkan 14 hæfist samn ingafundur með fulltrúum verkalýðsfélaganna fyrir sunn- an og vestan og fulltrúum Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins. Kvaðst hann búast við því, að á þeim fundi myndu mæta fulltrúar frá allflestum þeirra félaga, sem í Verkamanna- samb. væru á fyrrgreindu svæði. Þá hafði blaðið i kvöld sam band við Björn Jónsson, for- mann Einingar á Akureyri og sagði hann, að kl. 1.30 e.h. á sunnudag, hæfist þar fundur með fulltrúum atvinnurekenda og myndu taka þátt í þeim fundi fulltrúar allra félaganna á Norðurlandi. Hann kvað það ekkj fullfrágengið, hvort full- trúar austanfélaganna myndu sitja þennan samningafund, eða hvort þeir hefðu með sér samningaviðræður. Þar sem þegar hefur náðst samkomulag við fulltrúa Verka mannasambandsins um, að mælt verði með samningum til 1. október á vissum grund- velli, sem m.a. felur í sér ákveðna grunnkaupshækkun, — 3.5%, þá er þess vænzt, að samningar muni brátt takast við hin almennu verkalýðsfé- lölg. Blaðið hafði í dag samband við Torfa Hjartarnon, sáttasemj- ara og sagði hann, að kjara deila framreiðslumanna væri nú í undirnefnd, en ekkert samkomulag hefði náðst í kjaradeilu mjólkurfræðinga og enginn nýr sáttafundur boðað- ur í þeirri deilu. Blaðið gerði ítrekaðar tilraunir til þess að ná í formann Félags mjólkur- fræðinga í dag, en án árang- urs. SÓKN SAMDI Framhald af bis. 1 bætur þær, sem félagið hefði fengið í samningunum. Sam- kvaamt upplýsingum hennar verða eftirfarandi breytingar á grunnkaupstaxta: Grunnkaup fyrstu sex mán uðina var fyrir 6.910.40, en er nú 7.152.00 og netnur hækkun in ca. 3.5%. Fyrir næstu sex mánuðina var grunnkaupið 7.042.40, en er nú 7.289.00 — hækkun ca. 3.5%. Grunnkaup fyrir næstu 12 mánuði var 7.068.40, en er nú 7.400.00 — hækkun ca 4.7%. Grunnk. eft- ir tvö ár var 7.369.75, en er nú 7.700,00, hækkun tæplega 4.5 %. Grunnkaup eftir fjögur ár var 7.475.00, en er nú 7,300.00 og er hækkunin þar tæplega 4.4%. Aðrar breytingar, sem gerðar voru á kjarasaimningnum, oru þessarf 33% yfirvinnuálag hefst kl. 17, en var kl. 19 áður. Álag greiðist einnig fyrir vinnu á öllum helgidögum þjóðkirkj- unnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, og 17. júní en svo var efcki áður. Þá var samið um, að dagi.eg ur vinnutími skuli vera sam- felldur, en hann var áður tví sikiptur. Þær toonur, sem vinna að meirihluta til að ræstingu, fá nú 8% hærra kaup, en voru áður mieð 5% hærra kaup. Þá bættist inn í samningana eftirfarandi grein: — Vínnuveit endur greiða sérstakt gjald í orlofssjóð Starfsstúlknafélags- ins Sóknar er nemi 0,25% af dagvinnulkaupi, reiknuðu á sama hátt og gert er varð andi greiðslu til sjúkrasjóðs fé lagsins. Vinnuveitendur greiða gjald þetta samhliða sjúkrasj.- gjaldi í fyrsta slkipti síðari hluta þessa árs, og er sú greiðsla fyrir árið 1966. Til gangur orlofssjóðs er að stuðla að byggimgu orlofsiheimila og auðvelda félagsmönnum að njóta orlofsdvalar. Samningurinn gildir frá 1. júní 1966 til 1. október sama ár. HVALVEIÐI Framhald af bls. 1 á land. Er það aðeins minna en í fyrra, en þá voru komnir 115 hvalir á land að kvöldi 24. júní. Magnús B. Ólafsson verkstjóri í hvalstöðinni tjáði Tímanum í ; dag, að mest væri það landreyð- ur sem veiðzt hefði, en um 20 búrhveli. Þoka og tiðir stormar hafa tafið veiðarnar en þær eru stundaðar undan landinu frá Reykjanesi og til Vestfjarða. Mjög er misjafnt hve hvalbátarnir fjór- ir þurfa að sækja langt, en það getur orðið allt upp í 26 tíma sigl ing hvora leið. T.d. var einn bát- ur á leið til lands í dag, og hafði hann fengið hval um miðnætti s.l. en var ekki væntanlegur fyrr en klukkan um tvö í nótt. Hvalveiði- bátarnir koma venjulega ekki með nema tvo hvali að landi í einu, en stundum kemur þó fyrir að þeir skutla smáhvali á leið í land þótt þeir séu með sinnhvorn hvalinn á síðunni. f kringum 90 manns vinnur nú í Ilvalstöðinni og þar af eru 60 sem vinna á vöktum. Mjög er mis jafnt hve margir hvalir eru skorn- ir á sólarhring, en venjulega 4—6 og komast upp í átta. Fer það bæði eftir stærð hvalanna og svo eftir tegundum. T.d. verður að hreinsa planið sem hvalirnir eru skornir á vel á milli þess sem skornir eru búrhvalir og skíðis- hvalir, því lýsi af þessum tveim tegundum á ekki að blandast sam- an í verksmiðjunni. Hvalirnir 113 skiptast þannig á hvalbátana að Hvalur 6 hefur veitt 24, Hvalur 7 hefur veitt 29, Hval- ur 8 hefur veitt 29, og Hvalur 9 hefur veitt 31 hval. VERZLUN SÝKNUÐ Framhald af bls. 1 Minnihluti Hæstaréttar, Gizur Bergsteinsson, forseti dómsins var á sömu skoðun um kvöldsöl- una, en hins vegar hefði ákærða verið heimil nauðvörn gegn lokun og að honum hafi verið heimilt að fara aftur inn í sölubúðina og opna, þrátt fyrir innsiglislokun- ina. 16 TÍMAR . . . Framhald af bls. 1. ur í Þjórsárdal í dag, og ekki getur útvarpið haft það eins og svo mörg önnur ríkisfyrir- tæki að auglýsa „lokað i dag vegna skemmtiferðar starfs- fólks.“ Skrifstofurnar voru að vísu lokaðar, en fækkað í öðr- um deildum eins og mögulegt reyndist. Blaðamaður Tímans heim- sótti Jón Múla í þularherbergi Ríkjsútvarpsins í dag á 6. hæð í húsi Hafrannsóknarstofnun- arinnar. Hann var að lesa veð- urfregnirnir klukkan hálf fimm. yfir dyrunum að puíar herberginu var rautt ljós, sem í tilefni af 25. ártíð Hans herradóms MARTENS MEULENBERGS, biskups verður sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti í dag, laug- ardag, kl. 6 síðdegis. Félagar úr Söngsveitinni Filliarmonia hafa góðfúslega heitið aðstoð sinni og verða fluttir tveir þættir úr „Ein deutsches Requiem“ eftir Brahms meðan á athöfninni stendur. « Kaþólski söfnuðurinn í Reykjavík. ÞAKKARÁVÖRP Okkar innilegustu þakkarkveðjur faerum við öllum þeim. sem glöddu okkur á 50 ára hjúskaparafmæli okk- ar þann 17. júní s.l. með heimsóknum, gjöfum og skeyt- um. Guð blessi yKkur öll. Anna Stefánsdóttir, Ásgrímur Þorgrímsson, Borg. Hjartanlega þakka ég starfsfólki Mjólkursamsölunn- ar, konum og körlum, rausnarlegar gjafir í tilefni af sjötugsafmæli mínu. Lifið öll heil, kæru vinnufélagar. Tyrfingur Einarsson. Eiginmaður minn Loftur S. Ólafsson vélstjóri, Eskihlíð 23, andaðist í Landsspítalanum 23. júní. Katrin SigurSardóttir. gaf til kynna að verið væri að útvarpa úr herberginu, og í næsta herbergi sat magnara- vörðurinn og fylgdist með út- sendmgunni. Veðurfregnirnar voru búnar, og Jón var búinn að setja stóra hæggenga plötu á fóninn með léttum lögum, þegar hann hleypti blaðamanni inn í þul- arherbergið. — Þetta er langur og strang ur dagur hjá þér í dag? — Já að vísu, en þó er þetta ekki einsdæmi. Við þulirnir þurfum oft að vinna langan vinnudag, og sérstaklega ef einhver okkar er forfallaður, því þá þurfum við að bæta á okkur aukavinnu. Og þegar skemmtiferð starfsfólksins er annars vegar eins og núna þá þurfa einhverjir að sýna fórn- arlund og þetta sýnir hve sam starfsvilji okkar hérna á Út- varpinu er góður. — Nú talar þú ekki viðstöðu laust allan þennan tíma, og hvernig eyðir þú þá tímanum á milli kynninga? —Það er nú margt sem hægt er að gera.Ef þúværir til dæm is ekki að tefja mig núna, þá væri ég inni á tónlistardeild að velja lögin í morgunútvarp ið á morgun. Ég hef hérna hjá mér trompetinn minn, sem ég get blásið í mér til afþrey- ingar. Nú svo hitar maður sér kaffi og leggur sig kannski Þá má ekki gleyma því, , að alltaf eru útvarpshlustendur að hringja hingað upp, og það er það undarlega, að það er leyninúmer hérna, en furðumargir virðast vita um það, hvernig svo sem á því stendur. Ég held að fólkið bara hringi og hringi, þangað til það finnur númerið. — Hvað er þetta fólk að vilja? — Það er að biðja um að ákveðin lög séu leikin, kvarta yfir útvarpsdagskránni, og svo eru það þeir sem eru með ,,króníska’’ símadellu, að ekki sé nú talað um þá sem eru „á því“, þeir þurfa allir að koma með sínar athugasemdir. Yfirleitt er þetta ágætis fólk en innan um eru ógurlega reið- ir menn — og konur. Þú mátt ekki gleyma því að hún Gerður Guðmundsdóttir hérna í auglýsingadeildinni las svo- lítið af auglýsingunum fyrir mig í dag, og hann Leifur Þórarinsson ætlar að leysa mig af á eftir svo ég geti komizt í mat a.m.k. og þetta er þá ekki mjög strembið, þegar á allt er litið. NÝR BÆJARSTJÓRI Framhald af bls. 16. arstjórnarfundi. Að kjöri hans stóðu fulltrúar Framsóknarflokks ins, Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins. Hákon Torfason er fæddur 1. marz 1929 að Meira Garði í Dýrafirði, sonur hjónanna Torfa Össurarsonar og Helgu Sig urrósar Jónsdóttur. Hann tók stúd entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, og stundaði síðan nám í rafmagnsverkfræði í TH í Darm stadt í Þýzkalandi 1960. Eitt ár vann hann hjá Rafmagnsveitu rík isins, og síðan í tæpt ár hjá SR á Seýðisfirði, en eftir það hjá Jötni h.f. Hákon Torfason er kvæntur Ástu Kristjánsdóttur. SKIPSTJÓRI SÝNIR Framhald af bls. 2. Sigurður hefur áður átt ljósmynd ir á sýningum og hlotið verðlaun fyrir hérlendis, og ein myndanna á sýningunni í Skálanum hékk uppi á heimssýningunni í Nevv York 1939, og er s<’’ mynd af foss- inum Dynk í Þjórsá. En fjalla- Ijósmyndirnar á sýningunni seg- ist Sigurður hafa tekið á 16 ferð- um inn í landið, þar af sjö á hestum, þar sem María Maack var fararstjóri en hann fengið að fljóta með og er hann Mariu firna þakklátur fyrir og kveður hana mesta ferðagarp íslenkra kvenna. Aðspurður kvaðst Sigurður ekki hafa hugsað þetta sem sölusýn- ingu, en hins vegar myndi hann fáanlegur til að taka pantanir á myndum óg þá selja hverja Ijós- mynd innrammaða á 500 krónur. KALT BORÐ Framhald af bls. 2. rúm er fyrir 40 gesti, flest eins- og tveggjamannaherbergi. Starfsliðið er átta manns að jafnaði en fleira um helgar, enda meira að gera þá. Framreiðslu- stúlkurnar ganga í smekklegum seljastúlkubúningum. Á morgun munu 30 rússneskir ferðamenn koma í Skíðaskálann og gista í tíu daga og er þetta með stærri hópum_ sem mun gista þar í sumar, tjáði Óli okkur. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. eikki síður tengiliðirnir Hans Guð mundsson og Bergsveinn Alfons son — og er það vissulega stór plús. Af leikmönnum Vals kom Hans einna bezt frá leiknum í fyrrakvöld. í liði Þróittar bar Halldór Braga son af duglegur' varnarleikmaður, og hefur gott auga fyrir samleik. Er þetta tvímælalaust bezti leikur Halldórs til þessa. Annars var Þróttarliðið í heild frekar ósam- stillt í síðari hálfleik. Þetta var fyrsti tapleikur Þróttar á keppn istímabilinu, en samtals hefur lið ið leikið 3 jafnteflisleiki, unn ið 3 leiki og tapað einum til þessa. Carl Berrrgmann dæmd leik inn ágætlega. — S. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. mann Gunnarsson, Val, Berg- sveinn Alfonsson, Val og Guð- mundur Haraldsson KR. Lið blaðamanna: Einar Guðleifs son, Akranesi, Árni Njálsson, Val Bjarni Felixson, KR, Ellert Schram, KR, Anton Bjarnason, Fram, Jón Leósson, Akranesi Matt hías Hallgrímsson, Akranesi, Bjöm Lárusison, Akraneesi, Bald vin Baldvinsson, KR, Helgi Núma son, Fram, Valsteinn Jónsson, Akureyri. Varamenn fyrir bæði liðin eru: Kjartan Sigtryggsson, Keflavík, Ævar Friðriksson, Akureyri, Bald, ur Seheving, Fram, Kjartan Kjart' ansson, Þrótti, Reynir Jóns- son, Val og Erlendur Magnús- son, Fram. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. þessara drengja hafa náð ágætum árangri s.l. vetur og í sumar, og eru Í.R.-ingar þar fremstir í flokki, en þeir hafa náð ágætum árangri í sveinamótum undanfarið. Aftur á móti erum við ekki mjög fróðir um getu drengjanna utan af landi, en þeir hafa oft komið á óvart á mótunum hér í Reykjavík. Á laugardaginn verður keppt í þessum greinum: 80 m. hlaupi, kúluvarpi, hástökki, stangarstökki, 200 m. hlaupi, spjótkasti oj sleggju kasti en á sunnudaginn verður keppt í 80 m. grindarhlaupi, kringlukasti, langstökki, 800 m. hlaupi og 4x100 m. boðhlaupi. í reglugerít F.R.I. um Sveina- meistaramót íslands. er spjótkast og sleggjukast ekki meðai aðal- greina og eru því aukagreinar á mótinu, en I.R. mun gefa verð- laun fyrir þær. Keppnin í sleggjukastinu fer fram á Melavellinum eftir að keppni er lokið á Laugardalsvell- inum á laugardeginum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.