Tíminn - 29.06.1966, Síða 7
FRAMSÚKNARFELAGANNA
Á bryggjunni í Sandgerði.
Valtýr Guðjónsson ávarpar ferðafólkið- Við hlið hans' er Hannes Pálss.
Benedikt Thorarensen segir frá
Þorlákshöfn.
Gísli Guðmundsson Iýsir staðhátt-
um í Krísuvík.
Óskar Jónsson ávarpar ferðaíóikið
í Þorlákshöfn.
Á sunnudagsmorguninn lögðu 7 hópferðabílar af stað frá
Tjarnargötu 26, og var þar með hafin hin árlega skemiwH-
ferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Að þessu sinni var
var farið um Reykjanes, Selvog og Þorlákshöfn.
Rústir skoðaðar við Krísuvíkurklrkju.
Fyrsti áfangastaðurinn 1 ferð-
inni var Keflavík þar sem Valtýr
Guðjónsson bankastjóri og fleiri
góðir menn tóku á móti hópnum,
og slógust þeir síðan með í ferð
ina að nobkrum hluta. Var ekið
út að Garðskagavita, og síðan ihald
ið til Sandgerðis, þar sem Gísli
Guðmundsson leiðsögumaður hóf
upp raust sína og lýsti staðhátt
um fyrir ferðafólkinu. Síðan var
haldið aftur í gegn um Keflavík,
sem leið liggur suður í Hafnir
og þaðan suður að Reykjanesvita
í gegn um hraunið eftir krókóttt
i nwi>Mi*i\'m.»'■ ■'WH
** s* m m
um veginum. Við Reykjanesvíta
var áð, og þar fengu ferðalangarn
ir sér bita, en Valtýr Guðjónsson
bankastjóri í Keflavík ávarpaði
hópinn og síðan fóru sumir upp
í vitann en aðrir lögðu leið sina
niður að sjónum.
Frá vitanum var svo haldið eftir
hinum tiltölulega nýja vegi tl
Grindavíkur og þaðan áfram til
Krísuvíkur og í Selvoginn þar sem
gengið var í Strandakirkju. f
hópi ferðalanganna var Guðbjörg
Þórðardóttir, er bjó að Bjargi
í Selvogi og var organleikari í
Strandakirkju í 40 ár. Settist hún
nú aftur við hljóðfærið og sung
ið var með undirleik hennar.
í Þorláksihöfn tóku á móti bópn
um þeir Benedikt Thorarensen,
framkvæmdastjóri Meitilsins h. f.
og lýsti staðnum og sögu hans, en
Óskar Jónsson á Selfossi ávarp-
aði ferðafólkið nokkrum vel völd
um orðum og var síðan forsöngv
ari í fjöldasöng.
Til Reykjavíkur var svo haldið
um Þrenglsaveginn og komið í
borgina skömmu fyrir klukkan
tíu. Var þá ánægjulegri fterð
lokið, sem heppnazt hafði hið
Framhaid a bls. 15.