Vísir - 05.02.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 05.02.1975, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 5. febrúar 1975. 3 — eru oð láto gera annað af Neskaup- staðarhöfn „ Við erum um það bií að ljúka við straum- mælingar fyrir fyrir- hugaða smábátahöfn, sem þeir i Puerto Rico ætla að koma sér upp. Við mælingarnar höf- um við notað niu metra langa tjörn, sem við létum gera hér i Keldnahoiti,” sagði Jónas Eliasson próf- essor i viðtali við Visi i gær. „Hér höfum við gert nauðsyn- legar ölduhæðartilraunir,” hélt hann áfram. „Siðasti liöurinn er sá að prófa svokallaða öldu- pumpu, sem á að sjá höfninni fyrir stöðugri vatnsendurnýjun og á sömuleiðis að hindra meng- un.” Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi, sem glimt er við á Keldnaholti, en Jönas upplýsir, að annað stórt verkefni biði nú þegar úrlausnar. „Hér i byggingunni er verið aö gera aðra tjörn,” útskýrði hann. „Það er likan af Neskaup- staðarhöfn. Það á að vera tilbú- ið upp úr mánaðamótunum, þegar verkefninu fyrir Puerto Rico á að vera lokið. Eftir að sildarverksmiðjan fór i snjóflóðinu er nauðsynlegt að endurskipuleggja höfnina með tilliti til þess, hvar nýja verksmiðjan á að risa,” sagði Jónas. —ÞJM Eftir lestur útvarpsauglýs- ingarinnar hringdi til min mað- ur og kvaðst vera sá er hafði ek- ið leigubilnum. Kvaðst hann enga tösku hafa orðið var við i bilnum. Aðspurður sagði hann mér, að hann hefði tekið upp fólk i miðbænum eftir að hafa sleppt mér út. Samtaii okkar lauk án þess að ég spyrði manninn aö nafni eða að þvi, hjá hvaða stöð hann ynni. En um kvöldið var hringt aftur og þá þóttist ég heyra strax, að þar væri leigubilstjór- inn kominn aftur. Ég spurði strax um nafn og bað hann mig þá að biða andartak — og kom ekki meir i simann. Ég er ekki að gruna leigubil- stjórann um að hafa stolið tösk- unni. Helzt kemur mér til hug- ar, að næstu farþegar hans á eftir mér hafi tekið hana með sér. En það skiptir ekki mestu máli. Ég vil bara fá töskuna aftur. Taskan var brún að lit með biluðum rennilás og hólfi að innanverðu. Helmingur pen- ingaupphæðarinnar, sem ég nefndi, voru mánaðarlaun min. Hinn helmingurinn voru pening- ar sem vinnuveitandi minn átti. Það ætti að vera auðvelt fyrir finnanda töskunnar að hafa uppi É mér. Nafn mitt var bæði á launamiðanum og sendibréfinu, sem i töskunni var. En það sak- ar ekki að þið birtið simanúm- erið mitt. Það er 73794.” „Vona, að til sé leið sem þjónar almenningi" — sagði forsœtisráðherra við spurningu um, hvort hann vildi gengislœkkun eða uppbœtur — Almennt andvígur haftastefnu unt innflutning og túrisma — Erlendis vœnta menn árangurs af hafréttarráðstefnunni ,,Ég vona, að til sé leið, sem þjónar al- menningshagsmunum,” var svar forsætisráð- herra við spurningunni, hvort hann vildi gengis- feilingu eða uppbótaleið. Hann sagði, að óvist væri, að úrræði rikis- stjórnarinnar kæmu öll i einu iagi. Opinber ákvörðun um útfærslu- dag landhelginnar i 200 mflur yrði ekki tekin fyrr en eftir fundi haf- réttarráðstefnunnar 17. marz til 10. mai. Útfærslan yrði einhvern tima á tlmabilinu 10. mai til 13. nóvember, þvi að rétt væri, að hún yrði, áður en samningar við Breta falla úr gildi. 1 viðtölum við erlenda stjórnmálamenn á ferða- lagi forsætisráðherra hefði komið fram, að þeir gerðu ráð fyrir, að ráðstefnan kæmist að niöurstöðu en hún kynni að standa fram I Fyrsta plakatið af sjö — komið út hjú bókasafnsfrœðingum Gefið hefur verið út plakat, sem Barbara Árnason hefur teiknað. Myndin sýnir fróðleiks- fýsn litils barns og mætti ef til vill kalla hana Hvað ungur nem- ur, gamall temur, segir I frétt frá Félagi bókasafnsfræðinga. Félagið gefur þetta plakat út, og er það fyrsta plakatið af sjö, sem félagið hefur látið gera og mun gefa út nú hvert á eftir öðru. Hið fyrsta er gefið út i tengslum við eins árs afmæli félagsins, sem var 10. nóvember siðast liðinn. Þau sex plaköt, sem ókomin eru, hafa nemendur i aug- lýsingadeild Myndlista- og handiðaskólans teiknað. Þau eru hvert öðru ólík, en minna öll á bækur og bókalestur. Þau henta til skreytinga i bókasöfn, skóla, ýmsar stofnanir og nátt- úrlega herbergi barna og ung- linga. Félag bókasafnsfræðinga vinnur nú að ýmsum verkefn- um, svo sem útgáfu uppsláttar- rita, og rennur ágóðinn af sölu plakatanna til þeirrar starf- semi. SH. Hvað ungur nemur, gamall temur — veggspjald eftir Barböru Árnason. ársbyrjun 1976. Bandarikin og Kanada mundu liklega færa út einhliða, ef árangur fengist ekki á ráðstefnunni. Bandarikjamenn teldu rikisstjórn sina mjög sama sinnis og Islendinga i landhelgis- málum. Hvarvetna hefðu menn virzt sýna sérstöðu okkar skiln- ing. A fundi með blaðamönnum i gær sagði Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra, að það hefði komið á óvart i vetur, að afurðir okkar skyldu falla i verði. Sveiflan i við- skiptakjörum hefði verið einhver hin sneggsta, sem sögur færu af. Miðað við, að visitala við- skiptakjara hefði verið 100 1972, hefði hún farið upp i 115 1973 og 124 á fyrsta ársfjórðungi 1974 en niöur i 90 á siðasta ársfjórðungi 1974. Almennur skilningur á vandanum hefði ekki verið nægi- lega mikill: Ekki kæmi til greina að hverfa frá frfverzlunarstefnunni. Ráð- herrann sagðist almennt vera andvigur haftastefnu, þvi að grlpa fram fyrir hendurnar á landsmönnum með boðum og bönnum, svo sem i innflutningi og túrisma. Rikisstjórnin mundi leggja fram ákveðnar tillögur um skattamál, sem unnt yrði að fara eftir við álagningu skatta I ár. Verkalýðsfélögin heföu áhuga á lækkun tekjuskatta og stað- greiöslukerfi. Hann kvaðst vilja einfalda skattakerfið til dæmis með þvi að steypa saman tekju- skatti og fjölskyldubótum, hið fyrsta. Treysta ætti landsmönnum sjálfum og stefna að jafnvægi milli gjaldeyrisöflunar og eftir- spurnar eftir gjaldeyri. Fólk ætti að fá i hendur raunveruleg verð- mæti, I launum, og ráðstafa sjálft, en rikið ætti ekki að binda hendur þess. Frelsi fylgdi hins vegar ábyrgð. —HH Guðmundur ekki Jón t frétt VIsis á mánudaginn I frétt af brunanum á Skiphyl var sá misskilningur, að Lilja Jó- hannsdóttir var sögð kona Jóns Guðmundssonar. Hið rétta er, að maður hennar heitir Guðmundur Þorgilsson, en Jón er móðurbróð- ir Guðmundar. Tvfbýli er á Skip- hyl, og búa þeir Guðmundur og Jón hvor sinu búi. — SH Norrœni sumarháskólinn hefur nýtt hópstarf: Sjö námshópar í Reykjavík og mmðþm Jm ImmJi — skólinn stendur öllum opinn, rveir uti a icmai sem geta 09 vnja ve™ L& Sjö námshópar Norræna sumarháskólans munu starfa i Reykjavik i vetur, en tveir úti á landi. Norræni sumarháskólinn hefur nú starfað alllengi, og er námshópastarf hans ætlað öll- um, sem áhuga hafa og I þvi vilja taka þátt. Jafnaðarlega eru valin efni,- sem eru ofarlega á baugi, og nokkur þeirra, sem nú eru á dagskrá, ættu að vera sérstak- lega áhugaverð fyrir ts- lendinga. Þeir hópar, sem i gangi verða i vetur, eru þessir: Orkumálastefna á Norður- löndum, stjórnendur verða Hrafn Hallgrlmsson og Vikar Pétursson. Heilsugæzla og félagsmála- stefna, stjórnandi Sigrún Júliusdóttir. Saga visindanna, stjórnendur Páll Skúlason og Þorsteinn Vil- hjálmsson. Saga verkalýðshreyfingar- innar, stjórnandi Ólafur Einars- son. Félagsmótun, mál og stétta- skyn, stjórnandi Jón Gunnars- son. Alþýðlegar bókmenntir og opinbert bókmenntamat. stjórnandi Ólafur Jónsson. Hlutur fjölskyldunnar i viö- haldi rikjandi þjóðskipulags, stjórnandi Þórhannes Axelsson. Þá verða tveir starfshópar starfræktir utan Reykjavikur, og er það i fyrsta sinn. A Akur- eyri verður Orkumálastefna á Norðurlöndum tekin til með- ferðar, stjórnandi Katrin Friöjónsdóttir, en á Hvanneyri verður fjallað um landbúnað á Norðurlöndum, stjórnandi Jón Viðar Jónmundsson. Aformað er, að starfsemi námshópanna hefjist með fundi i Norræna húsinu laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Þangað eru allir velkomnir. sem taka vilja þátt i námshópunum. Sumarmót Norræna sumar- háskólans verður svo haldið i Ábo I Finnlandi næsta sumar. Þar kemur saman fólk frá öllum Norðurlöndum og ber saman bækur sinar, en hópvinnan held- ur siöan áfram til áramóta, og lengur þó varðandi þau efni, sem ætlað er að ganga i tvö ár. - SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.