Vísir - 05.02.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 05.02.1975, Blaðsíða 8
Visir. Ali og Foreman slóst sama kvöld George Foreman, fyrrverandi heims- meistari i hnefaleikum á að mæta Argentinu- manninum Oscar Bonavena i 12 lotu keppni þann 24. marz n.k. eða sama dag og Muhammad Ali keppir við Cuck Wepner. Sjónvarpsstöövar um allan heim hafa sýnt þessari keppni mikinn ihuga. Búast þær við, að litið verði að sýna frá keppninni á milli Ali og Wepner, og þvi gott að hressa upp á dag- skrána með Foreman og Bonavena, sem reiknað er með að verði hörku mikill bar- dagi. Ekki er búið að ákveða hvar þeir keppa, en iiklega veröur það i Los Angeles eða New York. Ali og Wepner keppa aftur á móti i Cleveland. — klp — Zagallo rekinn? Nýi þjálfarinn lofar betri sóknarleik en hjá Hollendingum Mario Zagallo, einvaldi og þjálfara brasi- liska landsliðsins, hefur verið sagt upp störf- um og nýr maður ráðinn i hans stað. Zagallo var sjálfur i liðinu, sem sigraði i HM-keppninni 1958 og 1962, og árið 1970 leiddi hann liðið til sigurs I keppninni i Mexikó. Undir hans stjórn léku Brassararnir 54 landsleiki, og töpuðu aðeins 5. Hélt hann liö- inu gangandi i 36 leiki án taps! Eftir tapið i Vestur-Þýzkalandi i sumar vildu margir fá höfuð hans á fati, en hann slapp við það. Aftur á móti slapp hann ekki við að fá spark úr vinnunni. Eftirmaður hans hefur verið ráðinn. Er það Osvaldo Brandoa, sem er litt þekktur knattspyrnuþjálfari i Brasiliu. Hann hefur lofað þvi, að Brasilia verði aftur komin á toppinn árið 1978, þegar HM-keppnin fer fram, og jafnframt lofað sóknarleik, sem verði betri en sá hollenzki. Það fáum viö ekki að sjá fyrr en á næsta ári, þvi í ár er enginn landsleikur fyrirhugað- ur hjá gömlu heimsmeisturunum.. — klp — BBB-BINGO Litlu samböndin sameinast um fjáröf lunarleið Mörg félögog iþróttasambönd hafa farið — eöa eru á leiðinni — út f nýja tekjuöflunarlciö. Er það bingó með mörgum góöum vinning- um, og hefur þetta gefizt vel. A morgun verður eitt sllkt i gangi i Sigtúni við Suöurlandsbraut. Standa þrjú sérsam- bönd að þvi — Blaksambandið, Badminton- sambandið og Borðtennissambandið. Er þetta i fyrsta sinn, sem jafnmörg sérsam- bönd innan tSt sameinast um fjáröflun af þessu tagi. Kalla þau bingóið sitt ,,BBB bingó” og ætla þau að gefa mönnum kost á 18 umferða spili með glæsilegum vinningurn eins og utan- landsferðum og öðru...—klp— Knatt- spyrnukappi #/stjóri/# Knattspyrnusamhand íslands hefur ráðið Sigurð Jónsson, knatt- spyrnumann úr Val. sem fram- kvæmdastjóra samhandsins frá og með þessum mánaðamótum. Sigurður er l'lestum knatt- spyrnuunnendum að góðu kunn- ur, enda leikið með meistara- flokki Vals I mörg ár. Hann mun fyrstum sinn vera við á skrifstofu KSÍ á milli 4 og 6 alla virka daga. Meöal þeirra Iþróttasala, sem talað var um að setja ,,Uni-Turf” á, er Baldurshagi — salurinn und- irstúku Laugardalsvallarins. Hér er Baldur Jónsson vallarstjóri, I sem salurinn er kallaður eftir, aö I sýna Mr. Brentegani lengst t.v. gólfið, sem er farið að gefa sig undan göddunum. Viö hlið sér- | fræðingsins er Arni Árnason um- | boðsmaður Dunlop hér á Iandi, Sveinn Björnsson frá iþróttaráði og Stefán Kristjánsson íþrótta- fulltrúi. Ljósmynd Bj.Bj.. Fáum við töfraefnið á Laugardalsvöllinn? Að undanförnu hefur dvalið hér sérfræðingur frá Dunlop verksmiðj- unura við að kanna aðstæður við að leggja varanlegt efni á hlaupa- brautir og stökkbrautir Laiigardalsvallarins, og auk þess á gólf i íþrótta- húsum og á fleiri stöð- um. Efni þetta heitir „Uni-Turf”, og hefur það rutt sér til rúms viða um heim á undanförnum árum. Er það I mörgum gerðum og stærðum — allt eftir þvi hvort á að nota það utandyra eða innan. Við höfðum heyrt talað um þetta efni, en það var meðal ann- ars sett á iþróttaleikvanginn i tran, þar sem Asiuleikararnir fóru fram i fyrra.Þótti það svo gott, að jafnvel Kinverjarnir höföu orð á þvi, og segja þeir þó ekki mikið. Sérfræðingurinn, sem hingað kom, heitir M. Brentegani og er Breti. Hann sagði, er við ræddum viö hann, að hér væri hann aðeins til að kanna aðstæður, og gefa upp verð og ýmislegt annað i sam- bandi við „Uni-Turf”, sem væri búið að taka við af svonefndu Tartan-efni. Hann hefði skoðað iþróttahús og siðan Laugardalsleikvanginn. Ætluðu að sigra Fœreyinga stórt — og Norðmenn í basli með Finna í lokin Frá Magnúsi Gislasyni, Kaup- mannahöfn I morgun: tslendingar ætluðu að sigra Færeyinga létt á NM i gær og um leið stórt, en það fór heldur betur i handaskolum hjá islenzka liðinu. Það byrjaði svo sem nógu vel, en siðan var eins og Færeyingar hefðu haft þokuna með sér til að villa um fyrir áttavitalausum ts- lendingum, sem léku oft eins og blindingjar, þar sem hver vitleys- an rak aðra. Þetta er það fáránlegasta, sem ég hef séð, sagði Bjarni Jónsson, sárhneykslaður, eftir leikinn. Viðar Simonarson var mark- hæstur með sjö mörk I 27-17 sigri og hann sagðist vera feginn, hvað illa gekk á móti Færeyingum. Stórsigur hefði hafið okkur til skýjanna og fyllt okkur sigur- vissu fyrir leikinn við Dani. Slikt kann aldrei góðri lukku að stýra, sagði Viðar. Færeyingar geta þrátt fyrir allt verið ánægðir með frammistöðu sina. Þeir eru ung handknatt- leiksþjóö og þeirra bezti maður, Karl Morteinsen mundi sóma sér vel i hvaða landsliði sem' væri. Auk þess er markvörður þeirra, Finn Bærertsen mjög snjall og varði mörg skot frá stórskyttum okkar. Færeyingar léku tvo leiki i gær. Fyrst við Svia og töpuðu 25-15 eft- ir að jafnt hafði verið framan af eða i 7-7 og þá var heldur betur farið að siga i Sviana. Þeir rifust innbyrðis, en tókst samt að ná öruggri forustu fyrir hlé 13-7. Að leik Islands og Færeyja loknum léku Norömenn og Finn- ar. í upphafi leit út fyrir glæsileg- an sigur Norðmanna og um tima var munurinn niu mörk. En Finn- um er ekki fisjað sainan og undir lokin skoruðu þeir hvert markið á fætur öðru. Minnkuðu muninn niður i fjögur mörk eða 16-12 fyrir Norðmenn urðu úrslit leiksins. En betur má ef duga skal fyrir norska liöið gegn Sviuin i kvöld — Norðmenn þykja þó sigurstrang- legri. Hannes og Karl dæmdu leikinn af mikilli röggsemi, þar sem kraftarnir réöu mestu. — emm. Af honum hefði hann samt litið séð — hann hafi allur verið undir snjó — en i fljótu bragði hefði hann ekki komið auga á neitt.sem kæmi i veg fyrir að „Uni-Turf” brautir yrðu lagðar þar. Þvi siður i iþróttahúsum, sem væru i byggingu hér og viða um land. Þetta efni væri þannig, að það hentaði öllum inniiþróttum jafnt. „Uni-Turf” væri búið að setja á um 3 milljónir fermetra viða um heim. Fyrst á stórt iþróttahús i Kansas i Bandarikj- unum árið 1967, en sæi ekkert á þvi eftir þessi ár, og þó væru menn þar inni á gaddaskóm og öðru frá morgni til kvölds. Þetta efni er m.a. viðurkennt af Bandariska körfuknattleikssam- bandinu, sem eitt það bezta sem hægt væri að leika á, og einnig heföi norska handknattleikssam- bandið látið fara fram athugun á ýmsum efnum á iþróttasali, og mælt siðan sérstaklega með þessu. Ekki vildi Brentegani segja okkur hvað það myndi kosta að leggja á brautirnar á Laugar- dalsvellinum — „Það er dýrt, en það borgar sig upp á nokkrum ár- um, þvi viðhaldskostnaðurinn er enginn”. — k*P — 5. febrúar 1975. Visir. Miðvikudagur 5. febrúar 1975. Umsjón: Hallur Símonarson Getum bjargað and- litinu með sigri — sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur H. Jónsson um leikinn við Danmörku í kvöld um 3ja sœtið ó Norðurlandamótinu Frá Magnúsi Gislasyni Kaupmannahöfn I morgun. Að sjálfsögðu er mikið skrifað og skrafað um, hverjir muni hreppa sigurinn á NM — og.menn bolla- leggja ekki siður úrslitin I viður- eign fslendinga og Dana um 3ja sætið. ,,Ja, ef okkur tekst upp, getum við bjargað andlitinu með þvi að sigra Dani i kvöld. En það verður enginn gamanleikur. Vandamál okkar er linuspilið og sú ráðstöfun að láta mig á linuna hefur verið gagnrýnd, en ein- hverju verður aö fórna, þegar menn vantar á linuna,” sagöi fyrirliði landsliðsins, Ólafur H. Jónsson. „Við ættum að geta haft i fullu tré við Dani ef allt verður með felldu. Sýnt er þó að lið okkar skortir samæfingu, en um það er ekki að fást. Timi til undirbúnings var ekki meiri og ég vona bara að liðið nái vel saman. Markvarzla verði góð, svo langþráður sigur yfir Dönum á heimavelli þeirra vinnist,” sagði Birgir Björnsson, landsliðsþjálfari. „Norðmenn sigra i mótinu”, sagði Viðar Simonarson, „en við ættum að merja Danina. Lið þeirra er tætingslegt og sigur gegn þvi væri uppreisn fyrir okk- ur eftir tapið gegn Svium.” „Þetta verður fyrsti lands- leikur minn við Dani,” sagði Hörður Sigmarsson, verðandi markakóngur íslandsmótsins, ,,og ég geng til leiks með þeim á- setningi að sigra, en ég veit að sá sigur vinnst ekki fyrirhafnar- laust”. Jóhann Einvarðsson, stjórnar- maður i HSÍ, áleit að islenzka Bikarglima Glimusambands islands verður háð i Reykjavik sunnudaginn 23. febrúar nk. Keppt verður i tvcim flokkum, annars vegar þeir sem á al- manaksárinu verða 20 ára og eldri og liinsvegar flokkur ung- linga og drengja. Allir glimumenn innan vébanda GLÍ, sem náð bafa tilskildum aldri, hafa rétt til þátttöku. Þátt- tökutilkynningar þurfa að bafa borist fyrir 15. febrúar i pósthólf 997 Reykjavik. Mótanefnd GLl. liöið gefi Svium og Norðmönnum ekkert eftir. Það var óheppni okkar manna, sem gaf Svium sigur. Þá sagði Jóhann, að ef Ólafur Benediktsson verði I sama ham og á móti Svium gegn Dön- um I kvöld, þá tryði hann á sigur — og sá sigur yrði á borð við sig- ur I NM fyrir okkur. „Ekkert annað en sigur kemur Róðast ó Fœreyinga Frá Magnúsi Gislasyni Kaupmannahöfn i morgun. — Dönsku blöðin hella sér yfir danskan handknattleik og hand- knattleiksforustuna þessa dagana og spyrja hvað sé eftir af þvi, sem lyfti dönskum handknattleik á alþjóðlegan vettvang. Danir eigi I dag ágæta handknattleiksmenn, en hræðilegt hvað farið er illa með þá. Færeyinguin er blandað i mál- ið og þeiiri eiginl. kennt um að hafa valdið 25 þúsund danskra króna tapi með þvi að mæta til keppninnar. Ef þeir hefðu setið heima áttu Danir möguleika á að komast i úrslit, segja dönsku blöðin, þvi þá hefðu allir keppt við alla. Þá hefði danska sjónvarpið lika keypt allan úrslitaleikinn fyrir 25 þúsund danskar krónur — en i stað þess aðeins 5 mínútur af leik Islands og Danmerkur og ekkert frá úrslitaleik Svia og Norðmanna. Miðar á leikina seljast illa eftir að Norðmenn sigruðu Dani og blöðin skrifa reiðilestur um þjálfarann og stjórnendur liösins Jörgen Garskjær, landsliðs- þjálfari, sagði af sér i gær. Leik- menn danska liðsins hafa óskað eftir þvi, að Gert Andersen stjórni liðinu gegn Islandi i kvöld og með honum standi eða falli danska liðið. Maðurinn, sem er fæddur til að tapa, gafst upp, segir Extrabladet um Garskjær — en það var stærsti sigur hans að hann viðurkenndi niðurlægingu sina, segir BT. — hsim. til greina og við verðum að ieggja allt i sölurnar,” sagði Axel Axels- son — en norsku dómararnir Larsen og Bolstad vildu litið segja. „Spurðu okkur um úrslitin eftir leikina Ikvöld, þá getum við sagt þér þau” svöruðu þeir og settu upp hlutleysisgrimu dómarans. „Við vonumst eftir norskum sigri I úrslitaleiknum og ætli Is- land verði ekki I 3ja sæti,” sögðu þeir, sennilega til að þóknast mér. Dönsku blöðin i morgun skrifa ekkert um leikina i gær — en nokkuð var skrifað um leik ís- lands og Sviþjóðar. Meðal annars sagði Extrabladet, að vöðvaaflið heföi verið óspart notað þar. 1 samtali við fréttamann blaðsins fer Bjarni Jónsson mjög hörðum orðum um norsku dómarana og segir að þeir hafi komið Svium til hjálpar i hvert skipti, sem Is- lendingar virtust ætla að hafa i fullu tré við þá. — emm. Enski skiöagarpurinn, Konrad Bartelski, 19 ára, slasaðist i brunkeppn- inni i Megeve i Frakklandi á laugardag. A myndinni sést aðdragandi slyssins. Konrad þeyttist á mikilli ferð yfir misfellu og skiði hans stungust I snjóinn. í fyrstu var talið, að hann væri lifshættulega slasað- ur, en svo rcyndist þó ekki — en slæm voru meiðslin. Hann var fluttur I skyndi á sjúkrahús með þyrlu ásamt Austurrikismanninum David Zwilling, sem meiddist einnig á svipuðum stað I brautinni. 3. keppand- inn, Olympiumeistarinn Bernard Russi, Sviss, axlarbrotnaði. Allt skeði þetta á fyrstu 20 min. keppni heimsbikarsins — og var henni þá frestað uin tima meðan hættulegustu misfellurnar voru lagaðar. Yngsta íþróttafélagið i Reykja- vík, Leiknir úr Breiðholti, mu leika sinn fyrsta stórleik i hand- knattleik ikvöld. Þá mætir Leikn- ir sjálfu vesturbæjarliðinu KR I fyrstu umferð bikarkeppninnar i handknattleik. Er þetta jaínframt fyrsti leikur mótsins, og fer hann fram i Laugardalshöllinni og hefst kl. 20,15. Að honum loknum hefst annar leikur I keppninni, og eig- ast þar við 1. deildarlið IR og 2. deildarlið Fylkis úr Árbæjar- hverfi. I nýja iþróttahúsinu i Garða- hreppi verður svo þriðji leikurinn i bikarkeppninni i kvöld. Þar mætast 2. deildarlið Breiðabliks og Stjörnunnar, og hefst sá leikur kl. 21,30. —klp— Plymoulh efst í 3. deildinni Blackburn Rovers, eitt kunn- asta knattspyrnulið Englands gegnum árin, hefur haft forustu i 3. deildinni ensku I mest allan vetur, en missti hana i gær. Ply- mouth Argyle komst i efsta sætið — sigraði Blackburn 2-1 á heima- vclli og hefur nú 37 stig eftir 28 leiki. Blackburn er i öðru sæti ásamt Lundúnaliðinu Charlton með 35 stig — siðan koma Preston og C. Palace með 33 stig. Palace hefur leikið 29 leiki hin liðin 28. önnur úrslit i ensku knatt- spyrnunni i gær urðu þessi: 2. deild Oldham — Bolton 1-0 3. deild Bury — Chesterfield 1-1 Swindon — Brighton 1-0 Walsall — Southend 3-0 Wrexham — Halifax 4-0 4. deild Rotherham — Brentford 3-0 I 3. umferö skozku bikarkeppn- innar léku Dundee Utd. og Ber- wick Rangers og varö jafntefli 1- 1. —hsim. 8 7 1 667 : 617 14 8 6 2 708 :630 12 9 6 3 721 : 688 12 8 5 3 672: : 615 10 8 4 4 597; : 596 8 8 3 5 663: :654 6 7 1 6 446: : 546 2 8 0 8 548: 676 0 Hvoð gerir Leíknir í sínum fyrsta stórleik Þrír leikir í Bikarkeppni HSÍ í kvðld Körfuknattleikur: Staðan í 1. deild karla Staðan I 1. deildarkeppninni í körfuknattleik eftir leikina um helgina: Ármann—UMFN 80:82 ÍR — HSK 74:70 KR — ÍS 73:60 Valur — UMFN 77:82 ÍR KR UMFN Ármann ÍS Valur Snæfell HSK Næstuleikirverða: Valur — iS og KR — HSK á laugardaginn. Sett í bann! Austurriska skiðakonan, Ingrid Schmid-Gfölner, sem oft hefur vakið athygli i keppninni um heimsbikar- inn, var i gær sett i bann þar Jil i aprillok af keppnisnefnd austurriska skiðasam- bandsins. Hin tvituga Ingrid var ákærð fyrir að skaða sambandiðog aðra keppend- ur með framkomu sinni. Liðsstjóri austurríska kvennaliðsins i heimsbikar- keppninni, Oscar Brandle, sendi stúlkuna heim til Austurrikis meðan á æfing- um stóð fyrir keppnina i Chamonix i Frakklandi. Það sem Ingrid Schmid-Gfölner var m.a. gefið að sök, var að mótmæla, að Evi Pröll, 16 ára systir hinnar frægu Önnu-Mariu, var valin i austurriska kvennaliðið, sem tekur þátt i lokakeppni heimsbikarsins i Japan og Bandarikjunum i vor. Þá má geta þess, að 3ja Pröll- systirin, sem cr 13 ára, varð . i 3ja sæti nýlega i Evrópu- keppninni i alpagreinum. Ormond ^ kom á óvart! Skozki landsliðseinvaldur- inn, Willie Ormond, kom talsvert á óvart i morgun, þegar hann tilkvnnti val á skozka landsliðinu, sem leikur við Spán i Valencia I Evrópukeppninni i kvöld. Hann valdi Joe Jordan, Leeds, í liðið, en ckki félaga hans Peter Lorimer. Þá var Charlie Cooke, Chelsea, 32ja ára, valinn eftir fjögur ár frá landsliði. Skozka liðið verður þannig: Harway, Leeds. Buchan, Manch. Utd., McQueen, Leeds, McGrain, Celtic, Jardine, Rangers, Bremner, Leeds, Hutchin- son, Coventry, Cooke, Chelsea, Dalglish, Celtic, Jordan, Leeds, og Burns Birmingham. -hsim. v Okkur tókst enn )' Já, fint.... en vinur, ^ að sigra! jég er með slæmar ■y'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.