Vísir - 05.02.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 05.02.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Miðvikudagur 5. febriíar 1975, Hjólbarðar á Jeppa Jeppaeigendum bendum við á að næstu tvær vikur seljum við ó sérstöku verði DUNLOP hjólbarða. Stærðir: 700x16 og 750x16 — Verð: 7850.00 kr. stk. /4USTURBAKKI HF SUÐURVERI SÍMAR 38944-30107 Námskeið í rœðumennsku og fundarstjórn Heimdallur SUS hefur ákveðið að gangast fyrir námskeiði i ræðumennsku og fundar- stiórn. verður haldið dagana 10.-14. febrúar nk. DAGSKRÁ 10. FEBRÚAR. MANUDAGUR. KL 20.30. Ræöumcnnska og undirstööuatriöi I ræöu- gerö. Leiöbcinandi: Guöni Jónsson. 11. FEBRÚAR, ÞRIDJUDAGUR. Kl. 20.30. Ræöumennska og undirstööuatriöi I ræöu- gerö. Leiöbeinandi: Guöni Jónsson. 12. FEBRÚAR, MIDVIKUDAGUR. Kl. 20.30. Fundarstjórn, fundarsköp og fundarform. Leiðbeinandi: Friörik Sophusson. 13. FEBRÚAR, FIMMTUDAGUR. Kl. 20.30. Ræöumennska og undirstööuatriöi I ræöu- gerö. Leiöbeinandi: Guöni Jónsson. 14. FEBRÚAR, FÖSTUDAGUR. Kl. 20.30. Almenn féiagsstörf. Leiöbeinendur: Jón Gunnar Zoéga og Pétur Sveinbjarnarson. Námskeiö þetta er annaö af tveim námskeiöum sem Heimdallur hefur ákveöiö aö gangast fyrir. Hitt nám- skeiðið er um almenna stjórnmálafræöslu, þaö veröur dagana 17,—21. febrúar nk. Þar verður tekiö fyrir: Sjálfstæöisstefna. Saga og starfshættir stjórnmáiaflokkanna. Utanrlkis- og öryggismál. Efnahagsmál. Launþegamál. Þátttökugjald fyrir bæöi námskeiðin veröur kr. 500,00. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Heimdallar SUS Laufás- vegi 46, sími 17102. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Heim- dallar. Stjórnin. Námskeiðið Pétur Sveinbj. \A Smúrbrauðstof an BJORNINN Njálsqntu 49 - Simi 15105 Tvöfaldir aksturs- eiginleikar Þaö er ekki laust viö, aö dyra- vöröurinn sé I nokkurri óvissu um, hvernig hann eigi aö bregö- ast viö hérna á meöfyigjandi mynd. — Þessi blll veldur honum nokkrum heilabrotum. Hann má vel vera hissa, þvi aö blllinn er eins og tvístöfn- ungur af bát að vera. Það eru á honum tveir framendar, en eng- inn afturendinn. Mike Porcell heitir sá, sem lét útbúa þennan bíl sérstaklega fyrir sig. Upphaflega voru þetta tveir Oldsmobile Toronados, en framendum þeirra var skeytt saman. Tvær vélar eru I bllnum sln i hvorum enda. Sitt hvort stýrið lika og tveir girkassar. Enda má aka gripnum i hvora áttina, sem eigandinn vill, og segir hann sjálfur, að þaö hafi stundum komið sér vel. Eitt- hvaö er Porcell þó oröinn leiöur á vagninum, þvi að hann vill selja hann. Umsjón: Uppgötvuðu sprengjuna í tœka tíð Þaö var hringt I lögregluna I San Francisco I dauðans ofboði. Dularfullur pakki lá á gangstétt og frá honum leiösla eitthvaö burt. — Gat þaö verið sprengja? íbúar stórborganna I' Banda- rlkjunum eru tortryggnir og ár- vökulir, enda hvekktir af hinum og þessum brjálæðingum, sem hafa verið að hrella þá með vit- isvélum af ýmsu tagi. Lögreglan þakkaði ábend- inguna og sendi sérfræðinga sina á vettvang. Jú, mikið rétt. Þarna lá einhver leiðsla frá pakkanum. Hvenær skyldi hún eiga að springa þessi? Kannski á þessu andartaki. Einn mannaði sig upp i að skríöa á maganum að sprengj- unni og eftir að hafa skoðað hana I krók og kring, áræddi hann að opna lokið á pappakass- anum. Þá blasti við sú sjón, sem sést á myndinni hér t.h. — Epla- kaka. Hér sést sprengjusérfræöingur lögreglunnar skrlöa á maganum aö hinum grunsamlega pakka, sem haföi svo aö geyma.... Ungur listmálari Hann er ekki hár I loft- inu, hann Juan Ramon Segarra, enda ekki nema tólf ára. — En þessi tólf ára drengur hefur þó komiö þvi I kring aö opna sýningu á málverkum sinum, og þaö meira aö segja einkasýningu. Nokkur verkanna á sýningunni sjást á mynd- inni hjá pilti, og eftir þvl sem marka má, svona svart á hvltu, þá sýnast þetta siöur en svo nokkur klessuverk. Enda er þessum unga Spánverja frá Benicarlo spáö mikilli framtiö I málaralistinni. Sjáiö þiö bara til.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.