Vísir


Vísir - 08.02.1975, Qupperneq 1

Vísir - 08.02.1975, Qupperneq 1
65. árg. — Laugardagur 8. febrúar 1975 — 33. tbl. IIMIM SÍÐAN Bls. 4 I Grétar Þór Egilsson Banaslys r 0 miðunum Tuttugu og sex ára gamall maöur lézt um borö 1 Priöriki Sigurössyni AR-12 I fyrrinótt. Þá var báturinn staddur á miöunum undan Alviöru og aö hffa inn. Slysið varð rétt fyrir klukk- an f jögur eins og greint var frá I Visi I gær. Maðurinn sem lézt mun hafa flækzt i neti, sem verið var að hifa, og fengið þungt höfuðhögg, er hann slóst utan I við átökin. Maðurinn sem lézt hét Grét- ar Þór Egilsson til heimilis i Reykjavfk, fæddur 19. september 1948. Strax eftir slysið var haft samband við loftskeytastöðina i Eyjum og henni tilkynnt um slysið. Þegar var lóðsbátur sendur á móts við Friðrik Sigurðsson og var læknir um borð, en hann fékk ekki að gert. Var komið með likið til hafnar i Eyjum um hádegi i gær. Friðrik Sigurðsson sigldi áfram til Þorlákshafnar sið- degis i gær. Sjópróf i málinu fara fram á Selfossi i dag. — Farand- salar með ófengi í Sigöldu í gærkvöld komu tveir pilt- ar af Stór-Reykjavíkursvæð- inu austur I Sigöldu og vildu selja þar áfengi meö nokkr- um flutningskostnaöi. Alls voru þeir meö 29 fiöskur af sterku vfni og tvo kassa af bjór, og mun hann ekki hafa farið um hendur tollgæzlunn- ar. 2500 krónur vildu þeir fá fyrir flöskuna af ákaviti og brennivini, en 3000 krónur fyrir vodkaflöskuna. Bjórinn átti að vera ódýr, enda var þetta lélegur bjór, sögðu þeir. Starfsmenn Sigöldu vildu heldur kaupa beint frá rikinu og létu lögregluna um að ræða við piltana. Þeir játuðu fljótlega að hafa ætlað á- fengið til sölu og hurfu af staðnum, þegar sk'ýrsla hafði verið tekin af þeim. *-SH Stór og góð loðna fyrir vestan: „Fer nú að rjúka úr hverjum brœðslustrompi ó kmdinu? ,,Ég sé ekki ástæðu til annars en að rjúki úr hverjum bræöslu- strompi á landinu,” sagöi Auðun Auðunsson skipstjóri á Framncsi. „Hér er mikið af Ioönu, stórri og góðri.” Þetta er ekki fyrir austan iand, heldur á Halamiöum fyrir vestan. , ,Ég hef að visu aldrei verið á loðnu, en mér sýnist þessi vera eins og ég hef séð þá landa,” sagði Auðun. ,,Ég lét Jakob Magnússon fiskifræðing vita af þessu, og hann hlutaðist til um, að Bjarni Sæmundsson kæmi hingað að rannsaka loðnuna, eftir að hann heyrði um stærð og þyngd.” Bjarni Sæmundsson er væntan- legur vestur um hádegi á morg- un. „Það eru stórar og góðar loðnu- torfur á svæðinu frá ísafjarðar- djúpi vestur undir Vikurál, á að gizka 70 milna svæði á lengd og um það bil 15—20 milur á breidd. Við drögum togið 6—10 milur, og aflinn er mjög blandaður loðnu. Hér er ekkert loðnuskip. Við höfum fengið talsvert af loðnu flest undanfarin ár i júli og ágúst. Ég held, aö þessi loðna haldi sig út af Vestfjörðum I skil- um heita og kalda sjávarins en leiti suður eftir, þegar hrognin fara að vaxa. Ef farið yrði að nýta loðnuna til manneldis, held ég, að unnt yrði að veiða hana meiri- hluta ársins,” sagði Auðun. „Annað fiskiri hefur gengið tregt. Fiskurinn er á þönum á eft- ir loðnunni út um allan sjó, og erf- itt er að fanga hann. Við höfum verið að I viku, og aflinn er léleg- ur,” sagði skipstjórinn. SH/HH Sýningin sem verður ekki ó Kjarvals- stöðum Sú sýning af hálfu félags- manns I Félagi Islenzkra mynd- listarmanna I húsnæöi Kjar- valsstaöa, sem komin var lengst á veg, var án efa sýning Leifs Breiöfjörö. Hún hefur nú veriö afturkölluö vegna deilna um forsjá hússins. Mest af myndum þeim, sem Leifur ætlaði að sýna, eru gler- myndir, sem njóta sín bezt i dagsbirtu og þar sem dagsljósið nær að skina i gegnum þær. Með tilliti til þess hafði hann skipu- lagt sýningu sina á Kjarvals- stöðum og unnið sumar mynd- anna sérstaklega fyrir sýning- una. Til skipulagningarinnar fékk Leifur léð módel af Kjarvals- stöðum, sem Einar Hákonarson hafði gert, og setti sýninguna upp I réttum hlutföllum i módel- inu. Módelið stendur nú I vinnu- stofu listamannsins og biður þess, er verða vill. Mest eru þetta glermyndir, sem fyrr segir, en einnig kartonmyndir af glermyndum. Sumt af þessu hefur Leifur gert fyrir opinberar stofnanir og aöra aðila. Þá voru fyrirhugað- ar sýningar á litskyggnum (slides) með kynningu á þessari listgrein, en eitt hornið átti að sýna teikningar Leifs, pastel- túss- og blýantsteikningar. En áherzlan er lögð á glermyndirn- ar. Aðstaða er betri á Kjarvals- stöðum en nokkurs staðar ann- ars staðar til sýningar á lista- verkum af þessu tagi, þvi glermyndir njóta sin ekki eins vel I raflýsingu og dagsljósi. „En ég held þessa sýningu”, sagði Leifur „Ég finn einhvern staö”. -SH — Sjá nánar á baksiðu Leifur Breiöfjörö viö likaniö af Kjarvaisstööum þar sem hann hefur sett upp skipulag af fyrirhugaöri sýningu sinni I réttum hiutföllum. A gluggunum yzt til vinstri eru glermyndir, sem njóta sln bezt er dagsbirtan skin I gegnum þær. A veggjunum eru kartonmyndir af glermyndum, og I dökku básunum tveim framariega á myndinni eru glerlistaverk i hiiöunum, en framan á átti aö sýna litskyggnur. I básnum i hægra horni salarins áttu aö vera teikningar Leifs. — Ljósm. Visis Bragi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.