Vísir - 08.02.1975, Síða 5

Vísir - 08.02.1975, Síða 5
Vlsir. Laugardagur 8. febrúar 1975. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón Guðmundur Pétursson Sameiginlegar rannsóknir Sovézku geimfararnir tveir eru enn uppi i geimnum um borð i Saljutgeimstöðinni. Einn tilgangur ferðar þeirra þangað i Soyuz 17 var að reyna til fullnustu þá tækni, sem beitt verður þegar Soyuz- geimfar skal tengjast Apollogeimfari Banda- rikjamanna úti i geimn- um. Sá útbúnaöur er sérdeilis flók- inn og voru Bandarikjamenn nokkuö á undan aö ná valdi yfir þeirri tækni en Sovétmenn, sem ekki höfðu gert neitt aö þvi aö láta geimfara sina tengja geimförin eða eiga stefnumót úti i geimn- um. Geimvisindamenn þessara tveggja stórvelda hafa skipzt á heimsóknum og upplýsingum. Myndin hér viö hliöina er tekin i geimvisindastöö Rússa, þar sem Vladimir Syromyatnikov úr rúss- nesku visindaakademiunni er aö ræöa viö Ray Larson frá Banda - rikjunum u_m tengibúnaö Apollo geimfars. ÓÁNÆGÐIR MEÐ THIEU í Saigon hefur gætt aö undanförnu töluverörar óánægju meö stjórn Van Thieus forseta. Hefur hann látiö loka ritstjórnarskrif- stofum nokkurra blaöa, sem gagnrýnt höföu stjórn hans. Til minniháttar óeirða hefur komiö á götum, og er myndin hér viö hliðina af einu sliku atviki á dögunum. Búddamunkar höföu efnt til mótmælagöngu, en óeinkennisklæddir lögreglumenn voru sendir til aö dreifa göngunni, þvi aö útifundir og kröfugöngur eru bannaöar. Krabbameinsvél Visindamenn viö Stanfordháskóla hafa kunngert, aö þeir hafi smiöaönýtt tæki til meöferöar á krabbameinssjúklingum. Enn sem komið er beita þeir þvi aöeins á tilraunadýr háskólans. A ensku kalla þeir þetta tæki „Medical Pion Generator” en viö berum ekki viö aö Islenzka þaö heiti. En eins og myndin hér fyrir neðan sýnir, er þetta eins konar hverfill, scm fremleiöir orku. Hún drepur krabbameinsfrumur meö nokkurs konar kjarnasprenging- um. A myndinni sjást þeir dr. Douglas Boyd og Alan Schwettman pró- fessor, sem eru aöalhugvitsmenn þessarar maskinu. Skjallar ekki fjölskyldu drottningar Willie Hamilton, einn af þing- mönnum Verkamannaflokksins brezka, hefur um langan tima verið einna fremstur I flokki þeirrá, sem gagnrýna brezku konungsf jölskylduna. Hann hefur gefiö út bók, sem hann nefnir „Drottningin mln og ég". — Nýlega kynnti hann bókina fyrir blaðamönnum, en hún er samantekt á ýmsu þvi, sem upp hefur komiö á dagana varöandi spurninguna um, hvort Bretland eigi að vera áfram konungsveldi eöur ei. Auðvitað er þar að finna lika þátt Hamiltons þingmanns I þeim umræðum. Snowdon lávarður, maöur Margrétar prinsessu, systur Elisabetar drottningar. reyndi meö aöstoö dómstólanna aö hindra útgáfu bókarinnar, þar sem ekki er alls staöar fariö fallegum oröum um konungs- fjölskylduna. Ekki tókst honum þaö, og kom bókin út i gær.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.