Vísir - 10.02.1975, Side 7

Vísir - 10.02.1975, Side 7
Vlsir Mánudagur 10. febrúar 1975. cTVIenningarmál Austur í sorgirnar Þorsteinn frá Hamri: MÖTTULL KONUNGUR eöa CATERPILLAR Saga úr sveitinni Helgafell 1974. 166 bls. Fyrir einum fimm árum birti Þorsteinn frá Hamri grein i Timariti Máls og menningar um Hellis- menn til forna — eink- um til að andmæla þeirri kenningu Hall- dórs Laxness að mann- vistarleifar i Surtshelli stöfuðu frá snauðum landnámsmönnum sem þar hefðu búist um fyrsta kastið eftir að þeir rákust hingað austan um haf. En fornar sagnir um saka- menn i Surtshelli taldi Halldór tóma þjóðsögu. Þorsteinn frá Hamri tók á hinn bóginn upp þykkjuna fyrir hin fornu fræði, stuttaralegar frásagnir Landnámu um seka menn I hellinum og dráp þeirra og brennu á Þorvarðsstöðum, og þjóðsöguna góðu um Hellis- menn sem væntanlega er frá þeim sögnum runnin. Þorsteinn gat sér þess til að hið forna sagnaminni um Hellismenn mætti setja i samband við frá- sagnir af óöld i heiðni um þær mundir sem Haraldur gráfeldur féll en Hákon jarl tók riki i Noregi. Þá hefur mestur vetur verið á Islandi: ,,Þá átu menn hrafna og melrakka, og mörg óátan ill var etin, en sumir létu drepa gamalmenni og ómaga og hrinda fyrir hamra. Þá sultu margir menn til bana, en sumir lögðust út að stela og urðu fyrir það sekir og drepnir,” segir i viðauka Skarðsárbókar. Þjóðsaga á hringveginum Það finnst mér þesslegt að frá þessum orðaskiptum sé komin kveikjan að hinni nýju sögu Þorsteins frá Hamri um Möttul konung eða Caterpillar. Og vis- ast á yrkisefnið lika skylt við ræðufefni Þorsteins á hátiö stú- denta lsta desember i vetur, um þjóðsögu og veruleik islands- sögu og samtiðar. I öllu falli kemur uppistaða sögunnar um Möttul konung heim við skoðun Þorsteins i greininni um Hellis- menn: sagan lýsir uppflosnuðu fólki um hungurvetur, sem bjargast af ránum þegar ekki er lengur lift i byggð, leitar skjóls i Surtshelli i trausti þeirra Smið- kelssona á Þorvarðsstöðum, Auðuns og Þórarins eins og Landnáma greinir. En sagan er sögð af kolbit frá Gilsbakka, litlum kerlingarsyni sem strýk- ur undan valdi höfðingjans Illuga svarta til að slást i för með útilegumönnum og farast loks með þeim fyrir aðför höföingjanna. Út úr götunni, austur i sorgirnar... Þangað liggur leiö skálds i sögunni. Þvi að kolbitur er lika skáld, vaxinn upp við skáldskap sem var hans eini arfur, þannig löguð ljóð og stef sem virðast ort af vindinum, lenda saman við leikföngin barnanna — ,,og fundust kannski af hendingu innan i skeljum þegar allir héldu að þau væru týnd, og voru þá loks orðin hlutir, sýnileg veðruð og form- föst fyrirbrigði”. Það má i Möttli konungi sjá uppistöðu reglulegrar skáld- sögu upp úr hinum fornu þjóðsagnaminnum. En þvi fer svo fjarri að Þorsteinn frá Hamri sé hér að yrkja Hellis- mannasögu upp á nýtt, ævin- týralega og rómantiska reyfara- sögu úr heiðni, þótt það væri visast vel hægt. Möttull konung- ur er ljóðkynjað verk, náskylt hinum lengri „þjóðsagnakvæð- um” Þorsteins eins og t.a.m. Armannskvæði I ljóðabók hans, Langnætti á Kaldadal, frá 1964, miklu frekar en það sé sögu- eðlis. Þar fer fram sama tvi- skinnungi málfars og hug- mynda sem svo kunnuglegur er af ljóöum hans, sifelldri heim- færslu og skirskotun hinna forn- legu sagnaefna til samtiðarinn- ar, þjóðsögunnar til veruleikans eins og þegar má sjá af heiti bókarinnar. Sagan er frjáls og skáldlegur leikur að margvis- legum efnivið þjóðsögunnar frá þvi á dögum Hellismanna og fram á okkar tið með skurðgröf- unni Caterpillar, Ford Cortinu og hringveginum góða þangað sem þjóösagan getur lika villst, og fyrst og fremst kannski eins- konar „óöur um landið” og lif sem það geymir I sögu og minj- um. Höfðingjar og moldarmenn Og rétt eins og sjá má uppi- stööu reglulegrar sögu á bak við margbreytt efni Möttuls kon- ungs eins má greina i frásögn- inni hugmyndafræðilega uppi- stöðu efnisins. Þar er lýst á ann- an veg Möttli konungi og hans fylgjurum, höfðingjaslekti allra tima allt frá Illuga svarta á Gilsbakka fram til uppihaldara „varins lands” á okkar tið, en á hinn veginn hinum snauðu moldarmönnum sem landið byggðu fyrrum, hallmundar- hraun og arnarvatnsheiðar i þjóösögu og veruleik. 1 þeirra för slæst skáldið, stéttbróðir skurðgröfumanna á okkar dög- um, hann skilst við Illuga og aðra volduga vigaforkólfa hér um byggðir, fannst hann „vildi af tvennu illu verjast þeim frjáls og verða kannski drepinn af þeim heldur en vera bundinn i flokki þeirra og falla eða lifa með þeim, samábyrgur þeim I hverri drápsför sem þeir tækj- ust á hendur”. Möttull konungur var allur upp á framfarir, framvindu, framþróun. Það var maður sem ekki fór afturábak, frekar en niðjar hans siðan, Gilsbakka- menn og þeir, eða þá skurðgraf- an Caterpillar: „Skurðgröfumaður, af hverju ferð þú aldrei þangað sem félagar þinir starfa að sam- eiginlegri athugun á þvi af hverju þið eruð að grafa og fyrir hvað er yfirleitt veriö að grafa og hvað af þvi kann að leiða að grafa eins og vitlaus maður og vera peningaþræll án gruns og vitneskju um sinn skaða og sinnar glöðu mýrar...Og hugs- ar þú aldrei sem svo: Af hverju er ég hér i eðju og for, af hverju er ég bara ekki heldur hérna uppi I fjalli að henda steini I ein- hvern annan stein, mér til gam- ans og þeim báðum og öðrum steinum til ánægju og gildis- auka, eða skoða skýin?” Um frelsi Kannski má segja sem svo að innst inni snúist Möttull konung- ur um frelsið, rómantiskan draum um frelsi manns að lifa óháöu lifi, og um frelsi skálds og skáldskapar. Það má visast ráða táknkerfi sögunnar i þá átt sem hér var ýjað að, hvort sem hún yrði ráðin til þrautar eftir þeim hætti. Það efast ég raunar um aö væri tilvinnandi: gildi sögunnar felst einmitt i þvi að hún hliðrar sér hjá einræðri tákngervingu efnisins. Það felst öllu heldur i hinni frjálslegu imyndun sem auðkennir hana, frjálsum og einatt glaðværum leik að margskonar hugmynda- fari úr þjóðsögu og veruleika, fortiö og samtið, og hinu auðuga blæbrigðarika máli sem Þor- steinn yrkir i hugarheim sinn. Möttull konungur á margt sammerkt með fyrri skáldsögu Þorsteins frá Hamri, Himin- bjargarsögu, sameiginlega aö- ferð eða viöhorf við söguefni og sameiginlegan hugarheim með ljóöum hans. Þó er munur á. Möttull konungur er að sinu leyti minni „saga”, og ber eng- an veginn með sér sömu sigur- vissu, traust á uppreisn lifs að lokum sem Himinbjargarsaga bjó að. Að þvi leyti til er sagan af Möttli margslugnari, kald- hæðnislegri og vantrúaðri, þau verðmæti sem sagan grefst fyr- irum geymir kannski náttúran, landiö eitt, eins og hin einkenni- lega dula og fallega ástarsaga i sögunni bendir til. Sögur Þorsteins frá Hamri gerast eins og ljóð hans i heimi sem virðist sér á parti, tilluktur, álengdar við hversdagsheim okkar hinna, þótt þar speglist með margvislegu móti heimur daglegs lifs og veruleika. Það er heimur sem sannarlega er þess virði að leita þar inngöngu — ekki til að ráða tákn og teikn heldur einkum vegna þess sem þar fer fram i málinu, sögunni. Heimur þjóðsögu. En þess er að visu óskandi, eins og stundum áður, að fleiri leiðir opnist i milli heima sögunnar, þjóðsögu og veruleikans. KONGUR A TOMRI SKYRTUNNI ISLANDSKÓNGUR Sjálfsævisaga Jörundar Hunda- dagakonungs Trausti Ólafsson þýddi á is- lensku Hiimir 1974. 133 bls. Það er ekki þvi að neita: saga Jörundar Hundadagakóngs er kostulegt millispil i is- landssögunni. Þess vegna er lika alls ólik- legt að nafn og minning hans fyrnist sögufróð- um islendingum i bráð — fyrir nú utan þann stað sem hans sér i bókmenntunum. En hvað vitum við með sanni um Jörund burt- séð frá liinum skamm- lifa konungdómi hans hér á landi sumarið 1809? Hætter við að það sé ekki ansi mikiö. Ég segi fyrir mig: að óreyndu hélt ég að fangavist hans i Englandi og siðan útlegð i Ástrallu heföi stafað af „valda- ráni” hans hér á landi. En það er nú öðru nær. íslands-ævintýri Jörundar var ekki nema eitt af ótalmörgum uppákomum á hin- um ævintýralega ferli hans og varð honum út af fyrir sig ekk- ert verulegt fótakefli. Það sem steypti honum i ógæfu hvað eftir annað var að sjálfs hans sögn óviðráðanleg spilafikn sem bægir honum af allskonar framabrautum, hann hafnar hvað eftir annað i skulda- fangelsi, fær loks liflátsdóm fyr- ir að rjúfa lausnarskilmála sina, en þeim dóm var slðan breytt i ævilanga útlegð. En þaö sem endanlega varð til að fella á hann útlegðardóminn var samt, að sögn Jörundar, ekkert af þessu heldur rit sem hann samdi i fangelsi um guðfræðileg efni og ekki þóknaðist áhrifa- miklum guðleysingjum. Saga Jörundar Hundadaga- kóngs er i stystu máli sagt lyg- inni likust, og þó kannski engu likari en ævintýralegri skáld- sögu frá öldinni sem leið af þeirri sort sem enn eru i góðu gildi sem strákasögur, eins og skáldsögur Marryats. Jörundur fæðist og vex upp I Kaupmanna- höfn af góðu og gegnu borgara- legu foreldri, snemma haldinn ævintýraþrá og fýst til framandi landa, ræðst unglingur i sigling- ar á breskum skipum og berst þá alla götu suður til Astraliu, kemstheim afturtil Danmerkur og lendir þá i striðinu milli dana og breta, brátt orðinn skipstjóri á dönsku herskipi i ófriðnum og siðan striðsfangi breta. Þaðan liggur leið hans til íslands fyrir milligöngu sir Joseph Banks. Þá var Jörundur tæplega þritugur, fæddur 1780. Um valdarán og konungsriki sitt hér á landí er Jörundur heldur fáorður i ævi- sögunni, eii þó er svo að skilja aö til þess hafi hann stofnað BOKMENNTIR EFTIR OLAF JONSSON öldungis upp á sitt eindæmi og allt fallið i ljúfa löð með honum og landsmönnum hefði ekki komið til ihlutun skipstjórans á Talbot, þeirrar slettireku. En svo er að skilja að i fangavist Jörundar eftir Islandsför hans hafi spilafiknin gripið hann sem siðan átti eftir að móta ævi og ævintýri hans næsta hálfan ann- an áratuginn. 1 sögu Jörundar eru eins og tvö viðkvæði sem koma upp aft- ur og aftur við aðalstef hennar um hinn ófyrirleitna ævintýra- mann. Annað er spilafiknin sem hvað eftir annað gripur hann þeim heljartökum að hann stendur upp frá spilunum á skyrtunni einni saman, ef þá þaö, og rambar frá spilaboröinu beint i fangelsið. Hitt er velvild og traust ónefndra en háttsettra og áhrifamikilla vina hans sem hvaö eftir annað taka i taum- ana, leysa Jörund úr prisund, klæöa hann upp og gera hann út með fulla vasa fjár I harla dularfullum erindagerðum, ef ekki verslunarerindi til Islands þá óútskýrða njósnaför út og suður um Evrópu eftir fall Evrópu. Það er eftir öðru að i siðarnefndu förinni kemst hann aldrei i áfangastað en harla óljóst er hvað úr erindrekstrin- um verður, spilar aftur á móti af sérbuxurnartrekk I trekk,og kemst vitaskuld i kynni við fjöld merkismanna, þar á meðal sjálfan Goethe leyndar- ráð i Weimar. 1 fangelsi er Jörundur sjaldn- ast kominn fyrr en hann er bú- inn að vinna sér trúnað og traust yfirboðara, kominn til nokkurra mannvirðinga, frir af spilafikn, og er hann þá lika að brjótast i ritverkum, skrifar um ferðir sinar og konungdóm á Islandi, trúmál, pólitik og hagfræði, skáldsögur og leikrit, stælir bæði Swift og Defoe að sögn og tekur sér fyrir hendur að yrkja Holberg upp á ensku. Það má minnsta kosti ætla um leikrit hans um lærdómsmanninn frá Oxford, Robertus Montanus, aö hann sé runninn frá Erasmusi Holbergs. Hefur Jörundur þó stopult næði til ritstarfanna i fangelsinu þar sem fangarnir I kringum hann eru „stöðugt að rifast, formæla og spila á fiðl- ur,” segir hann. Það hafa veriö ljótu lætin, ef ekki er um að tefla einhvern misskilning þýðarans. I útlegðinni i Astraliu finnur ævintýramaðurinn loks frið og frelsi um siðir, gerist löggæslu- maður og lögreglustjóri og ráð- settur borgari og skrifar i þeim sporum ævinnar þá sögu sem hér er útgefin. Það er skaði að enginn skuli hafa komið auga á þaö skáldsöguefni sem hér ligg- ur geymt handa lögnum og leiknum höfundi og I skáldsög- unni rakið bióefni með alþjóð- legum stórstjörnum i hlutverk- unum. Þá mundi loks sópa að Jörundi, og þar á hann sannar- lega heima, á biótjaldi heims- ins. Bók þessi á sér dálitið skrýtna útgáfusögu að baki. Jörundur samdi minningar sinar á efri árum i Tasmaniu, eða Van Diemens Land, og birti þær i timariti þar árin 1835 og 1838. Ariö 1891 var sagan gefin út að nýju i London, endursamin eftir handriti höfundarins, sem varðveitt er i British Muse- um, af J.F. Hogan sem einnig skrifaði formála og eftirmála um Jörund og önnur rit hans. Einhverjar taugar til Jörundar kunna að leynast á meðal útarfa hans i Danmörku. Svo mikið er vist að bók Hogans var fyrir skömmu þýdd og útgefin i Dan- mörku, og það er þessi danska útgáfa verksins sem nú hefur veriðþýdd á islensku. Eiginlega er það skaði, úr þvi ráðist var i þetta verk, að ekki skuli meiri metnaður við það lagður: texti Hogans minnsta kosti borinn saman við frumgerð Jörundar, saminn sjálfstæður inngangur að sögunni i stað formála Hogans og aukið við ævisöguna nauðsynlegum skýringum. Efn- ið er alveg nógu skemmtilegt, og liklega nógur áhugi á þvi hér á landi, til að nokkurs sé til þess kostandi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.