Vísir - 12.02.1975, Side 5

Vísir - 12.02.1975, Side 5
5 Vlsir Miðvikudagur 12. febriiar 1975 RGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: G.P. „Látið ekki ör- vœntinguna grípa ykkur," — er orðsendingin, sem Kissinger flytur frá Allon utan- ríkisráðherra Israels til Sadats Egyptalandsforseta Yigal Allon, utanrik- isráðherra ísraels, sagði i gærkvöldi, undir lok heimsóknar Henry Kissingers hjá ráða- mönnum þar, að ísraelsriki væri reiðu- búið til að taka nokkra áhættu i viðleitni sinni til að ná friði við ná- grannalöndin. — Hann kvað lausnina á deilum Araba og ísraela ekki vera fólgna i hernaðar- legum aðgerðum. t kvöldverðarboði, sem haldið var til heiðurs bandaríska utan- rlkisráöherranum, lagði Allon áherzlu á, að tsrael væri reiðubúið til friöarsamninga ekki aðeins viö Egypta, heldur öll Arabarlkin. Dr. Kissinger, sem hefur sið- ustu tvo dagana kannað afstöðu israelskra ráðamanna til friðar- viðræðna, sagði I þessu kvöld- verðarboði, að tsrael yrði að sýna mótaðilunum traust með einhverjum eftirgjöfum til að ná friöi. Kissinger átti að fljúga i morgun til Kairó til viðræðna við Sadat Egyptalandsforseta. Mun Sadat gera honum grein fyrir viðbrögðum Egypta við siðustu tilboðum tsraelsmanna. Friðarerindrekinn gerir sér vonir um að fá þvi komið fram i þessari ferð, að Israelsmenn skili einhverju af Sinaieyði- mörkinni aftur til Egyptalands gegn pólitískum viðurkenning- um Egypta i staðinn. Margaret boðar ný Svelta sig enn Tuttugu manns eru nú i hungurverkfalli i fangelsum írska lýð- veldisins og krefjast all- ir, að með þá sé farið sem pólitiska fanga. — Stjórnin í Dublin hefur til þessa þverneitað að verða við kröfum fanganna, en á þar á hættu að snúa almenningsálitinu á sveif með hinum útlægu samtökum IRA (irska lýðveldishernum). Margir kvfða þvi, að sú tog- streita, sem myndazt hefur vegna hungurverkfallsins, verði til þess, að IRA bindi enda á nýsett vopna- hlé sitt á Norður-lrlandi. Alls sitja um 140 manns i fangelsum I Eire, grunaðir um aðild að hinum ólöglegu samtök- um IRA. Fœr þrjá unga úr hverju eggi Sovézkur visinda- maður hefur fundið að- ferð til að búa til þrjá unga úr einu eggi, að þvi er Tass-fréttastof- an skýrði frá i gær- kvöldi. Þar segir, að Gherman Svya- togor við Leningradháskóla hafi skýrt ráðstefnu frjóvgunar- fræðinga frá aðferð sinni. Ligg- ur hún i þvi að setja egg I sótt- hreinsunarkassa, borað á það litið gat og ná út úr þvi rauð- unni. Meö skurðhnif skiptir hann siöan lifandi frumunum I ör- smáar stærðir og ósýnilegar nema i smásjá. Þannig setur hann þær síðan aftur inn i eggið og lokar þvi. Tjáði hann sérfræðingunum, að með þessum hætti hefði hann fengið þrjá unga úr einu hænu- eggi, úr andareggjum o.fl. Fyrsta dag sinn sem leiðtogi ihaldsf lokksins hóf Margaret Thatcher á því að undirbúa fund með helztu ráðunautum sínum innan flokksins, þar sem fjallað verður um, hvern- ig flokknum verður bezt gefinn hinn „nýi svipur og ný stef na", eins og hún hafði lofað. Kjör hennar i formannsemb- ættið 1 gær, þar sem hún fékk sjö atkvæðum meir en hún þurfti til þess að hljóta hreinan meiri- hluta (146 af 276 atkvæðum) þykir mikill sigur kvenréttinda- hreyfingarinnar á Englandi. — Sem leiðtogi íhaldsflokksins er hugsanlegt, að hún gæti orðið fyrsta konan, sem yrði forsætis- ráðherra, ef flokkurinn kæmist I stjórnaraöstöðu. Þegar úrslitin lágu fyrir i gær, sagði Thatcher, að það mundu verða breytingar á stefnu flokksins, en kvaðst ekki mundu hlaupa aö neinu i þvi sambandi. Hún viðurkenndi, að hún hefði litla reynslu á sviði utanrfkis- mála, en kvaðst vera fljót að læra. Margaret Thatcher kvaðst gera sér vonir um að fá ,,ung andlitog nýja hæfileika” fram i fylkingarbrjóst flokksins. — Hún hafði áöur sagt, að hún mundi biðja Edward Heath aö sitja I „skuggaráöuneyti” stjórnarandstöðunnar, en Heath þykir ekki lfklegur til að þiggja þaö boð. Hinir f jórir frambjóðendurnir til formannsembættisins voru ekki hálfdrættingar hennar i at- kvæðagreiðslunni 1 gær. Fékk William Whitelaw 79 atkvæði, en sir Geoffrey Howe 19 og James Prior 19. John Peyton fékk 11 atkvæði. Edward Heath, sem verið hefur leiðtogi flokksins siðan i júli 1965, sagöi af sér, þegar hann tapaði fyrir Margaret Thatcher i fyrstu atkvæða- greiðslunni, en hún fór fram i siðustu viku. — Kom það nokkuð á óvart, hve íhaldsmenn höfðu veriö óánægðir með forystu Heaths, miðað við hve mikils á- lits hann naut erlendis. En eftir ósigra I þrem kosningum af fjórum (tveim á siðasta ári), er ljóst, að flokksmenn hafa ekki treyst honum til að leiða flokk- inn til sigurs i þeim fimmtu. Vék Margaret Thatcher ó- beint að þessu, þegar hún sagöi eftir kosninguna i gær, að hún andlit mundi beita sér fyrir þvi að fá ný andlit i flokksforystuna og innleiða nýjan anda meðal flokksmanna. Thatcher, sem þykir mjög hægrisinnuð, mun fylgja jafnvel enn harðari stefnu i efnahags- málum en Heath gerði. Varð þaö þó stjórn ihaldsmanna að falli, þegar hann lenti i útistöð- um við námamenn með þvi að neita að sveigja af stefnu flokksins I launafrystingarmál- um á sinum tima. — Thatcher mun kappsmál að vinna á verð- bólgunni, hvað sem þaö kostar — jafnvel aukið atvinnuleysi. Framsýnir menn spá þvi, að flokknum muni vaxa fylgi með- al kvenna eftir þessi tiðindi i gær, en á hinn bóginn tapa at- kvæðum meðal launþega af lægri launaflokkum. Margaret Thatcher á sigurstundu, þegar úrslitin i atkvæðagreiðslunni I gær lágu fyrir. Sigurvimunnar njóta með henni, maður hennar, Mark Thatcher, og Denis sonur þeirra.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.