Vísir - 12.02.1975, Síða 8
Vísir Miövikudagur 12. febrúar 1975
Visir Miðvikudagur 12. febrúar 1975
Umsjón: Hallur Símonarson
Hér vilja allir
allt fyrir mig
gera og ég
kann vel við mig
Jóhannes Eðvaidssan
,,Já ég er kominn i þann
bæ, sem mest samskipti
hefur haft við ísland á
knattspyrnusviðinu á
undanförnum árum”, sagði
Jóhannes Eðvaldsson, er
við ræddum við hann i Hol-
bæk á iostudaginn i siðustu
viku. Hann var þá nýkom-
inn frá Landskrona i Svi-
þjóð, þar sem Holbæk lék
við heimamenn og beið
ósigur. Tapaði með einu
marki ge,gn engu.
ykkur að dvelja hjá mér, ef þið viljið,
nóg er húsrýmið”.
Greinilegt er að Jóhannes kann
mjög vel við sig i Holbæk, og koma
hans þangað hefur vakið athygli, enda
hafa dönsku blöðin, þar á meðal stað-
arblaðið, kynnt Jóhannes rækilega
fyrir lesendum sinum. „Landskrona,
sænska liðið sem við töpuðum fyrir, er
einhvers staðar i miðri deildinni.
Leikið var á möl, en framundan eru
mörg verkefni hjá okkur. Næsta
laugardag leikum við i Halmstad, þar
næst i Póllandi, en fyrsti leikurinn i
deildinni. Þeir unnu hana og svo 2.
deildina árið eftir”.
Keppnin i deildunum hefst 23. marz
og þá byrjar slagurinn fyrir alvöru hjá
Jóhannesi. „Samtals leikur Holbæk 50
til 55 leiki i sumar, svo það er eins gott
að vera i fullu f jöri, ef maður á að tolla
i liöinu”.
A milli þess sem Jóhannes sker
brauð og leggur á borð fyrir okkur,
innum við hann eftir samherjunum.
Það kemur i ljós, að sumir eru honum
ekki með öllu ókunnugir. „Fyrst vil ég
nefna Jörgen Jörgensen, en honum
Magnús Gíslason rœðir við
Jóhannes Eðvaldsson í Holbœk
„Leikurinn hefði alveg eins getað
farið á hinn veginn. Ég lék aðeins með
I siðarihálfleik.úthaldið var ekki nægi-
legt, og einnig hefur hælsæri háð mér
að undanförnu. Ég vona bara að skoða
megi fyrsta leikinn sem fararheill.
Markið var sjálfsmark — en ég skor-
aöi það ekki sem betur fer. Hins vegar
munaði litlu, að ég skoraði hjá Lands-
krona — markvörðurinn bjargaði með
naumindum á linunni”.
Jóhannes hefur glæsilegt einbýlis-
hús til umráða. Er það um 100 fer-
metrar og búið öllum fullkomnustu
þægindum. „Ég fyllisttómleikakenndi
þessu stóra húsi”, sagði Jóhannes og
hló við. „Ég er búinn að fá loforð fyrir
minni fbúð, þvi þessi er allt of stór
fyrir mig. — Nei, ég leik ekki á slikt
hljóðfæri”, sagði Jóhannes, þegar
Jón Asgeirsson fréttamaður, sem
einnig heimsótti hann, fór að fitla við
nótnaborðið á spegilfægðum og glans-
andi flygli, sem stóð i stofunni innan
um alla djúpu stólana, „Ég gæti boðið
Holbæk i vor verður við Malmö FF. Ný
flóðljós verða þá tekin i notkun, þau
næstfullkomnustu og beztu i Dan-
mörku, — aðeins Idrættesparken i
Kaupmannahöfn er með fullkomnari
flóðljós. Jafnframt verður þetta sein-
asti æfingaleikur Malmö FF fyrir leik-
inn við Ferencvaros frá Ungverjalandi
i Evrópukeppninni”.
Aðstæður til iþróttaiðkana i Holbæk
eru hinar ákjósanlegustu i alla staði,
og stöðugt er verið að byggja upp. Auk
flóöljósanna er verið að taka i notkun
sali fyrir ýmsar inniiþróttir svo sem
borðtennis og fleiri greinar.
„tþróttir eru hér i miklum hávegum
haföar, og knattspyrnumennirnir
stefna i ár að þvi að verða Dan-
merkurmeistarar, hvorki meira né
minna”, segir Jóhannes. „Siðast urðu
þeir i f jórða sæti og nú verður allt lagt i
sölurnar til að ná þvi fyrsta. Þjálfar-
inn sænski, Bosse Hakansson, hlýtur
að vera frábær. 1 Danmörku byrjaði
hann með B 1903 og gerði þá að meist-
urum. Siðan tók hann við Holbæk i 3.
kynntistégfyrstsem ungum pilti, þeg-
ar Holbæk lék við Val heima á tslandi.
Þá má nefna Torbjörn Nielsen, sem
var hjá Bayern Munchen, en komst
aldrei i aðalliðið og sneri heim — mjög
góður leikmaður. Þá eru margir aðrir
góðir leikmenn i aðalliðinu”.
Menn lifa ekki á andrúmsloftinu
einu saman i Danmörku fremur en á
tslandi, segjum við til að forvitnast ör-
litið um hagi Jóhannesar i Hoibæk . . .
„Hákansson kenndi leikfimi hér i Hol-
bæk, en ég tek við af honum. Það er
allvel launað starf — og nægir mér
alveg. Ýmsa aðra fyrirgreiðslu hef ég
fengið — hlunnindi, sem ég vil ekki ti-
unda hér.
Nú svo er verið að vinna að þvi, að
ég komist i sjúkraþjálfaranámið, sem
ég legg allt kapp á að geta hafið sem
allra fyrst. Ég held, að það hljóti að
verða skemmtilegt að dveljast hér, en
örugglega hef ég gagn af dvölinni
hérna og á sjálfsagt mikið eftir að
læra”. emm
Knattspyrnukapparnir Jóhannes Eðvaldsson, til vinstri
á myndinni, og Asgeir Sigurvinsson (3ji), ásamt frétta-
mönnunum Jóni Asgeirssyni og Sigtryggi Sigtryggssyni i
Volvo-vcizlunni i Kaupmannahöfn, þegar afhent veru
verðlaun til iþróttamanns N.orðurlanda. Ljósmynd
Magnús Gislason.
Herm Kuipers I heimsmeistarakeppninni i Osló, þar sem hann hlaut heimsmcistaratitilinn
Einn minnsti munur í
sögu skautahlaupanna!
— þegar Hollendingurinn Harm Kuipers varð heimsmeistari
í skautahlaupum í Osló rétt ó undan Ivanov, Sovétríkjunum
Hollenzki læknastúdentinn
Harm Kuipers, sem er 27 ára,
varð heimsmeistari i skauta-
hlaupum á HM í Osló um helgina
— og var sigur hans einn hinn
knappasti, sem um getur á HM.
Kuipers hlaut 176.002 stig og varð
rétt á undan sovézka skauta-
hlauparanum, Vladimir Ivanov,
sem fékk samanlagt 176.048 stig.
Það var sem sagt aðeins
sekúndubrot, sem skildi þá að
eftir hlaupagreinarnar fjórar.
Eftir keppnina sagði Kuipers að
hann myndi nú leggja skauta-
skóna á hilluna og einbeita sér að
náminu.
Fyrirfram var búizt við því, að
Gunnar Hjartarson
meistari í krambúl
Gunnar Hjartarson varð Is-
landsmeistari i krambúli (bill-
jard) i gærkvöldi, þegar hann
sigraði Finnboga Guðmarsson i
úrsiitaleiknum með 500 gegn 455.
i undanúrslitum lék Gunnar við
Stefán Aðalsteinsson og sigraði
300-180, en þá var leikið upp i 300,
og Finnbogi vann Agúst Agústs-
son 300-160. Úrsiitaieikurinn milli
Gunnars og Finnboga var mjög
tvisýnn eins og tölurnar bera með
sér, og spenna mikil, jafnt meðal
áhorfenda sem keppenda.
i keppninni um islandsmeist-
aratitilinn I snóker, sem háð var
fyrir nokkru siðan, varö Agúst
Agústsson hlutskarpastur.
Meistaramót islands innanhúss
fyrir drengi og stúlkur fer fram i
hinu nýja íþróttahúsi Garðhrepp-
inga, Asgarði, kl. 14. laugardag-
inn 15. febrúar. Þátttökutil-
kynningar berist til Páls Pálsson-
ar eða pósthólf FRt i iþróttamið-
stöðinni Laugardal fyrir 13.
febrúar.
Eftirtaldar greinar eru:
Stúlkur: Ilástökk, langstökk án
atrennu.
Drengir: Hástökk, langstökk án
atrennu, þristökk án atr., hástökk
án atr. kúluvarp.
Þar sem nýja iþróttahúsið
býður upp á nýjar aðstæður fyrir
ýmsar íþróttagreinar, hefur
frjálsiþróttadeild Stjörnunnar
boðið nokkrum af bestu
hástökkvurum landsins til keppni
á mótinu.
Sten Stensen, Noregi, sem varð
heimsmeistari i fyrra, og
Evrópumeistari nýlega, myndi
verða aðalkeppinautur Hollend-
ingsins á mótinu. Svo varð þó ekki
— Sten mistókst i fyrstu keppni
mótsins, 500 metra hlaupinu.
Hann varð þar aðeins 18. — langt
á eftir þeim fyrstu, en Kuipers
varð þar annar. Samanlagt var
Stensen i fjórða sæti — 500 metra
hlaupið hafði þar afgerandi áhrif.
Úrslit samanlagt urðu þessi:
1. Kuipers; Holland, 176.002
2. Ivanov, Sovét, 176.048
3. Kondakov, Sovét, 176.382
4. Stensen, Noregi, 176.572
5. Kawahara, Japan, 176.787
6. Carroll, USA, 177.194
7. Sjöbrand, Noregi, 177.588
8. Storholt, Noregi, 177.614
Keppnin i slðustu greininni,
10000 m. hlaupinu, var gifurlega
hörð — og það við klukkuna hjá
þeim beztu. Svo virtist sem
Ivanov ætlaði að hljóta
heimsmeistaratitilinn, þegar
hann átti tvo hringi eftir af hinum
24. Hann var þá kominn framyfir
Kuipers samanlagt, þegar miðað
var við millitimann -— en úthaldið
var þá þrotið hjá honum, og
Ivanov varð 0.96 sekúndubrotum
frá HM-titlinum. Það var litið á
hinni löngu vegalengd.
Ivanov var þó langbeztur i 10000
m. hlaupinu og sigraði þar á
15:24.96 min. Stensen varð annar
á 15:40.05 min. og var með mjög
góðan millitíma framan af, en út-
haldið hjá honum brást einnig.
Varlamov, Sovét, varð þriðji i
hlaupinu á 15:41.92 min., en
Kuipers sjötti á 15:49.85 min, og
varð að taka á öllu til að bjarga
þeim tima. En forskot hans i
stigakeppninni var gott — og
nægði.
1 1500 m. hlaupinu varð Ámundi
Sjöbrand, Noregi, sigurvegari á
2:05.31 min. Dan Carroll, USA,
varð þar annar á 2:05.53 og
Kawahara, Japan, þriðji á 2:05.56
min. Kuipers varð i 5ta sæti á
2:05.88 min, og Stensen niundi á
2:07.01. Stensen sigraði hins veg-
ar með yfirburðum i 5000 m.
hlaupinu á laugardag — en féll
þar á 500 metrunum.
Mílumet féll um
þrjór sekúndur!
— Fróbœr órangur Marty Liquari ó móti innanhúss
í Philadelphíu — hljóp á 3:55,8 mínútum
Bandariski hlauparinn, Marty
Liquari, sem svo lengi var frá
keppni vegna lasleika, er nú held-
ur betur kominn i ham á ný. Um
helgina hljóp hann miluhlaup á
3:55.8 minútum á innanhússmóti i
Philadelphiu — og sigraði með
miklum yfirburðum. Þetta er
annar bezti timi, sem náðst hefur
i heiminum innanhúss á vega-
lengdinni. Liquari bætti brautar-
metið þarna i Philadelphiu um
heilar þrjár sekúndur — og broti
betur. Það átti Tony Waldrop
3:58.9 min. sett i fyrravetur.
Annar i hlaupinu varð Eamon
Ágúst ó góðum
tíma
Ágúst Asgeirss., iR, keppti i
1500 m á enska meistaramótinu
innanhúss I Lundúnum um helg-
ina. Hann varð fimmti i sinum
riðli á 3:57,0 min, allgóður timi.
íslandsmet hans er 3:52,0 min.
Mikil harka var i riðlinum, sem
Ágúst keppti i — honum var hrint
út af brautinni i átökunum, og
varð þá aftastur. Þrjá hlaupara
tókst honum að draga upp og fara
fram úr — en þá fjóra fyrstu réð
hann ekki við. Hann varð þvi 5ti
og komst ekki i úrslit.
Celtic
að gefa eftir
Celtic er að gefa eftir I keppn-
inni viö Rangers um skozka
meistaratitilinn i knattspyrnunni.
Celtic hefur orðið meistari sið-
ustu niu árin — frá 1966. 1 gær-
kvöidi gerði Celtic jafntefli á
heimavelli við Dumbarton 2-2 og
hefur nú 38 stig eftir 24 leiki.
Rangers er með 39 stig úr 23 leikj-
um. Þá léku Dunfermline og Dun-
dee Utd. I gær og sigraði Dundee
2-1.
Á Englandi tapaði Bury á
heimavelli fyrir Gillingham 0-1 i
3. deild og I 4. deild vann Nort-
hampton Scunthorpe 3-0.
Coghlan, Irlandi, sem hélt uppi
hraðanum framan af. Hann var
fjórum metrum á undan eftir 800
metra —■ en réð ekkert við
lokasprett Liquari. írinn hljóp á
4:00.4 min. Á sama móti hljóp
Angel Doyle, kornung stúlka frá
Pennsylvaniu, 60 jarda á 6.5 sek.
sem er jafnt heimsmetinu innan-
húss.
Heimsmethafinn i 1500 m
hlaupi, Filbert Bayi, Tanzaniu,
keppti á sama tima á móti i Los
Angeles og sigraði i mfluhlaupi á
3:59.6 min., rétt á undan Johnny
Walker, Nýja-Sjálandi, sem hljóp
á 3:59.9 min. Rod Dixon, Nýja-
Sjálandi, varðþriðjiá 4:01.1 min.,
en Bandarikjamaðurinn kunni,
Steve Prefontaine, reyndi að
halda I við þessa frægu hlaupara,
en tókst ekki.
Stoke City er komið á skrið aftur i 1. deildinni ensku og er nú efst með 35
stig ásamt Everton og Burnley. Stoke vann Tottenham létt I Lundúnum
á laugardag og þá var þessi mynd tekin. Ian Moores, miðhcrjinn ungi
hjá Stoke, til vinstri, og Dannes Smith; iniðvörður, stökkva þarna hátt
— en kappinn kunni hjá Tottcnham, Mike England, kemst ekki að. Ann-
ar landsliðsmaöur Tottenham, Ciryl Knowles, er til vinstri.
Thoeni í sérflokki
- ítalskur meistari
Meistaramótin i alpagreinum I
hinum ýmsu löndum Evrópu
standa nú yfir meðan hlé er á
keppninni um heim sbikarinn .
Hún hefst aftur 21. febrúar i
Japan.
I stórsvigskeppni italska meist-
aramótsins um siðustu helgi hafði
Gustavo Thoeni mikla yfirburði
— beinlinis lék sér að Piero Gros.
Greinilegt að Thoeni, sem hefur
forustu i keppninni um heims-
bikarinn, er hreint óstöðvandi
um þessar mundir. Timi hans var
2:14.58 min. Gros varð anhar á
2:16.21 min. og i þriðja sæti varð
Diego Amplatz á 2:17.54 min.
t bruninu varð Herbert Plank
Italskur meistari — en hann er
öruggasti brunmaður Italiu.
Hann sigraði á 1:52.69 min. vel á
undan Rolando Thoeni — bróður
hins fræga Gustavo — sem fékk
timann 1:53.80 min. Þetta er i
fyrsta skipti i vetur, sem Rolando
vekur athygli — en á undanförn-
um árum hefur hann oft verið
framarlega. 1 þriðja sæti varð
Stefáno Anzi á 1:53.82 min.
Nú er nóg komið af
- framundan
þessu, æfingar
Leikur Amerikukeppninnar að hefjast
Bommi, bezti leikmaður
Spörtu, leikur ekki
Polli verður miðherji,