Vísir - 12.02.1975, Side 16

Vísir - 12.02.1975, Side 16
Miðvikudagur 12. febrúar 1975 nisnsm: Hvernig lizt þér á að- gerðir rikisstjórn- arinnar i efnahags- málunum? Sigtryggur Jónsson, skrif- stofustjóri: Mér sýnist sem svo, að þetta muni leiða fljótt tilsvipaðs ástands eftir svona 5-6 mánuði. Þetta er eins og pissað sé i skóinn. Manni verður orðið kalt fljótt aftur. Þetta eru ekki varanlegar að- gerðir. Agúst Hróbjartsson, fast- eignasaii: Gr þetta ekki bara venjuleg aðgerð rikisstjórnar, hvort sem hún er til hægri eða vinstri? Ég held, að gengis- felling sé bara gálgafrestur á vandamálinu. Rögnvaldina Agústsdóttir, starfar hjá símanum: Við verðum að treysta stjórninni og vona, að hún geri rétt. Ein- hver verður að ráða fram úr hlutunum, og þegar við kjós- um mennina verðum við að treysta þeim. Okkur ber skylda til þess. Stefán Jökulsson, kennari: Mér lizt ekki vel á þær. Ég er hræddur um, að gengisfelling geti dregið dilk á eftir sé, þó sumir eflaust fagni þessu, einkum iðnrekendur. Haraldur Helgason, bllstjóri: Ég hef ekki vit á þvi. Það vissu þó allir, að eitthvað þurfti að gera. Hins vegar finnst mér gengisfelling leiðinleg, og þeir voru jú búnir að segja, að.hún þjónaði engum tilgangi núna. Guðiaug Lúðvlksdóttir, húsmóðir: Mér lizt ekki á þetta. Það er alltaf það sama og sama. Sifelldar gengis- breytingar og maður veit ekki, hvar þetta endar. MIÐAÐ VIÐ 20% GENGISFELLINGU: Fiat 12 7 hœkkar um 86 þús- und krónur — frystikista um ca. 11 þús. krónur Epli jafnt sem bllar, frysti- kistur og annað innflutt hækkar óhjákvæmilega I verði eftir gengisfellingu. Ef miðað er við 20 prósent gengisfellingu hækk- ar verð á eplakílóinu úr 169 krónum I 180, samkvæmt út- reikningum Júllusar Ólafsson- ar, framkvæmdastjóra Félags stórkaupmanna. „Þá má einnig taka dæmi um verð á frystikistu, sem I dag kostar 58 þúsund. Hún kemur til með að kosta um 69 þúsund, ef miöaö er við 20 prósent gengis- fellingu,” sagði Július ennfrem- ur. Og hann benti á, að það væri ekki öll hækkunin: „Fragtirnar hækka alitaf lika í framhaldi af gengisfellingu,” sagði hann. „Svo veit maður aldrei, hvað skeður fleira til hækkunar eða lækkunar vöruverðs. Á ég þá við það, hvað varðar álagningu og söluskatt,” bætti hann við. Næst sneri Visir sér til Helga Eyjólfssonar, sölustjóra hjá Davið Sigurðssyni. Upplýsti hann, að miðað við 20 prósent gengisfellingu kæmi Fiat 127 til með að hækka úr 515 þúsundum i 601 þúsund tilbúinn á götuna. —ÞJM Léleg veiði á loðnumiðunum: Aðeins tvö skip fengu afla í nótt — loðnan á vesturleið Aðeins tveir bátar höfðu klukkan tíu í morgun til- kynnt loðnuafla til loðnu- nefndar frá miðnætti síð- astliðnu. Það voru Náttfari með 190 tonn og Ásberg með 290 tonn. Til viðbótar þeim 8 bátum, sem I gærmorgun höföu tilkynnt sam- tals 2400 tonn þann sólarhring, komu þessi skip I gær: Gísli Arni, 390 tonn. Reykjaborg, 350 tonn. Flfill, 350 tonn. Bjarni Asmunds- son, 100 tonn. ólafur Sigurðsson, 120 tonn. Vlðir AK, 200 tonn. Bjarnarey, 90 tonn. Loðnan viröist vera dreifö á svæðinu eystra og erfitt að veiöa hana. Þar að auki var bræla á miðunum i nótt, en batnaði með morgninum. Reykjaborg var á leið til Vest- mannaeyja I gær og fékk þá loðnu út af Stokksnesi. Rannsóknar- skipið Arni Friðriksson hélt á staðinn, og sagði Hjálmar Vil- hjálmsson, fiskifræðingur, I morgun, að mikiö væri af loðnu, en hún væri dreifö og erfitt að ná henni. Hjálmar taldi, að varla gæti verið nema timaspursmál, hve- nær veiöar gætu hafizt af fullum krafti á Stokksnessvæðinu. Hins vegar virtist svo sem þessi loðnu- ganga ætlaði að ganga djúpt undan landi og koma ekki upp að fyrr en undan Ingólfshöfða eða jafnvel á Meðallandsbugt, I stað þess að koma upp á Lónsbugtina. Raunar væri það ekki einsdæmi, og sagðist hann láta sér detta i hug, að þetta stæði i sambandi við kuldaskil I sjónum á þessum slóð- um, sem færast töluvert til. Skipin eru nú einkum á tveimur svæðum, sagði Hjálmar, um 50 mfiur suð-austur af Seley og um 15—20 mllur út af Stokksnesi. Einhver fleiri en þau tvö, sem nefnd eru að framan, höfðu fengið einhvern reyting, en voru enn að snöpum og höföu ekki tilkynnt sig. —SH ÍSLENZKA MYNTIN EKKI FORGENGILEG bíllinn brann, seðlarnir stóðu af sér eld og vatn Tveir bllar brunnu slðdegis I gær, er verið var að gera við þá sinn I hvorum bilskúrnum I bæn- um. Fyrri bruninn varð rétt fyrir klukkan 6 I bilskúr við Sogaveg. Þar hafði maður verið að vinna við bil sinn. Hann var með logsuðutæki að sjóða bretti á bílnum, er neisti komst i benzín- poll á gólfi bilsins, er maðurinn hafði talið að væri einungis vatn. Bíllinn varð skjótt alelda en þó tókst að koma honum út áður en eldurinn læsti sig i bil- skúrinn. Slökkviliðið kom á vettvang og slökkti eldinn fljót- lega en billinn er talinn ónýtur eftir. Varla hafði slökkviliðið slökkt þennan eld, er annar bilbruni var tilkynntur og nú við Miðtún. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn var þar mikill eldur i bil og bílskúr. Einnig á þeim stað hafði kviknað i út frá logsuðu- tækjum, sem eigandinn var að vinna með. Skúrinn brann mikið að innan og óttaðist eigandinn, að 100 þúsund krónur, sem hann hafði geymt I úlpu sinni inni í skúrn- um væru nú orðnar að ösku einni. Er eldurinn hafði verið slökktur var farið inn og sást þá að úlpan var brunnin. En viti menn, veskið, sem seðlarnir voru I var svo til heilt og þar með var seðlabúntinu einnig borgið. Ja, það var gott til þess að vita, að á þessum siðustu timum væru verðlitlu seðlarnir þó I það minnsta eldtraustir. —JB ,Hengjum eins marga poka og við getum' „Við ætlum að hengja eins marga poka og við getum I dag”, sögðu þeir okkur strák- arnir, og þeir máttu ekki vera að því að segja okkur mikið meira en það, þvi þeir voru fljótir að koma auga á nýja bráð. Krakkarnir kunna reyndar vel að meta daginn I dag, það er öskudagur og ofan á það bætist svo, að fri er gefið I skólunum. Þeir, sem ekki nota sér það til þess aðsofa fram eftir, tygja sig snemma á fætur, taka öskupok- ana og síðan er farið að hengja. Liklega koma margir skraut- iegri heim i dag en þegar haldið var út I morgun. —EA/Ljósm. Bg Tveir leynivínsolar teknir Tveir bflstjórar af einni af leigubílstöðvum bæjarins voru teknir fyrir meinta leynivinsöiu aðfaranótt mánudagsins. Lög- reglan hafði fylgzt með blistjór- unum um skeið fyrir handtökuna, enda er annar bllstjóranna þekkt- ur fyrir svipaða iðju hjá lögregl- unni. Sá bllstjóranna var gripinn við sölu, en við yfirheyrslur hefur hann þó ekki viðurkennt á sig neina sekt. Hinn bflstjórinn var með eina og hálfa flösku i fórum sinum, er talið var að væru ætlað- ar til sölu. —JB Hreinsunarstopp í Norglobal Norglobal tók ekki á móti loðnu Igær og var ekki farinn að taka á móti i morgun, þegar sið- ast til fréttist. Að sögn Vil- hjálms Ingvarssonar, fram- kvæmdastjóra Hafslldar/ls- bjarnarins, verður skipið að stöðva vinnslu óg móttöku einu sinni I viku tii að hreinsa verk- smiðjuna. Þróarrými i vinnsluskipinu er 3600 tonn, og þegar kemur að hreinsun hættir skipið að taka á móti, vinnur úr þvl, sem það hefur þegar tekið og tekur ekki við á ný, fyrr en að hreinsun lok- inni. Eins og fram kom I VIsi I gær, fór Suðurland með 1200 tonn af ósekkjuðu loðnumjöli upp I sölu til hafna I Vestur-Evrópu, þar sem fengizt hefur gott verð fyrir mjölið. Vilhjálmur var spurð- ur, hvort auðveldara væri að selja mjölið ósekkjað en sekkj- að: „Það er upp og ofan”, svaraði Vilhjálmur Ingvarsson. „En þaö virðist vera, að ýmsir stærri kaupendur I Vestur-Evrópu kaupi það ekki öðruvisi en ósekkjað. Má þar til nefna fyrir- tæki i Þýzkalandi og Bretlandi. Hins vegar er óhugsandi fyrir ýmsa minni kaupendur að kaupa það nema sekkjað, og það sem selt er til Austur-Evrþópu, veröur allt að vera sekkjað. En sjálfsagt er það framtlðin að selja mjölið að einhverju leyti ósekkjað”. íslenzkar verksmiðjur eiga engan kost á að geyma mjölið ósekkjað, og Vilhjálmur var spurður, hvort ekki yrði farið út I aö koma upp aðstöðu til þess að varðveita hér ósekkjað mjöl. „Það er gífurlega dýrt”, sagði hann. „Það þarf þá að byggja geymsluturna állka og eru hér inni við Sundahöfn. Sjálfsagt kemur þetta þó, en eins og ég sagði — stundum er auðveldara að selja sekkjað og stundum ósekkjað”. . Ekki er auðvelt að spá um, hve mikið loðnumjöl verður hér til eftir vertiðina, en fyrir utan þá samninga, sem Hafslld/Is- björninn hefur gert um sölu á ósekkjuðu mjöli, munu ekki vera aðrir samningar en Rússa- samningarnir, þar sem þeir ætla að kaupa um 30 þúsund tonn af loðnu-þorsk- og spærlingsmjöli, en viðræður um sölu til Póllands munu vera fyrirhugaðar. —SH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.