Vísir


Vísir - 13.02.1975, Qupperneq 1

Vísir - 13.02.1975, Qupperneq 1
65. árg. —Fimmtudagur 13. febrúar 1975 — 37. tbl. KJÖR SJÓMANNA BÆTT — baksíða Fiskverð hœkkar um allt að 27 % — sóknin breytist STÓRFISKAR VERÐA NÓ HUNDELTIR UM HAFIÐ 50 þúsund hofo séð Gildruna — bls. 3 Bréf á villigötum - bls. 3 GEIR STJÓRNAR FH TIL SIGURS íþróttir í opnu LÁTA SIG EFNAHAGS- MÁLIN LITLU SKIPTA Það voru ekki allir jafn þungbúnir á svip i gær. Efnahagsmál þjóðarinnar lágu þessum krökkum i léttu rúmi. Það var öskudagur og það gaf fullt tilefni til að vera kátur. Þessir borgarar urðu á vegi Bjarnleifs Ijósmyndara Visis i Búlandi i gærdag. Þeir voru I hópi jafnaldra sinna, sem sungu hátt og snjailt — og iaumuðu öskupoka aftan I einstaka vegfaranda, ef þvi varð við komið. — ÞJM Menn voru rétt farnir að imynda sér það, að vorið hefði þegar hafið innreið sina. Það var svo dæmalaust dásamlegt veður. En svo byrj- aði allt i einu að snjóa í gærdag. Það var óumflýjanlega vetur ennþá og ekki timabært að afklæðast hettuúipunum. Þessa mynd tók Ijósm. Visis, Bragi, á Lækjartorgi I gær, þegar veðurguðirnir minntu á það, hvaða árstið stæði yfir. — en smófiskar lótnir eiga sig Fiskverð hækkar mikið á sumum tegund- um, svo sem stórum þorski og ufsa. Búast má við verulegri breytingu á sókn, þannig að stór- fiskar verði hundeltir um hafið, en aðrir látnir i friði. Yfirnefnd verðlagsráðs sam- þykkti I gær miklar breytingar á stærðarflokkun, sem verðbreyt- ingar voru byggðar á. Ekki er unntað tala um meðaltalshækkun á fiskverði vegna hinna mörgu flokka. Stór ufsi, sem er flakaður i salt og seldur aðallega til Vestur-Evrópu, hækkar um 27%, úr 19,70 krónum kilóið i 25 krónur. Þetta er ufsi, sem er meira en 85 sentimetra langur. Hins vegar ækkar smærri ufsi, sem fer i frystingu og einkum er seldur til Rússlands, nánast ekki neitt vegna aðstæðna á markaðinum. Stærsti flokkur þorsksins, sem er yfir 75 sentimetrar, hækkar i verði um 25,6% úr 30,25 krónum kilóiö i 38 krónur. Hins vegar lækkar verðá smáþorski um 7,5% en veruleg hækkun verður á milli- stærðum, 54—74 sentimetrar. Þar er hækkunin 11%. Hækkun á verði stóra þorsksins kemur einkum til góða vertiðarflotanum, sem veiðir á miðum frá Hornafirði til Snæfellsness. Litil hækkun verður á karfa. tæp 9%, enda stendur hann illa á markaðinum. Þetta mun vafa- laust þýða, að togararnir snúa sér frá karfa og að þorskveiðum i miklum mæli. Steinbitur hækkar aðeins um 10,2%. Ýsan verður upp úr sjó á sama verði og þorskurinn, sem þýðir, að hlutur hennar rýrnar. Þessu veldur, að viðskiptavinum okkar erlendis geðjast ekki jafn- vel að ýsu og þorski, svo sem i Ameriku. Ofurlitil hækkun verður þó á ýsu yfir 54 sentimetrar. Klofningur varð i yfirnefnd, og var verðið samþykkt með at- kvæðum oddamanns, annars fulltrúa kaupenda og annars fulltrúa seljenda gegn atkvæðum eins fulltrúa kaupenda og eins fulltrúa seljenda. „Okkur þótti það ábyrgðarhluti að draga þetta lengur, svo að við lögðumst á höggstokkinn”, sagði Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjómanna, i viðtali við Visi i morgun. Verði á loðnu til bræðslu sagt upp Verð á loðnu til bræðslu var bundið gengi, og var þvi sagt upp af seljendum i fyrrakvöld. Yfir- nefnd fæst i dag við þann vanda að semja um nýtt verð. A meðan mun þaðfrestast að ganga endan- lega frá almenna fiskverðinu. Framangreindar upplýsingar eru þvi birtar með þeim fyrirvara, að ekki er búið að ganga til fullnustu frá verðlagsmálunum. —HH Bensínið hœkkar Fargjaldið til útlanda — baksíða hœkkar — baksíða

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.