Vísir - 17.02.1975, Side 2

Vísir - 17.02.1975, Side 2
2 Vlsir. Mánudagur 17. febrúar 1975 visntsm: Hvert er þitt uppá- haldshljóð? Kristján Rúnar Kristjánsson, nemi: — Hljóðið, þegar ég sturta niður i salerni. Kolbeinn Magnússon, nemi I Reykholti:— Sándið i gitarnum hans Björgvins Gislasonar. Kristján Hansen, nemi: — Hnegg i skagfirzku hrossi. Guðmundur Geirdal, nemi: — Kurrið I kanarifuglinum min- um, þegar hann er að reyna að herma eftir mér. Ingimar Bry njólfsson, sjó- maður: — Hljóðið sem kemur þegar ég afmeyja flösku. Næst bezta hljóðið kemur, þegar ég helli i glasið. Kristján Aðalsteinsson, nemi: — Ég kann bezt við þögnina. „LÖGREGLAN SJÁLF BRÝZT HÉR INN" segir eigandi „hótelsins" á Laugavegi 32 ,,Ég er orðinn þreyttur á þessu þvargi og tali um þetta hús. Lögreglan sjálf brýzt hér inn og gefur þá eina skýringu, að þjófnaður hafi verið framinn á Laugavegi 3 og segist rekja sporin hingað, hvernig sem það má nú vera hægt á þurrum gangstéttum. Það liggur við að ég sé hættur að kalla þetta Laugaveg þrjátiu og tvö heldur kalla ég þetta Laugaveg „dirty two”.” Þetta sagði Björgvin Her- mannsson, sem rekur gisti- heimili að Laugavegi 32, þegar hann hafði samband við blaðið vegna fréttar sem birtist. Var þar sagt frá þvi að lögreglan hefði tvisvar þurft að hafa af- skipti af húsinu aðfaranótt fimmtudags. 1 fyrra skiptið var kvartað undan hávaða og fór lögreglan á staöinn og tók fimm til yfir- heyrslu. Nokkru siðar fór lög- reglan umbeðin á staðinn til þess að aðstoða mann við að ná unnustu sinni úr húsinu. En hún vildi ekki koma. ,,Mér var ekki gefin þessi skýring þegar lögreglan barði hér að dyrum. Þeir sögðust koma hér út af þjófnaði. Þeir settu hönd fyrir gægjugatið hér á útidyrahurðinni og ég sagðist litið hafa við þá að tala, sem gætu ekki sýnt sig. Ég opnaði þegar höndin var tekin frá, og spuröi um erindi, en einn þeirra setti fótinn fyrir dyrnar. Hann kom svo inn, en ég var fljótur að skella hurðinni á eftir honum. Hann komst ekki út þvi hurðina veröur að opna með lykli bæði innan og utan.” „Hann hefur liklega orðið hræddur þvi hann kallaði út til hinna og sagði þeim að kalla út meira lið. Þeir brutu siðan upp bakdyrnar og eyðilögðu dyra- karminn. Ég leyfði þeim siðan aö kikja inn á herbergin og þeir funduað sjálfsögðu ekki neitt.” „Ég þekki marga ágætis menn i lögreglunni en það virð- ast vera þarna einhverjir sem ekki geta stillt sig um svona hluti eins og að brjótast inn á lögheimili manns.” — EA Mólverk, teikningar og gullsmíði í Norrœna húsinu Sýning á málverkum, teikning- um og gulismiði hófst I Norræna húsinu á laugardaginn, og eru þetta allt verk eins og sama mannsins, Baldvins Björnssonar. Baldvin er reyndar látinn fyrir nokkuð mörgum árum, en það eru synir hans, sonarsynir ásamt gömlum vinum Baldvins, sem standa að þessari sýningu og stendur hún til 23. febrúar. Baldvin ferðaðist mikið á með- an hann var á lífi, og eru margar myndahans úr þeim ferðalögum. Hann fór til dæmis I langt flakk um Austur-Prússland og vestur- héruð Póllands, en úr þeirri ferð er elzta myndin, sem varðveitt er eftir hann. Er það lítil vatnslita- mynd frá 1902. Baldvin bjó bæði erlendis og hér á landi, en árið 1935 kom hann alkominn til Reykjavikur og starfaöi hér þann áratug sem hann átti ólifaðan — EA Mt LESENDUR HAFA ORÐIÐ Vita betur um „Drag Raicing" „Þann 7. febrúar sl. rákumst viö á i dagblaðinu Visi grein, sem bar yfirskriftina „Er hér ekki of langt gengiö”. Er þar ráðizt harkalega á hina geysi- vinsælu iþrótt Banda- rikjanna „ Drag Raicing”. 1 þessari grein er þvi haldið fram, að brautin sé um hundrað metra löng. Það er ekki rétt. Brautarlengdin i „Drag Raicing” er upp á sentimeter 1320 fet, og það eru góðir hundrað metrar. Að „gamanið sé búið” þegar einni spyrnu lýkur er rangt mál. Vissulega koma fyrir óhöpp, „Engine blowing” og slikt, en það heyrir til algerra undantekninga. Drag Raicing varö ekki til á einum degi. 1 tugi ára hefur hann þróast með bilaiðnaðinum. Þessi tegund kappaksturs skiptist i marga flokka. Má nefna Roadstera, Funny Cars, FD/dragstera, AA/FD drag- stera o. fl. Keppt er i hinum ýmsu greinum, og fer skiptingin eftir útbúnaði bllanna. Þeir skæðustu fara á 6.5 - 7.0 sek. 1320 fetin og hafa þá náö 200-230 milria hraða. Fæstum þessara bila má aka á götum i Banda- rikjunum. Slysatiðni er afar lág, og mættu margar okkur nærstand- andi iþróttir vara sig á þvi sviöi. Þessi iþrótt hefur margt gott látið af sér leiða. Mikilvægar uppgötvanir hafa veriðgerðar.sem bilaiðnaðurinn hefur notfært sér, og er nú svo komið, að frægustu hönnuðir þessara farartækja eru á svimandi háum launum hjá hin- um ýmsu bilaverksmiðjum. Getum við nefnt sem dæmi uppgötvanir á þessum sviðum: öryggisútbúnaði, þolpróf og eldsneytisnýtingu véla, gir kassaframleiðslu, driffram- leiðslu, dekkjaframleiðslu, lakkframleiðslu, loftmótstöðu farartækja, sem getur haft áhrif á aksturshæfni bila og ótal margt fleira. Það grófasta sem fram kemur grein þessari, er hvort „Drag Raicing” sé heppilegt á timum orkukreppu. Við viljum benda á að vélar þær, sem eru i framan- töldum bilum ganga ekki fyrir benslni eða olfu, heldúr elds- neyti sem heitir „Nitro” og er yfirleitt 80 %, og eldsneytis- geymarnirtaka i hæsta lagi 10 litra. Fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Halldór Jóhannesson og Arthur Bogason, Akureyri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.