Vísir - 17.02.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 17.02.1975, Blaðsíða 13
Vlsir. Mánudagur 17. febrúar 1975 13 Gestirnir sjó um þorstann L síðaim j — gestgjafarnir um hungrið Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir Við ætium að hafa opið hús á næstunni. Allir vin- irnir koma og þeir geta orðið anzi margir. Það gerir ekkert til þó að við vitum ekki um fjöldann, því að hver ætlar að koma með flösku með sér. Það eina sem við sjáum um að þessu sinni er að eitthvað sé til i húsinu til að narta í. Aður fyrr þótti ekki fært að halda veizlu, nema gestgjafinn legði til bæði vin og matföng. Nú er það sem betur fer að verða æ algengara að gestirnir sjái um guðaveigarnar, enda þær orðn- ar, svo að ekki sé meira sagt óhóflega dýrar. Þetta þýðir auð- vitað að vinir geta blandað geði oftar, yfir svo sem einu glasi, án þess að gestgjafinn þurfi að byrja strax að vinna fyrir næstu veizlu. Mest er um vert að allir skemmti sér, og til þess höfum við sett glös, kartöfluflögur og idýfur hér og þar um ibúðina, svona til að leggja áherzlu á að allir setjist ekki t.d. í kringum eina sófaborðið á heimilinu. Það verður einnig að sjá um að þeir sem þekkjast fyrir komi sér ekki saman i klikur. Meiningin með þessu boði er reyndar að kynnast nýju fólki. Ekki þar fyrir að maður eigi að starida i þvi allt kvöldið að skilja fólk að, það gæti eyðilagt stemmning- una. En ef það er gert á réttan máta má eiga von á að þessi, sem virkaði svona einstreng- ingslegurfyrr um kvöldið, reyn- ist vera hinn allra skemmtileg- asti náungi. Maturinn i þessa veizlu getur verið afar einfaldur, t.d. sildar- réttur, Peking-pottur og apri- kósuábætir. Uppskriftirnar koma hér á eftir. Þetta er aðeins uppástunga og hæglega mætti aðeins hafa réttina tvo, t.d. einn heitan rétt og ostabakka á eftir, eða bara sildarfat og pylsur. Allan mat og drykk er ágætt að setja á svona heimagerðan bar eins og við sjáum á mynd- inni. Við látum hvort tveggja bara vera þar allt kvöldið. Þá geta allir fengið sér þegar þá langar i. Borðið eða barinn er búið til úr spónaplötum, sem laghentur húsbóndi gæti gert i fljótheitum, en auðvitaö má lika nota eldhús- eða borðstofuborðið. . Ef vant- ar litil borð til þess að borða við eru eldhúskollarnir upplagðir. A þá má setja litla dúka eða munnþurrkur til að gera þá dálitið skemmtilegri. Hér koma svo matarupp- skriftir: Síldarfat 10-15 marineruð sildarflök ásamt 4-5 niðurskornum lauk- um, 1/2 dós saxaðar rauðbeður, 4 harðsoðin egg, 1 peli þeyttur rjómi, Lhrá eggjarauða. Sildin skorin i bita og raðað á stórt kringlótt fat i miðið, laukn- umraðaðutan með,þá söxuðum rauðbeðum. Harðsoðnum eggjarauðunum og þeyttum rjómanum blandað saman og sprautað þar utan með og siðast söxuðum eggjahvltunum. Hráa eggjarauðan sett i miðjuna. Peking-pottur 2 kg. svinakjöt, nautakjöt eða lambakjöt, 2-3 tsk. karri, 4 msk, hveiti, u.þ.b. 1 litri kjötkraftur eða vatn, 3/4 selleri (eða selleri- salt) 1/2 blómkálshöfuð (má sleppa), 4 laukar, 2 epli, 2 stk, grænn pipar, 1/2 dl. kinversk soja, salt og pipar, 1/2—3/4 dl. matarolia, 100-125 gr. möndlur, laussoðin hrisgrjón. Skerið kjötið i 1 sm þykkar sneiðar og siðan I litla bita. Brúnið i þykkbotnuðum potti ásamt karriinu. Snúið kjötinu og gætið þess að það brenni ekki við, stráið hveitinu yfir og hellið soðinu eða vatninu yfir smám saman. Látið lok yfir og sjóðið i 10 min. Skerið niður selleriiö i grófa bita og skiptið blómkálinu, sax- ið eplin, skerið laukinn i litla báta, hreinsið piparinn og sker- ið niður. Hitið oliuna á stórri pönnu. Steikið grænmetiö og eplin sam- an á pönnunni — ekki endilega allt saman I senn. Látið saman við kjötið I pottinum og bætið salti, pipar og soju út i. Látið réttinn sjóða i aðrar 10 mín. Hreinsið möndlurnar og skerið i ekki mjög litla bita eftir endi- , löngu með beittum hnif. Steikið þær nokkur augnablik á pönnu án þess að hafa feiti og setjið i pottinn. Berið fram strax. Það er hægt að laga réttinn fyrir fram og hita hann upp, en möndlurnar má ekki setja i fyrr en hann er borinn fram til þess að hann fái rétta bragðið. Einn- ig ætti suöutfmi að vera lengri á kjötinu ef t.d. er notað kinda- kjöt. Agætt er að drekka þurrt hvit- vln með þessum rétti. Apríkósuábætir 400 gr. þurrkaðar aprlkósur, u.þ.b. 1/2 1 rjómi, sykur eftir smekk og vanilla. Rifið súkku- laði. Leggið aprikósurnar i bleyti kvöldið áður en þær eiga að not- ast, þannig að vatnið fljóti yfir. Sjóðið þær i 15 min. og setjið vanilludropa út i. Takið 12-14 aprikósur frá og komið hinum i gegnum gróft sigti. Setjið sykur út I. Látið kólna. Þetta er auð- vitað allt hægt að gera daginn fyrir veizluna. Þeytið rjómann og blandið saman við aprlkósustöppuna. Setjið I skál. Skreytið með aprikósunum, sem teknar voru frá i upphafi, og rifið súkkulaði yfir. Einnig má setja ábætinn i litlar skálar. FLORIDA AUGLVSINGASTOFA KRISTINAH 36.2 svefnsófasett. Meó sófasettinu FLORIDA kynnum vió merka nýjung. Sófinn er jafnframt fullkomió hjónarum af beztu geró, þótt engan - gruni vió fyrstu sýn, aó um svefnsófa sé aó ræóa. KJORGARÐI SIMI 16975

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.