Vísir - 17.02.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 17.02.1975, Blaðsíða 11
Vlsir. Mánudagur 17. febrúar 1975 Vlsir. Mánudagur 17. febrúar 1975 11 Heimsmet í frjálsíþróttum Dwight Stones, USA setti nýtt heimsmet I há- stökki innanhúss — stökk 2.27 m á múti I Oklohoma i gær. Hcinismet hans utanhúss er 2.29 m en eldra metið innanhúss var 2.26 m sett fyrir nokkrum vikum. A móti I Prag á laugardag setti Helena Fibingerova, Tékkóslóvakiu, nýtt heimsmet innanhúss i kúluvarpi kvenna — varpaði 21.13 m. Hún átti eldra metið 20.75 m. Francie Larrieu. USA, setti þrjú heimsmet um helgina. Fyrst hljóp hún 1500 á 4:10.4 min. I Toronto á föstudag, en I gær hljóp hún mílu á 4:29.0 min I San Diego, Kalifornlu, og millitlmi hennar i 1500 m var þá 4:09.9 m. Paola Pigni á heimsmetið utanhúss I mituhlaupi 4:29.5 mín. og hljóp italska stúlkan á þeim tima 1973. Filbert Bayi, Tanzanlu, hljóp mflu á sama móti á 3:56.4 mln. 3ji bezti hcimstíminn og sigraði Rich Wohlhuter, sem hljóp á 3:58.4 min. Þaö er fyrsta tap Rich I 18 mótum. Johnny Walker, Nýja-Sjá- tandi, varö annar i hlaupinu á 3:56.9 mln. Heimsmetiö innanhúss á Tony Waldrope, USA, 3:55,0 min. -hsim. Þó kom tap hjó Standard Liege Standard Liege, liöið, setn Asgeir Sigurvins- son leikur með I Bclgiu, tapaöi i gær fyrir Lokeren 1-0 á útivelli. Molcnbeek vann 3-1 á úti- velli, Beershot. Anderlecht vann Bcringen 4-0. 1 Hollandi unnu efstu liðin. Eindhoven Excelsior 7-0, Twente-Ajax 1-3, Fcjenoord-IIaarlem 4-0. 1 Vestur-Þýzkalandi urðu helztu úrslit á laugar- dag. Bayern-Stuttgart 1-1, Tennis Borussia, Berlin-Borussia Mönchengladbach 1-3, Kickers Offenbach-Herta, Berlin, 3-1, Hamborg-Frankfurt 3-1, og Dusseldorf-Köln 3-0. A italiu vannJuventus Varese 3-0 og Lazio vann Sampdoria 2-0 á útiveili. Inter, Milanó tapaöi heiina fyrir Ascoli 0-1, og Fiorentina og AC Mialnó gerðu jafntefli 1-1. hslm Borðtennisinn er Ungverja! Istvan Jonyer, Ungverjalandi, varð heims- meistari i borðtennis á HM i Kalkútta I gær. Sigraði Júgóslavann Anton Stipancic I úrslitum 17-21, 12-21, 21-14, 21-15 og 21-19. 1 tviliöaieik karla varð hann heimsmeistari með Gabor Gregely. Þeir sigruðu Júgóslavana Dragutin Surbek og Stipancic 21-14, 19-21, 21-16, og 21-16 i úrslitum. t einliöaleik kvenna varð Sun Kim, N-Kóreu, heimsmeistari. Vann Chang li, Klna, I úrslitum 24-26, 21-12, 21-14, og 21-15. I tviliöaleik kvenna sigruðu Maria Alexandru, Rúmeniu, og Shoko Takahaski, Japan, Chu Hsing Yun og Lin Mci Chin, Kina, I úrslitum 21-18, 9-21, 21-9 og 21-14. t tvfliöaleik léku tvösovézk pör til úr- slita. -hslm. Fimleikamót Hið árlega fimleikamót Armanns verður haldið I íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar i kvöld og hefst það kl. 19.00. Keppt verður ikarlagreinum. Meðal keppenda eru allir beztu fimleikamenn landsins og má búast við skemmtilegri og harðri keppni á milli þeirra. Annaö kvöld — á sama tima — verður svo keppt i kvennaflokki og fer sú keppni einnig fram I Iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Sigraði í fjórum greinum af fimm! Ungur piltur frá Selfossi — Þráinn Hafsteins- son —■ sigraði I fjórum greinum af fimrn I dregnjaflokki á Stúlkna- og drengjameistara- móti islands I frjálsum Iþróttum innanhúss, sem haldið var um hclgina. Bezta afrekinu náði hann I kúluvarpi, en þar kastaöi hann 14,80 metra, sem er mjög gott. t þrlstökki stökk liann 8.78 mctra, og I hástökki 1.75 metra. Þá sigraöi hann I hástökki án at- rennu — meö 1.40 inetrum. Eina greinin, sem hann sigraði ekki I, var i langstökki án atrennu. Þar sigraði Helgi Jóns- son FH, stökk 2.94 metra. Stúlkurnar kepptu I tveim greinum. Þórdls Gisladóttir ÍR sigraði I hástökki með atrcnnu, stökk 1.50 metra og Margrét Grétarsdóttir I langstökki án átrennu en hún stökk þar 2.42 metra. _ klp— Umsjón: Hallur Símonarson Llnu- og hornamaðurinn örvhenti hjá Vlking, Jón Sigurðsson, skoraði tvö afar þýðingarmikil mörk fyrir lið sitt I leiknum við Fram i gærkvöldi. A myndinni að ofan hefur hann sloppið framhjá Kjartani, Hannesi og Stefáni og eftirleikurinn var auðveldur. Ljósmynd Bjarnleifur. Efstir - en betur mó ef duga skal! — Víkingur vann Fram 17:15 ó sterkri vörn og góðri j markvörzlu og er í efsta sœti í 1. deild Vlkingur sigraði Fram i 1. deildinni i Laugardalshöllinni i gærkvöldi og hefur tapað fæstum stigum allra liðanna — einu minna en FH og þremur minna en Valur. Liðiö stendur þvl vel aö vlgi I keppninni um tslands- meistaratitilinn, en það veröur þó að leika betur I þeim leikjum, sem eftir eru, en raunin var I gær- kvöldi, ef það ætlar sér sigur i mótinu. Leikur Fram og Vikings var slakur — en Vikingur vann á góðri vörn og ágætri markvörzlu Sigur- geirs Sigurðssonar. Hins vegar var óvenjulitill broddur I sókn Vikings — nokkrir þrumufleygar Einars Magnússonar I fyrri hálf- leik — og svo afar þýðingarmikil mörk bræðranna Jóns og Viggós Sigurðssona undir lok leiksins, þegar þeir skoruðu báðir tvivegis og tryggðu sigurinn 17-15. Sigurbergur Sigsteinsson lék nú að nýju með Fram og gerði margt gott, en liöiö er ekki hið sama og áður án Björgvins. Mest kom á ó- vart leikur Kjartans Gislasonar hjá Fram að þessu sinni — leik- maður, sem ekki hefur fengið mikil tækifæri I Framliöinu. Hann var markhæstur leikmanna liðs- ins að þessu sinni — stórskytturn- ar Hannes Leifsson og Pálmi Pálmason voru heldur daufir. Það var oft mikil harka i þess- um leik og dómararnir Magnús Pétursson og Óli Olsen hefu mátt taka fastari tökum á brotunum. Tveimur Vlkingum var vlsað af leikvelli — einum úr Fram, markverðinum Jóni Sigurössyni. Tvivegis dæmdi Magnús vltaköst á Fram þegar Vikingur hafði skorað — og bæði vitin mistókust. Fram skoraði tvö fyrstu mörk leiksins — og Vikingur loks á 8. min. Einar með þrumuskoti. Næstu þrjú mörk voru Vikinga — og þá misnotaði Stefán Halldórs- son viti fyrir Viking. 4-2 fyrir Viking og eftir það hafði liðið allt- af forustu i leiknum — mest 7-3 um tima i fyrri hálfleik. Staðan i hálfleik var 7-5 og i siðari hálfleik tókst Fram tvisvar að minnka muninn niður i eitt mark, 13-12 eftir 18 min. En á skoraði Jón Sig- urðsson tvö mörk fyrir Víking og Vikingur komst i 16-13 og svo 16-15 á lokaminútunni. Viggó tryggði svo sigur Vikings 20 sekúndum fyrir leikslok. Mörk Vlkings I leiknum skoruðu Einar 7 (4 viti), Viggó 4, Jón 2, Stefán, Erlendur, Skarphéðinn og Magnús Guð- mundsson eitt hver. Fyrir Fram skoruðu Kjartan 4, Hannes 3 (2 viti), Stefán 2, Pálmi 2 (bæði vlti), Guðmundur Þorbjörnsson 2, Sigurbergur og Arnar eitt hvor. — hsim. Valur var skotinn niður ó fluginu! — Ármann vann Val óvœnt en verðskuldað í gœrkvöldi 19:16 og það var fyrsti tapleikur Vals í níu leikjum Það kom berlega I ljós I gær- kvöldi hve Valsliðið er háð lands- Iiðsfyrirliðanum ólafi H. Jóns- syni. t leiknum við Armann var Ólafur aðeins skuggi af sjálfum sér og leikur Vals hrundi. Liðið átti aldrei möguleika gegn létt- leikandi Armannsliði. Já, Ar- mannsliðið með aðeins einn skiptimann, hafði leikinn I hendi sér allan tlmann — var aldrei I hættu — og vann verðskuldað 19- 16 og þessi sigur Armanns setur strik I reikning efstu liðanna. Þar hefur Armann þó ekki möguleika á tslandsmeistaratitlinum — nema bókstaflega allt snúizt í lokaumferðunum. Það voru hetjur i Ármanns- liðinu i gærkvöldi. Ragnar Gunnarsson meiddist á knatt- spyrnuæfingu deginum áður — var nær máttlaus i vinstri hand- leggnum — það svo, að klæða varð hann úr og i fyrir leikinn. En ekki var hægt að merkja það i leiknum — Ragnar varði snilldar- lega allan leikinn. Jens Jensson var stórhættulegur i vinstra horninu — lék vörn Vals oft grátt og skoraði sjö mörk. Þar er hornamaðurá ferðinni, sem Birg- ir Björnsson, landsliðseinvaldur, ætti að reyna i landslið sitt. Óút- reiknanlegur. Og Hörður Harðarson, leikmaðurinn, sem eitt sinn var i Val — en þar voru ekki not fyrir hann. Hörður var mjög ógnandi og Valsmenn settu um tima mann til höfuðs honum — en það gekk ekki. Armannsliðiö lék vel — einn sinn bezta leik i mótinu — og það bar árangur. Vörnin sterk með Hörð Kristins- son og Stefán Hafstein sem beztu menn — og það var ekki hægt að merkja, að Armann léki án nokkurra sterkra leikmanna, t.d. Björns Jóhannessonar. Þegar Ólafur brást I Valsliöinu var engin til að hefja upp merkið — leikurinn beinlinis koðnaði niöur og þar var Gisli Blöndal afar gjarn á að draga hraðann og flétturnar niður. Helzt að fyrir- liðinn Gunnsteinn Skúlason léti að sér kveða — en féll þó á þvi hvað hann lét Ragnar verja frá sér. Njarðvíkingar misstu af titlinum og 140 þúsundum! — Töpuðu fyrir IR 64:69 - Snœfell tapaði bœði fyrir Val og Ármanni og ÍS vann HSK í 1. deildinni í körfu Njarðvikingar misstu af lest- inni I baráttunni um tslands- meistara titilinn I körfuknattleik á laugardaginn, er þeir töpuðu fyrir tR I eina stórleiknum, sem fram fór um helgina. Þeir misstu Hka af 130 til 140 þúsund krónum, sem búið var að heita á þá, ef þeir sigruðu I leiknum — þeir peningar verða áfram i vösum heima- manna. IR-ingarnir með þá Agnar Friðriksson og Kristin Jörunds- son sem máttarstólpa liðsins, voru þeim erfiðir viðfangs I þetta sinn. Höfðu Njarðvikingarnir að- eins einu sinni betri stöðu en þeir i leiknum, um miöjan fyrri hálfleik, er staðan var 25:24. En IR tók aftur forustu — hafði 5 stig yfir I hálfleik 33:28 — og náðu sunnanmenn aldrei meir en að jafna við þá. Þegar liðlega 2 minútur voru eftir af leiknum var staðan 60:60 og allt á suðupunkti, i húsinu, sem var þéttsetið. Þá voru Njarðvikingarnir komnir i villuvandræði — búnir að missa tvo af sinum beztu mönnum út af — og þeir réðu ekki viö IR-ingana á lokasprettinum. 1R skoraði 9 siðustu stigin á móti 4 stigum Njarðvikinga, og úrslitin urðu 69:64 fyrir Reykjavikurliðið. Þrlr aörir leikir fóru fram I 1. deild um helgina — enginn samt eins þýðingarmikill og leikur 1R og UMFN. Valur sigraði Snæfell 95:71, og Armann sigraði Snæfell i gærkvöldi 90:80. Snæfellingarnir voru lengst af yfir i þeim leik — 41:38, var staðan fyrir þá í hálf- leik, en I siðari hálfleiknum tóku Arm enningar af skarið og sigruðu með 10 stiga mun. Þá lék 1S við HSK og sigraði með 7 stiga mun — 78:71 — eftir að hafa alltaf verið með leikinn i slnum höndum. Fjórir leikir verða i 1. deildinni um næstu helgi, UMFN—HSK, Snæfell—KR, Ármann—IS og Snæfell—IR. Um þar næstu helgi veröa aftur á móti tveir hörku- leikir — IR leikur við Ármann og KR við Val. — klp — Það vantaði neistann hjá Val — nokkuð, sem hefur veriö að gera vart við sig i siðustu leikjum liðsins I mótinu. Þá hefur mark- varzlan oft verið betri — bæði hjá Óla Ben. og Jóni Breiðfjörð. Ármann skoraði tvö fyrstu mörkin i leiknum og það liðu rúmar niu min. þar til Valur komst á blað. Stefán Gunnarsson og rétt á eftir jafnaði Gisli úr vlti. En Armann skoraði þrjú næstu mörk og greinilegt, að það stefndi i það óvænta. Þennan mun tókst Val litið sem ekkert að minnka — og Ármann hafði þrjú mörk yfir i lékhléi, 11-8. Afram héldu Armenningar að skora i siðari hálfleiknum — voru fimm mörkum yfir, þegar 11 min. voru eftir. I tiu min. skoraði Valur ekki — Ármann komst úr 15-13 i 18-13 og sigurinn var öruggur. Valur minnkaði muninn i 18-16, en Jens skoraði svo siðasta mark leiksins, þegar 40 sekúndur voru eftir. Dómgæzla þeirra Jóns Friðsteinssonar og Kristjáns Arnar var ekki góð — og ekki græddu Armenningar á þeim. Þremur Ármenningum var visað af leikvelli — engum Valsmanni. Ármann fékk eitt viti — Valur fjögur. Mörk Armanns skoruðu Jens 7, Hörður H. 4 (1 víti), Pétur Ingólfsson 3, Jón Astvaldsson og Hörður Kr. 2 hvor, og Kristinn Ingólfsson 1. Fyrir Val skoruðu Gunnsteinn 3, Gisli 3 (1 viti), Jón Jónsson 3 (2 viti), Stefán, Guðjón Magnússon og Ólafur 2 hvor, Ágúst ögmundsson eitt. -hsím. Jens Jensson átti stórleik I liði Ármanns — skoraði sjö mörk úr vinstra horninu, og kom Vals- vörninni oft úr jafnvægi. Þarna er leikmaður á ferðinni, sem lands liöseinvaldurinn ætti að gefa gæt- ur. Ljósmynd Bjarnleifur. Þróttur með þrjú stig frá Akureyri — Sigraði Þór og gerði jafntefli við KA - KR í vandrœðum með Breiðablik og Stjarnan í fallhœttu eftir tap fyrir Fylki Þróttur kemur frá Akureyri með þrjú stig I pokahorninu eftir leikina við Akureyrarliöin KA og Þór I 2. deild nú um helgina. Þróttararnir sigruðu Þór með 22 mörkum gegn 17 og náðu jafntefli viö KA I hörkuspennandi leik 21:21. KA hafði alla möguleika á að sigra I þeim leik. Þegar 3 mínútur voru til leiksloka var staðan 21:19 fyrir KA. Þróttur minnkaði i 20:21, en siðan jafnaði Bjarni Jónsson úr vitakasti á siðustu minútu. Þessi leikur var mjög skemmti- legur og oft vel leikinn af báðum. Aftur á móti var leikur Þróttar og Þórs ekki eins góður — mikil harka og slagsmál á köflum. Hon- um lauk með sigri Þróttar 22:17. Staða Stjörnunnar i 2. deild versnaði að mun um helgina, en þá léku Garðhreppingarnir við Fylki úr Árbæjarhverfi. Þeim leik lauk með sigri Arbæinga 23:17 og eru þeir þar með alveg á grænni grein i deildinni, en Stjarnan i yfirvofandi fallhættu. KR lenti I miklum vandræðum með Breiðablik suður i Garða- hreppi I gær og mátti þakka fyrir 3ja marka sigur 23:20. Voru Breiöablikspiltarnir yfir langt fram I sfðari hálfleik, en þá skoraöi KR sjö mörk gegn tveim á skömmum tlma, og nægði það I þetta sinn. Leikurinn var á köflum mjög skemmtilegur, en þó settu ungir handknattleiksmenn úr Kópa- vogi, sem voru meðal áhorfenda, ljótan svip á hann með óheyri- legum dónaskap i garð dómaranna og leikmanna KR. Voru þeir langt frá þvf að vera slnu ágæta félagi til sóma. -klp- Dönsku liðin óttast Búbba! - Skoraði 3 mörk með Holbœk í leik við sœnska 1. deildarliðið Halmstad ó laugardaginn Jóhannes Eövaldsson átti frá- bæran leik með Holbæk gegn sænska 1. deildarliðinu Halmstad á laugardaginn. Leiknum lauk með sigri Holbæk 4:1 og skoraði Jóhannes þrjú af mörkum liösins — hvert á gætur ööru. Koma hans til Holbæk hefur vakið mikla athygli i Danmörku — svo mikla, að forráðamenn nokkurra félaga I 1. deild fóru fram á, að hann fengi ekki að leika með Holbæk fyrr en hann væri búinn að vera a.m.k. sex mánuði i Danmörku. Danska knattspyrnusambandið hélt fund um málið í gær og eftir því, sem við fréttum frá Kaupmannahöfn í morgun, taldi það ekkert þvi til fyrirstöðu, aö hann léki meö Holbæk i sumar, þar sem hann væri íslendingur (?) En málið var ekki endanlega útkljáö, og á eftir að ræðast á fleiri stööum innan dönsku Iþróttahreyfingarinnar. -klp- Sálfræðingurinn hvetur leikmennina. Polli fremstur siðan Lolli, Pétur... ______________________r Polli leikur á mótherja, gefur á Lolla. r Víkingur á toppinn Tveir leikir voru háðir I 1. deild karla I islandsmótinu I handbolta i Laugardalshöll. Úrslit uröu þessi: Armann—Valur Fram—Vfkingur Staðan er nú þannig: Vikingur io 7 Valur ii 7 FH 9 6 Fram n 5 Ármann n 6 Haukar io 5 Grótta 10 1 iR 10 1 Markahæstu leikmenn eru nú: Hörður Sigmarsson Haukum, Björn Pétursson, Gróttu, Einar Magnússon, Viking, Ólafur J. Jónsson, Val, Pálmi Pálmason, Fram, Stefán Halldórsson, Vlking, Halldór Kristjánss. Gróttu, Agúst Svavarsson, IR, Hannes Leifsson, Fram, Björn Jóhannesson, Ármanni, Brynjólfur Markússon, 1R, Hörður Harðarson, Armanni, Jens Jensson, Armanni, Jón Ástvaldsson, Ármanni, Viðar Slmonarson, FH, GeirHallsteinsson, FH, Þórarinn Ragnarsson, FH, Jón Karlsson, Val, 19-16 15-17 197-176 15 218-188 14 192-179 12 206-205 12 187- 195 12 188- 182 10 205-233 4 8 181-216 3 89/28 69/24 53/15 52 48/17 43/15 38/3 37/4 33/7 32/4 32 32/11 32 32/2 32/7 31/2 31/10 30/8 Næstu leikir veröa I Iþróttahúsinu I Hafnar- firöi miðvikudaginn 19. febrúar. Þá lcika Grótta—ÍR, kl. 20.15 og slöan Haukar—FH. A undan veröur ieikur I meistaraflokki kvenna inilli FH og Breiðabliks. — hsim. Stúdentarnir iögðu Víkingana að velli Stúdentarnir ruddu hættuleguin keppinaut úr vcgi I islandsmótinu i blaki I gær. Þá léku þeir við Vfking i iþróttahúsi Kennaraskólans og liöfðu 3:1 sigur eflir mikla og haröa baráttu. í fyrstu hrinunni — lcikið er upp á þrjár unnar hrinur — sigraði tS 15:9, en i þcirri næstu voru Vlkingarnir i banastuði og unnu 15:6. Aftur á móti fór lítiö fyrir þeim i þeirri þriðju, sein stúdentarnir unnu 15:4. Siöasta hrinan var hörkuskeinmtileg og góð, Víkingarnir voru lengst af yfir og vantaði aðeins einn punkt til að sigra er þeir komust í 14:13. En þá náðu súdentarnir boltanum og skoruðu þrjú stig I röö — 16:14 — og þaö nægði til sigurs i ieiknum. Mótinu veröur haldið áfrain annað kvöld. en þá leika á Laugarvatni UMFL og UMFB. Síöan verða þrir leikir um næstu hclgi, Þrótt- ur—UMFB, iS—UMFL og ÍMA —Vikingur. — klp — Mikið skorað í bikarkeppninni Víkingur og Valur háöu ægilega skotkeppni I fyrstu umferö bikarkeppninnar i handknattleik á föstudagskvöldið, en þá fóru tveir leikir fram i Laugardalshöllinni. Valsmenn sigruöu i leiknum — skoruðu 29 mörk, en vikingarnir sendu boltann 25 sinnuin í netiö hjá þem**. I hálfleik var staöan 12:11 fyrir Val. Gisli Blöndal var markhæstur Vaismanna með 6 mörk. en Guðjón Magnússon, sem nú lék I fyrsta sinn á inóti slönuin gömlu félögum skor- aði 5 inörk. Hjá Vikingi var Páll Björgvinsson markhæstur mcð 7 mörk. Ilörður Sigmarsson var að vanda markhæstur llauka er þeir slógu Armann út úr keppninni mcð 17 mörkum gegn 15. Skoraði hann 6 mörk I leiknum, sem var heldur daufur. Þá sigraði FH Gróttu i gærkvöldi með 10 marka mun 29:19. t hálfleik varstaðan 19:13 fyrir FH —eða 32 mörk á 30 ininútum. Siöasti leikurinn i 1. umferöinni verður um næstu helgi þá leika á Akureyri KA og Þróttur. — klp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.