Vísir - 17.02.1975, Page 3

Vísir - 17.02.1975, Page 3
Vísir. Mánudagur 17. febrúar 1975 3 Ráðstefna t hér um norrœnt mannlff? Samband islenzkra sveitar- félaga hefur auga með þingi Norðurlandaráðs i >jóð- leikhúsinu og áhuga á að halda þar norræna ráðstefnu um manniif á Norðurlöndum. Leitað hefur verið hófanna á öðrum Norðurlöndum, og er málið i athugun. Ekkert hefur verið ákveðið um ráðstefnuhaldið eða hvort það gæti orðið í ár. Slik ráðstefna mundi kosta nokkuð, en á móti mundi berast hingað gjaldeyrir fyrir vikið. Alþjóðleg ráðstefna af sliku tagi var haldin i Vancouver i Kanada. FARÞEGA- SKIPIÐ VERÐUR SAMÞYKKT „Norrænt” farþegaskip siglir harðbyri á þingi Norðurlanda- ráðs. Samgöngumálanefnd hefur samykkt tiilöguna um að rannsakað verði, hvernig komið verði við, að farþegaskip verði I förum miili isiands, Færeyja og annarra Norðurlanda. Talið er fullvist, að þingið muni samþykkja þessa tiliögu, og svo er að sjá, hvernig þeir sér- fræðingar, sem fá málið i hendur, muni taka á þvi. Einn möguleiki er, að is- lendingar reki slikt skip og fái til þess styrk frá öðruni löndunum. Einnig mætti vera, að Fær- eyingar gerðu það ellegar að það yrði rekið i norrænni samvinnu með einhverjum hætti. -HH. Samvinna Norðurlanda rœður miklu um efnahaginn CF FINNSKAN GCNGUR, HVÍ CKKI ÍSLCNIKAN? — sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, sem flutti rœðu sína á þingi Norðurlandaráðs á íslenzku Aukið samstarf Norðurianda um sjónvarpsmái hefur lengi verið á óskaiistanum,” sagði Vilhjálmur Hjáimarsson menntamálaráðherra I gær. Miklu skipti, hvernig Norður- landaráð brygðist við þeim máium. Væntanlega verður samstarfið stóraukið. Norræn menningarmiðstöð er ráðgerð á Færeyjum, meðal annars vegna þess, að reynsian af starfsemi Norræna hússins I Reykjavlk hefur verið sam- kvæmt óskum, sagði ráðherrann. Samstarf verður um eflingu fullorðinsfræðslu, en frumvarp um hana liggur nú fyrir Alþingi. Ráðherrann sagði, að þetta væri næsta verkefnið i norrænni samvinnu um skólamálin. Sameiginlegt framlag Norðurlanda til menningar- legrar samvinnu sinnar nemur i ár 40 milljónum dariskra króna, sem eru um 1080 milljónir Is- lenzkra króna, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra á þingi Norðurlanda- ráðs í gær. Þetta framlag hefur aukizt ár frá ári. Samningur Norðurlanda um menningarlegsamskipti var gerður fyrir þremur árum. Sér- stök stofnun kom til sögunnar til að fjalla um efnið. Með þessari fjárhæð er ekki sögð öll sagan, þvl að mörg starfsemin er greidd með framlögum einstakra rikja, sagði Vilhjálm- ur. Ráðherrann flutti ræðu sina á Islenzku, sem mun vera einsdæmi, að sögn manna, sem lengi hafa fylgzt með þingum ráðsins. Vilhjálmur sagði, að hann hefði ekki mikla mála- kunnáttu en auk þess ætti ekk- ert að vera að þvi, að ís- lendingar töluðu á sinni tungu. Þetta hafa Finnar stundum gert, einnig ráðherrar, þótt þeir töluðu að jafnaði sænsku á fundunum. Vilhjálmur Hjálmarsson er menntaður I bændaskóla, og hann stundaði kennslustörf um skeið. Vilhjálmur sagði, að siðustu árin hefði samstarfið um menningarmál einkennzt af tilraunum ráðherranefndar menntamálaráðherra til að færa verksviðið út og ná til sem flestra. -HH. Gunnar Thoroddsen á þingi Norðurlandaráðs: Minnkum olíunotkun á Islandi Hann hafði framsögu fyrir nefnd norrænu iðnaðar- ráðherranna. Gunnar sagði, að norræn samvinna um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á tslandi væri nú til umræðu. Slik uppbygging mundi koma öðrum Norðurlöndum til góða og valda betri nýtingu orkulinda á Norðurlöndum sem heild. Það væri nytsamlegt, sagði ráðherrann, að fá skýra mynd af möguleikum á oliusölu frá Noregi til hinna Norður- landanna, og ráðherranefndin telur, að samninga um það þurfi að gera svofljótt semauðiðsé. . -HH. tslenzk-norsk samvinna um orkufrekan iðnað? Það er eitt þeirra mála, sem þessir ráðherrar munu ræða. Frá vinstri: Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson landbúnaðar- ráðherra og Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs. um allt að þríðjungi'' „tslendingar ætla að minnka oliunotkun sina um milli fjórðungs og þriðjungs á næstu árum með þvl að láta varma- orku og raforku koma I stað oliunnar,” sagði Gunnar Thor- oddsen, iðnaðarráðherra, á þingi Norðurlandaráðs. „Ástandið batnar í ór" — segir Olof Palme um efnahagsmálin „Margt bendir til, að þróunin I efnahagsmálum breytist til hins betra I ár,” sagði Olof Palme, for- sætisráöherra Svia, á þingi Norðurlandaráðs I gær. „1 fyrsta lagi stefna riki eins og Bandarikin, Vestur-Þýzkaland, Bretland og Kanada nú I átt til þenslu I efnahagsmálum. í öðru lagi virðist hækkun á verði hrá: efna, til dæmis oliu, vera að fjara út. Þessar verðhækkanir hafa valdið miklu um verðbólguna. Þó ættu menn að vara sig á að predika um hraða verðhækkun á sumum slikum vörum, svo sem oliu, þvi að sjá má, að þær hafa ekki hækkað i verði samanborið við aðrar vörur, ef litið er á 25 ára timabil. Við hörmum, að verð- hækkunin varð ekki jöfn heldur snögg. I þriðja lagi,” sagði Palme, „ætti viðskiptahalli rikja i Efnahagsstofnuninni OECD ekki að vaxa frekar en orðið er. Þvert á móti fer sá timi að renna, að jöfnuður skapast. Þetta er að miklu leyti komið undir þvi, að oliurikin fjárfesta gjaldeyristekj- ur sinar i rikum mæli innanlands, sem eykur möguleika iðnaðar- rikjanna á útflutningi. Samvinna ræður úrslitum,” sagði forsætis- ráðherrann. „Ég vona að þingið nú verði gott fordæmi um sam- vinnu, opin landamæri og gagn- kvæman skilning. Riki okkar hafa á mikilvægum sviðum valiö mis- munandi leiðir, en alltaf þróað mjög mikilvægt samstarf engu að siður. Ég held, að i þessari sam- vinnu felist skýringin á, að þróun- in á Norðurlöndum hefur um margt verið hagstæöari en ann- ars staðar á undanförnum árum. Þvi að ástandið á Norðurlönd- um sem heild er, bjartara en annars staðar. Við getum með rétti fullyrt, að viðskipti milli Norðurlanda hafa ráðið miklu um þróun efnahagsins og styrktmót- stöðuaflið á timum, sem einkennast af erfiðum efnahags- vanda i heiminum.” -HH Palme þakkar norrænni sam- W vinnu, hve tiltöiulega vel flest Norðurlanda standa á tlmum r samdráttar. Frá vinstri: Geir Hallgrimsson, Olof Palme og Anker Jörgensen forsætis- ráðherrar þriggja Norðurlanda.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.