Vísir


Vísir - 17.02.1975, Qupperneq 7

Vísir - 17.02.1975, Qupperneq 7
Vlsir. Mánudagur 17. febrúar 1975 7 cTVIenningannál Dauðinn í lifandi vatni Jakobina Siguröardóttir: LIFANDI VATNIÐ . . . Skuggsjá 1974. 203 bls. Það má í Lifandi vatninu greina eins konar uppi- stöðu eða drög reglulegrar skáldsögu/ raunsærrar og sálfræðilegrar mannlýs- ingar í líkingu við ýmsar fyrri sögur Jakobínu Sig- urðardóttur. Saga eins manns/ hversdagsmanns, raunsæ hversdagslýsing sem um leið yrði raunhæf gagnrýni samtíðar. Samt er Lifandi vatnið ekki sú saga: það er önnur bók sem Jakobina hefúr samið. Uppistaöan, sögudrögin i Lif- andi vatninu varöa mann sem týnist, leitaö er og finnst aö lok- um: algengt efni úr hversdagslif- inu sem hér er látiö uppi hvers- dagslegum orðum útvarpsfréttar Maður hverfur að heiman frá sér, kemur ekki til vinnu, það er lýst eftir honum I útvarpi, lögregla og skátar kvöddu til leitar. Daginn eftir er hann kominn fram I frétt- unum: hafði bara brugöið sér I kynnisferö heim á æskustöövarn- ar en „gleymt” að láta fólkiö sitt vita af sér. Sá hefur veriö fullur, hugsar maður viö útvarpið og ypptir öxlum, fréttin gleymd. Næsta mál á dagskrá! Til hvers að lifa? En hvers var Pétur að leita heim i sveit, einhvers staöar fyrir vestan eða noröan, hvaö flúöi hann að heiman frá sér? Þetta eru spurningarnar sem Jakobina Siguröardóttir ber upp og leitast viö að svara I sögu sinni um manninn sem týndist og fannst svo aftur. Þaö er saga um ólinn- andi þjáningu — sem liggur viö aö sprengi sjálf sundur form frásög- unnar. Það er þjáning tómleik- ans, kvölin eftir þaö sem numiö hefur veriö burt eða visnaö upp i brjósti manns, og lét ekkert, alls ekkert eftir sig. Til hvers er þá aö lifa? Þjáning sögunnar stafar af þvi aö viö spurningum hennar finnast engin viðhlitandi svör, né verður ráöiö fram úr vanda mannsins sem týndist, hugarkvöl hans er endanlegur veruleiki sögunnar. Vera má að þaö stafi einkum af nistingslegri bölsýni þessarar mannlýsingar hversu nærri sag- an einatt gengur lesanda sinum. En þá er lika aö líta á frásagnar- hátt hennar, hiö sérkennilegra frásöguform I annarri persónu sem svo viöa er á henni, samtöl- um og eintölum sögunnar. Þessi frásagnarháttur er náttúrlegt framhald af sögutækni Jakobinu Sigurðardóttur i fyrri sögum hennar sem einatt beinist að uppmálun innri manns, svo nærfærin sögufólki, hug þess og tilfinningum. En saga Péturs Péturssonar miöast ekki, eða ekki fyrst og fremst, við raun- sæislega rannsókn hugar og til- finningalifs, þótt það sé efniviöur sögunnar: Pétur er bæði maöur og táknmenni, hann er Sérhver, Jedermann i vonlausri leit að upprunans æö i klofnum og tvistr- uöum heimi. Má vera aö Lifandi Jakobina Siguröardóttir. vatniö sé ein þeirra bóka sem er tómt mál aö tala um aö séu „vel” eða „illa” skrifaðar, góður eöa vondur „texti” eins og stundum er sagt: efni sögunnar, þjáning hennar ber söguformið ofurliði. Segja má að hið raunsæislega frásagnarefni I Lifandi vatninu, sagan af Pétri, flótta hans og endurheimt I mannfélagið, gerist á þremur sviðum samtimis. Eitt er dagvitund Péturs á flótt- anum, ef svo má segja, annað endurminning og upprifjun for- tiöar hans, æskunnar og upprun- ans sem hann leitar, þriöja um- hverfið, sem hann flýr, fólk hans og heimili og vinnufélagar. En á mótum þessarara réynslusviða eða heima sögunnar sprettur upp martröð hennar, túlkun tómleika og örvæntingar sem Pétri er varla ætlandi aö koma orðum að, eins konar skáldleg alhæfing af reynslu hans i sögunni. Engin leiö til baka Vitaskuld finnur Pétur ekki það sem hann leitaði, hvað sem það var, það verður ljóst þegar i áfangastaö: „Hér, einmitt hér var árbakk- inn. Arbakkinn sem dró þig að sér ungan dreng. Hér var það sem þú lékst við árstrauminn i bernsku. Þú finnur strauminn kitla ilina, lifandi vatnið, og ofar leynist hol- bakkinn með dauðann i lifandi vatninu. En ekki þinn dauða. Dauða einhvers sem var en verö- ur aldrei framar. Lif einhvers T BOKMENNTIR EFTIR ÓLAF JÓNSSON sem var en er allt fyrir löngu. Hvenær? Þú veist það ekki. Þú horfir á þessa brú og finnst aö allt hafi verið tekið frá þér. Upphaf þitt. Og þér er ljóst aö upphaf þitt hefur horfið frá þér án vitundar þinnar. Þér er ljóst að hægt, en án afláts, hverfur upphaf manns frá honum, svo hægt aö hann verður þess varla var, fyrr en hann stendur einn i nýrri, ókunnri veröld, við vegarkant, við brú, viö týnda götu. Upphaf hans hverfur með fólki sem var en er ekki leng- ur, meö hlutum sem jarötengdu veraldir hugans en eru ekki lengur, hugtökum sem áttu gildi sitt fólgið i slokknaðri vitund, lið- inni tfð. Þú stendur sem lamaöur og horfir til skiptis á brúna og ljósin, sem kvikna eitt af öðru I ókunnum húsum út með firðin- um”. En hvað var það sem Pétur leit- aði? Efnisatriðin I sögu hans eru I sjálfu sér algeng, hvert og eitt: ungur maöur vex upp I litlum bæ, viö fjörö, skammt frá þorpi, kynnist llfsbaráttu við kröpp kjör og hugsjónum sem á henni eru reistar, draumium ástina. Löngu slðar vaknar hann upp i breyttri JAKOB.ÍNA SIGlJ RDARDÓTTl R ••• $ ‘2 SKUOOSJA veröld, heimi tiltölulegra alls- nægta, atvinnu, ibúðar og bils, konu og barna. Heimur hluta. Það er heimur upptrénaðs hugsjóna- lifs af efa og sviksemi, allsnægta i skugga styrjaldar, morða og hermdarverka, öryggis og frið- sældar i trausti erlends hervalds. Hvaða leiðir liggja þaðan til baka, þangaö sem eitt sinn lá varðaður slóði framundan? Það er spurningin sem sagan spyr: Og ærlegt og undandráttarlaust svar hennar: það liggur engin leið til baka. Þar sem bærinn stóð forð- um við fjörðinn, þar býr nú ókunnur maður, bróðir manns, stórbúi. Og sá sem leitar gengur hjá garði. Dauðinn og reiðin Á einhvern hátt er myndmál sögunnar um lifandi vatniö, og dauðann i lifandi vatninu, bundin við mynd og minninguna um móður Péturs, hina miklu móöur, konuna i heiminum, konu manns. En kona Péturs er i sögunni bygg- ir heim hlutanna, hann vaknar einn við hlið hennar, ókunnugur maður, og spurningu sina um lif- andi vatnið ber hann upp við sjálfan sig, ekki hana. Heima i þorpi er bensinsala og sjoppa þar sem ástin og hugsjónin bjuggu forðum. Þar fást ekki nema gerviblóm, úr plasti, til að leggja á leiði móður manns, endanlegan áfangastaö hans i leitinni að upp- hafi, uppruna sinum. Og þá vaknar maður upp i veröld þar sem ekki er annars kostur en slæfa kvöl sina með lyfjum, með sprautu, með pillu, hlutur á meðal hluta, eða æpa hana ella fyrir dauðum eyrum fyrir guði dauðans og reiðinnar. Klambrotúni Þótt undarlegt megi virðast snýst deilan að undanförnu um Kjarvals- staði ekki fyrst og fremst um það hver eigi að fá að sýna þar, Jakob, Jón eða Kjartan, enginn eða ein- hver þeirra eða allir í senn. Miklu frekar er deilt um það til hvers Kjarvalsstaðir eiginlega hafi verið reistir. Það er samt undarlegra hversu lltiðhefur veriöum þetta efni rætt i deilunni sjálfri. Þegar að þvl er vikið, t.a.m. I sjón- varpsþætti um daginn, er þvi óðar drepiö á dreif aftur til að dispútera I staðinn um góöan smekk og vondan, réttan og rangan, eða þá það interssanta spursmál hvað eiginlega sé list og hvaö ekki. En óneitanlega var kátlegt að sjá þá spurningu stingast eins og tappa upp I mál- svara myndlistarinnar I sjón- varpinu svo þeir fengu engu oröi upp komiö til andsvara. Hvað sem smekkdómum liöur um list og ekki list — er hitt væntanlega ljóst, aö lægju fyrir skýrar hugmyndir um rekstur Kjarvalsstaða mundi leysast af sjálfu sér ágreiningsefni eins og það, hvort leyfa eigi t.a.m. Jakobi Hafstein að sýna i húsinu. Spurningin er I stystu máli hvort Kjarvalsstaðir hafi einkum verið til þess reistir aö leysa af hólmi Listamannaskál- ann gamla sem húsaskjól fyrir sýningar af öllu tagi og aöra til- fallandi starfsemi sem henta þykir i húsinu, vörusýningar, ráðstefnuhald, samkvæmi borg- arstjórnar o.s.frv., eöa hvort þar eigi að fara fram sjálfstæö starfsemi af einhverju tagi fyrir frumkvæöi og undir merkjum hússins sjálfs. Væri seinni kosturinn tekinn mundu brátt skapast I reynd matsreglur um verðleika sýn- ingarefnis og annarrar starf- semi sem inni fengi I húsinu — allt eftir því markmiöi sem slikri menningarstofnun væri sett og metnaöi sem við hana væri lagður. En þaö viröist ljóst af málflutningi borgarstjórnar- manna að undanförnu að þeir llta á húsið einvörðungu sem sýningarskála sem falur sé á frjálsum markaöi til sem flestra nota, en þar skuli enga sjálf- stæða starfsemi reka umfram Kjarvalssafnið I austurálmu og kaffistofu hússins. Það kann aö hafa stafaö af öllu þessu umtali aö undanförnu að mér húgkvæmdist i góðu veðri á dögunum að nú væri gaman aö fá sér hressingar- göngu á Klambratún sem áður hét, lita um leið inn á Kjarvals- sýninguna I Klömbrum sjálfum og jafnvel styrkja sig I leiðinni á kaffibolla i gildaskála hússins. Þar heitir nú Miklatún og Kjar- valsstaðir. Þaö var sunnudagur, frostlaus veöur og hressandi út aö koma aö aflíöandi hádegi. En litla hressingu var að hafa i menningarsetri Reykvikinga á Miklatúni. Húsið var að vísu opið, en næsta tómlegt um að litast þegar inn var komið, eng- inn á ferli nema tveir menn á stjái viö vestursalinn. Voru þeir aö bera stóla ýmist inn I salinn eöa úr úr honum að mér sýndist. Þaö kom á daginn aö Kjarvals- safn og kaffistofa voru aldeilis ekki opin fyrr en degi tæki að halla, birtu að bregða og klukk- an væri orðin fjögur. úti fyrir voru gangstigir svo sem ófærir af aur, en ein sála reyndi nú samt að stytta sér leið á ská yfir túnið. Alengdar stóð Einar Ben steindauður innan I sönghörpu sinni. Þá var ööruvisi umhorfs i Norræna húsinu þennan sama sunnudag, fjöldi fólks var á ferli, bókasafn opiö og Aalto- sýning I kjallara hússins, margir aö skrafa saman, lesa blöö, fá sér hressingu I kaffistof- unni. Fyrirlestur átti aö veröa siðar um daginn I samkomusal hússins. Og þannig sýnist manni að sé flesta daga I Nor- ræna húsinu, alltaf eitthvað um aö vera sem laðar fóik að hús- inu, húsakynnin ekki látin standa auö og tóm en þvert á móti einatt nýtt til hins ýtrasta, bæði fyrir eigin starfsemi húss- ins og utanaðkomandi aöilja. En enginn rífst út af þvl hvað eigi eða megi fá inni i húsinu og hvað ekki. Þaö getur nú varla verið ágreiningsefni, aö sé um þá kosti eina aö velja aö Kjarvals- staöir standi auöir og yfirgefnir, eöa t.a.m. Jakob Hafstein fái inni I húsinu — aö þá á fyrir hvern mun aö sýna þær myndir Jakobs, eöa Jóns, eða Kjartans. Umfram allt þarf aö halda áfram aö gera eitthvaö: starf veröur að vera I húsinu, manna- ferö og lif af einhverju tagi. Til þess var það væntanlega reist. Frá þvi sjónarmiði séð er heldur ekkert á móti þvi að halda þar tombólu, eins og I Listamanna- skálanum áður fyrr, ef ekkert finnst þarflegra að iöja. DAGBÓK EFTIR ÓLAF JÓNSSON Þaö kann aö þykja óliklegt að myndlistarmenn megni að standa viö sýningarbann það sem þeir hafa sett á húsið i framhaldi deilunnar um Jakob Hafstein. Standist þaö er hætt við að enn um sinn verði dauf- legt um að litast á Kjarvals- stöðum. Vegur og virðing húss- ins mun aö visu ráöast af þeirri starfsemi sem þar fer fram nú og eftirleiöis. Er ekki hálf- snautlegt til þess aö hugsa aö framtiöarheill þessa menning- arseturs sé undir þvi komin að samtök og samheldni myndlist- armanna bregðist I þessu máli? -ÓJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.