Vísir - 19.02.1975, Page 3

Vísir - 19.02.1975, Page 3
Vísir. Miðvikudagur 19. febrúar 1975. 3 Hefur bjargað um 7000 mannslífum frá upphafi — Slysavarnafélag íslands hleypir nú af stað þriðja landshappdrœtti sínu Ennþá vantar fjarskipta- búnaö i 40 af 94 björgunar- skýlum S ly sa va rna f éla gs islands. Siðást, þegar gengið var frá talstöðvarbúnaði f skip- brotsmannaskýli, kostaði það um 80 þúsund krónur. Meðal annars til að hrinda þessum málum fram er Slysavarna- félag islands nú að byrja með þriðja landshappdrætti sitt. t happdrættinu eru 50 þúsund miðar, en vinningar eru tuttugu. Verðmætastur þeirra er Citroen Ami 8, en forvitnilegastur liklega slöngubátur, Zodiac Mark III, 15 feta, með 20 ha. utanborðsvél. Af öðrum vinningum má nefna vélsleða, reiknitölvur og borvélar. Slysavarnadeildirnar um land allt sjá um sölu miðanna og fá i sölulaun fjórðung af „óskiptum afla”, en heildarsamtökin greiða allan kostnað við happ- drættið af sinum hluta teknanna. Sem dæmi um sölulaun af happdrættinu og hvernig þeim er varið, má nefna, að björgunarsveitin Ingólfur fékk i sinn hlut af siðasta happdrætti um 300 þúsund krónur, sem dugði til að kaupa vélsleða, ný dekk á sjúkrabil sveitarinnar og búninga á sveitarfélaga. Þannig er öllum ágóða af happdrættinu variö til að efla slysavarna- starfið um allt land, en ekkert af honum rennur til daglegs reksturs félagsins. Heildarhagnaður af happ- drættinu siðast var tæpar f jórar milljónir króna, og þar af fengu hinar ýmsu slysavarnadeildir um eina og hálfa milljón. Fjár- öflun af þess tagi gerir mögu- legt að búa sveitirnar svo sem þarf og efla búnað til slysa- varna og björgunarstarfs, hverj nafni sem nefnist. 1 Slysavarnafélagi Islads eru nú um 30 þúsund félagar, þar af um 12 þúsund konur, en þær halda einmitt sina fjáröflun nú um helgina, laugardag og sunnudag. Slysavarnadeildir viðs vegar um landið eru nú 208 talsins, en björgunarsveitir eru 78. A 47 ára ferli sinum hefur Slysavarna- félag íslands bjargað 7000 mannslifum, þar af 2000 með linutækjum. Sem dæmi um björgunarstarfið af sjó má nefna.að á árunum 1966 til 1969 bjargaði Slysavarnafélagið 55 islenskum sjómönnum en 45 erlendum úr ströndum, 1970-72 31 islenskum, 1973 26 islenskum en 10 erlendum, og 1974 8 islenskum en 13 erlendum. —SH Snögg umskipti „Á Gísli Halldórsson tvifara?" Þannig spyrja margir sjálfa sig jáegar þeir sjá leikritið ,,Fló á skinni", og verða vitni að því, að leikarinn gengur út um dyr til vinstri á sviðinu, og þá í hlutverki forstjóra, en eftir fáeinar sekúndur kemur hann askvaðandi inn um dyr til hægri og þá í hlutverki þjónræfils. Þannig hefur Gisli hamskipti hvað eftir annað og vekur alltaf jafn mikla furðu áhorf- enda, sem trúa vart sin- um eigin augum. Á myndinni hér að ofan sjáum viö hvar Gisli er að dubba sig upp i hlutverk Pose. Hann fer i Allir fengu skíði í Skála- túni Vistmenn Skálatúns ættu nú að geta iökað skiðaiþróttina af kappi, en þeir fengu hátt á annað hundrað pör af skiðum, mikið af fatnaði og skiðaskóm. Allir fengu þvi skiði. Visir birti frétt, þar sem óskað var eftir skiðum, sem fólk mætti missa, fyrir stuttu, og þetta er árangurinn. Þar að auki bárust svo félaginu 11 þúsund krónur i peningum. Sá útbúnaður, sem ekki verður notaður i Skálatúni, verður gefinn öðrum sanis- konar heimilum. Stjórn félagsins vill koma á framfæri alúðarþökkum til allra þeirra, sem eitthvað lögðu af mörk- um. -EA. á Gísla þjónsbúninginn utanyfir jakka- fötin og virðist ekki fara sér að neinu óðslega. Sér til aðstoðar hefur hann tvær stúlkur, sem biða eftir honum með búninginn og flýta fyrir honum viö um- skiptin. Þess má að lokum geta, að „Flóin” verður á sviði Iðnó á föstudagskvöld og er sú sýning númer 241 i röðinni. Fer sýning- um nú óðum að fækka. —ÞJM/ljósm: Bj.Bj. -M- ' i “*• Til höfuðs Eurovision: íslenzkir tónlistar- menn á mót- mœlahátíð Til höfuðs Eurovision söngva- keppninni, sem haldin verður i Stokkhólmi I marz, verður á sama tima haldin önnur tónlistar- hátið, sem ber nafnið Alternative Music Festival. A þessari hátið koma fram alls lags tóníistarmenn viða að úr Evrópu, en þó verða þeir flestir frá Norðurlöndunum. Islendingar eiga einnig fulltrúa á þessari hátið og eru það jasshljómsveit Gunnars Þórðarsonar, trúba dúrinn örn Bjarnason, Þrjú á palli og Þokkabót. Hátiðin fer fram i þrem stórum hljómleikasölum i Stokkhólmi dagana 17. til 22. marz og er til- gangur hennar meðal annars sá að sýna, að tónlistarlif i Evrópu hafi upp á margt annað að bjóða en það.sem fram kemur á Euro- vision hátiðinni. Norræni menn- ingamálasjóðurinn styrkir þessa hátið og munu sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndunum taka upp efni á henni. Islenzkt kvöld verður fimmtu- daginn 20. marz og koma þá is- lenzku hljómlistarmennirnir fram. —JB Sjá fram á hreint tap: Búnir að selja, — eiga eftir að borga hráefnin „Það er alveg ljóst að allir iðn- rekendur þurfa að fá hækkanir, sérstaklega vegna þess að þeir kaupa almennt hráefni með gjaldfresti, og samkvæmt venju þá mun verða leyft að hækka birgðir sem nemur gengisbreyt- ingunni”. Þetta sagði Haukur Björnsson framkvæmdastjóri Félags is- lenzkra iðnrekenda, þegar Visir hafði samband við hann. „Fyrirtæki eru jú sum i þeirri slæmu aðstöðu”, sagði Haukur ennfremur, „að þau eru þegar búin að selja vörur úr hráefnum, sem eftir á að greiða, og það er náttúrlega beint tap. En þá riður á að fá hækkanir fyrir hráefna- hækkununum til þess að þurfa ekki lengur að selja þetta undir kostnaðarverði”. 25% hækkun varð á hráefni t.d. i málmiönaði, járnvöruiðnaði og sælgætisiðnaði, þvi sem keypt er erlendis frá. Haukur á sæti i verð- lagsnefnd, og sagði hann, að hún hefði komið saman i fyrsta sinn eftir gengisbreytinguna á mánu- dag, en þangað þarf aö sækja um allar hækkanir. Hann sagði, að aftur yrði fundur nú á fimmtudag eða föstudag. „Þannig að þetta fer nú smátt og smátt að koma i ljós, en enn sem komið er, er þetta allt á huldu”. —EA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.