Vísir - 19.02.1975, Síða 7

Vísir - 19.02.1975, Síða 7
Vísir. Miðvikudagur 19. febrúar 1975. 7 fara í vöxt umfangsmikla lögreglurannsókn hefur ekki sézt tangur eða tetur af listaverkunum, og dr. Siviero er orðinn sannfærður um, að það sé búið að smygla málverkunum úr landi. Þessa gripi, sem hér um ræðir, er nær ógerningur að verðleggja. En þrátt fyrir þau verðmæti, sem þarna hafa horfið, þykir hitt þó ekki siður iskyggilegt, að nær daglega eru framdir minniháttar listaverkaþjófnaðir, þar sem um er að ræða gifurleg verðmæti lika, þegar allt er tint til. Þessir þjófnaðir eru orðnir svo hversdagslegir, að menn gefa þeim naumast gaum lengur. Þessa ellefu daga, sem liðu milli þjófnaðar i Urbino og Milanó, urðu tiu þjófnaðir á minna þekktum listaverkum, eftir þvi sem dr. Siviero hefur upplýst fréttamenn. Þvi til við- bótar er svo tilraun þjófa til að stela verki eftir Titian i Feneyj- um, en hún fór út um þúfur. Það er kunn staðreynd, að af- brotum hefur fjölgað geipilega á Italiu siðustu árin, og standa yfir- völd nær ráðþrota gagnvart þess- um vanda. Einkum hefur borið á fréttum af hrottalegri glæpum, eins og morðum og mannránum. A hinu hefur ekki borið eins mikið, að ítalia, þar sem ein- hverjir mestu listafjársjóðir heims eru samankomnir, er orðin einskonar gósenland listaverka- þjófa. Á meðan liður að þvi, að landið haldi hátiðlega, að fimm aldir eru liðnar frá fæðingu Michelangelo og blasir þá við sú sorglega staðreynd, að sá arfur, sem hann lét eftir sig, fer ört þverrandi. Stjórnvöld og menningarvitar eru fyrstir til að viðurkenna, að þama er um að ræða vandamál, sem þolir enga bið. Giovanni Spa- dolini, menntamálaráðherra, fékk fréttirnar áf þjófnaðinum i Urbino i sömu mund og hann var að leggja fyrir þingið tillögu um að efla öryggisgæzlu við listasöfn þjóðarinnar. Mörg lög hafa verið sett og hundruð ræður fluttar um þetta mál. En þar við situr. ,,A Italiu geta stjórnvöld engum vörnum við komið gegn þjófum”, heldur dr. Siviero fram i viðtali við fréttamann Reuters á dögunum. Eins og mörgum öðrum list- fræðingum stendur honum mest- ur stuggur af hinum ótal þjófnuð- um á smærri listaverkum, mál- verkum, myndastyttum og öðrum listgripum. „Slikir munir eru hlutar úr sögu byggðarlaga og ibúanna þar. Ómetanleg arfleifð, sem enginn vottur er lengur til af”, segir dr. Siviero. Hann hefur mátt sjá á eftir listaverkum, sem hann bjargaði frá Þýzkalandi, eftir að útsendar- ar Hitlers höfðu látið greipar sópa um listasöfn Italiu. Dr. Siviero var til þess settur af stjórnvöld- um að bjarga heim aftur lista- verkum, sem með þeim eða ein- hverjum öðrum hætti höfðu horfið Itölum. Hefur doktorinn unnið þjóð sinni frábært björgunarstarf á þessu sviði. Einna stoltastur var hann sjálfur, þegar honum tókst að endurheimta „Málleys- ingjann ” eftir Raphael. Það er að vonum, að manninum sárni að sjá á eftir henni i ræningjahend- ur, en hún var meðal þeirra þriggja málverka, sem stolið var úr safninu i Urbino. Þjófaviðvörunarkerfi er ekki nema i sáralitlum hluta þeirra 400 listasafna eða svo, sem eru á vegum rikisins á ítaliu. Ducal- safnið i Urbino var þó einmitt það safniö,sem taliðvarbezt verndað gegn þjófum. Þar átti einmitt að fara að setja upp þjófabjöllukerfi, en þvi miður hafði það dregizt of lengi. t Milanósafninu létu þjófa- bjöllurnar ekkert i sér heyra. En i augum dr. Siviero og fleiri sérfræðinga á þetta vandamál sér MADONNAN FRA SENI- GALLIA — annað málverk, sem stolið var úr Ducal-höllinni eftir sama listamann og HÚÐ- STRÝKINGIN. dýpri rætur heldur en bara skort- ur á þjófavörnum. Þeir segja að listaverkaþjófnaðir séu aðeíns litill hluti af almennu hirðuleysi um þessa dýrmætu arfleifð fyrri kynslóða. í fyrra vörðu itölsk stjórnvöld einungis 1,37% af þvi fé, sem rennur til menntamála, til við- halds þeim 30 þúsund kirkjum, 20 þúsund köstulum og 2 þúsund stöðum, þar sem fornleifafræð- ingar hafa grafið upp þjóðminjar. Til listasafnanna er varið ámóta upphæð og kostar að leggja tveggja og hálfs kilómetra vegar- kafla. Rétt svipað og islenzka rik- ið kostaði til vegagerðartilraunar Sverris Runólfssonar uppi á Kjal- arnesi i fyrra. Fyrir einum átta árum skilaði þingnefnd skýrslu þar sem kom- izt var að þeirri niðurstöðu, að rikið þyrfti að verja tólf sinnum hærri upphæð árlega — bara til þess að standa straum af allra nauösyniegasta viðhaldi á forn- minjasöfnum og iistasölum. — Það varð eins og hver annar dauður bókstafur. — Yfir söfn landsins eru settir 69 umsjónarmenn i stað 600, eins og þingnefndin taldi vera lágmarks- þörf fyrir. Þeir hafa sér til að- stoðar 1600 starfsmenn safnverði, i stað þeirra 4200, sem þingnefnd- in taldi ekki hjá komizt að hafa. Allir eru hjartanlega sammála þvi, að safnverðirnir eru smánar- lega launaðir, enda hefur það leitt til þess, að 75% mæta ekki til starfsins sex mánuði ársins, en liggja heima „veikir”. Allt þetta hefur leitt til þess, að meistaraverkin liggja umhirðu- M ALLE YSINGIN N — eftir sjálfan Rafael, ómetanleg og ómögulegt fyrir þjófana að koma henni i verð á opnum markaði. litil i illa gættum söfnunum. Undrar þvi ekki marga, þótt tala stolinna listaverka hafi nær tvö- faldazt frá 1972, en þá hurfu 5,843 listmunir, meðan 10,952 urðu þjófum að bráð i fyrra. IIIIIIIIIIII UMSJONi G. P. Hjálpar við námið og nœstum hvað sem er Það getur hjálpað þér til þess að minnka reyk- ingar og vindrykkju. Það getur hjálpað þér til þess að komast yfir eiturlyfjanotkun. Það getur hjálpað þér i námi. Það getur bætt heilsu þina, og það getur hjálpað afbrotamönnum til þess að komast á réttan kjöl i lifinu. Hvað? Hvaða töframeðul eru þetta eiginlega. Nei, þetta er ekkert sem við tökum inn i skeið. Þetta er nokkuð sem við verðum að hafa fyrir að læra sjálf, en ekki þó á ýkja löngum tima, og kallast innhverf ihugun eða Transcendental Meditation, ihugunartækni Maharishi Ma- hesh Yoga. Maharishi er okkur Islending- um ekki alveg ókunnur, hann hefur heimsótt okkur, og svo varð hann heimsfrægur eftir það, að Bitlarnir fóru i læri til hans. Siðar streymdu músikant- arnir til hans hver á fætur öðr- um. En þessi andlega tækni sem hann hefur kennt hefur nú breiðzt út um allan heim, og nú hefur verið stofnað hér félag sem heitir Islenzka ihugunarfé- lagið. Félagið starfar i tengsl- um við International Meditation Society (IMS), sem hefur höfuð- stöðvar i Seelisberg i Sviss. Markmið félagsins eru að kynna hér á landi og kenna inn- hverfa ihugun með opinberum fyrirlestrum og námskeiðum. Jafnframt þvi sem félagið stuðlar að almennum visinda- legum rannsóknum á áhrifum i- hugunarinnar á einstaklinginn og umhverfi hans, hefur það á sinum snærum fræðilega fyrir- lestra um visindi skapandi greindar eða Science of Crea- tive Intelligence eins og segir i tilkynningu frá, félaginu. Fyrir- lestar þessir hafa þegar verið leknir upp á námsskrá ýmissa æðri skóla i Evrópu og Ameriku. Félagið starfar að almanna- heill án ágóða og er öllu fé, sem það hefur til umráða varið jafn- óðum i ofangreindum tilgangi. Aðeins einn getur kennt þetta hér á landi, en það er Þjóðverji sem hyggst gera þetta að at- vinnu sinni hér. Hann talar is- — andleg tœkni Maharishi, þess er kenndi Bítlunum og heimsótti okkur eitt sinn, kennd hér Mönnum þótti Maharishi Mahesh Yoga hálf kyndugur þegar hann heimsótti tsland 1963 til þess að boða kenningar sinar. Nú er andleg tækni hans kennd hcr á landi. Ljósm. Bragi. Il\lf\l Umsjón: Edda Andrésdóttir lenzku og stundaði nám hér við Háskólann fyrir nokkru. Hann sagði, að mikill áhugi hefði verið fyrir þessu erlendis. Hann nefndi sem dæmi að I Bandarikjunum væru um 500 þúsund i félagi, 50 þúsund i Þýzkalandi og um 50—60 þúsund i Bretlandi. Hingað til hafa aðeins fáir lát- ið skrá sig hér i félagið, en lik- lega má búast við fjölgun. Þessi andlega tækni er óháð öllum trúarbrögðum. Hún hjálpar fólki til þess að losna við streitu og gerir mann- inn rólegri og heilbrigðari. Þessi tækni hefur verið kennd i háskólum i Bandarikjunum og hefur t.d. verið valgrein i menntaskóla i Sviþjóð. Þegar Maharishi kom hingað til lands 1963 hittu blaðamenn Visis hann að máli, þar sem hann bjó á Hótel Sögu. Þar sat hann á kálfsskinni á rúminu, umvafinn hvitum kufli og kring- um hann lágu blóm. Hann hélt hér einn fyrirlestur i Stjörnu- biói.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.