Vísir - 05.03.1975, Page 2

Vísir - 05.03.1975, Page 2
í 2 Vísir. Miðvikudagur 5. marz 1975 vísnsm-- Fannst þér útvarpið póiitiskt i tíð fráfarandi útvarpsráðs? Guðmundur Arsælsson, póst maður: — 1 sumum þáttum já. Rikharður Hjáimarsson, stæðis- vörður. — Nei, mér finnst það ekki hafa verið. Ingimar Guðnason, verk- smiðjustjóri: — Það held ég nú ekki. Tómas Möller, skrifstofumaður: — Er það lýðræði, að minnihlutinn skuli ráða fjölmiðlum heildarinnar? Þetta var góð spurning. Hvernig er sú næsta? Vilhjálmur Egilsson, nemi: — Það hefur verið pólitiskt að sumu leyti. Mjög vinstri sinnaðir menn hafa frekar fengið inni, bæði i barnasögum og öðru. Guömundur Valdi m arsson, sjómaður: — Ég er nú litið inni i þvi máli. Ég er alltaf úti á sjó. LESENDUR HAFA ORÐIÐ ÞINGMENN ERU SVEI MER DUGLEGIR... — sumir vinno bora 104 klst. á viku Bina húsmóðir skrifar: Þurfa þingmenn, sem dvelja i Reykjavik að fá sérstaka fæðis- peninga? Borða þeir meira en aðrir? Eða er kaupið svo litið að þeir geti ekki lifað af þvi (117 þús. fyrir utan aðrar tekjur á mánuði)? Þeir hafa húsleigustyrk. Má þá gera ráð fyrir að þeir leigi sér ibúð eins og aðrir lands- menn. Hvað eru þeir að tala um 2 heimili? Ég veit ekki betur en að sjómenn verði að greiða fæði sitt til sjós úr eigin vasa og má þó með sanni segja að skipið sé þeirra annað heimili. Litum aðeins á verkamenn- ina. Þeir hafa við höfnina rúmar 9 þús. á viku fyrir 40 timana og við skulum gera ráð fyrir að þeir hafi jafnvel konu og börn á framfæri. Þingmaður hefur svona bara auka i mátinn tæpar 8 þús. á viku. Þingmaður getur auðvitað ekki verið þekktur fyrir að hafa með sér nesti eins og aðrir borg- arar. En hvernig er það.er ekki mötuneyti niðri i stjórnarráði, þar sem fæði er á mjög sann- gjömu verði? Borgað niður af skattgreiðendum. Þingmenn eiga það sameigin- legt með verkamönnum að þeir geta misst atvinnuna á morg- un? Hvilikt öryggisleysi. En hvernig dettur nokkrum manni i hug að bera þingmenn saman við aðra þegna þjóð- félagsins? Já, vel áminnzt.sum- ir hafa meira að segja méira kaup en þingmenn, t.d. ýmsir embættismenn, ráðherrar (sem lika eru þingmenn) og flug- menn. En berum saman laun þingmanna i Danmörku og hér. Ekki er að leyna að þeir eru vel- launaðir á Islandi blessaðir. Hvað þá með verkamennina i Danmörku fá þeir svipað kaup og kollegar þeirra á Islandi. (Einhver kynni að segja að þar sé atvinnuleysi, en þeir fá at- vinnuleysisstyrk, sem er u.þ.b. 90% af laununum skv. fréttum og geta sennilega lifað sæmi- lega). Kæru þingmenn. Þið eruð nokkurn veginn sammála (aldrei þessu vant) að þið hafið þaðgottogkvartiðekki.Til þess að vera þingmaður sé meira að segja allt i lagi að borga ofurllt- iö með sér. En mikið eruð þið duglegir. Fyrst vinnið þið meira en bænd- ur (eða var pað ekki rétt skilið aðeins þingstörfin tækju 70-80 klst.'á viku?). Svo vinnið þið fyrir 60% tekjum annars staðar (alveg rétt, ekki allir) ef þið eruö staðsettir i Reykjavik. Þetta gerir hvorki meira né minna en 104 klst á viku. Og ef þið vinnið ekkert með þá fáið þið 30% af launum t.d. ef þið hafið verið kennarar, fyrir hvað? Jú, vegna öryggisleysis, ef ykkur yrði sagt upp. Ég leyfi mér að koma með áskorun til ykkar allra. Minnkið við ykkur kaupið svona t.d. um 30%. Þá gefið þið öllum landslýð gott fordæmi og getið þá brýnt fyrir honum að nú verði hann að herða sultarólina og lifa á 40—70 þús á mánuði. Að lokum, hvernig gátuð þið hækkað aukagreiðslur til ykkar um 20% á meðan kaup allra landsmanna stendur i stað? Haldið þið að það sé auðveldara fyrir almenning að lifa á 40 þús. en 177 þús. kr.? Kýr á Viggó Oddsson skrifar frá Jó- hannesarborg: Fallið i vökina „1 meir en áratug hefi ég skrifað um það uppátæki f is- lenzkum hokurbúskap að greiða allrahanda felustyrki til ab hylja þá staðreynd, að hokurbú- skapur er ekki samkeppnisfær við stórbúskap. Samt eru bænd- ur á Islandi sem njóta bezta grass i heimi, sumir þurrka aldrei hey, þegar aðrir heimta styrki út á svo til hverja rigningaskúr. Skrif Visis urn þessi mál eru bæði réttlát og timabær, einnig eru tillögur VIsis um úrbætur i búmálum mjög skynsamlegar. Þótt ég hafi hamrað á þvi sama I áratug og vel það, verið á svörtum lista fyrir bragðið, er eins og sumir sem lengi hafa vitað um þetta ófremdarástand séu nú eins og menn með kýr i taumi á svelli og hafi fallið i vökina, sem viB bentum þeim á, en okkur kennt um að hafa möívað undan þeim isinn, þennan fallega gljáis sjálfsblekkinga. Keflavikurvegir Fyrir áratug benti ég á, að einir 7 Keflavikurvegir færu ár- lega beint eða óbeint i styrki handa bændum, fyrir utan sóun á vinnukrafti við að halda uppi vegakerfi út um alla afdali, flutningskostnað við að koma stórum farartækjum allt árið i ófærö, til að sækja nokkra litra af mjólk og skila Timanum á brúsapallinn. Gjaldeyrissóunin i að flytja skipsfarma af gjafa- korni, tollfrjálsum fóðurbæti og áburði handa bændum og vinnu- vélar, hægt væri að fá ódýran mat frá Nýja Sjálandi, hinum megin á hnettinum fyrir brot þessa sem fer i bændagjaldeyri. Söluskattur og 2/3 innflutnings- tollanna fara i bændastyrki á svelli einn eða annan hátt. Mikill hluti almannatrygginga fer i fjöl- skyldubætur svo aumingjar og bamafólk geti keypt afurðir bænda á TIFÖLDU VERÐI þrátt fyrir milljón króna styrk á hvem bónda á þessu ári. Sem sagt: tvöfaldir skattar, þrefald- ir tollar og tifalt vöruverð á mjög mörgum vörum framyfir það sem fólk á að venjast er- lendis. Kosningamisréttið Hvernig hefur landbúnaður- inn álpazt út i þetta styrkja- kviksyndi? mætti spyrja. Eru sérfræðingar og ráðgjafar bænda geðbilaðir eða landráða- menn? Eða hvað er að? Ein or- sökin er sú, að á sama tima og svertingjar i Suður Afriku geta kosið sina leiðtoga i landnáms- héruðum sinum I samveldinu, eru ennþá Islendingar sem hafa engan kosningarétt, þegar aðrir hafa ferfaldan miðað við Reyk- vfkinga (til að halda jafnvægi i byggð landsins.) Þótt þúsundir manna byggi upp heil hverfi eins og Breiðholt og Garða- hrepp, fjölgar ekki þingmönn- um I kjördæminu. Þannig eru Reykvikingar verr staddir en svertingjar i S. Afriku, þvi svertingjarnir geta lýst yfir sjálfstæði þegar þeir vilja en Reykjavlk ekki. Þá eru ísl., sem ekki mega kjósa þvi þeir greiða skatt eða eru á vissum tima erlendis og þvi sviptir borgararétti. Þannig er það hræðsla við atkvæðatap og missi þingsæta sem uppbóta- kerfið þrifst á og ekki má hrófla við. Hvað á að borða? ,,En ef það yrði nú strið, eitt- hvað þyrfti fólkið að borða”, segja styrkja-menn. Ef það yrði almennilegt strið, fengju bænd- ur engan útlendan fóðurbæti, gjafakorn, vinnuvélar, elds- neyti eða neitt fremur en aðrir landsmenn, hinsvegar mætti fæða landsmenn fyrir hluta af þeirri olíu, sem fer i að sigla tollfrjálsum varningi til bænda, með þvi að láta nokkra báta veiða fisk i soðið eins og gert var i fyrri heimsstyrjöld. Eins og Vlsir hefur lagt til, er hokur- búskapur i núverandi mynd nokkuð sem finna ætti á byggða- safni. Fáein smábýli með 10 þúsund sauðkindum og þúsund nautgripum eða þar yfir ættu að koma I staðinn. Eins og sést á graslitlum eyðimörkum i Afriku, Ástraliu og Ameriku, sem ekki njóta „grænasta grass iheimi”, né rikisstyrkja. Frægt er úr Mogganum þegar tiltekinn stjórnmálamaður heimsótti „stórbónda við Breiðafjörð, með 7 kýr og nokkrar kindur.-” Sunnudagsleikritið Sb. sendir lesendadálkunum hafa horft á sjónvarpsleikritið eftirfarandi visu, sem hann seg- sl. sunnudag: ist hafa barið saman eftir að Rúm var á skjá og skemmtun ei sem bezt. En skítt með það. Annað eins tilhlaup aldrei hefur sézt á öðrum stað.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.