Tíminn - 10.07.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.07.1966, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 10. júlí 1966 tíminn Freddy Lennon, faðir bítils- ins Johns Lennons er alltaf að láta til sín taka. Nú hefur hann tilkynnt, að hann hygg ist hætta að syngja, en hann hefur eins og kunnugt er gef- ið út eina plötu, sem nefndist That is my life og það kom í Ijós að flestra áliti, að það var ekki frá föður sínum, sem John hafði fengið tónlistargaf-. una og nú hefur Freddy, sem innan skamms ætlar að ganga að eiga barþjónustustúlku, snú ið sér að þvi að skrifa bók, sem á að hafa að geyma nokkr- ar staðreyndir um son hans og þann heim, sem hann lifir í. Freddy hefur að sögn ekki séð son sinn frá því hann var fimm ára gamall. f A ék «> "■: Nú hefur verið komið fyrir vaxmynd af Louis Armstrong í vaxmyndasafni í Hollywood. Var styttunni komið þar fyrir meðan Armstrong spilaði sjálf- ur á trompetinn sinn í safn- inu. Hér sjáum við Grace prins- essu af Monaco ásamt dóttur sinni Caroline prinsessu þar sem þær eru á gönguferð rétt utan við Monaco. Fóru þær mæðgur í heilmikla gönguferð, þegar færi gafst, en Grace hef- ur undanfarið verið mjög önn- um kafin við að sinna sínum opinberu skyldum. Kvikmyndaleikarinn Robert Hossein, sem margir munu sjálf sagt úr kvikmyndinni Ange- lique, hefur nú gerzt kvikmynda framleiðandi og hyggst nú gera kvikmynd, sem nefnist Raspu- tina. í kvikmyndina hefur hann valið unga óþekkta stúlku til bess að leika aðalhlutverkið. Nefnist hún Sylvie d'Ahetze, 17 ára gömul, bláeygð og rauð- hærð. Þ.vkir hún að ýmsu leyti minna á hina fyrrverandi eig inkonu Hosseins, Marina Vlady en árið 1955 uppgötvaði Hoss- ein hana og kom því til leið- er að hún fékk aðalhlutverk í kvikmynd þá. Þremur mánuð am síðar voru þau Marina og hann gift. Bítlarnir fjórir orsökuðu hálfgert hneyksli, þegar þeir voru á Filippseyjum fyrir skemmstu, með þvi að rnæta ekki í matarboð hjá forseta frúnni á Filippseyjum og höfðu þeir ekki einu sinni sent áfboð. Um 200 manns voru mætt á flugvellinum í Manilla, þeg- ar bítlarnir voru að fara og var hrópað að þeim: Bítlar farið heim, farið til helvítis, við vilj- um ekki hafa ykkur hér. Blaða- maður nokkur vatt sér að Paul McCartney og spurði hann hvað hann vildi segja um þenn- an atburð, en hann yppti bara öxlum og svaraði því til, að hann skildi þetta ekki. Við gerðum ekkert af okkur, sagði ■hann og bætti því svo við, að hann vildi ekki koma aftur til Filippseyja. Bítlarnir fjórir af- sökuðu sig með því, að þeir hefðu ekki vitað að við þeim var búizt til forsetabjónanna, en þau biðu eftir þeim í rúm- an klukkutíma. :• /ív.VÍ Leikkonan Ursula Andress hefur nú nýlega lokið við að leilka í kvikmynd ásamt James Mason og fór taka hennar að- allega fram í London. Fyrir skömmu var kvikmyndin svo frumsýnd í London og biltist Ursula auðvitað á frumsýning Sem kunnugt er hefur Suk- arno forseti Indónesíu verið sviptur titli sínum sem forseti ævilangt, en þann titil öðlað- ist hann árið 1964. Forsetinn fyrrverandi virðist sætta sig nokkurn veginn við þessa ákvörðun þjóðþingsins og sagði um þennan atburð: Það" var unni og þótti ljósmyndurum það auðvitað kærkomið tæki færi til að Ijósmynda hana bak og fyrir og svo fór að leik konan varð að biðjast vægðar, þegar henni þótti nóg komið. Og hér er ein myndin, sem var tekin við þetta tækifæri. ekki ég sjálfur, sem óskaði þess að vera forseti ævilangt, konungur eða keisari. í 40 ár af lífi mínu hef ég helgað mig baráttunni til þess að þjóna landi mínu. Ekki til þess að verða konungur eða forseti. í rauninni hef ég enga þörf fyr- ir að vera forseti ævjlangt. Korsíkubúar eru víst ekkert of hrifnir af síðhærðum dægur- lagasöngvurum að minnsta kosti fékk franski vísnasöngvar inn Antoine ekki sem bezta út reið á Korsíku, þegar hann kom þanvað til þess að skemmta Korsíkubúum. Hafði Antoine aðeins sungið tvo söngva, þegar allt fór í upp- lausn og nokkrir unglingar sem virtust vera ákaft á móti söngv aranum lentu í bardaga við aðdáendur söngvarans, og særð ust nokkrir í þeim átökum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.