Tíminn - 12.07.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.07.1966, Blaðsíða 1
155. tbl. — Þriðjudagur 12. júlí 1966 — 50. árg. Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið i síma 12323. Auglýsine i rímanum kemur dagJega fynr augu 80—100 þúsund lesenda. Nokkrir hestamannanna sem lögðu upp frá Egilsstöðum á laugardag inn hvíla hesta sína á f jöllum. (Tímamynd GÞE) Feröir hesta- manna að Hól um gangavel KJ-Reykjavík, GÞE-Egilsstöð- um, mánudag. Á fimmtudaginn hefst Lands mót hestamanna að Hólum í Hjaltadal, og er það í fyrsta skipti sem slíkt mót er háð í Skagafirði. Mikið hefur verið unnið að Hólum til undirbún- ings þessa móts, svo það megi fara hið bezta fram hvað að- búnað allan snertir, og er nú undirbúningi öllum að verða lokið. Hestamenn streyma nú ríð- andi til" mótsins, og er yfir- leitt allt hið bezta að frétta af ferðum þeirra. Hér á eftir fara fréttir af .undirbúningnum og hest.aferð Þriggja ára drengur féll í sjóinn og drukknaði HZ—Reykjavík, mánudag. Sá hörmulegi atburður gerðist í Garðahreppi, skammt frá Hafnarfirði, í gær, að þriggja ára dreng- ur, Jón Már Gunnarsson, Blikalóni, féll í sjóinn og drukknaði. Hafði Jón verið að leika sér með tveim eldri systkinum sín um við Balakletta niðri í fiör unni þegar hann féll í sjóinn. Drógu systkinin, sjö ára gamall drengur og stúlka 5 ára, bróður sinn upp í flæðarmálið- Síðán hlupu þau heim að Blikalóni iil mömmu sinnar, sem er skammt frá og sögðu henni frá þessu. Fór hún síðan með þeim niður í fjöru. Um það leyti bar að mann, sem hóf lífgunar tilraunir á drengnum. Lögregl an og sjúkrabifreið með lækni var kvödd á vettvang og hélt læknirinn áfram lífgunartil- aunum alla leiðina til Reykja vfkur, en án árangurs. Mjólkuríræ Bsngarnir sömdu / gærkvöldi SJ—Reykjavík, mánudag. Mjólkurfræðingar, sem höfðu boðað til 2ja daga verk falls á miðnætti aðfaranótt þriðjudags, ef samningar tækjust ekki fyrir þann tíma, sömdu um kl. 23.30 í kvöld. Um beina kauphækkun var 8 bílveltur um helgina HZ—Reykjavík. mánudag. Mjög margir árekstrar urðu í umferðinni um helgina og auk þeirra er blaðinu kunnugt um 8 bílveltur. Engin teljandi meiðsli urðu á mönnum. en margar bif- reiðarnar stórskemmdust og eru taldar ónýtar. í einu tilvikinu var um að ræða ölvaðan mann. Má nærri geta, hversu mörg hundruð þúsund króna hafa fárið í súgínn um þessa einu helgi. ekki að ræða, heldur lagfær- til klukkan 20, en bá sleit ingar eins og breytingar á hann fundi, og var þá búizt aldurshækkunum. við að verkfallið myndi Torfi Hjartarson, sáttasemj skella á. ari ríkisins hélt fund með Kl. 21 var samt boðað til deiluaðilum í dag, allt fram | Framhald á bls. 14 BARN DRUKKNAR SJ-Reykjavík, mánudag. Á laugardaginn varð það hörmu Iega slys, að fimm ára barn frá Bergi í Gerðahreppi drukknaði í Þingvallavatni. Þar sem lögreglan hefur ekki fengið neinar skýrsl ur um málið, svo vitað sé, er ekki hægt að skýra nánar frá atvikum. unum. TÍMINN hafði í dag tal af Sigurði Haraldssyni bústjóra að Hólum en hann er fram- kvæmdastjóri hestamanna- mótsins sem fer fram dagana 14,—17. júlí. — Við höfum unnið hér dag og nótt að undirbúningi móts- ins, og má segja, að allar und irbúningsframkvæmdir séu, komnar á lokastig, og allt ætti því að verða tilbúið áður en mótið hefst. Hefur verið unnið við sýningarsvæðið, kappreiða- völlinn, aðbúnaði fyrir ferða hesta og ferðafólk, svo sem bílastæði, tjaldstæði, hestagirð- ingar o.fl. Hestagirðingar eru fimrn fyr ir aðkomuhesta og er hver girðing ætluð fyrir ákveðin svæði á landinu. Hnakka geymslur eru við girðingarnar, en stór svæði rétt við þær, þar sem ætlazt er til, að hross in verði rekin saman. Dálítill spölur er á milli tjaldstæðanna og sýningar- Framhaid á bls 14 FINNA ÞEIR SILD Á STRANDAGRUNNI? 700 HAFA PANTAÐ FLUG- FAR Á AFMÆLISHÁTÍÐINA SJ—Reykjavík, mánudag Færeyingar sem voru að veiðum á Strandagrunni og þar i námunda tilkynntu á laugardag að þeir hefðu á þessum slóðum orðið var ir við þrjár síldartorfur og lóðað á 3—4 torfur á 20—50 faðma dýpi. Bátarnir Bjarmi frá Dalvík og Einar Hálfdáns sigldu í dag á þær slóðir, þar sem Færeyingarn ir kváðust hafa orðið varir við síldina og kl. 9 í kvöld, hafði Síld arleitin á Siglufirði samband við Framhald á bls. 15. SJ—Reykjavík, mánudag. í tilefni hátíðahaldanna á ísafirði um helgina hefur Flug félag íslands boðið ferðir með afslætti, og virðist sem marg- ir ætli að notfæra sér gott boð, því að í dag höfðu um 700 manns pantað far vestur, flestir á fimmtudag og föstu- dag. Á fimimtudaginn verða tvær aukaferðir auk áætlunarflugsins og á föstudag er búið að íkveða tvær aukaferðir, en fastlega má gera ráð fyrir a. m. k. þremur auka ferðum, ef veður verður gott. . leitt °ru flugvélarnar, sem fljúga Miklar annir eru nú hjá Flug- til þessara staða. fullsetnar. félaginu, miklir flutningar til Eg Sjá frétt um undirbúning há- ilsstaða, Akureyrar, ísafjarðar. tíðahaldanna á öðrum stað í Kópaskers og Þórshafnar. Vfir-' blaðinu. Hentí sér í Hvítá HZ—Reykjavík, mánudag. — Á laugardagskvöldið fannst einum Skaga manni, sem staddur var á Hvítárbökkum vegna kappreiða, sem þar voru haldnar í gær, tilvalið að fá sér smá sundsprett í Hvítá. Kasta'ði hann sér út í ána og fór hann á kaf. Nokkrir nærstaddir menn j gátu dregið hann upp úr áður en straumurinn hroif liann með sér. I.ögreglan í Borgarnesi flutti hann til Akraness. |iar «em hann var flutt- ur heim til sín. Piltinuin, sem er um tvítugt, varð ekkl rneint af volk- inu. Ilafði hann verið undir áhrifum áfengis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.