Tíminn - 12.07.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.07.1966, Blaðsíða 9
' ' v '■' Hermenn fyrir utan Spandau-fangelsið að gæta þriggja manna. ÞRJÐJTJDAGUR 12. júlí 1966 TÍMIWW án þess að þurfa vegabréfaáritan ir. Við getum áreiðanlega þakkað það því, að sovézki sendiherrann hér á landi lagði okkur tii mjög góð meðmæli. — Kórinn hefur ferðazt mjög víða á þessum fjörutíu árum, sem hann hefur verið starfandi' ~ Já, við höfum ferðazt mjog víða innanlands og þetta verður 7. utanferðin. Og þá höfum við heimsótt allar heimsálfur ut- an Ásfralíu. 1953 fórum við í mjög skemmtilegt söngferðalag með Gullfossi, og þá heimsóttum við margar borgir við vestanvert Mið jarðarhaf og víðar og héldum marga tónleika. Meðal annars sungum við fyrir Píus páfa í Vati kaninu og var það einn kórfé- iaganna, Guðbrandur heitinn Jóns son. prófessor, sem því kom til leiðar. Hann átti mjög góðan vin í páfagarði, Sindler að nafni, og var hann mikils virtur danskur rithöfundur. Fyrr á árum hafði hann stundað fiskveiðar við ísland á færeyskum kútterum.og þannig höfðu þeir Guðbrandur kynnzt. Það var ákaflega heitt að syngja þarna í Vatikaninu, og ekki veit ég annað en páfa hafi líkað söng urinn vel, en skömmu síðar fékk hann þó hiksta og dó. Þá höfum við farið tvær afar strangar söngferðir til Norður- Ameríku. Önnur var farin 1960, sungum við þá í mörgum borgum í Bandaríkjunum og Kanada. Að þessum tónleikum var gífurleg að sókn, fólkið hefur kannski hald ið, að þarna væru Eskimóar á ferð og stormað í hrönnum til þess að líta á gripina. Við sungum alltaf Ragnar Ingólfsson en söngurinn okkar. Var skemmst frá því að segja, að við sungum fyrir troðfullu húsi, utan einu|fyrjr svo til galtómu húsi, því að sinni, en til þess lágu líka góðar; allir, sem vettlingi gátu valdið, og gildar ástæður. Þetta var þeg foru til að hlu^ta á þennan mekt ar kosningabaráttan milli Kenn- edy og Nixon stóð sem hæst, og þegar við kó'mum til borgarinn ar Rochester í Bandaríkjunum, var annar kominn þangað á und an okkur, nefnilega Johnson, nú verandi Bandaríkjaforseti. Hann bjó meira að segja ’ sama hóteli og við og margir okkar tóku í höndina á honum, til þess að styrkja hann í baráttunni. Jæja, kvöldið, sem tónleikarnir voru, hélt hann ræðu á kosningafundi, og það vakti miklu meiri athygli armann. Okkar fyrri ferðir hafa allar verið skipulagðar af dr. Sigurði Þórðarsyni, stofnanda kórsins, en hann hefur verið megindriffjöðrin i öliu starfi kórsins, all. til þessa dags, en fer nú í fyrsta skipti með sem skemmtiferðamaður. Stjórnandi núna er Páll Pam- pichler Pálsson og við höfum með okkur einsöngvarana Svölu Niel sen og Guðmund Guðjónsson. Und irleikari hjá okkur verður Guð- rún Kristinsdóttir. Rætt viS Ragnar ingólfsson um för Karlakórs Reykjavíkur til Sovétríkjanna, sem verður fjöl- mennasta hópferð frá íslandi. SEXTUG I DAG: Guðveig Stefánsdóttir í dag er sextug frú Guðveig Stef ánsdóttir frá Siglufirði, nú til heimilis að Meðalholti 13. Reykja vík. Hún er fædd í Málmey a ySkaga firði. Foreldrar hennar voru þau hjónin Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson. sem nú eru bæði látin. Þau bjuggu Lngi í Skagafirði, um 3 áratugi. ýmisfí Málmey, að Litlu-Brekku eða Nöf en síðar i Siglufirði. í bókinni „íslenzkar kvenhetj- ur“. sem frú Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá hefur skrifað og út- kom árið 1948. ritar hún um frú Dýrleifu, mann hennar, sem lengst af var rúmliggjandi sjúklingiu og börn þeirra. Þar er brugðð upp ógleymanlegum myndum. annars vegar um hvað lífið fyrir og um aldamótin gat verið erfitt og misk unnarlaust, og hins vegar hvað ís lenzkar konur gátu verið kiark miklar stórhuga og kærle'ksrík- ar —sannir sigurvegarar —■ Frú Guðveig, sem í dag minnist merks áfanga í lífi sínu við arinyl minninga liðinna ára og innan veggja fallegs heimilis. hefur ekki ætíð gengið á rósum, eins og þeir vita, sem lesið hafa frásögnina, sem ég vitnaði til, en hún er eigi ' að siður hamingjunnar barn. Hún i leysti öll viðfangsefni sem við 1 henni blöstu með ágætum, hvort I þau voru stór eða smá Hún reynd ! ist, mjög ung að árum, einstök I dóttir sem hjúkraði lömuðum föð ur sínum um áratugi. svo að orð I var á gert. Guðveig reyndist einn j ig móður sinni vel alla tíð. meðan Var ofsdttur af nazistum - nú trúnaðarmaður Þeirra Fyrir 23 árum átti Jan Boo.n fótum fjör að launa, þegar hóp- ur ungnazista hittu hann á götu í Berlín, gerðu sig lík- 1 lega til að myrða hann, en hann tók á sprett og komst undan — með naumindum. Nú gegnir hann því lítt eftirsókn- arverða starfi að hjúkra þrem verstu óþokkum þýzka nazista- ríkisins, Rudolf Hess staðgengh Hitlers, Albert Speer vopna- málaráðherra og Baldur von Schirach æskulýðsleiðtoga, sern geymdir eru hver í sínum klefa í hinu skuggalega Spandau fangelsi í Berlín. í viðtali við erlendan blaða- mann fyrir nokkru sagðist Jan Bonn m.a. svo frá um feri! sinn í Þýzkalandi: „Ég er fæddur og uppalinn i Hollandi, hef nú fjóra um fimmtugt. Skömmu eftir að Þjóðverjar hernámu land mitt 1940, tóku nazistarnir mig ti! fanga og sendu mig í þræla- vinnu í Þýzkalandi. Þá hófst hræðilegt tímabil í ævi minni, með miskunnarlausu striti frá morgni til kvölds og lítíð sem ekkert til að borða. Þjoðverj- ar litu á okkur sem hinar ómerkilegustu lífverur, sem sjálfsagt vœri að misþyrma eða myrða hvenær sem þeirn þókn aðist. . \ Á þessu fékk ég óþyrmi’ega að kenna einn góðan veðurdag í maí 1943, þegar ég var á gangi eftir götu í Berlín. Ég hef víst verið meira en lítið niðursokkinn í hugsanir mín- ar, því að ég veitti ekki at- hygli sveit ungnazista, sem kom þrammandi með hakakrossfán- ann í fararbroddi. Allt í einu heyrði ég þá öskra: „Berjum ; hann til bana, þetta hollenzka ; svín!, út því að hann hefur ekki fyrir þvi að heilsa þýzka fánanuim" Þeir hafa þekkt mig á verkamannsfötunum, sem ég klæddist. Og á augabragði þustu þeir að mér með gúmmíkylfur á lofti. Eg hentizt á harða- spretti eftir götunni, og mér tókst að sleppa, en aldrei hef ég samt verið eins nærri dauð- anum.“ Þegar styrjöldinni lauk 1945, Jan Boon að ganga tll starfa sinna í Spandu-fangelsi. hefði Jan Boon vitaskuld get- að haldið heim til Hollands, en hann ákvað samt að vera kyrr og hjálpa við að sinna hundr- aðþúsundum sjúkra og særðra manna, kvenna og barna. Einu og hálfu ári síðar, í árslok 1946, voru þeir Hess, Speer og von Sdhirach færðir til geyimslu ein ir fanga í Spandau-fangelsið, eftir úrskurði dómstólsins í Niirnberg — og hernámsyfir- völd Bandamanna sneri sér þá til Boons og spurði, hvort hann mundi fáanlegur til að taka að sér að hjúkra þessum þrem stríðsglæpamönnum og vera þeim til aðstoðar. „Ég hafði hjúkramenntun“ segir Jan Boon „og mér fannst ég vera fær um að taka þetta að mér og féllst á það. Síðan hef ég á hverjum einasta degi annazt þessa menn, hjúkrað þeim þegar þeir hafa verið lasnir, en auðvitað er læknir til taks, verði þeir alvarlega veikir. Ég sker líka hár þeirra . . .“ Og það er af þessum daglegu samskiptum við þessa fyrrver- andi forsprakka nazistanna, að Jan Boon hefur unnið traust þeirra. hún lifði, og það mætti segja mér að systkinum sínum og þeirra börnum hafi hún verið og v> á margan hátt einstakur bakhjarl. Guðveig Stefánsdóttir flutti til Siglufjarðar með fjölskyldu sinni árið 1920 og bjó þar til hún giftist Agli Egilssyni, fyrrv. frkv stj. í Njarðvíkum, hinum ágætast.a manni, og bjuggu þau þar í nokk ur ár. en eru nú búsett í Reykja- vík, og vinnur Egill Egilsson á Skattstofunni hér. Frú Guðveig hefur búið manni ínum fallegt og gott heimUi. Og allir. sem þekkt hafa Guðveigu Stefánsdóttur norðanlands og sunnan bera hlýjan hug til henn- ar fyrii mannkosti hennar. Fjöl skylda mín er þar á meðal og send um við henni og manni nennar í dag beztu heillaókir. Jón Kjartanssnn. „í fyrsta lagi fundu. þeir mesta fróun að fá mig til að þvaðra við um hvað eina til að drepa einmanakenndina. En það kemur líka fyrir, að þeir fái innilokunaræðisköst eða verði gripnir iðrun út af ferli sínum — og þá verð ég oft að sitja tímum saman og hlusta á örvæntingarrausið i þeim. Það var líka samið svo um milli mín og hernaðaryfir- valdanna, að ég skyidi vera til taks jafnt á nóttu sem degi, ef einhver fanganna óskaði að varpa af sér farginu með þvi að tala við mig. Jú, það er hVerju orði sannara, að ég gæti skrifað bækur um það, sem ég hef fengið að vita hjá þessum mönnum — en ég er bundinn þagnareiði.“ Margir hafa orðið til að láta í Ijós undrun sína yfir því við Jan Boon, að hann skuli hafa tekið að sér þetta starf, að vera hjúkrunar og trúnaðar- maður þeirra, sem sátu einu sinni um líf hans. „Já, það þykir víst undar- legt“ svarar Jan Boon. „ En samt er það svo að ég hef aldrei borið kala til þessara manna.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.