Tíminn - 12.07.1966, Page 5

Tíminn - 12.07.1966, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. júlí 1966 Útgefandi: FRAMSÓICNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 ■ Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands - í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Ábyrgðarlaust tiltæki Hin mikla stökkbreyting, er hitaveitugjöld borgarinnar eiga nú að taka allt í einu, hefur vakið mikla furðu lands- manna. Nú þegar, í kjölfar mjög hóflegra kjarasamninga þar sem kaup hækkaði aðeins um 3.5%, skellir borgar- stjórinn fram 40—50% hækkun hitaveitugjalda, sem nemur þrefaldri þeirri almennu verð- og kauphækkun, sem orðið hefur á síðasta ári. í augum flestra manna, sem telja það brýnasta verkefni stjórnarvalda, lands eða höfuðborgar að hamla gegn dýrtíð og verðbólgu, er þetta algerlega ábyrgðarlaust tiltæki, og sýnir það glögg- lega, að ekki hallast á um framlögin í „dýrtíðarbaráttu“ ríkisstjórnar og borgarstjórnar, en þessir tveir aðilar hafa í hendi mest ráð til þess að beina þróuninni til góðs eða ills í dýrtíðarmálum! \ Hitaveitan í Reykjavík er ein mesta auðlind, sem borg- in býr við. Þegar hafizt var handa um lagningu hita- veitu fyrir aldarfjórðungi, mun fáum hafa komið til hugar, að það mundi taka stjórnendur borgarinnar 25 ár að skipuleggja nýtingu þessara gæða í fullbyggðum hverfum borgarinnar. Sú er þó orðih raunin. Svo ó- trúlegt sleifarlag og dugleysi hefur ríkt í þessum efn- um. Á síðustu árum hefur verið reynt að hraða hitaveitu- framkvæmdum, en allar áætlanir um það orðið langt á eftir tímanum. Eldri hverfin búa nú mörg við mikinn skort á heitu vatni, og heimalindir að mestu fullnýttar, en frámunalegt dugleysi rikir við undirbúning að nýrri aðfærslu heits vatns. Menn muna vandræðin á ýmsum hitaveitusvæðum í borginni s.l. vetur, og svipuð vand- ræði blasa við á komandi vetri. En ofan á allt þetta eiga borgarbúar nú að fá stórfellda hækkun hitaveitugjalda. Heimæðagjöld fyrir þá, sem eru að byggja eða taka hitaveitu í eldri hús, eiga að þrefaldast eða meira. Þetta er líklega gert til að lækka byggingarkostnaðinn. Mælaleigan á að tvöfaldast. Rök borgarstjórans fyrir þessari hækkun eru meira en vafasöm. Hann segir. að um tvennt sé að velja, draga saman hitaveituframkvæmdir eða skella á þessari hækk- un. í því felst yfirlýsing um uppgjöf við að leita eðli- legra lána til hitaveituframkvæmda, og viðbáran um, að ekki sé hagkvæmt fyrir hitaveituna að taka mjög mik- il lán vegna þess, að vaxtabaggi verði þá of þungur, á sér enga stoð, þegar um svo hagkvæmt fyrirtæki sem hitaveituna er að ræða. Ofan á þetta er svo bætt tæp- um útreikningum um hagkvæmni hitaveitunnar, miðað við olíuhitun, eftir hækkunina. En alvarlegasti þáttur þessarar hitaveituhækkunar er ábyrgðarleysið, sem felst í þeirri stefnu, sem húri birt- ir. Þetta er stórfelldasta gjaldskrárhækkun, sem borgin hefur gert í einu stökki, og hér er sannanlega farið langt yfir þau takmörk, sem áorðnar verðhækkanir gefa til- efni til. Þannig leggur borgarstjórinn hiklaust út á þá braut að skeila á hækkunum og innheimta fyrir ókom- inni dýrtíð, en það er sama og að leggja sig fram um að herða á dýrtiðarirjólinu. Þannig gerir borgarstjórinn sig nú líklegan til þess að spenna þjónustustofnanir al- mennings í borginni beinlínis sem eyki fyrir dýrtíðar- og verðbólguvaginn Það er meira en ábyrgðarlaust tiltæki •— það er opinbert skemmdarverk. TIMINN__________________________________ gmmmnm ■ ■■■ ■ ■■ „■ Walter Lippmann ritar um alþjóSamál: Skoðanakannanir leiða í Ijós rénandi lýðhylli Johnsons Almenningur kann að fylkja sér um Johnson á ný, ef illa gengur í Viet- nam, enda þótt að styrjöldin sé óvinsæl Johnson Bandaríkiaforseti — gagnrýnln á stefnu hans harSnar. NÚNA, þegar sko'ðanakannan ir gegna orðið jafn miklu hlut verk; í daglegu lífi okkai og raun ber vitni er okkur loks að verða ljóst, að hvergi nærri er auðvelt að ráða niðurstöður þeirra rétt. Nýlega hafa skoð anakannanir sýnt, bæði hjá Gallup og Harris, að verulega hefur dregið úr trausti almenn ings á Johnson forseta. Þetta gæti hvort heldur sem er táxn að að þjóðin væri til muna her skárri en forsetinn, eða að henni geðjaðist afar illa að styrjöldinni og vildi því sem allra fyrst binda enda á hana. Elmo Roper er einn af braut ryðjendunum við skoðanakann anir. Hinn 28. mai síðastliðinn ritaði hann greín i Saturday Review um þetta efni og benti á, að ekki sé unnt að nota nið urstöður skoðanakannana til leiðbeiningar við mörkun eða framkvæmd stefnu. Forustu- hæfni forseta verði ekkí sann reynd með ,,könnun almenn- ingsálitsins, heldur í deiglu at burðarásarinnar sjáll'rar” Svör in, sem allt veltur á verða ekki ráðin af því. hvort niðursraða skoðanakannana sým. að al menningsálitið sé hliðhollt ein hverri stefnu, heldui hinu, hvort stefnan leiði til fuilnægj andi árangurs. MEGINÁSTÆÐA þess að niðurstöður skoðanakannana eru ekki til þess fallnar að leið being um mörkun og fram- kvæmd stefnu, liggur í því, að mjög mikill hluti almennings ,,er ýmist fáfróður eða heíur hlotið ranga fræðslu um stað- reyndir og málefni, sem stefna þjóðar er byggð á“ eins og Roper tekur fram. Svo virðist sem verulega gæti ósjálfráðr- ar hneigðar fólks til að fylkja sér um forsetann, þegar hann á í miklum erfiðleikum út á við. Kennedy forseti naut ti! dæm is mestrar lýðhylli samjcvæmt niðurstöðum skoðanakannana rétt eftir aðl glappaskotið var gert við Svinaflóa. Vinsæ'dir Kennedys virtust þá til muna meiri en vinsældir Eisenhow ers, fyrirrennara hans á forseta stóli urðu nokkurn tíma. eða vinsældir Johnsons eftirmanns hans. hafa enn reynzt. Kenne- dy forseti virtist aldrei stðar njóta jafn mikilla vinsælda. jafnvel ekki eftir sinn mikla sigur i deilunni út af eldflauga stöðvunum á Kúbu. Þessa sama fyrirbæris. eða að almenningur fylki sér um forsetann, þegar hami á í erf iðleikum erlendis, varð einnig vart í stjórnartíð Eisenhowers forseta. Gerist nú hið sama enn á ný, ef Johnson forseta místekst að vinna sigur seni leiði styrjöldina til lykta þeg * ar hann er búinn að færa stór lega út stríðskvíarnar í Viet- nam? Niðurstöður skoðanakannana geta ekkí svarað þessari spurn ingu. því að þær geta ekki sagt fyrir um óorðna hluti. Samt sem áður er svaríð við þessari spurningu mikilvægara en flest annað fyrir hagsýnan stjórn- málamann, og raunar fyrir alla sem láta sig skipta verulegu máli. hver verða úrslit kosning anna í nóvember í haust. REPUBLIKANAR gera yfir leitt ráð fyrir því, eíns og sak ir standa, að styrjöldin í Viet nam sé óvinsæl meðal almenn- ings að heita má. Þeir gera ennfremur ráð fyrir, að þjóðin skiptist i tvær fylkingar eða milli þeirra ,sem halda, að unnt sé að binda enda á styrj- öldina með því að auka árásirn ar (stríðshaukanna) og hinna sem halda, að styrjöldinni geti aldrei lokið með öðru en samn ingum (friðardúfnanna) Er sameiginlegt er þó bæði með haukum og dúfum, að peim geðjast illa að styrjöldinni vilja, að henni ljúki sem fyrst. og eru algerlega á móti lang- vinnri styrjöld, Þetta virðast niðurstöður skoð anakannananna gefa til kynna. En er svo nokkuð annað að finna áþreifanlegt sem styðji þessa ályktun? Eg vil í þessu sambandi benda á skráninguna til herþjónustu og hvernig hún gengur. Við skráningu til herþjón- ustu gætir vals. sem varðar líf og frama ungu mannanna með- al þjóðarinnar og einnig um hyggju foreldra þeirra. vina og kennara Þetta val, sem skráningin til herþjönustu neyðir unga menn til að fram kvæma, kemur miklu nær kvik unni en spurningar þeirra, sem skoðanakannanirnar fram- kvæma, hvort sem þeir eru frá Gallup eða Harris. FLESTIR VIRÐAST vera samdóma um. að við fram kvæmd skráningarinnar gæti ekki fulls réttlætis. McNamara varnarmálaráðherra hefur ekki aðeins játað, að þetta sé satt, heldur er hann sagður láta fjölda manns vinna að því að reyna að endurbæta kerfið. Ekki er sennilegt, að þetta beri neinn verulegan árangur hjá ráðherranum. Aðalvandkvæðin stafa alls ekki frá skráningar- kerfinu, heldur frá styrjöldir.ni sjálfri. Erfiðleikarnir eru ekki því að kenna, hvernig skráningar- kerfið vinnur. heldur stafa þeir af óvinsældum styrjaldár- innar, sem menn eru skráðir til starfa við samkvæmt kerfi inu. Ekkert kerfi getur gert styrjöld jafn hættulega og ó- viðfeldpa i augum allra ungra manna, sama hvort það er happ drætti, undantekningarlaus þjálfun eða þjóðlegar þión- ustusveitir. Hervæðing er því aðeins möguleg, að ungir menn hafi — með stuðningi foreldra sinna, vina og kennara — vilja til þátttöku í styrjöldinni. Styrjöldin í Vietnam er að því leyti frábrugðin hinum styrjöldunum þremur. sem háð ar hafa verið á þessari öld, að hvorki er vinsælt né í tizku !* Framhaid a bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.