Tíminn - 12.07.1966, Side 2

Tíminn - 12.07.1966, Side 2
TÍMINN Atvinnulíf dauft á SiglufirSi IK-Sigtofirði mánudag. Hér á Siglufirði er dauft yf ir atvinnuílfinu um þessar mundir. Margt fólk er ráðið til vinnu hjá síldarverksmiðjun um og dundar nú við viðhald og þess háttar. Sáralítið hefur borizt hingað af síld, en þó var saltað hér í 90 tunnur í gær. Tveir bátar eru gerðir út héð an í ufsaveiðar og hafa þeir fengið sæmilegan afla. Dauft er yfir ufsaveiðum þessa dag ana. Framkvæmdirnar í Stráka- göngum ganga sæmilega, en nú muin vera um 200 metra lang ur kafli eftir. Búizt er við, að göngunum verði lokið fyrir haustið. Tvelr árekstrar ED-Akureyri, laugardag. Á Svalbarðsströnd urðu á 11. tímanum í gærkvöldi tveir bif reiðaárekstrar á sama stað. með stuttiu millibili. Allir bíl arnir skemmdust meira eða minna, en engin slys urðu á fólki. Klúbburinn Öruggur akstur stofnaSur á Húsavík >J-Húsavík, mánudag. Sl. fimmtudag var klúbbur- inn Öruggur akstur stofnaður á Húsavík, og var það gert á vegum Samvinnutrygginga. Fé lagsmálafulltrúi Samvinnu- trygginga, Baldvin Þ. Kristjáns son, boðaði til fundarins, en fundarstjóri var Þormóður Jónsson, fulltrúi Samvinnu- trygginga á Húsavík, fundar ritari var Kári Arnórsson skóla stjóri. Baldvin Þ. Kristjánsson flutti erindi um umferðarör- yggi og markmið klúibbsins. Afhent voru verðlaun til þeirra, sem hlotið höfðu viður kenningu fyrir öruggan akst- ur. í fundarlok var sameig inleg kaffidrykkja og sýnd var kvikmynd um umferðar- mál. Stjórn félagsns skipa þessir menn: Finnur Kristj- ánsson, kaupfélagsstjóri, _ Jbn Þ. Buck, bóndi, og Ólafur Bjarnason, vélstjóri. Nú hafa verið stofnaðir 13 klúbbar Öruggur akstur, frá því í nóvember sl. G-ert er ráð fyrir að þessir umferðarör- yggisklúbbar verði að minnsta kosti 25 víðs vegar um landið. Námskeið í hjálp í viðlögum SR-Berustöðum, laugardag. Fyrir forgöngu Steinunnar Sveinsdóttur var nýlega haldið að Ásgarði í Ásahreppi kvöld námskeið í hjálp í viðlögum á vegum slysavarnardeildar- innar Gleym mér ei, í Ásahr. Hannes Hafstein frá Slysa- varnafélagi fslands, kenndi lífgun úr dauðadái með blást ursaðferðinni og hjartabnoði, og sýndi góðar fræðslukvik myndir um það, og einnig um starfsemi Slysavarnarfélags- ins. Var lífgunaraðferðin mjög vel skýrð í máli og myndum, svo að þátttakendur nám- skeiðsins verða betur viðbúnir en áður, ef slíkan vanda ber að höndum. Ferja sauðfé á afrétt- inn SR-Berustöðum, laugardag. Bændur eru um þessar mund ir að rýja sauðfé og flytja sumt af því á afrétt. Er það flutt á bílum inn að Tungnaá og ferjað þar yfir á Holta- mannaafrétt. Sláttur hófst á nokkrum bæjum um sl. mán- aðamót, en fáir eru búnir að galta heyi því að þurrkalítíð hef ur verið síðustu daga. Gras- spretta er orðin góð. Kappreiðar á Mel- gerðismelum ED-Akureyri laugardag. Hestamannafélögin, Léttir, Funi og Hringur, gengust fyr ir kappreiðum og góðhesta- ÞRIÐJUDAGUR 12, júlí 1966 sýningu á Melgerðismelum á sunnudaginn var. Fjöldi fólks var viðstatt kappreiðarnar, og mættu nokk ur hundruð hesta til leiks. Dæmdir voru alhlíða gæðing- ar og hlaut Kolskeggur, Aðal- geirs Axelssonar á Akureyri 1. verðlaun. f keppni klárhesta með tölti, fékk hinn 15 vetra gæðingur Fölski, Sigurðar 0. Björnssonar, fyrstu verð- laun. Búnaðarfélag Ása- hrepps í skemmtiferð SR-Berustöðum, laugardag. Þann 5. júlí sl. efndi Búnað arfélag Ásahrepps til skemmti ferðar um Vestur - Skaftafells sýslu. Þátttakendur voru 44 flest bændur og húsfreyjur úr hreppnum. Félagið bauð þeim til hádegisverðar að Vík í Mýr dal. Farið var á tveimur bílum í skínandi veðri og skoðaðir margir merkisstaðir V-Skaft- árþings. Var ferðin hin ánægju legasta og félaginu til sóma. Formaður Búnaðarfélags Ása hrepps er Ólafur H. Guðmunds son. EYJÓLFSSON LÁTINN í gær lézt í sjúkrahúsi Teitur Eyjólfsson frá Eyvindarholti 66 ára að aldri. Teitur var lengi bóndi í Ey- vindarholti, um skeið forstjóri Litla Hrauns og síðar forstjóri 1. áfanga hafnargerðar i Þorláks- höfn. Hann gegndi oddvitastörf um í Hveragerði, og nú síðast var hann forstjóri Sjúkrahúss Selfoss. Norræna ungtemplaramót inu lauk á sunnudag, með loka hófi í Lídó. Á sunnudaginn gengu þeir fylktu liði frá Sk®la vörðuholtinu að Austurvelli með lúðrasveitina Svan í broddi fylkingar. Á Austur- velli voru fluttar ræður í skín andi góðu veðri. Flestir er- lendu þátttakendanna flugu ut an í gærmorgun. ísfirðingar búast vii mikl- um fjölda gesta um helgina Mikill undirbúningur til að gera gestum dvölina sem þægilegasta og ánægjulegasta. Stór þáttur í undirbúingi hátíða haldanna, hér á ísafirði, er fram fara laugardaginn 16. og sunnu daginn 17. júlí vegna afmælis bæj arins, hefur beinzt að því að gera mögulegt að taka á móti öllum þeim fjölda gesta, er vænta má, að heimsæki staðinn á þessu tíma bili. Reiknað er með að allt að 2000 manns komi frá Reykjavík, auk gesta úr nágrannabyggðum, og annars staðar að á landinu. Hér er þó að sjálfsögðu um ágizk un að ræða, þar sem margt getur haft áhrif á þátttöku fram á síð ustu stundu. Veitir Flugfélag fs- lands afslátt af fargjöldum í sam bandi við hátíðina. Bílastæði í bænum hafa verið aukin og bætt, og endurbyggt hef ur verið bílastæði við tjaldstæði í Tunguskógi. Einnig hefur verið endurbætt aðstaða á tjaldstæðinu fyrir gesti, rafmagn leitt á svæð ið og í snyrtiherbergi, sem þar eru. Þá verður og sími á tjald stæðinu þennan tíima. Afnot af þessu tjaldstæði eru ókeypis fyrir ferðamenn. Um hátíðina munu skátafé. Ein herjar og kvenskátafél. Valkyrjan sjá um skipulag og gæzlu á tjald stæðinu og reka þar hjálparstöð. Einnig mun Hjáparsveit skáta á ísafirði starfrækja hjálpar- og upp lýsingamiðstöð í Skátaheimilinu í samráði við lögreglu. Verður vakt1 á báðum stöðum allan sólarhring inn. Ef óvænt ástand kynni að skap ast á tjadbúðasvæðinu, hefur einnig verið gert ráð fyrir tals- verðu gistirými, sem. grípa má til j neyðartilfelli. Er þá í einkum hugsað um fólk með smábörn. Skíðaheimar, skáli Skíðafélags ísfirðinga, verður opinn júlí- og ágústmánuð og geta gestir sof ið þar í svefnpokum, og fengið þar morgunverð, kaffi og létta drykki. Skíðaheimar eru um 3 km frá ísafirði. Að viðbættri þeirri læknisþjón- ustu, sem fyrir er í bænum, munu læknar í nágrannasveitum vera ' reiðubúnir, að veita aðstoð, og Hjálparsveit skáta sem hefur yfir allgóðum útbúnaði að ráða, mun vera tilbúim til útkaUs, ef alvar leg slys bæri að höndum á veg- um úti. Auk þess verður sjúkra flugvélin staðsett í bænum til frekara öryggis. Hótelherbergi munu þegar flest upppöntuð, en ísfirðingafé- lagið í Reykjavík mun enn geta ráðstafað nokkru svefnpokaplássi, í Barnaskólanum. Vitað er og, að fjölmargir munu gista á einka heimilum. Vegaþjónusta F.Í.B. mun stað- setja einn bíl á ísafirði hátíða- dagana, er aka mun leiðina ísafj. — Vatnsfjörður — ísafjörður, og annar bíll mun væntanlega staðsettur í Bjarkarlundi eða Búð ardal. Þess má geta, að vegir á Vesturlandi hafa ýmsír verið erf- iðir í vor, en Vegagerðin hefur undanfarið unnið kappsamlega að endurbótum þeirra, og standa vonir tii, að þeir verði komnir í gott horf fyrir hátíðina. Bifreiðaverkstæði, smurstöð og matsölur munu reyna að veita ferðamönnum alla þá þjónustu, er aðstæður framast leyfa. Verzlan ir verða opnar til kl. 21.00 á föstu dag, en lokaðar yfir sjálfa hátíða dagana. Sundhöllin verður og op in meira en venjulega. Aðalhátíðasvæðið verður á tún- inu neðan Túngötu og á íþrótta vellinum, svo sem sjá má í dag skrá. Sýningar þær, sem opnar verða í sambandi við hátíðina, verða opnar alla daga frá kl. 14.00 til 22.00 nema opnunar- og hátíða dagana sjálfa. Sýning Sögufélagsins verður í húsakynnum félagsins, á lofti Sundhallarinnar, gegnt Byggða- safninu, sem einnig verður opið, Framhald á bls. 15. ODDUR ÓLAFSSON ÁTTRÆÐUR Áttræður er í dag Oddur Ólafs- son. Um árabil var hann starfs- maður sjúkrahúss Hvítabandsins. í dag er hann staddur á heimili sonar síns, Teigagerði 3. TEITUR $

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.