Tíminn - 13.07.1966, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 13. júlí 1966
14
TÍMINN
VESTMANNAEYINGAR HEFJA
VATNSVEITUFRAMKVÆMDIR
Áætlaður kostnaður stofnlagnar 60—70 millj.
SK—Vestmannaeyjum, þriSjudag.
Um þessar mundir er verið að
hefjast handa um framkvæmdir
í sambandi við vatnslögn til Vest
mannaeyja. f sumar verða lagðar
leiðslur frá Syð'stu-Mörk undir
Eyjafjöllum yfir brúna á Markar-
fljóti og til sjávar, um 22 km.
leiffl. Verður vatnið leitt í asbest
rörum. sem fengin eru frá Pól-
landi. Á að ljúka framkvæmdum
á landi á þessu sumri, en næsta
haust á að vera Iokið vit^að leiða
vatnið til Eyja.
Hópar hestamanna
á Sauöárkróki
GÓ—Sauðárkroki, þriðjudag.
Hingað hafa - komið í dag
fimim hópar hestamanna á leið
til Hóla. Meginhluti fólksins
mun dveljast hér í nótt.
Stærsti hópurinn cr frá Reykja
vík og nágrenni og er hann
undir stjórn Páls Sigurðsson^r
í Fornahvémimi.
í hópi Páls eru 176 hestar og
um 30 reiðmenn- Hópurinn
gisti á Torfastöðum í nótt en
mun dveljast hér á Sauðár-
króki í nótt. Hestamennirnir
sögðu fréttamanni Tímans í
dag, að ferðin hefði gengiffl að
óskum, en einn hestur hefði
veikzt í Gönguskörðum og
hefði hann verið skilinn þar
eftir. Hestarnir í hópnum verða
geymdir í Hegranesi í nótt.
Auk þessa hóps komu fjórir
minni hópar hingað í dag.
Einn þeirra var frá Keflavík
undir stjórn Viðars Jónssonar,
3 menn með 13 hesta. Þá kom
Einar G. E. Saamundsen, for-
maður Landssamhands ís-
lenzkra hestamanna íhópi með
20 hesta. Sveinbjörn Dagfinns
son lögfræðingur kom hingað í
hópi með 20 hesta. Allir þessir
hópar munu dveljast hér í
nótt.
f hádeginu kom hingað hóp
ur með 25—30 hesta, en sá
hópur hélt áfram til Hóla.
HÉRADSMÓTIN - DALA-
SÝSLA OG SNÆFELLSNES
Héraðsmót Framsóknarmanna leikur fyrir dansinum til kl. 2
í Dalasýslu verður haldið að e. miðnættl.
Tjarnarlundl sunnndaginn 17. Framsóknarmenn á Snæfells
júlí n. k- og hefst kl. 21. Ræðu nesi halda héraðsmót sitt sunnu
menn verða Ingvar Gíslason daginn 24. júlí n.k. affl Breiða-
alþm. og Steinþór Þorsteinsson bliki. Fjölbreytt dagskrá verður
kaupfélagsstjóri. Jóhann Kon- á mótinu, og verður hún aug-
ráðsson og hljómsveilin Röðlar lýst í blaðinu síðar.
Flugvöllurmn í
Eyjum mulbikuSur
SK—Vestmannaeyjum, þriðjudag.
Framkvæmdir við malbikun
flugvallarins i Vestmannaeyjum
hófust í morgun, og er það bær
inn, sem sér um framkvæmdivnar
fyrir hönd flugráðs. Malbika á
100 metra af hvorum pnda flug-
vallarins til þess að flugvélar geti
ræst hreyflana án þess að blása
burtu ofaníburði. Ljúka á þess-.
um framkvæmdum á næstunní, en
ekki hefur verið ákveðið. hvenær
völlurinn verður malbikaður að
fullu
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð
arför föður okkar,
Sigurðar Antons Hallssonar
málarameistara, Vesturgötu 2, Ólafsfirði.
Emilía Slgurðardóttir,
Sveinbjörn Sigurðsson.
maummmmmmJ
Yfirumsjón með verkinu hefur
nú Þórhallur Jónsson, verkfræð-
ingur, en yfirverkstjóri er Há-
varður Sigurðsson frá Vestmanna
eyjum.
Næsta sumar á svo að leggja
einfalda leiðslu tíl Eyja, og er
það danska fyrirtækið Nordisk
Kabel- og Trádfabrik, sem fram-
leiðir neðansjávarleiðsluna. Á ár-
inu 1968 á síðan að leggja síðari
leiðsluna yfir sundið, sem er 13
km breitt. Framkvæmdirnar eiga
að kosta í stofnlögn samkvæmt á-
ætlun 60—70 milljónir króna.
Nánar verður skýrt frá fyrirhug-
uðum framkvæmdum síðar.
Hringferö
S.U.F. um
Norðurlönd
Noregur-Sví-
þjóð-Finnland
- Danmörk
22 daga ferð um fjögur Iönd
fyrir 16.900 krónur.
Sumarferð S.U.F. í ár verð
ur hringferð um Norðurlönd.
Ferðin hefst 5. ágúst og lykur
þann 26. sama mánaðar. í far
gjaldi er innifalið flugferðir,
ferðir á ferjum, gistingar, morg
unmatur og kvöldmatur, sölu
skattur og fararstjórn. Sami
bíllinn mun flytja þátttakend
ur alla ferðina í gegn.
Upplýsingar um ferðina og
skráning þátttakenda verður í
síma 3 56 58 hjá Örlygi Hálf
danaxsyni, milli kl. 12.30 —
14.00 daglega.
GEKK FRÁ SVISS
Framhald ai bls. 1.
Heddiger gekk út úr Zii
rich 18. júní s.l. og kom í
dag til Sheffield. þar sem
leikur Sviss og V-Þýzka-
lands fór fram. Þar þekktu
hann allir, þar sem hann
klaaddist svissneskum föt-
um og hringdi oft nokkuð.
stórri bjöllu, sem hann not
aði í kvöld til þess að hressa
upp á landsmenn sína.
Er hann gekk inn í Sheff
ield, óku margir aðrir Sviss
ledingar inn í borgina í
sömu erindagjörðum og þeir
stoppuðu bíla sina og tóku
í hönd Heddigers og tóku
myndir af honum.
Hann tjáði fréttamanni
brezka útvarpsins. að ferð
sín hefði verið frekar at-
burðalítil Hann hefði þó
gengið niður úr tveim skó
pörum. Ástæðan til þess að
hann gekk til Englands var
sú, að hann hafði.lofað vin
um sínum því að ef Sviss
kæmist í lokakeppnina í
Áuaivcíft í fímanun
heimsmeistarakeppninni þá
skyldi hann labba til Eng
lands! Og þetta loforð hélt
hann.
Og ef svo ólíklega vildi til
að Sviss ynni bikarinn —
þá hefur hann lofað að
labba til baka! Annars fer
hann með lest!
5 SKOTNIR
Framhald af bls. 1.
fjöldi manns var handtekinn. í
dag var tilkynnt. að líklega hefðu
um 1000 manns verið handteknir
í borginni. Meðal þeipra, sem hand
teknir voru. er leiðtogí Samyutka
sem er sósíalistískur flokkur. Dr.
Ram Manokhar Lohia, sem er
einn aðalmaðurinn á bak við verk
fallið. Aðrir vinstri flokkar, svo
og tvær deíldir úr kommúnista-
flokk landsins, stóðu að verkfall-
inu.
Verkfallið beindist gegn hækk-
uðu verðlagi og eins gegn nýhækk
uðum skatti af leigulandi. Hefur
deilan orðið að eins konar afl-
raun milli Kongressflokskins, sem
hefur stjórn héraðsins í sínum
höndum, og andstöðuflokkanna.
Héraðsstjórnin hefur bannað allt
samkomu- og fundahald í hérað-
inu, og eins allar mótmælaaðgerð
ír. Skólum hefur verið lokað.
f kvöld bárust þær fregnir, að
kaupmenn í Banda myndu á morg
un, miðvikudag, hafa verzlanir
sínar lokaðar til þess að mótmæla
skothríð lögreglunnar. Jafnframt
var tilkynnt, að í Allahabad, um
170 kílómetra fyrir austan Banda
hafi einnig komið til míkilla á-
taka. Kommúnistar reyndu að
brenna dúkku, sem átti að tákna
Kongressflokkinn, og mikill mann
fjöldi kastaði grjóti í lest, sem
fór í gegnum borgina. Einnig var
ráðizt á járnbrautarstöðina og
hluta járnbrautarlínunnar.
SKEMMTIFERÐASKIP
Framhald af bís. 1.
Það er nú fyrst sem skeimmti
ferðaskipin fara að korna fyrir
alvöru, á morgun, miðvikudag,
kemur stærsta skemmtiferða-
skip er hingað hefur komið —
, Nieuw Amsterdam heitir það,
og er með um 900 farþega.
Þjóðverjar, hinir em franskir,
Helmingur farþeganna eru
brezkir og bandarískir. Skipið
siglir héðan til Akureyrar og
verður stanzað þar fimm tfma
og ekið með þá, sem þess óska
að Goðafossi og til baka. Ferða
skrifstofa Zoega h. f. á í dálitl
um vanda með að koma öllum
hópnum að Goðafossi, þar sem
þeir eiga í samkeppni við for-
ráðamenn hestamannamótsins
á Hóluum um langferðabíla.
Að kvöldi fimmtudags kemur
svo ANDES, sem hefur einkum
innanborðs Englendinga og fer
það einnig til Akureyrar.
Þriðjudaginn 19. júlí kemur
BREMEN hingað með þýzka
farþega og siglir það einnig
héðan til Akureyrar.
Miðvikudaginn 22. júlí er röðin
komin að HANSEATIC, sem kem
ur hingað öðru sinni í sumar, og
enn eru það Þjóðverjar sem >ei#i
sækja landið.
Laugardaginn 25. júli kemur
hingað EUROPA með um 650 —
750 Þjóðverja innanborð og siglir
það skip einnig til Akureyrar.
Síðast kemur svo norska skipið
BERGENSFJORD hingað 2. ágúsl
með bandaríska farþega.
Eins og sést af þessu yfirliti,
eru Þjóðveriar áhugasamastir að
skoða landið, og er vitað um Þjóð
verja, sem hafa komið hingað í
ein fimm skipti með skemmtiferða
skipi.
Skipin, sem koma frá Evrópu,
eru sitt á hvað 8 daga eða hálfan
mánuð í ferðum, þau hafa við-
dvöl í Skotlandi eða Færeyjum, og
í Noregi á lengri ferðunum. Skip
in, sem koma frá Bandaríkjunum,
fara yfirleitt héðan til Noregs.
Að sjálfsögðu skiptir afar miklu'
máli hvernig veðrið er þegar skip
in koma, því að ferðafólkinu finnst
flestu lítið til landsins koma ef
hér er rigning.
Tómas Zoega sagði, að í ár væri
mikið meiri áhugi á íslandsferð
um en í fyrra, og á næsta ári eru
ráðgerðar ferðir skemmtiferða-
skipa en í ár. Forráðamenn ferða
skrifstofu Zoega h. f. hafa náið
samband við erlenda aðila um
þessar ferðir og virðist sem þeir
hafi haft erindi sem erfiði í land
kynnngarstarfi sínu.
SAMRÆMING
Framhalrl * Ms 1
til þess væri fyrír hendi. Bæði
drögin kveða á um, að öll ríki eigi
að hafa leyfi til þess að rannsaka
og nota himingeiminn. Ekkert
ríki á áð geta krafizt yfirráða yf-
ir öðrum hnöttum og bannað skal
að 'staðsetja kjarnorkuvopn eða
önnur gjöreyðingarvopn í geimn-
um. Einnig er bannað, samkvæmt
báðum drögunum, að stunda her-
æfíngar í geimnum, eða senda
þangað herstöðvar í hverri mynd
sem er.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af bls. 12.
ins og voru stöðug ógn fyrir vörn
Kóreumanna. Hinn kattlíðugi
markvörður Li Chan Myung og
miðvörðurinn og fyrirliðinn Lim
Zoong eiga heiðurinn af því, að
tapið varð ekki stærra. Aðeins 23
þúsund áhorfendur sáu leikinn.
--------------------IMl
ÍÞRÓTTAHÚS
Framhald af bls. 1.
það verk að hluta, en Verkfræði
skrifstofa Sigurðar Thoroddsen,
hefur einnig annazt útreikningana.
Flest öll tilboðin eru frá erlend
um aðilum, og eru húsin þá yfir-
leitt án baðklefa, þ. e. aðeins
íþróttasalurinn, en þó munu nokk
ur húsanna vera með klefum og
öðrum nauðsynlegum herbergjum.
SÍLDARLÝSI
Framhald af bls. 1.
ur því að selja það allt úr landi.
Þorsikalýsi er aftur á móti allt
selt og sömu sögu er að sejja af
loðnumjölinu sem svo mikið var
framleitt af í vetur. Erfiðleikar
voru nokkrir á sölu loðnumj'ölsins
á tímibili, en síðar greiddist úr
þeim og seldist það á sæmilegu
verði.
ÍSAFJÖRÐUR
Framihald af bls. 2.
ur. Einsöngur, óperusöngvaramir
Svala Nielsen og Guðmundur Jóns
son. Ragnar H. Ragnar annast und
irleik. Brynjólfur Jóhannesson
flytur skemmtiþátt. Lúðrasveit
skólanna leikur. Fimleikasýning —
Áhaldaleikfimi. Tvísöngur, óperu
söngvararnir Svala Nielsen og
Guðmundur Jónsson. Upplestur
Guðm. G. Hagalín rithöfundur.
Vikivakasýning — Kvenfélagið
Hlíf. 1 /
KI. 17-00 Á fþróttasvæfflinu á
Torfnesi:
Lúðrasveit ísafjarðar leikur. Knatt
spyrnukeppni — milli ísfirðinga
frá Reykjavík og heimamanna 40
ára og eldri. Litli leikklúhburinn
skemmtir. Lifandi manntafl —
Taflféi. ísafj. Hópsýn. 80 unglinga
Asthildur Hermannsdóttir og Karl
Aspelund stjóma
kl. 22.00 Dansleikir í Alþýðuhús-
inu B. G. og Árni.
Gúttó, Villi Valli og Barði.