Vísir


Vísir - 20.03.1975, Qupperneq 4

Vísir - 20.03.1975, Qupperneq 4
4 Visir. Fimmtudagur 20. marz 1975. Spariö þúsundir ! Sumardekk Jeppadekk TILBOÐ. til l.mai ? •/ aff tveim 7 dekkjum •/ af fjórum 7 dekkjum io TÉKKNESKA BIFREIDAUMBODID Á ÍSLANDI H/E AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 YAMAHA UIG TIL SÖLU Litur: Svart Verð kr.: 280 þús Uppl. í síma 10241 BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ Ódýrt: vélar öxlar lientugir i aftanikerrur bretti hurðir húdd rúður o.fl. gírkassar drif húsingar fjaðrir BÍLAPARTASALAN Höt'öatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. 'VISIR VISAR A VIÐSKIPTIN Moses Pray (Ryan O’Neal) og Addie Loggins (Tatum O’Neal) sýna mikla þolinmæöi þar sem þau biöa þarna viö bil sinn i myndinni „Paper Moon”, sem veröur páskamynd Háskólabiós. Kvikmyndahúsin: Þetta sýna þau um póskana Um þessa páska verða kvikmyndahúsin opin á skirdag en siðan lokuð bæði á föstudag- inn langa og sjálfan páskadag. Um síðustu páska fengu kvik- myndahúsin þvi fram- gengt að mega hafa sýningar á skirdag en ekki er ákveðið hvort sýnt verður á laugar- daginn fyrir páska. Kvikmyndahúsin bjóða flest upp á nýlegar og athyglisverðar myndir um páskana. Þrjú kvik- myndahúsanna munu sýna kvikmyndir, sem eru talandi dæmi um hina nýju hamfara- bylgju, sem gengur yfir i kvik- myndaheiminum. Hin nýjasta af þessum þrem myndum er „Airport 75”, sem tekin verður til sýningar i Laug- arásbiói. Nýja bió mun Sýna „P.oseidon Adventure” og Gamla bió hefur nú hafið sýningar á myndinni „Skyjacked”. „Airport 75” er önnur glænýja myndin, sem Laugarásbió tekur til sýningar á þessu ári, er myndin fengin hingað á svipuð- um skilmálum og „The Sting”, sem var jólamynd kvikmynda- hússins. 1 „Airport 75” segir frá á- rekstri milli litillar einkaflug- vélar og stórrar Júmbóþotu og afleiöingum árekstursins á far- þega þotunnar. Lif þeirra hang- ir á bláþræði, þar eð flugmenn- irnir hafa sogazt út við árekst- urinn og aðeins ein óreynd flug- freyja við stjórnvölinn. 1 „Skyjacked” segir frá þvi, er stór Boeing 707 þota hefur sig á loft með sprengju innanborðs. Skilaboðum um það er komið til flugstjórans og honum hótað, aö þotan verði sprengd upp, ef hann geri ekki eins og fyrir hann er lagt. Charlton Heston fer með aðalhlutverkið i báðum þessum myndum. Nýja bió tekur „Poseidon Ad- venture” til sýningar nú um Úr mynd John Hustons, „The Mackintosh Man”, sem veröur páska- mynd Austurbæjarbiós. Þetta eru fangarnir Rearden (Paul New- man) og Buster (John Bindon) sem spjalla þarna saman. páskana, en i þeirri mynd segir frá þvi, er farþegaskipinu Poseidon hvolfir og er farþegar þess reyna að komast frá borði. Háskólabió tekur til sýningar „Paper Moon” nýlega mynd eftir leikstjórann Peter Bogdan- ovich, sem við höfum fengið að kynnast i myndunum „What’s Up, Doc? ” og „The Last Picture Show”. Myndin er með feðgin- unum Ryan O’Neal (Love Story) og Tatum O’Neal i aðal- hlutverkum og fjallar hún um lif þeirra á timum kreppunnar miklu I Bandarikjunum. Mynd þessi hefur viðast fengið mjög góða dóma. Austurbæjarbió tekur til sýn- ingar eina nýjustu mynd kemp- unnar John Huston. Þetta er myndin „Mackintosh Man” með Paul Newman i aðalhlut- verki. Myndin fjallar um skart- gripaþjóf sem leikinn er af Paul Newman. Hann er gripinn við eitt innbrotið og settur i fangelsi en I slagtogi við brezkan föður- landssvikara og njósnara undir- býr hann flótta sinn úr fangels- inu. Mynd þessi er byggð á bók eftir Desmond Bagley, sem komiðhefur út á islenzku undir nafninu „Gildran”. Hafnarbió mun einnig bjóða upp á kvikmynd byggða á frægri sögu eftir frægan höfund. Það er myndin „Caravan to Vaccares”,sem byggð er á sög- unni „Sigaunalestin” eftir Ali- stair McLean. Charlotte Ramp- ling fer þar með aðalhlutverk. Siðast en ekki sizt er að geta myndarinnar, er Stjörnubió tekur til sýningar um páskana. Þaöer Óskarsverðlaunamyndin frá 1957, „Brúin yfir Kwaifljót- i.ö”. Myndina gerði leikstjórinn David Lean en með aðalhlut- verk fara William Holden, Alec Guinnes og Jack Hawkins. Þetta er nýtt eintak af mynd- inni, sem nú er boðið upp á og er hún sýnd með islenzkum skýr- ingartexta i fyrsta sinn. Tónabió hafði ekki ákveðið hvaða mynd yrði tekin þar til sýninga um páskana, en ein af þeim myndum sem bióið tekur til sýninga bráðlega er „1 þjón- ustu hennar hátignar”, eina Bondmyndin, sem George Lazenby lék i. Aðrar merkar myndir, sem væntanlegar eru i kvikmynda- húsunum, eru „American Graf- fiti” i Laugarásbiói, „The Dis- creet Charm Of The Bourge- ouisie”, nýleg mynd eftir Luis Bunuel, sem kemur i kjölfar „Poseidon” myndarinnar i Nýja bió og „Night Porter”, sem komin er á lista hjá Hafn- arbiói. Mynd sú er gerð af leik- stjóranum Liliana Cavani og með Dirk Bogarde i aðalhlut- verki. Fjallar hún um kynlif uppgjafa nasista foring ja . Myndin hefur vakið mikla at- hygli og mikið umtal undanfar- iö. Þá fer nú einnig að hilla undir sýningar myndarinnar „The Exorcist” i Austurbæjarbiói. —JB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.