Vísir - 21.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 21.03.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65.árg. Föstudagur 21. marz 1975 — 68. tbl. „HUGSJÓNASAMTÖK" RÆNA SENDI- RÁÐSSKILTUM — Baksída Hér skall kurð nœrri hœlum — baksíða • Tóbakslausa söfnunin: „Heilmikill stígandi" — baksíða Stonehouse handtekinn — sjá bls. 5 Engin páskahrota sýnileg — sjá bls. 2 Engin mótmœli send, en Einar rœðir málin við Finnana heima „Þar sem utanrikisráö- herra var á förum til Finn- lands, var ekki taiin ástæða til að senda mótmæli, heldur myndi hann athuga máiið þar á staðnum.” Þannig svaraði Pétur Thorsteinsson, ráðuneytis- stjórii utanrikisráðuneytinu, er hann var að þvi spurður, hvort islendingar heföu mót- mælt ákvöröun Finna um að henda eitri i sjóinn á sunnan- verðu Atlantshafi. „Það var talið eðliiegast, að hann tæki upp málið við þarlenda aöila og kynnti sér það þar,” sagði Pétur. Einar Ágústsson, utan- rikisráðherra, hélt til Hel- sinki á miðvikudaginn og sit- ur nú fund utanrikisráðherra Norðurlanda, sem þar er haldinn. Hann er væntanleg- ur heim annaö kvöld. — SHH Hvað segja stjórnmálamenn um aðgerðirnar? Sumar umdeilanlegar „Allar þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru samræmd tilraun til að takast á við vandann og reyna heiðarlega að koma okkur út úr þessu," sagði TEKUR STRIKIÐ HEIM Þetta skip ætti að vera farið að koma íslending- um kunnuglega fyrir sjónir, þó að það hafi aldrei komið hingað til lands. Þetta er hið nýja varðskip Landhelgisgæzl- unnar, Týr, sem blöðin hafa birt svo margar myndir af að undan- förnu. Þessa mynd fékk Vísir símsenda í morgun, en hún sýnir Tý á siglingu hingað. Skipið lagði af stað frá Árósum á mið- vikudagsmorgun. Þurfti það að koma við á Kristjánssandi, þar sem nokkrir menn urðu eftir, en síðan var siglt af stað hingað. Að sögn Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, hefur skipið fengið gott veður það sem af er ferð- inni og er búizt við að það komi til landsins á laugardag frekar en sunnudag. — ÞJM SJOMENN HEFDU GETAÐ FENGIÐ 118 MILUÓNUM MEIRA í FYRRA Ef hrognaskiljur hefðu verið fyrir hendi á öllum iöndunar- stöðvum f fyrra, svo unnt hefði veriö að nýta þau loðnuhrogn, sem dælt var i sjóinn, hefðu sjómenn loönubátanna fengið nærri 118,8 miiljónum króna meira til skipta en raunin varð á. Frystihúsin hefðu fengið 352 miiljón króan aukningu á söluverðmæti sitt. Vísir birti á dögunum frétt um loðnuskilju, sem sett hefur verið upp á Höfn I Hornafirði. 1 fyrir- sögn fréttarinnar kom fram sá misskilningur, aö þau hrogn, sem bjargast fyrir notkun skiljunnar, væri um 1% verðmætaaukning. Þetta er ekki rétt, heldur er hér um hrá- efnisaukningu aö ræða. Eitt prósent af aflanum I fyrra er fast að 4.400 tonn. Skiptaverð til sjómanna fyrir loðnuhrogn til frystingar var i fyrra 27000 krónur tonnið, en Ellert B. Schram alþingis- maður (S) í morgun um stjórnarf rumvarpið um ef nahagsaðgerðir. Ellert sagði, að ríkisstjórnin væri til þess að gera slíkar að- gerðir og hún hefði verið kosin til þess. ,,Sumar að- gerðirnar eru umdeilan- legar og ekkert sérstak- lega geðslegar, sumar hverjar," sagði Ellert, ,,en ég tel skattabreytingarnar og samræmingu á skatta- og tryggingakerfi til bóta. Ég er hlynntur því, að slík tilraun sé gerð." „Þessar aðgerðir eru tæknilega séð til bóta, en i þeim felst þó ekki sú skattalækkun, sem talað er um,” sagði Geir Gunnarsson alþingismaður (Ab) hins vegar. „Það er þegar búið að taka 700 milljónir i hækkun óbeinna skatta, og þegar talað er um 360 milljóna lækkun á útsvörum nú vegur upp á móti, að þau hækka um 7-800 milljónir vegna þess að nú eru innheimt 11%, i stað 10% af brúttótekjum. Þá er farinn kúfur- inn af þessu.” Björn Jónsson, forseti ASt sagði i morgun, að sérfræðingar Alþýðusambandsins hefðu frum- varpið til athugunar og hann gæti ekki um það sagt á þessu stigi. Aðalþættir frumvarpsins eru lækkun rikisútgjalda um 3500 milljónir. Ákvörðun um skiptingu lækkunarinnar á einstaka þætti verður tekin siðar með samþykki fjárveitingarnefndar alþingis. Tekjuskattur einstaklinga verður lækkaður um 850 til 900 milljónir. Útsvör lækka um 360 milljónir. Fjölskyldubætur eru sameinaðar i skattafslátt, sem nefnist barna- bætur. Stefnt er að sameiningu tryggingakerfisins og skattakerf- isins. 5% skyldusparnaður verður lagður á háar tekjur. 2500 króna farmiðaskattur verður á lagöur. Um þessi atriði og fleiri er fjallaö á öðrum stað i blaðinu. Sjá nánar um aðgerðirnar á bls. 3 — fyrir loðnuaflann ef hrognaskiljur hefðu verið alls staðar söluverð frystihúsanna 80 þúsund krónur tonnið. Verömætaaukningin er þannig drjúgum meiri en hráefnis- aukningin. Ekki er unnt að spá um þessar tölur fyrir árið i ár, þar sem verð á loðnuhrognum hefur ekki verið ákveðið. -SHH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.