Vísir - 21.03.1975, Blaðsíða 8
Visir. Föstudagur 21. marz 1975.
Visir. Föstudagur 21. marz 1975.
Umsjón: Hallur Símonarson
Gullni björninn aftur
kominn í gang í golfi
— en Johnny Miller er tekjuhœstur með 114 þúsund dollara
— eða 17 milljónir islenzkar kr. fró óramótum
Jack Nicklaus sigraöi i sinni
fyrstu golfkeppni siöan i septem-
ber I fyrra, er hann vann Doral
Open i Miami i Florida um siö-
ustu helgi.
Hann vann Forrest Fezler á
siöustu holunum siðasta dag
keppninnar, en þeir voru jafnir
þegar 9 holur voru eftir. 1 þriðja
sæti kom Bert Yancey en ,,súper-
stjarnan” Johnny Miller varð
fjórði.
Lee Trevino kom þar rétt á eft-
ir, en hann varð sigurvegari i
Citrus Open i Orlando i Florida i
siðustu viku. Þar lék hann á 276
höggum — 12 undir pari — og var
einu höggi betri en Hale Irvin og
tveim betri en Ben Crenshaw.
Fyrir þennan sigur fékk mexi-
kanski sprellikarlinn ..litla" 40
þúsund dollara eða sem samsvar-
ar 6 milijónum islenzkra króna.
Tekjuhæstur frá áramotum er
Johnny Miller með 114 þúsund
dollara, sem gerir liðlega 17
milljónir islenzkar. Þætti vist
mörgum það ágætis kaup fyrir að
spila golf i liðiega tvo mánuðil!
— klp—
Þessir heiöursmenn, sem heita Sveinn H. Skúlason og Hreggviöur Jónsson og hafa m.a. umboð fyrir
Frendo skiöi hér á landi, afhentu á dögunum Skiöafélagi Reykjavikur þessa fjóra gullfaliegu bikara til
að keppa um I skiðagöngu á næstu árum. Veröa þeir veittir sigurvegurunum I skiöagöngu unglinga, 30
og 15 km göngu fullorðinna og boögöngu hér I Reykjavik. Ljósmynd Bj.Bj.
Nú höfum við allt að
vinna gegn dönskum!
Danir með flesta sína beztu leikmenn í landsleikjunum á sunnudag og
mánudag — Kaj Jörgensen hœstur með 109 landsleiki
Karl Schranz „gamli maður snævarins” ætlar aö hressa upp á þá
sovézku. Myndin var tekin I Kitzbuehel 1972 rétt fyrir Olympiuleikana I
Sapporo. Hann fékk ekki aðkeppa þar — vegna atvinnumennsku!
Viö höfum tapað tveimursiðustu
landsleikjunum viö Dani og nú
höfum við allt aö vinna. Ég hef
mikla trú á islenzka landsliðinu —
þaö getur sýnt stórgóöan leik,
sagöi Sigurður Jónsson, formaöur
HSl, þegar blaöiö ræddi viö hann i
morgun. Fyrri landsleikurinn viö
Dani verður i Laugardalshöllinni
á sunnudagskvöld og hefst kl.
20.30 — Á mánudagskvöld leika
löndin aftur og Birgir Björnsson,
landsliöseinvaldur, hefur sagt, aö
hann muni gera 2-3 breytingar á
islenzka landsliöinu hver svo sem
úrslit veröa i fyrri leiknum. Birg-
ir var fyrsti isienzki þjálfarinn,
Rússar œtla sér stóra
hluti í alpagreinunum
Hafa róðið einn frœgasta skíðamann heims sem þjólfara, og œtla að byggja
upp tvœr fullkomnar skíðamiðstöðvar, þar sem hœgt er að œfa allt órið
Karl Schranz — þekktasti alpa-
skiðamaður heims fyrr og síðar —
og maöurinn, sem var á bakvið
stóra olympiuhneykslið fyrir OL I
Sapporo 1972, þar sem hann var
dæmdur frá keppni, á nú að gera
Sovétrikin að stórveldi I alpa-
greinunum.
Rússarnir eru nú langt á eftir
öðrum þjóðum i alpagreinunum
— bruni, svigi og stórsvigi — og
jafnan settir i flokk með Belgiu,
Ungverjalandi og Persiu, sem eru
ekki hátt skrifuð á þessu sviði.
En nú á að verða breyting á.
Fyrsta skrefið i þá átt var að ráða
Karl Schranz, og var gengið frá
þvi i siðustu viku. Kom sú ráðning
öllum á óvart, enda Rússar litið
gert aðþvi að ráða til sin erlenda
þjálfara. Þess i stað hafa þeir
sent menn utan til að fylgjast með
og læra.
En alpagreinarnar lærir enginn
á nokkrum vikum — a.m.k. ekki
nægilega vel til að geta kennt þær
VK^ÁTne,fi.
Sj,
MUNIÐ
ibúöarhappdrætti H.S.
2ja herb. ibúðað
verömæti kr. 3.500.00.
Verð miöa kr. 250.
þannig, að hægt sé að ná i skottið
á Frökkum, Austurrikismönnum,
Svisslendingum eða öðrum stór-
þjóðum á þessu sviði.
Fyrsta verkefni Schranz verður
sex vikna æfingabúðir með það
bezta, sem Rússar eiga, á af-
skekktum stað, þar sem rnjög góð
Bikarkeppnin
sundi í kvöld
Bikarkeppni Sundsambands Is-
lands hefst i Sundhöllinni i kvöid,
en á morgun og á sunnudaginn
verður keppninni haldið áfram á
sama staö.
t kvöld veröur keppt I fjórum
greinum — 400 og 800 metra
skriðsundi og bringusundi karla
og kvenna. A morgun og sunnu-
daginn verður keppt i öðrum
greinum, svo og boðsundi milli
félaganna, sem taka þátt i mót-
inu.
æfingaskilyrði eru fyrir hendi að
sögn Schranz. En hann hafði
einnig haft þetta að segja um nýja
starfið:
„Þetta getur orðið spennandi
og skemmtilegt. Ég hef þegar séð
mjög góð efni hjá þeim, en það
þarf að slipa þau til og kenna
þeim það nýjasta. Þeir vilja
byggja upp gott olympiulið, en
það er ekki hægt að gera það á
einu ári. Ég þarf að fá minnst
fjögur ár til þess að gera gott lið
fyrir þá, — og þá skal það örugg-
lega verða gott”.
En það er ekki nóg að eiga gott
keppnisfólk — aðstaðan verður
einnig að vera góð. Franskt fyrir-
tæki hefur verið beðið um að gera
tilboð i uppbyggingu á tveim full-
komnum skiðasvæðum. Er annað
fyrirhugað i Elbrus og hitt i
Krasnajapojana. Þar er land frá
náttúrunnar hendi — i um 5000
metra hæð — þar sem hægt er að
æfa allt árið.
—klp—
sem náði sigri gegn Dönum með
liöi sinu. Það var sjöunda april
1968 I Reykjavik. Þá vann fsiand
15-10.
Aðgöngumiðasala á leikina nú
hefur gengið skinandi vel — allt
að verða uppselt á fyrri leikinn —
og ég held við fyllum einnig húsið
á mánudagskvöld, sagöi Sigurður
ennfremur.
A Norðurlandamótinu i vetur
sigruðu Danir okkur meö 17-15 I
keppninni um 3ja sætið. í heims-
meistarakeppninni 1974 unnu þeir
einnig með tveggja marka mun,
19-17 I Ehrfurt. í Randers 1973
varð jafntefli 18-18 og þaö er I eina
skiptið, sem tsland hefur náð stigi
af Dönum i Danmörku. Alls hafa
þjóðirnar leikiö 15 landsleiki I
handknattleik — Island unnið tvo,
Danmörk 12 og svo jafnteflið I
Randers. 1971 vann ísland i
Laugardalshöll 15-12, en tapaði
svo daginn eftir á sama stað 15-16.
Danir koma meö nær alla sina
beztu leikmenn hingað — þó vant-
ar 2-3, sem hafa verið viðloðandi
landslið þeirra undanfarin ár, en
hjá þeim hafa verið nokkuð örar
breytingar á landsliðsmönnum
ekki siður en hér. Aðeins einn ný-
liði er i danska landsliöinu nú —
Ole Minnet. Kaj Jörgensen,
markvörður, er með flesta lands-
leiki þeirra, sem hingað koma —
eða 109. Hinn aðalmarkvörður
liðsins, Flemming Lauritzen,
Helsingör, hefur leikið 63 lands-
leiki, en það er einmitt mark-
varzlan, sem hefur oftast verið
aðall danskra landsliða. Af úti-
leikmönnum er Anders
Dahl-Nielsen með flesta lands-
leiki eða 35. Lars Bock með 25.
Fyrirliði islenzka landsliðsins,
íslandsmeistara-
mótið í judo 1975
islandsmeistaramótiö i judo
1975 verður haldið I iþróttahúsi
Kennaraháskólans á sunnu-
daginn kemur og hefst ki. 16.30
siödegis.
Keppt veröur i fimm þyngdar-
flokkum karla og tveimur
þyngdarflokkum kvenna.
Þátttaka er mjög góð, og má
búast við betri og tvisýnni keppni
en nokkru sinni fyrr. islenzkir
judomenn hafa æft vel i vetur, og
á grundvelli úrsiitanna i þessu
móti má búast við að landsliðiö
veröir valið sem keppir á Norður
landameistaramótinu i næsta
mánuði.
Kópavogshlaupið
Kópavogshlaup UMSK verður
háðá sunnudaginn. Hiaupið hefst
við Vallargerðisvöll kl. 14,00, og
verður hlaupið um Kópavoginn.
öllum er heimil þátttaka, bæði
körlum og konum.
ólafur H. Jónsson, Val, setur nýtt
islenzkt landsleikjamet i fyrri
leiknum við Dani — það er á
sunnudagskvöld. Þá klæðist Ólaf-
ur i 81. sinn islenzka landsliðs-
búningnum og bætir met Geirs
Hallsteinssonar, sem leikið hefur
80 landsleiki. Viðar Simonarson
kemst i 80 landsleiki — hefur nú
leikið 78 — ef hann leikur báða
landsleikina við Dani, sem allar
likur eru á. Enginn nýliði er i Is-
lenzka landsliðinu i fyrri leikn-
um„ —hsim.
Ólafsfjörður í
úrslit í 3. deild
Leiftur frá Ólafsfirði hefur
tryggt sér rétt I úrslitakeppnina i
3. deildinni i handknattleik. Leift-
ur sigraði Dalvik i fyrri leik lið-
anna, en Dalvikingarnir gáfu síð-
ari leikinn, sem átti að fara fram i
gærkvöldi. Gekk þeim erfiðlega.
að ná saman í lið, þar sem hluti
leikmannanna var kominn út á
sjó.
Eftir er að ganga frá kæru i
Austfjarðariðlinum, og þvi ekki
ljóst hvaða lið kemur þaðan I úr-
slitin. Ekkert er keppt i Vestur-
landsriðli, en úr Suðurlands-
riðlinum kemur Leiknir Reykja-
vik. Úrslitaleikirnir fara fram
dagana 11.-12. og 13. apríl n.k. i
Hafnarfirði. —klp —
Úrvalslið Reykjavíkur
vann Sendiherrabikarinn
Sigraði í þriðja leiknum í röð í gœrkvöldi
Reykjavikurúrvalið sigraði úr-
valsliðið af Keflavikurflugvellin-
um i þriðja leiknum i keppninni
um Sendiherrabikarinn i körfu-
knattleik í Laugardalshöllinni i
gærkvöldi með 90 stigum gegn 87.
i hálfleik höfðu Bandarikja-
mennirnir yfir 52:45.
Með þessum sigri tryggði
/
I
Danir fjölga liðunum
handboltanum nœsta úr
Helsingörliðin,sem hér keppa um póskana urðu í 2.og 3. sœti í l.deild
menn Fredericia KFUM með 33 fossi Islands — Gullfoss
stig af 36 mögulegum. I öðru sæti Fredericia fF
kom Helsingör, sem hér keppir Danmerkumeistarar
um páskana, með 25 stig, þá HG
með 24 stig, en Arhus KFUM
hafnaði i 4. sæti með 22 stig.
í 2. deild féllu Holte og Skov-
bakken en upp kom Saga, FIF,
Tarup og AFG. Úr 2. deild féll lið-
ið, sem nefnt var eftir fegursta
Danir hafa ákveðið að fjölga
um tvö liö i 1. deild karla og
kvenna i handknattleik næsta ár.
Keppninni i báðum deildum lauk
um siðustu helgi og féllu þá tvö lið
úr hvorri, en upp komu fjögur —
tvö úr hvorum riðli i 2. deild.
Danmerkurmeistarar i hand-
knattleik karla 1975 urðu leik-
i ar
— og
hand-
knattleik kvenna 1975 urðu
stúlkurnar úr HG. 1 öðru sæti kom
FIF og þriðja sæti Helsingör, sem
einnig keppir hér á landi um
páskana. Neðst urðu Funder og
Næstved.
— klp —
Dómarinn var fjarri og leikurinn
holrliir áfram i----------
Leikmenn nálgast og Bomma er brugðið
— dettur... i
BRAGÐ
'O- 9
Syndicale. I
l!'»3. World Tiicht
Reykjavikurúrvalið sér bikarinn i
ár — en þetta er ll.árið, sem þessi
keppni fer fram. Leiknir eru 5
leikir og hefur Reykjavik sigrað i
þrem fyrstu. Leikirnir tveir, sem
eftir eru, skipta engu máli varð-
andi keppnina, en þeir fara samt
fram og verða liður i æfinga-
undirbúningi landsliðsins fyrir
Evrópumótið i sumar.
Ganga í það
heilaga í
nœsta múnuði
Skautakonan heimsfræga
Irina Rodnina, sem sjö sinnum
hefur orðið heimsmeistari með
tveimur félögum, hefur til-
kynnt, að hún ætli að giftust nýj-
asta skautafélaga sinum, Alex-
ander Zaitzev, i næsta mánuði
— april. 1 Edmonton I Banda-
rikjunum i gærkvöldi skýrði hún
blaðamönnum frá þessari
ákvörðun þeirra — með aðstoð
túlks. Rodnina sagði, að þau
myndu ganga i það heilaga,
þcgar þau hefðu lokið keppnis-
ferðalagi sínu, en þau sigruðu
sem kunnugt er nýlega á HM i
Denver. Rodnina fór að æfa með
Zaitzev eftir að Alexei Ulanov,
fyrri skautafélagi hennar, hætti
með henni eftir Oly mpiuleikana
i Sapporo 1972 til að kvænast
annarri skautakonu, Ludmilu
Smirnova. í gærkvöldi vildi
Rodnina ekki ræða það mál —
sagði aðeins. Það er liöin tið og
saga. Rodnina er 25 ára —
Zaitzev 22ja. —hsim.
I hálfleik i leiknum i gærkvöldi
léku islándsmeistarar FH i hand-
knattleik 1974 og bikarmeistarar
Vals i knattspyrnu 1974 hörku-
spennandi körfuboltaleik, sem
endaði með jafntefli 10:10.
— klp—
Enn heimsmet
hjó Rigert!
Sovézki iyftingamaðurinn
David Rigert setti enn nýtt
heimsmet i jafnhendingu i milli-
þungavigt á móti i Zaporozhye á
miðvikudagskvöld. Hann jafn-
henti 216 kiló og bætti fyrra
heimsmet sitt um hálft kiló.
— hsim.
r
Gerpla stóð
í Erninum!
í fyrsta leiknum I flokkakeppninni I borð-
tennis veitti Gerpla i Kópavogi Erninum,
Reykjavik, mjög harða keppni — en örninn
sigraði 6-3.
örninn byrjaði mjög vel — vann þrjá fyrstu
leikina, en Gerpla minnkaöi svo muninn í 3-2.
Ragnar Ragnarsson, ö, vann Stefán
Konráðsson, G, 2-0, Ólafur H. Ólafsson ö,
vann Björgvin Jóhannesson, G, 2-1. og Birkir
Gunnarsson, ö, vann Ómar Einarsson 2-0.
Siöan varð breyting. Björgvin vann Ragnar
2-0 og Stcfán vann Birki 2-0, en Ómar tapaði
fyrir Ólafi H. 0-2. Staöan 4-2 og Birkir og
ólafur komu Erninum I 5-2, þegar þeir unnu
Björgvin og Stefán I tviliðaleik 2-1. Siöan
vann Björgvin Birki 2-0 — staöan 5-3 — en
Ragnar tryggöi svo sigur Arnarsins, þegar
hann vann ómar 2-0. -hsim
Þeir sterku keppa
í Hölfinni í
Mikil og skemmtileg keppni á cftir að
verða i Laugardalshöllinni I kvöld, en þá fer
þar fram — i anddyrinu — siðari hluti ís-
landsmótsins i lyftingum.
Allir okkar sterkustu menn veröa meðal
keppenda, og nægir þar að benda á nöfn eins
og Gústaf Agnarsson, Guðmund Sigurðsson,
Óskar Sigurpálsson, Hrein Halldórsson og
fleiri.
Búast má við, að eitthvað fjúki af metum,
enda eru allir i góðri æfingu um þessar
inundirog til stórræða liklegir. En örugglega
iná búast við góðri skemmtun, þvi gott
lyftingamót getur bæði veriö hörkuspennandi
og bráðskemmtilegt. —klp—
Þorsteinn og SISU
urðu í þriðja sœti
Sisu-liöið, sem islendingurinn Þorsteinn
Hallgrimsson hefur keppt með á undanförn-
um árum i 1. deildinni i körfuknattleik i Dan-
mörku, missti af Danmerkumeistaratitlinum
I ár i slöustu leikjum sinum i mótinu.
Liðiö hafði lcngst af haft forustu I mótinu,
en gaf eftir undir lokin, og hafnaði i þriðja
sæti. t siðasta leiknum, sem var við Falcon,
tapaði Sisu 49:66. A sama tima vann Stevns-
gade annaö botnliðið — Hellerup 98:72. Það
nægði Stcvnsgade ekki — Falcon var með
hagstæðari stigatölu — 1630:1009 á móti
1692:1176 — og þaö var nóg I gulliö. Bæði líðin
voru með 32 stig af 36 möguiegum, en Sisu
var með 30 stig — sex stigum á undan Viby,
sem varð i fjórða sæti. —klp —
•
FH-dömurnar kvöddu
einnig með sigri
FH-dömurnar i handknattieik kvöddu 1.
deildina I ár með þvi að sigra sinn and-
stæðing I deildinni I fyrrakvöld, eins og
FH-herrarnir gerðu.
Þær léku við Viking og unnu með 13 mörk-
um gegn 10, eftir að hafa komizt I 7:1 og haft
8:2 yfir I hálfleik. Þær léku vel I fyrri hálf-
leiknum, en gáfu eftir I þeim siðari, sem
Vikingsstúlkurnar unnu 8:5.
KR-dömurnar léku einnig sinn sfðasta leik I
deildinni I fyrrakvöld og mættu Fram. Þeim
leik lauk með sigri Framstúlknanna 23:15 i
hálfleik var staðan 13:7. fyrir Frain.
Tveir siðustu ieikirnir I deildinni — ef ekki
kemur til aukaleiks á milli Fram og Vals —
verða um næstu helgi. Breiðablik leikur við
Armann og Valur við Fram. Valsstúlkunum
nægir jafntefli til aö sigra I mótin — ef Fram
sigrar verðuraðfara fram aukaleikur. -klp-
•
Aðalfundur
knattspyrnu-
manna Víkings
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Víkings
verður haldinn sunnudaginn 23. marz í
félagsheim ili Vikings við Hæðargarð.
Fundurinn hefst kl. 14.00 — veröur ekki um
kvöldið eins og fyrst var tilkynnt, vegna
landsleiks tslands og Danmerkur i hand-
boltanum á sunnudagskvöld.