Vísir - 21.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 21.03.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Föstudagur 21. marz 1975. VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson v Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannes'sön Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösia: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: iSiðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Kjaraskerðingin milduð Aðgerðir stjórnarinnar i efnahagsmálum, sem birtast i frumvarpi hennar, leysa mikinn vanda. í fyrsta lagi er með heimild til niðurskurðar á rikisútgjöldum um allt að 3,5 milljörðum stigið stórt skref til sparnaðar af hálfu hins opinbera og viðurkenndar breyttar aðstæður i islenzku þjóð- félagi. Rikið hefur með þessu gert sitt, enda óeðlilegt að kref jast þess að borgurunum, að þeir spari, geri rikið það ekki að sama skapi. 1 öðru lagi er með skattalækkunum reynt að draga úr kjaraskerðingunni, sem þjóðin sem heild verður að þola. Með skattalækkunum er ennfremur stuðlað að hófsemd i kjarasamning- unum, sem nú standa yfir. Endanlegi tilgangur- inn er sá að freista þess að treysta undirstöðu at- vinnu og lifskjara á þvi háa stigi, sem islenzku þjóðinni hafði auðnazt að ná á árunum 1971 og 1972, eins og segir i greinargerð frumvarpsins. Þau markmið sitja i fyrirrúmi, og þvi verður ekki unnt að koma verðbólgunni jafnlangt niður og rikisstjórnin stefndi að, meðan aðstæður voru hagstæðari. Þó telur rikisstjórnin, að mögulegt verði,að meðalverðbólgan i ár verði 25-30 pró- sent, en hún var 50-60% i fyrra. Tekjuskattur einstaklinga á að lækka um 850-900 milljónir króna i ár og útsvarið um 360 milljónir. Einkum er stefnt að þvi, að þeir, sem hafa lægst launin og flest börnin á framfæri, njóti góðs af, enda er það i samræmi við aðstæður, að mest nauðsyn sé að létta byrðum af þeim. Sami tilgangur er með heimild til lækkunar á söluskatti eða tollum á matvælum um 600-800 milljónir króna á ársgrundvelli. Sú lækkun fæli i sér lækk- un matarútgjalda heimilanna um 3,5 prósent eða 1,1 prósent lækkun framfærslukostnaðar. Þá eru breytingar á skattkerfinu að öðru leyti til hags- bóta barnafjölskyldum. Barnabætur, sem drag- ast frá sköttum fólks, verða 30 þúsund krónur fyrir eitt barn og 45 þúsund fyrir hvert barn um- fram það, en fjölskyldubætur voru 20 þúsund krónur áður með hverju barni umfram eitt. Frumvarpið felur i sér lækkun beinna skatta þeirra framteljenda, sem hafa meðaltekjur, um nálægt 1,5 til 2,5 prósent af brúttótékjum ársins 1974, en hjá þeim,sem hafa lægri en meðaltekjur, léttist skattbyrðin um 2-5%, mest hjá þeim, sem hafa mesta ómegð. Sé einnig reiknað með lækkun óbeinna skatta samkvæmt heimildarákvæðum, léttist skattbyrðin af meðaltekjum um 2,5-3,5 prósent af brúttótekjum ársins 1974 og um 3-6% af lægri tekjum. Eigi að bera þessar kjarabætur saman við hækkun peningalauna, sem siðar mundu koma til skatts, má leggja 70 af hundraði ofan á þær tölur, sem fólkið með miðlungstekjur fær i skattalækkunum, eða að minnsta kosti 15-20 prósent á skattalækkun hinna tekjulægri. Gert er ráð fyrir, að kaupmáttur kauptaxta haldist i aðalatriðum óbreyttur út árið eins og hann var i ársbyrjun. Þó er búizt við, að hann skerðist sem nemur helmingi þeirrar hækkunar framfærslukostnaðar, sem rekja má til gengis- lækkunarinnar. Þessi lækkun verður nálægt fjór- um af hundraði. Skattalækkununum er ætlað að milda þessa kjaraskerðingu eftir föngum. — HH Vilia helzt kippa alveg að ser hendi Sú togstreita, sem verið hefur i Bandarikjunum um aðstoðina við Kambó- diu og Suður Víetnam, sýnir glöggt hve langþreyttir Bandarikjamenn eru orðnir á þátttöku USA i Indókinastyrjöldinni. Eftir þrettán dýr og blóðug ár vilja þeir helzt binda enda á þátt Bandarikjanna i þessu. Heimköllun banda- riska herliösins 1973 eft- ir Parisarsamkomulag- iö,semHenry Kissinger utanrikisráðherra fékk fram, var aðeins fyrsta skref Bandarlkjamanna burt frá blóðvellinum. Hið nýja þing virðist staðráðið i þvi að stiga skrefið til fulls með þvi að taka fyrir fjár- magnsstreymið til suðaustur Asíu og láta löndin þar ein um að búa sér örlög. Þingið finnur greini- lega fyrir þunga kjös- enda, sem margsinnis hafa látið I ljós vilja siijn I þessu efni, og eru þeir 75 þingliðar, sem sitja þing nú i fyrsta sinn þessu marki brenndir. Hefur þingið ekki látið haggast þrátt fyrir þung rök og áskor- anir Fords forseta og stjórnar hans, sem heldur þvl fram, að álit Bandarikjastjórnar út á við sé I húfi. Ford forseti segir, að um öryggi Bandaríkj- anna sé að tefla þar eystra, og haldi þau eicki áfram að leggja stjórnum Kambódiu og Suður-Vietnams lið, muni hvert landið á eft- ir öðru verða kommún- ismanum að bráð. Er það sama kenningin og forverar hans hafa sett fram til að réttlæta þátttöku Bandarikjanna I Indókinastriðinu. Dr. Kissinger og James Schlesinger vam arm álaráðherra hafa báðir tekið undir með forseta slnum, hvað viðkemur þvi, að bandamenn og vinir Bandarikjanna muni missa traust á loforðum Bandarikjamanna, ef synjað verður um að- stoð og Kambódíu- stjómin fellur. Fjármunirnir, sem þama eru i húfi, eru 222 milljónir dollara, sem Fordstjórnin hefur vilj- að veita Kambódiu- stjórn umfram áætlun. Það sýnist litil upphæð I samanburði við þær þúsundir milljóna doll- ara, sem Bandarikja- menn hafa 'fjárfest i suðaustur Asiu siðan 1962. Þingiö, sem er að meirihluta til demó- kratar, en þeir njóta þó töluverðs stuðnings repúblikana I þessu máli, hefur alveg skellt skollaeyrunum við bæn- um stjórnarinnar. Timaritið „New Yorker” túlkar ástand- ið með þessum orðum: „Alit okkar virðist ekki mikils metið. Það er til sölu á kreppuverði. Tvö hundruð tuttugu og tvær milljónir er allt og sumt og ótalinn f jöldi manns- lifa I Kambódiu”. Þingið hefur einnig haldið eftir 300 milljón- um dollara, sem veittar voru til aðstoðar Suður- Vietnam á yfirstand- andi fjárlagaári, en það rennur út 30. júni. Það hefur viljað knýja Ford- stjómina til að lýsa þvi yfir, að ekki verði um frekari hernaðaraðstoð Bandarikjanna að ræða. A sinum tima var mjög gagnrýnd sú ákvörðun Nixons fyrr- verandi forseta 1970 að senda herlið til Kambó- Aöstoð Bandarlkjanna viö Kambódlustjórn hef- ur einkum verið fólgin i sendingum matvæla og hergagna, en Bandarlkjaþing vili tryggja, að ekki komi til frekari hernaöaraðstoöar. diu til að taka fyrir her- gagnaflutninga Norður- Vietnams suðureftir I skjóli á bak við landa- mæri Kambódiu. Margir Bandarikja- menn eru enn i dag þeirrar skoðunar, að sú ákvörðun hafi verið röng, þrátt fyrir fullyrð- ingar stjómvalda um, að með þvi hafi sparazt lif fjölda bandariskra hermanna i Suður-VIet- nam og að það hafi orðið til mikils gagns við að vemda Saigonstjórn- ina. Hinir halda þvi fram, að i Kambódlu hafi verið tiltölulega friðsælt fram til þeirrar stundar, að Bandarikin hafi dregiö landið inn I styrjöldina. Þeir trúa þvi einnig, að borgarastyrjöldin hafi blossað upp við þetta, og Bandarikin eigi ekkert með að blanda sér I hana. Aðrir benda hins veg- ar á, að það hafi verið Norður-VIetnamar og Vletcong, sem dregið hafi Kambódiu inn I styrjöldina með þvi að nota þjóðvegi Kambó- diu meðfram landa- mærunum til hergagna- flutninga og með þvi að þjálfa skæruliöa Viet- cong á landsvæði Kam- bódiu — I óþökk Kam- bódiumanna sjálfra. — Borgarastyrjöldin hafi blossað upp, þegar kommúnistar vildu ekki una þvi, að flokks- bræðrum þeirra úr Vietnam var ekki liðið að hunza hlutleysi Kambódiu. Þeir, sem harðast hafa deild á Indókina- striðið og þátt Banda- rikjanna I þvi, segja að fóm 55.000 bandariskra mannsllfa (tala fallinna hermanna) og þau hundruð þúsunda sem hlutu þar örkuml hafi sýnt og sannað nægjan- lega, að þau standa við gefin loforð sin við bandamenn sina og tlmi sé kominn til þess að hætta frekari hernaðar- legri aðstoð. „Hendur okkar eru orönar nógu blóðugar þar austur frá”, segir Frank Church, þing- maður demókrata frá Idaho. „Hvi ætti okkur að þyrsta I meira?” t þessum vangavelt- um hafa menn komið aftur og aftur að þvi atriði, sem lýtur að hættunni á þvi að fleiri lönd muni fylgja á eftir, ef Kambódia og Suður- Vietnam lenda á valdi kommúnista. Enginn efast um, að Laos mundi sennilega lenda undir sterkum áhrifum kommúnista. Hins vegar trúa þvi fáir, að róttækar breyt- ingar yrðu f Thailandi, Malaysiu, Singapore, Indónesiu eða Filipps- eyjum. M) UMSJÓNi G. P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.