Vísir - 21.03.1975, Blaðsíða 7
Visir. Föstudagur 21. marz 1975.
cTVIenningarmál
Leikfélag Reykjavikur:
FJÖLSKYLDAN
Sjónleikur eftir Claes Anders-
son
Leikstjóri: Pétur Einarsson
Leikmynd: Jón Þórisson
Tónlist: Gunnar Þórðarson
Lýsing: Magnús Axelsson
Þurfa heilbrigðir
læknis við? Sá sem
sjúkur er þarf á hjálp
og styrk heilbrigðs
manns að halda. En sá
heilbrigði, hann kemst
kannski að sinu leyti
ekki af án sjúklingsins
heldur? Kannski heil-
brigði hans þurfi á
sjúkdómnum að halda
— í samlifi þar sem sá
sterki lifir á hinum
veika engu að siður en
sá veiki á þeim sterka.
Og hvorugur kemst af
án hins.
Þetta er mergurinn málsins I
Fjölskyldunni eftir Claes
Andersson, sálfræðilegu frekar
en félagslegu dæmi sem leikur-
inn lýsir með fjarska einföldu,
raunsæislegu móti. Leikurinn
segir sögu af Ragnari og Svövu,
miðaldra hjónum og þremur
börnum þeirra sem komin eru
undir tvitugt, maðurinn
drykkjusjúkur skrifstofumaður,
þau hafa verið gift I tuttugu ár,
fjölskyldan býr við þröngan kost
i litilli ibúðarkytru. En þótt
pabbi komi fullur heim á nótt-
unni, skrópi i vinnunni, ná-
grannar kvarti, þá er svo að sjá
sem fjölskyldan sé þar fyrir
nokkurn veginn starfhæf, að
visu kannski mest af vana. Mest
veltur þetta auðvitað á mömmu
sem á börnin, nýtur trúnaðar
þeirra og þau skjóls af henni,
alltaf tekur á móti pabba hvern-
ig sem hann lætur, og heldur
heimilinu gangandi þrátt fyrir
allt.
Nauðsyn ógæfunnar
En þegár Ragnar tekur loks á
sig rögg, hættir að drekka, drif-
ur sig til lækninga, þá er voðinn
vís. Þá gefa taugarnar sig i
Svövu: nú er það hún sem þarf á
hæli. Og þegar mamma er á
burt þá er lika undirstaðan und-
an heimilishaldi og fjölskyldu-
lifi. Sonurinn fer að drekka,
Velkominn heim af hælinu, pabbi — Súsanna: Sigrún Edda Björnsdóttir, Ragnar: Helgi Skúlason,
Svava: Sigriður Hagalin, Marta: Hrönn Steingrimsdóttir, Þórir: Harald G. Haraldsson
dóttirin til i tusk með hvaða
strák sem vera vill, litla systir
hætt að mæta i skólanum og
sjálfsagt lika á leið i sollinn.
Svava umbar drykkjuskap
.Ragnars i tuttugu ár, en ó-
drukkinn er eiginmaður hennar
með öllu óþolandi. Þrautaráð
hennar verður að egna beinlinis
fyrir hann, hún fær Ragnar til
að kenna börnunum i krafti
reynslu sinnar hvernig „eigi”
að drekka koniak. Og leiknum
lýkur eins og hann byrjaði með
heimkomu drykkjumannsins
ofurölvi, heim I faðm fjölskyld-
unnar sem biður og „fyrirgef-
ur”.
Nú er sjálfsagt eitt og annað
athugavert viðþað „dæmi” sem
leikurinn lýsir. Það kemur
t.a.m. dálitið undarlega fyrir
hvað hin stálpuðu börn þeirra
Ragnars og Svövu virðast háð
foreldrum sinum og sambýlis-
háttum þeirra. Fjarska fátt er
sagt um það i leiknum, berum
orðum, hvernig hjúskapur
þeirra hefur orðið eins og hann
er. Það breytir ekki þvi að vel
gæti saga sem þessi gerst, og
sjálfsagt hafa slikar sögu lika
gerst. Og vel að merkja fjallar
Fjölskyldan ekki um drykkju-
skap, orsakir hans og afleiðing-
ar, heldur um samlifi: mann-
eskjur sem hvorki geta lifað
saman eða án hver annarrar,
hlutverkaskipti og sambýlis-
hætti sem I sjálfu sér eru ban-
væn. 1 fjölskyldu Svövu og
Ragnars þekkjast engir og tal-
ast aldrei við þótt fjölskyldan
„standi saman” þegar ógæfan
er annars vegar. Án hennar er
engin samheldni.
Nýir og sólaðir
sumarhjólbarðar
í miklu úrvali
á hagstæðu verði
n|oiDuroasaian
Borgartúni 24 — Simi 1492
(A horni Borgartúns og
(Nóatúns.)
Hvers vegna,
hvernig þá?
Þessi saga er skilmerkilega
sögð og efnið ljóst og greinilega
lagt fyrir i sýningunni i Iðnó, við
leikstjórn Péturs Einarssonar.
En f jarska held ég að leikurinn
eigi mikið undir þvi komið að
leikendum auðnist að innblása
efnisatriði hans sinu eigin lifi og
færa i meðförum sálfræðilegar
sönnur á það fólk sem leikurinn
lýsir og sambýli þess. Eftir að
leiknum lýkur erum við I raun-
inni fjarska litlu nær um Ragn-
ar: Helga Skúlason og Svövu:
Sigriði Hagalin umfram hin ein-
földu efnisatriði i ógæfusögu
þeirra. Af hverju verða um-
skipti Ragnars úr yfirkomnum
drykkjumanni i upphafi leiks I
ódrukkinn enskunema og heim-
ilisföður i seinni hlutanum svo
þungbær fyrir konu hans og fjöl-
LEIKHUS
skyldu? Eitthvað meira hlýtur
að koma til en bara það að mað-
urinn hætti að drekka. Og það er
leiksins að leggja til þvi að i
textanum stendur það ekki, það
þarf að sýna fram á það á svið-
inu hvers vegna og hvernig þá
þetta fólk á svo fjarskalega
mikið komið undir veikleika
hvers annars. En af þessu leiðir
þá þversögn að leikurinn vekur i
Iðnó fyrst og fremst áhuga sem
félagslegt dæmi — þótt einungis
fullgild sálfræðileg úrlausn efn-
isins nægði til að færa endan-
lega sönnur á dæmigildi hans.
A milli hinna einföldu leikat-
riða er fléttað innskotum trúðs:
Guðrúnar Asmundsdóttur sem
gerir athugasemdir við og legg-
ur út af 'leiknum i sungnu máli
og töluðu. Vel má vera að texti,
hennar misfarist að einhverju
leyti, kannski þýðingar vegna.
þótt Guðrún fari oft ismeygilega
vel með efnið. En ekki fékk ég
betur séð en hið raunsæilega
frásagnarefni leiksins, sem
mestuskiptirisýningunni, fengi
fullvel staðist án innskotanna.
hvort sem þau auka svo nokkru
við hann sem máli skiptir.
EFTIR OLAF JONSSON
Þegar prinsessan kyssti froskinn
ins.
— Trúðurinn: Guðrún Ásmundsdóttir eykur útieggingu við efni leiks-
Húsbyggjendur — Einangrunarplast
Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikur-
svæðið með stuttum fyrirvara
Afhending á byggingarstaö.
Hagkvæmt verð. Greiðsluskilmálar.
Verulegar verðhækkanir skammt undan.
Borgarplast h.f.
Borgarnesi Siini 93-7370 Iielgar- og kvöldsimi 93-7355.
Sambýli